Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 10
 Kólumbus nýtur lítílla vinsælda Á fimm alda afmælinu hefur margt misjafnt verið riíjað upp um Kólumbus. Hann var barn síns tíma, ruddafenginn við sjómenn sína ogfantur við indíánana. A það siðferði er samt ekki hægt að leggja mælikvarða nútímans. Deilt Um 5 Alda Afmæli Landafundanna Miklu Fframkvæmdastjóri afmælishá- tiðarhaldanna í tilefni 500 ára af- mælis landafunda Kólumbusar velur orð sín með gát, þegar hann segir: „Við köllum þetta ekki af- mælishátíð; við köllum það minningarat- höfn.” Um hvað? „Sér í lagi um 500 ára afmæli siglingar til Nýja heimsins,” segir hann. „Ó, hinir mikilfenglegu landafundir Kólumbusar? Ég lít á þá sem óvænta uppá- komu. Það má vera að ég hafi áður minnst á hina miklu uppgötvun en nú vitna ég til hennar sem óvæntrar uppákomu.” Með svona vini að bakhjörlum á Kólumb- us ekki sjö dagana sæla þetta árið. Þetta hófst ekki á þennan hátt. Undir- búningur var hafinn með pomp og pragt og nú átti að tjalda öllu sem til var. En einhvern veginn rann þetta allt að verulegu leyti út í sandinn. Formaður nefndarinnar, sem bandaríska þingið átti hlut að, sagði af sér. Þegar SciTrek-safnið í Atlanta setti upp afmælissýningu þar sem líkan í fullri stærð af einu skipa Kólumbusar (Nínu eða Nina=stúlka) var til sýnis upphófust þar mótmælaaðgerðir, sem leiddu til þess að sérstökum sýningarbás var komið upp sem helgaður var frumbyggjum Ameríku. Til stóð að gera veglega heimildannynd um sjóferðina miklu. Nefndin sem rannsakaði handritið að myndinni skilaði alríkisstyrkn- um, sem hafði verið veittur til myndarinn- ar, þegar þeir fundu rit, sem lýstu sjóferð- inni og eftirmálunum sem herferð gegn kynþætti. í ræðu og riti má segja að Kólumbus njóti lítilla vinsælda. Hann er kallaður nauðgari, þrælasali, fjöldamorðingi sam- bærilegur við Adolf Hitler og Pol Pot. Vist- fræðingurinn og sagnfræðingurinn K. Sale gefur tóninn í nýútkominni bók um Kól- umbus sem ber heitið „Hernám Paradís- ar”. Hann telur Kólumbus hafa verið til- finningalausan, gráðugan, óhreinlyndan, tvöfaldan í roðinu, haldinn ofsóknarbijál- æði, ofsafenginn og grimman, afleitan sjó- mann, sem var hirðulaus um skip sín og tók ekki tillit til veðurs og vinda. Allt þetta átti við hann en þar með er ekki öll sagan sögð. Landfræðingurinn Loyis de Vorsey telur Kólumbus hafa verið einn af fló- knustu persónuleikum sögunnar. í einu vetfangi breytti hann heiminum, er hann tengdi saman hið gamla og hið nýja. Hann átti heiðurinn af hinni 500 ára gömlu sjó- ferð yfir ókortlögð heimshöf; ævintýrinu sem síðar átti eftir að gera hugmyndirnar um tunglferðir Vesturheims að raunveru- leika og gott betur. Spánski rannsóknar- rétturinn fylgdi í kjölfarið og hann átti stóran þátt í þeim hörmungum, sem bundu énda á menningu Azteka og Inka. Indíán- arnir dóu unnvörpum vegna þess að ónæm- iskerfi þeirra réði ekki við sjúkdómana sem Evrópumenn báru með sér. De Vorsey tel- ur að Spánveijar hafi aldrei ætlað sér að útrýma frumbyggjunum og bendir á að stórfelld fækkun þeirra hafi leitt af sér þær hörmungar sem síðar fylgdu innflutningi afrískra þræla til Vesturheims. Umræður um Kólumbus hafa ávallt ver- ið tvíbentar. Hann var í besta falli hijúfur að eðlisfari, framagjam og oft á tíðum sérhlífinn. Síðustu ár sín lifði hann ærulaus og vanheill á geðsmunum. Ekki voru liðin 50 ár frá dauða Kólumbusar þegar landi hans Bartolomé le las Casas skrifaði fjálg- lega- um illvirkin, er höfðu verið framin undir stjóm Kólumbusar og arftaka hans. Indíánarnir voru eltir um holt og hæðir, pyntaðir og drepnir. Líkin voru síðan notuð- sem hundafóður. Flestir dóu þó af sjúkdóm- um sem Evrópumenn báru mað sér. Sagnfræðingurinn Dauril Alden er já- kvæðari en margir aðrir. Hann segir: „Kól- umbus var bam síns tíma. Hann var fant- ur við indíánana en hann hegðaði sér líka eins og skepna við sjómenn sína. Ef þeir voru staðnir að því að stela gulli lét hann skera af þeim nef eða eyru,” en siðgæðis- mælikvarðinn nú er ekki hinn sami og hann var fyrir 500 áram og þess vegna ónothæfur til skilnings k persónuleika Kól- umbusar. „Ég mótmæli því að skella allri skuld- inni á Kólumbus vegna illvirkjanna sem framin voru. Hann hafði áhuga á landkönn- un, ríkidæmi og virðingarsess. Hann var enginn mannfræðingur.” Landafundanna verður eigi að síður minnst. Þar á meðal verða þátttakendur frá mörgum félagasamtökum innfæddra. í New York mun nefnd bandarískra frum- hyggja standa fyrir minningarathön, sem stendur í viku. 12. október 1992 verður þar,þagnarstund, til þess að leggja áherslu á hið mikla tjón sem Kólumbus og arftak- ar hans eiga sök á. Þessir afkomendur frumbyggjanna vilja ekki sætta sig við þá hefð að sigurvegararnir séu einir um að skrifa söguna. Þeir vilja að upplýsingar, sem byggjast á staðreyndum, verði að- gengilegar almenningi, skólum og ekki síst þeim er standa að hátíðahöldum í tengslum við landafundina miklu. Byggt á Newsweek Nýi heimurínn og sá gamli mætast: Kólumbus nær landi á eyju í Karíbahafi og nýtur aðstoðar innfæddra. VÉDÍS LEIFSDÓTTIR Á morgun Himinninn er skýjaður hugur minn svartur og hjartað brotið. Þú ert loftið sem ég anda vatnið sem ég drekk og maturinn sem ég borða. Penninn tómur blaðið hvítt stílabækurnar auðar og tilfinningarnar týndar. Á morgun vakna ég og heyri ekki neitt því eyrun mín < eru fiill af kossum þínum. Höfundur er dansmær. BJÖRG FINNSDÓTTIR Ó, þú tilviljun 0 þú tilviljun þú sem hefur bundið okkur í band sem af tilviljun er órofið ennþá. Endurminning / hrokknu hári þínu bylgjast minningin um þig. Og ég gleymi aldrei hvernig þú lýstir upp skammdegið í litla Ijóta miðbæ Reykjavíkur, þrátt fyrir suðræna ásjónu þína, þegar ég var aðeins lítil fjóifán ára stúlka, en þú svo stór fullþroska maður. En þegar ég var orðin jafnaldra þín og fékk að stijúka hrokkna hárið þitt, þá bylgjaðist aftur minningin um þig og hvernig þú lýstir upp skammdegið í litla ljóta miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir suðræna ásjónu þína, þegar ég var aðeins lítil fjórtán ára stúlka, en þú svo stór fullþroska maður. Höfundur vinnur á Listasafni íslands. TRYGGVI V. LÍNDAL Paparog landnámsmenn Hjörleifur í mistrinu á flóanum miðjum: Skolleitir skeggtaumar votir, regngrá augun hnipruð. Leitar hann þræla sinna. Og við, Papar Thúles á næsta nesi étum okkar skjaðak, hringjum ekki bjöllum, skökum ekki böglum, verðum að gjalti, flýjum í írafári. Upp frá Ingólfs landi stíga reykar tveir og gufa hvít, hlátur kvenna, barna. Og við, hjartahreinir, mætum íbyggnir í morgundögginni. Höfundur ee þjóðfélagsfræðingur og Ijóðskáld. / 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.