Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 2
Heimspekingurinn Isaiah Berlin and commentary by Isaiah Berlin. Oxford 1979. Henry Hardy hefur tekið saman ritgerð- ar- og greinaskrá Berlins, sleppt er blaða- viðtölum. Skráin er gerð 1980 ogtelur 167 númer. í inngangi Berlins að „The Age of Enlightenment” skrifar hann í lokin: „Sá andlegi kraftur, heiðarleiki, skýrleiki, kjarkur og ósíngjöm ást og virðing fyrir sannleikanum einkennir skörpustu hugsuði 18. aldar og eiga þessi einkenni sér enga hliðstæðu. Þetta tímabil er eitt það besta og vonbjartasta í sögu mannkynsins.” Þessa umsögn má auðveldlega heimfæra á höfund hennar varðandi skýrleika og virð- ingu fyrir sannleikanum að viðbættri rit- snilld og yfirgripsmikilli þekkingu, sem er alltaf sett fram á þann hátt að sönn unun er að lesa verk hans. Aftur á móti er ekki hægt að heimfæra einkunn þá sem hann gefur 18. öldinni upp á 20. öld, ástæðum- ar ættu öllum að vera augljósar. Arfleifð 18. aldar hefur mótast til tveggja átta eins og J.L. Talmon hefur tíundað í þriggja binda verki sínu um arfleifð upplýsingar- innar. Þótt meðvitundarskil yrðu með kenn- ingum frönsku heimspekinganna og með frönsku og bandarísku byltingunum, hófst atburðarás með frönsku stjórnarbylting- unni sem orsakaði tuttugu ára styijöld í Evrópu og átti eftir að ná hámarki sem pólitískur „gangsterismi” í Evrópu á 20. öld. Á hinn bóginn hefur arftökum upplýs- ingarinnar og mönnum góðs vilja tekist, þrátt fyrir allt, að kveða niður að nokkm þær höfuðófreskjur sem áttu sér kveikju í atburðarás frönsku stjómarbyltingarinnar og tóku að skjóta rótum þegar á 19. öld, múgveldi ýmist í nafni þjóðemishyggju eða sósíalisma, í formi alræðisstjóma á 20. öld. Löghyggja (determinismi) og afstæðis- hyggja (relativismi) hafa mótað söguskoð- anir og stjómmál samtímans og þótt lengra aftur sé litið. Söguskoðun löghyggjunnar á sér rætur í kenningum kirkjufeðranna, að talið er, um ákveðinn gang sögunnar hér á jörðu sem stjómað er af Guði almátt- ugum. Gangur sögunnar er ráðinn, en innan þess ramma rúmast visst viljafrelsi hvers einstaklings og auk þess var kristin meðvit- und miðalda, tveggja heima, heimurinn var jörðin og eilífðin og vegir Guðs vom órann- sakanlegir. Síðari tíma löghyggja er þrengri, mönnum er markaður stígur af „sögulegri nauðsyn”. Ákveðin lögmál stjórna allri atburðarás og maðurinn er hluti náttúmnnar, náttúmvísindin gilda um mennskt ferli. Isaiah Berlin líkir heimi þrengstu löghyggju við blómum skiýtt fangelsi. Afstæðishyggjan neitar nauðhyggju lög- hyggjunnar og eilífu gildi og almennum siðareglum. Hver tími hefur eigin kröfur, maðurinn er leiksoppur tilviljunarkenndra aðstæðna, allt er bundið hveijum tíma. Kenningar Vicos og Herders vísa, að áliti Berlins, á þriðju leiðina, sem hann kallar plúralisma (fjölhyggju). Samkvæmt Vico sameina tungumál og saga menn í hópa og heildir, þjóðir. Sameiginlegur hug- myndaheimur myndast. Ólíkar þjóðir eiga sameiginlegar hugmyndir, „þær hljóta að eiga samskonar sannleika”. Sá sannleiki er því hlutlægur. Gagnkvæmur skilningur ólíkra menningarheima á sér orsök í sam- mennsku eðli, sem gerir menn mennska. Maðurinn skapar eigin sögu og hver menn- ingarheimur á sér upphaf og lok. Hringrás- arkenning í mismunandi formum og á mis- munandi tíma er saga mannsins, en til þess að „mennsk” samfélög mótist eru sið- ferðishugmyndir skilyrðið. Þar sem reynt hefur verið að móta mennsk býflugnabú og afmenna manninn, svipta hann öllu frelsi og vali, hafa endalokin orðið, að hin sammennska meðvitund sprengir af sér hlekkina. Berlin skrifar: „Við getum gagnrýnt annarlega menningarheima. Við getum fordæmt þá, en við getum ekki neitað að skilja þá. Þeir eiga sín gildi, hlutlæg gildi og þau geta stangast á við gildi okkar og Sir Isaiah Berlin fæddist í Ríga 1909, höfuðborg Latviu, sem síðar nefndist Lithauen. Hann flutt- ist með fjölskyldu sinni til St. Pétursborgar 1915. Hann varð vitni að Febrúarbyltingunni 1917 og Októberbyltingunni sama ár, þegar bolsjevíkar „Við getum gagnrýnt annarlega menningarheima. Við getum fordæmt þá, en við getum ekki neitað að skilja þá. Þeir eiga sín gildi, hlutlæg gildi og þau geta stangast á við gildi okkar og geta valdið árekstrum og styrjöldum, en við getum ekki neitað að skilja þá.” Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON náðu völdum. Pjölskyldan varð landflótta 1919 og flutti til Englands. Hann stundaði nám við St. Páls skólann í Lundúnum og síðar í Oxford, þar sem hann hefur kennt lengst af. Það hefur verið sagt, að menningarar- fleifð Rússlands (fyrir byltingu), gyðinga og Englands hafí kristallast í Isaiah Berlin ög að auki arfleifð upplýsingarinnar og þýskrar rómantíkur. Viðfangsefni hans er menningarsaga Evrópu og þá einkum 18. og 19. aldar, hugmyndasaga og saga heim- spekinnar og stjórnmála á 19. öld. Maurice Bowra skrifaði fyrir löngu um Isaiah Berlin: „Þótt hann, eins og Frelsar- inn og Sókrates, láti hjá líða að gefa út verk sín, þá hugsar hann og ræðir margt og mikið og hefur haft gífurleg áhrif...” Þótt sú skoðun hafi verið algeng, að Berl- in hafi lítið skrifað og fátt sé prentað eftir hann, þá er það ekki raunin. Mikið magn ritgerða, smárita og greina hefur birst eftir hann, um margvíslegustu efni, flest allt í knöppu formi greina eða „essaja”, en þetta hefur birst í tímaritum, blöðum og stöku smáritum. Mörg þessara tímarita eru lítt kunn og mörg eru uppseld fyrir löngu. Fátt eitt hefur komið út í bókarformi, „Four Essays on Liberty”, Oxford 1969, og „Vico and Herder”, Hogarth Press 1976, komu út áður en „Selected Writings” í írjór- um bindum kom út á árunum 1978-81, gefið út af dr. Henry Hardy starfandi við Oxford-háskólann. Auk þessa er „The Age of Enlightenment, The Eighteenth-Century Philosophers” Selected with introduction geta valdið árekstrum og styijöldum, en við getum ekki neitað að skilja þá.” Berlin fjallar ítarlega um Vico og Herd- er í áðumefndu riti og þar með gmnnkenn- ingar fjölhyggjunnar, einnig í Four Essays on Liberty. Kenning Isaiah Berlins, Vicos og Herders um fjölhyggjuna er túlkuð í fáeinum ljóðlínum eftir Hjalmar Gullberg, þar sem inntakið birtist: Hér kem ég sjálfur, svo mig allir kenni. Svart er mitt hár, í þunnvöngunum hvítt. Svart er mitt hár og skiptingyHr enni. Annarra hár er svona, en þetta er mitt Sérleiki hvers einstaklings, hverrar þjóð- ar, hvers menningarheims var inntakið í kenningum Herders og Vicos og er inntak- ið í skrifum og útlistunum Isaiah Berlins. Skilningur hans á höfundum, sem standa honum mjög fjarri, svo sem Maistre, Sorel og Machiavelli, er einstakur. Persónulýs- ingar hans og umfjöllun um heimspekileg og sögulega pólitísk efni er meginefni Úr- valsritanna frá 1978-81. „The Crooked Timber of Humanity”. Chapters in the History of Ideas. Henry Hardy annaðist útgáfuna. Forlagið er John Murray 1990. Þetta er nýjasta ritgerðasafn Berlins. Titillinn er frá Kant: „Aus so krammen Holze, als woraus der Mensch gemacht ist, kann nichts Gerades gezimm- ert werden” — Úr svo undnu eða bognu (smíða) timbri, sem manneskjan er gerð úr, verður enginn (homréttur) beinn gripur gerður. — Ifyrsta ritgerðin er erindi sem höf. flutti á Italíu 1988. Efnið er haldleysi þeirra kenninga sem telja að gjörlegt sé að móta „idealt” samfélag mannanna. All- ar tilraunir til slíks hafa leitt og munu leiða til hins mesta ófamaðar. í næstu grein fjallar hann um hrun „útópíunnar” á Vesturlöndum. Trúin á lok- alausn dýrðarríkisins var á miðöldum bund- in öðrum heimum, en ummyndast í þá eiginlegu „útópíu” með aukinni verald- arhyggju og afhelgun. Ritgerðin er frá 1988. Aðrar ritgerðir í ritinu era frá níunda áratugnum nema þijár, sem era eldri. Þátt- urinn um Joseph de Maistre er frá 1960 og er birtur í fyrsta sinn á prenti lítt breytt- ur frá upphaflegri gerð. Sá þáttur spannar um þriðjung bókarinnar. í þeim þætti fjall- ar Berlin um kenningar, sem honum era hvað síst að skapi, en sem kunnugt er var Maistre ákaflega andsnúinn upplýsingunni og allri skynsemishyggju. Berlin tekst að fjalia um hann á þann hátt, að hann nýtur fyllilega sannmælis og hann leitast við að skilja og skilgreina forsendurnar fyrir heimsmynd Maistres. Rómantíkin og afleiðingar hennar til tveggja átta er m.a. efni greinarinnar um „The Apotheosis of the Romantic Will”, upphafningu viljans meðal rómantíker- anna. Rómantíkeramir snérast öndverðir gegn hugmyndum upplýsingarinnar um hið fullkomna samfélag ajlra manna með upp- lýsingu og leiðsögn. í þessari grein rekur Berlin forsendumar fyrir þeirri heiftarlegu uppreisn gegn alræði franskrar skynsemi, sem einkenndi svo mjög kenningar heim- spekinga upplýsingarinnar. Kant kemur þarna við sögu, en hann taldi að frelsi vilj- ans væri ekki mýraljós, fjarri því. Vico og Herder, einkum Herder, koma hér við sögu, „maðurinn skapar sinn heim”, Vico og Herder eru sama sinnis. Skoðanir rómantíkeranna birtast í skáld- skap og ritum þeirra höfunda, sem hafa mótað meðvitað og ómeðvitað heimsmynd 19. aldar og vorrar aldar, Tolstoj, Turg- enjev, Balzac, Flaubert, Schopenhauer, Nietzsehe, Ibsen, Joyce, Becket og Kafka. Þeir hafna allir hugmyndunum um þróun til upplýsts, fullkomins samfélags og finna óravíddir í manninum sjálfum, hveijum ein- staklingi, en þar er uppspretta alls þess sem gerist og hefur gerst, bæði lista og heimspeki. Lokagreinin er „The Bent Twig” — On the Rise of Nationalism. Fáir höfundar hafa séð eins skýrt og Heine, á sínum tíma, hvert rómantíkeramir myndu leiða þjóðir Evrópu. Á hinn bóginn er hin hliðin á kenn- ingunni, gildi þjóðmenningar og þjóðtungu. Berlin fjallar um framhald þjóðemishyggj- unnar á 20. öld. Greinin birtist fyrst 1972. I þessu greinasafni er að finna þau megin viðfangsefni sem lsaiah Berlin hefur íhugað flestum mönnum skýrar, upplýsingu og rómantík, viljafrelsi og fjölhyggju. Og eins og áður segir er stíll hanft-og frásagn- artækni einstök. Isaiah Berlin: The Crooked Timber of Humanity — Chapters in the History of Ideas. John Murray 1990. Höfundur er rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.