Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 6
PARIS ER AI I I AI PARÍS Og svo kem ég aftur til Parísar. Nú er vor með þessari áfengu ögrun í lofti sem því fylgir. Hvar sem þú ferð ber svo mikið fyrir augu, býðst sjónaratlæti, þú þarft ekki að fara inn á söfnin, á sýningarnar. Þú lest hvarvetna í Þetta er gamla hverfið mitt, St. Germain des Prés. Þegar út úr hótelinu kemur skella hljóðbylgjur og ilmbárur og flæði lita á manni af sundurleitum varningi markaðarins, ávöxtum fiski krabbadýrum sæskeljum kjöti osti, hérar hanga á eyrum í krók, höfuð af nauti, og þjóðaþing í Rue de Seine undir kalli sölumannanna og hrópum... Eftir THOR VILH J ÁLMSSON hugann á göngum þínum um þessa borg. Þú berð miðju heimsins með þér hvar sem þú ferð. París er sú borg sem mér þykir miðsetur lista, sú borg sem örvar minn hug mest ög ögrar hvar sem ég fer. París var mín deigla, ég kem aftur til Parísar, í þessa ölvandi ofgnótt framboðs til að næra hug- ann, erta og ögra, til að mæla sig við ann- að, og kanna hvar maður stendur sjálfur sem listamaður. Borgin getur orðið ei-fíð því hún býður svo mikið og ört og strítt hveija stund. Þú situr á hótelherbergi og krotar í handrit með gluggann opinn, þá byijar djasskonsert úti á götunni við mark- aðinn með litærslum hans og mannlífs ólg- andi tilbrigðum. Og áður var maður í næstu götu að leika Bach á flautu, frönsku svítuna númer tvö eftir Johann Sebastian Bach. Hinn ungi Bruno í þröngri hótelafgreiðsl- unni niðri segir þér í hrifningu frá skáldinú Emanuel Berl, • faðir Bruno var ítalskur. Sumir hótelgestirnir tala við þig eins og þú værir bara hlutur, öskubakki, símsvari eða regnhlíf í grind, segir hann: það eru viðbrigði að það sé talað við mann einsog mann. Þetta er gamla hverfið mitt, St. Germain des Prés. Þegar út úr hótelinu kemur skella hljóðbylgjur og ilmbárur og flæði lita á manni af sundurleitum varningi markaðar- ins, ávöxtum fiski krabbadýrum sæskeljum kjöti osti, hérar hanga á eyrum í krók, höfuð af nauti. Og þjóðaþing í Rue de Seine undir kalli sölumanna og hrópum, og þú ferð fyrir hornið til vina þinna á veitinga- staðnum Chai de l’Abbaye og færð þér í svanginn þar sem allur maturinn er heima- tilbúinn, kæfur og reyktar pylsur og hvað- eina, þjónninn sem stundum er við barinn og hvert verk leikur í hendi hans án hlés meðan hann ræðir margvísleg mál með heimspekilegu ívafi ef fara gerir, og ber Skáldið Fernando Pessoá á kaffihúsi. Málverk eftir Almada Negreiros. Skáldið Moliere og þokkadísin í Luxembourgargarði. mér heimahúskæfu og ost frá Auverne og slær um sig með ensku milli þess að við tölum frönsku til að sýna mér að það geti hann líka. Ég segi: Þú bregður ýmsu fyrir þig en við eigum báðir eftir að læra jap- önsku. Og þá svarar hann mér með tveggja mínútna ræðu á japönsku. Um kvöldið fór ég með leigubíl yfir þvera París í gestaboð til vinar míns Astalos sem kom frá Rúmeníu fyrir rúmum tuttugu árum og mátti þá ekki birta skrif sín heima fyrir, hafði styrk frá alþjóðasambandi rit- höfunda, Pen-klúbbnum, og var í skjóli þáverandi forseta Pen International, skálds- ins Pierre Emanuel. Þá bjó hann hjá einni frægustu furstaijölskyldu Frakklands, í höll sem átt hafði Alfons þrettándi sem síðástur sat á stóli á Spáni áður en honum var steypt fyrir valdatöku fasista. Og í höllinni var harður húsagi. Brytinn krafðist stundvísi af furstafjölskyldunni, og gesti hennar. Allt varð að standa sem samið var um við þjónustufólkið því að það var svo ágætt og rómuð þess þjónusta, að allir hin- ir furstarnir og hátignarfjölskyldurnar sótt- ust eftir því, og það var bara farið ef eitt- hvað skarst í odda. Eins var með bílstjór- ann og yfirmatreiðslumanninn. Þar var valdið í höllinni. Og eftir sex mánuði hjá prinsinum og hjúum hans var Astalos stað- ráðinn í að snúa ekki heim aftur í dýrð- arríki Ceausescu, leitaði uppi aumasta hót- elið í aumasta hverfi Parísar því að þá var Pen-styrkurinn á þrotum og honum var að verða féskylft. Hann fór að leita að einhvetj- 'um starfa til að framfleyta sér. Hann bar niður á stórmarkaðnum í Höllunum, Les Halles, sem þá voru skammt frá því sem nú stendur Beaubourg og Pompidou-safnið með innvolsinu utan á. Á æskudögum mínum í París var til siðs að enda nætur- gleði með því að fá sér lauksúpu á þessu mikla flæmi markaðarins þar sem flutn- ingabílar streymdu að með kjöt í heilum skrokkum og grænmeti og annan kost, voru affermdir, kössum hlaðið, varan breidd út, og kjötskrokkarnir bornir inn og upp- festir á króka, og þurfti stælta burðarmenn því að þeir voru níðþungir nautsskrokkarn- ir sem komu heilir frá slátraranum. Astalos falaðist eftir vinnu, og talaði við nítján patróna eða vinnuveitendur, sem enginn vildi taka hann því að hann hafði engin skilríki frá sjúkra- eða almannatryggingum; ef hann hrasaði með kjötskrokk á bakinu og kremdist undir, hver átti þá að borga bæturnar? Það leizt ekki patrónum á. Þar til hann ranglaði örvilnaður að bækistöð þar sem sá var spænskur sem hafði allt vald og átti þetta, og hann var ekki búinn að gleyma því hvernig honum hafði farnast •sjálfum þegar hann kom ungur maður og ailslaus frá ættjörð sinni undan hæl fasista- böðulsins, skilríkjalaus. Og tók Rúmenann í vinnu. Enda sýndist honum hann vel á sig kominn til þess að bera þessa skrokka af skepnunum. Astalos hafði nefnilega ver- ið í landsliði Rúmena í þeirri teprulausu íþrótt sem kallast rugby þar sem menn hlaupast á með axlarhlífar og hjálma, með hrundingum og stympingum sem eflaust enda oft í slagsmálum, ekki síður en í ísknattleik þar sem líka reynir á grimmd og hörku, harðfengi. Og nú fékk Astalos að bera skrokkana allar. nætur og fara með burðarfélögunum á bar milli bíla og þjóra með þeim í rauðvíni einsog tíðkaðist. I þessu var hann þegar farið var að æfa fyrsta leik- ritið sem hann skrifaði á frönsku. Það var undir stjórn ágæts leikhúsmanns Pierre Lamy, þess sem fyrir fáum árum flutti franska þýðingu á ljóðum mínum heilt kvöld í Maison de la Poesie, Ljóðhúsum, skáldam- iðju á opinberum vegum sem stendur ein- mitt nú í verzlunar- og menningarmiðstöð- inni Forum þar sem Astalos bar kjötið áður og Hallirnar stóðu fyrr. Reyndar sagði Astalos mér frá því þegar kjötmarkaðurinn fluttist í úthverfi Parísar, þá tóku rotturnar sig upp þaðan og fluttu með allt sitt þvert yfir París skipulega eins og fyrir þeim færi hollenzki píparinn sem nefndist Pied van Hamelin. Astalos þurfti þegar nætui'vinnu lauk að hendast, heim í ömurlega hótelkytru sína og tensa sig til svo hann gæti farið á fund leikaranna með hefðarsniði sem sómdi höfundi leikritsins og bjóða þeim í hlénu eða í leikslok upp á glas af víni og skemmta þeim með andríku tali. Brátt kom að frumsýningu og Astalos bauð þá sínum spænska vinnuveitanda og velgjörðarmanni á frumsýniiiguna með frú sinni, og sagði til að tryggja það að hann mætti að hann myndi bíða þeirra í leikhús- inu og taka á móti þeim. Þegar sýningunni lauk kom Pierre Lamy leikstjóri fram á sviðsbrún og sagði að skáldið okkar Georg- es Astalos væri meðal okkar í kvöld og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.