Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.10.1991, Blaðsíða 8
iskapap-eg-galdur citt. Og^þarmt-á-sýmng^ unni sjást líka furðulegir munir sem Breton hafði fundið af skyggni sinni á ruslmörkuð- um borgarinnar, dregið út úr draslflæmi flóamarkaðarins hluti sem áttu heima í seiðhofinu sem var íbúð Bretons þar sem allt átti mál og töfra. Hlutir sem aðrir gengu framhjá. Breton sá og hafði með sér, og sá hlutur varð svo öfiugur og einkennilegur og mikið segjandi dreginn af þessum sham- an út úr haugnum og settur í hillu eða á stall. Vinir hans voru risar aldarinnar og ruddu_nýjar brautir Picasso, Max Ernst, Dali; og Miro sem hann uppgötvaði lítt þekktan á vinnustofunni hans þegar hann var að reika á milli verkstæða listamann- anna; Marcel Duchamps sem kom með re- ady made objects, tilbúna hluti til sýningar í listsölum, eina klósettskál sem þá orkaði sem sprengja, síðan hafa hjarðir verið að endurtaka það í því kjölfari. Þetta voru allt vinir Bretons, þótt upp úr slitnaði vegna einstrengingsháttar mannsins sem vildi vera páfi; og eins og með öðrum páfum máttu hinir ekki víkja frá því sem hann trúði á alla ævina. Og bannfærði það sem honum þótti vera frávik, eða svik við stefn- una. I súrrealistahirð Bretons var stungið upp á því þegar Aragon var ekki lengur nógu leiðitamur að það ætti að höggva af honum handlegginn eins og gert er við þjófa samkvæmt Islamssið. Elisa, ekkja Bretons ásamt dóttur hans Aube sem þýðir dagrenning, þær hafa vak- að yfir þessu safni einsog helgidómi, haldið til haga öllu af lotningu: Bréfaskiptum, orðsendingum, póstkortum, verndargripum, handritum, leikföngum, frumbyggjastytt- um, galdrahlutum sem búa yfir skáld- mætti, grímurh, fágætum útgáfum og hand- ritum snilldarverka. André Breton-safnið er eitt af merkustu einkasöfnum aldarinnar. Allt sem Midas kóngur snerti varð að gulli, það var hans ógæfa og böl. Allt sem André Breton snerti var eða varð skáldskap- ur og galdur, það var hans gæfa, og okkar fengur; í því fólst hans snilld og harmsefni kannski líka. Hann náði kannski ekki að vera skáld samkvæmt draumi sínum, en fremur í því sem hann dró að sér og nærði með öðrum. En hugleiftur skarpra vitsmuna minntu stundum ein og sér og slitin úr sambandi langlokukenndra texta, nú minntu þau á einhvern einstakan góðkynjaðan skáldskap. Nóbelsskáldið Ottavio Paz skrifaði for- mála fyrir útgáfunni á einni bókinni eftir Breton: Ég sé, ég ímynda mér, Je vois, j'im- agine, samanber Cogito ergo sum, sem hafter eftir Descartes: Ég hugsa, þess- vegna er ég til. Paz segir um Breton: Hug- myndir Bretons um tungumálið voru í eðli sínu tengdar galdri. Það var ekki einasta að hann forðaðist að greina sundur galdur og skáldskap, heldur taldi hann alla tíð að skáldskapurinn væri raunverulegt frumafl, efni eða orka sem. gæti breytt veruleikan- um. Og jafnframt voru þessar hugmyndir svo hnitmiðaðar og skarpskyggnar að ég leyfi mér að kalla þær vísindalegar, segir Paz. Breton lagði ungur stund á læknisfræði og kynntist þá kenningum Freuds sem urðu honum ævilöng uppspretta. Hann trúði á að opna launhelgarnar, á það afl sem býr í undirvitund manna, vildi virkja það og veita fram. Hann skrifaði margar bækur og merkar, skáldskap og hugmyndafræði, auk tveggja stefnurita súrrealismans, Mani- feste du Surrealisme 1924 og Second Mani- feste du Surrealisme 1930 sem ekki 'var síður mikilvægt en fyrra. Kannski koma áhrif súrrealismans einna skýrast fram í íslenzkum bókmenntum í köflum í Vefaran- um mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness og í Kvæðakverinu þótt áhrifin þar séu drýgri frá Rimbaud og Apollinaire, en Bret- on sat löngum yfir því skáldi í upphafi skáld- göngu sinnar á árunum 1917 og 18. Eitt frægasta skáidrit Bretons er Nadja þar sem hann reis ofsalega gegn öllum undan- slætti, allri tækifærisstefnu og öllum þrýst- íngi að utan, pólitískum sem öðrum. Þó aðhylltist Breton byltingarkennd viðhorf í stjórnmálum og stóð um sinn nærri kom- múnisma en snerist eindregið á sveif með Trotsky síðar. Það lá við upplausn á friðar- þinginu 1934 í París þar sem andans menn heimsins, fremstu listamenn og skáld og heimspekingar reyndu að samfylkja gegn viðbjóði fasisma og fyrir friði, þar lenti Breton í slag við Ilja Ehrenburg, þeir flug- ust á; en skáldinu fína og viðkvæma René Crevel varð svo mikið um það og fylltist örvæntingu og framdi sjálfsmorð, svo sem segir frá í minningabók vinar hans, Klaus Mann: Die Wendepunkt, Straumhvörf. Á friðarþingi var ekki einu sinni hægt að halda friðinn. Og heimurinn fór í bál. Freysdýrkun í fornsögum M LHeiðinMinni Þau systkinin Freyr og Freyja „voru fögur álitum og máttug. Freyr er hinn ágætasti af ásum; hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með ávexti jarðar, og á hann er gott að heita til árs og friðar; hann ræður og fésælu manna enda var hann kallaður ár-goð og fégjafi manna. Eftir HERMANN PÁLSSON ikil birta leikur um Frey Njarðarson í ævagömlum kvæðum: hann er kallaður „skír sonur Njarðar" í Grímnismálum og í Völuspá heitir hann bani Belja sem fer „bjartur að Surti"; skothendingar í þessu vísuorði skerpa andstæðu þá sem verður með litarapti tveggja óvina. Svo mikill ljómi stafaði af Frey að hann „ók í kerru með gelti þeim er Gullinbursti heitir". Sendimaður hans heitir Skírnir. Freyr sér í fjarlægð fagra konu sem heitir Gerður, hún gengur til húss, „og er hún tók upp höndum og lauk fyrir sér, þá lýsti af höndum hennar bæði í loft og á lög og allir heimar birtust af henni;" Freyr stenst ekki mátið, fær ofurást á þessari björtu konu þegar í stað, og send- ir Skírni eftir henni, hvort sem henni sé ljúft eða leitt. Þeirri sendiferð lýkur með þeim hætti sem Frey var helst að skapi: hún lof- ar að hitta hann í lundi þeim sem Barri heitir níu nóttum síðar: „þar mun Njarðar syni / Gerður unna gamans." Kvenheitið Freýgerður minnir enn á þetta ævintýri. Svo herma fornar sagnir að í árdaga gáfu goðin Frey Álfheim að tannfé, og mun sá staður vera kenndur við Ijósálfa. Hins vegar telja fróðir menn að Surtur eigi rætur sínar að rekja til Dökkálfaheims sem sumir kalla Bláland hið mikla eða Eþíópíu á máli bóklærðra spekinga. Snorri fróði er hvergi myrkur í máli: „Sá er einn staður þar er kallaður er Álfheimur; þar byggir fólk það er Ljósálfar heita, en Dökkálfar búa niðri í jörðu, og eru þeir ólíkir sýnum og miklu ólíkari reyndum. Ljósálfar eru fegri en sól sýnum, en-Dökkálfar eru svartari en bik." Þegar þeir Surtur og Freyr eigast við í Ragnarökum þótti skáldum það einna líkast ákafri orrustu sem dimm nótt og sólheiður dagur heyja með sér til þrautar. Freyr er þá vopnlaus með því að hann hafði fórnað sverði sínu í því skyni að eignast hið bjarta man sem Iét sig ekki muná um að birta alla heiminn með því einu móti að lyfta höndum sínum ofurlítið. Þó var Freyr býsna vígfimur, eins og raunar má ráða af kenn- ingunni Freys leikur sem merkti „orrustu," enda telur Bragi hinn gamla Frey yera böð- fróðan „vel að sér um víg". Þau systkinin Freyr og Freyja „voru fög- ur álitum og máttug. Freyr er hinn ágæt- asti af ásum; hann ræður fyrir regni og skini sólar og þar með ávexti jarðar, og á hann er gott að heita til árs og friðar; hann ræður og fésælu manna," enda var hann kallaður ár-goð og fégjafi manna. Svíar blót- uðu Frey mest til árs og friðar um langan aldur eftir að hann var allur, en hann hafði forðum setið að Uppsölum, og um, daga hans hófust bæði Uppsalaauður og Fróða- friður. „Þá var og ár um öll lönd. Kenndu Svíar það Frey. Var hann því meir dýrkaður en önnur goðin sem á hans dögum varð landsfólkið auðgara en fyrr af friðinum og ári." I Skírnismálum er Freyr gefið auknefn- ið hinn fróði og merkti það annað en sú viðurkenning sem prýddi niðja hans, meist- arann Ara Þorgilsson (1068-1148). Orðið fróður í fylgd með hinu skíra goði bendir til frjósemi, og svipað má segja um Fróðá á Sæfellsnesi sem heitir svo af þeirri fiska- mergð sem í hana gekk; orðið fróðafriður er að öllum líkindum kennt við þá frjósemi og ársæld sem menn hafa fagnað í góðum friði, en síðan var slíkur friður kenndur við tiltekinn konung. Þeir feðgar Njörður og Freyr fylgjast stundum að og eru nefndir í sömu andrá, enda er báðum auðsæld sam- eiginleg. Um Njörð segir Snorri á sínum stað: „Hann er svo auðugur og fésæll, að hann má gefa þeim auð landa eða lausa- fjár; á hann skal til þess heita." Njörður hinn auðgi og Freyr sonur hans voru Vanir sem urðu gíslar með Ásum og ílentust þar; Óðinn setti þá blótgoða. II. BLÓT Þótt bjart sé yfir Frey í heiðnum minnum, þá bregður svo undarlega við að í sumum frásögnum er dýrkun hans bendluð við myrkur og nótt. í stað þess að styrkja líf og frjósemi valda sumir Freysdýrkendur dauða og tortímingu. Af fornum heimildum er ljóst að blót voru haldin að veturnóttum, á þorra og um sumarmál. Snorra farast orð á þessa lund: „Þá skyldi blóta í móti vetri til árs, en að miðjum vetri blóta til gróðrar, hið þriðja að sumri, það var sigurblót." Þó er einnig getið góublóts og miðsumarsblóts, en um þau leikur nokkur vafi. Einsætt er að haustblót og miðsvetrarblót munu hafa verið helguð þeim Frey og Nirði, enda voru þau til ársældar og grósku, en á sigurblótum að vetrarlokumrná ætla að Óðni hafi verið færðar fórnir. í Gísla sögu eru framin 'tvö víg um veturnætur, hvort árið á fætur öðru, og er rétt að hyggja að þeim í ljósi þeirrar vitneskju sem sagan geymur um fornan sið. Þorgrímur Freysgoði drepur Véstein, virkt- arvin Gísla og mág, fyrra haustið, en er sjálfur veginn í hefndarskyni árið eftir. Aður en vígi hans er lýst er svo að orði komist: Þetta haust hið sama vill Þorgrímur hafa inni vinaboð að veturnóttum og fagna vetri og blóta Frey. I styttri gerð Gísla sögu (S) er svo að orði komist um fyrra haustið, áður en Vé- steinn fellur: Það var þá margra manna siður að fagna vetri í þann tíma og hafa veislur og veturnáttablót, en Gísli lét af blótum síðan hann var í Vébjörgum í Dan- mörku, en hann hélt þá sem áður veislum og allri stórmennsku. Og nú aflar hann til veislu mikillar. Orðalag í lengri gerðinni er nokkuð frá- brugðið, eins og ráða má af þessari glefsu: Líður nú. á sumarið og kemur að vetur- nóttum. Gísli býr veislu og býður þangað vinum sínum. Vill hann hafa vinaboð og fagna svo vinum slnum og vetri. Hann lét af blótum öllum síðan hann var í Vébjörgum með Sigurhaddi. í styttri gerðinni kemur skýrar fram en í hinni lengri að Gísli sker sig frá öðrum mönnum að því leyti að hann hlítir ekkí fomum blótsiðum. Trúarhvörf Gísla eru býsna merkileg, ekki einungis fyrir þá sök að þau bregða ekki venjum hans um veislu- höld og risnu, heldur þarf nú einnig að minna rækilega á heiðið umhverfi hans. Nágrannar Gísla, Þorkell bróðir hans og Þorgrímur Freysgoði mágur þeirra, eru vita- skuld alheiðnir þegar hér er komið sögu, og því má draga þá ályktun að veisluhöld þeirra hafa verið í samræmi við fornan sið. Nú skal hlíta lengri gerð Gísla sögu (L): Maður er nefndur Þorgrímur nef; hann bjó á Nefstöðum fyrir innan ána. Hann var fullur upp galdra og gerninga; hann var seiðskratti. Þessum manni buðu þeir Þorgrímur og Þorkell til sín, og hafa þeir eigi minna boð en Gísli. Þorgrímur Freysgoði var maður vel hagur á járn. Fara þeir nú þrír saman, Þorgrímar tveir og Þorkell. Þá tekur Þorkell brotin af Grásíðu,. því að hann hafði þau hlotið úr skipti þeirra bræðra. Þorgrímur gerði þar úr spjót, og var spjótið algert að kveldi og í hefti fært. Var spjótið mikið, var skeptið langt að spjótinu. í fljótu bragði virðist undarlega fátt vera sagt um veislu þeirra mága, og Þorgrímur nef kemur einsog skrattinn úr sauðarleggn- um. Hér er þó allt af ráði gert: yfir nýju spjóti úr gömlum sverðsbrotum hefur Nef sungið magnaða galdra svo að morðvopnið bregðist ekki í því hlutverki sem því er feng- ið: að verða Vésteini að bana. Víg hans er einskonar fórnardauði, jafnvel þótt hann sé f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.