Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 4
Hvað er alhliða þroski? Aumliðnum árum hefur drifið frá mér nokkuð af greinum um skóla- og menntamál sem m.a. hafa birst í Lesbók Morgunblaðsins og Nýjum menntamálum. Segja má að efni þeirra hafi verið af tvennum toga spunnið. í annan Ég gæti vitnað í Guðmund Finnbogason, Sigurð Guðmundsson, Sigurð Nordal eða Pál Skúlason sem merkisbera þessarar aristótelísku farsældarhyggju er góðu heilli hefur haldið velli meðal margra íslenzkra skólamanna. Henni fylgir líka sú hugmynd, að menntun beri að skilja víðum skilningi sem þroskun, sem það að verða að manni... Eftir KRISTJÁN KRISTJÁNSSON stað hef ég mælt bót hefðbundnum kennslu- háttum þar sem litið er á kennarann sem meistara fremur en leikfélaga'. Hugmyndin er þá sú að kennaranum beri að smíða ker sem gagnast megi nemendum við áfram- haldandi burð úr viskubrunnum; fáguð og ólek ker verði ekki til af sjálfu sér eða með stjórnlausu fálmi. Hins vegar hef ég varað við þeirri hakkavélarhneigð innan skólakerf- isins að gera alla að einni glás. Nú á tímum, þegar „flathyggjan” er að verða höfuðböl, eigi skólakerfíð að snúa vörn i sókn með því að leggja rækt við einstaklingseðlið, við sérleik sálna2. Þessi skrif mín hafa angrað suma þá er láta sig varða skólamál á íslandi. Ég hef m.a. verið kallaður „nýíhaldsungliði”, full- trúi steinrunninnar hefðarspeki3. Þannig þijóskaðist ég í þeirri villu að vilja innræta nemendum einhvern stóra sannleik — í heimi þar sem öll sannindi séu afstæð. Að auki verði ég ber að örugustu ósamkvæmni: ann- ars vegar dreymi mig um að nemendur sitji bljúgir við fótskör meistara sinna og nemi speki þeirra, hins vegar að þessir sömu nemendur þroski séreðli sitt og frumleik. Ætlun mín hér er ekki sú að taka upp þessa tvo þræði og rekja þá frekar heldur að huga ögn að þeirri heimspekilegu uppi- stöðu sem þeir eru ofnir í. Ég ætla með öðrum orðum að skýra þá almennu mann- gildis- og menntahugsjón sem ég hef haft að leiðarljósi. Ef til vill glöggvast þá um leið fyrir lesendum að hinar einstöku hug- myndir sem drepið var á hér að ofan kunni að vera bláþráðaminni en sumir hafa ætlað. II Það er kunnara en frá þurfi að segja að allt frá öndverðri þessari öld hafa hug- og félagsvísindamenn verið þungt haldnir af ýmiss konar afstæðishugmyndum um gæði: engir almennir mælikvarðar verði fundnir á gott eða illt, né önnur siðferðileg hugtök, og hvað við teljum æðstu stefnumið lífsins sé afstætt við tíma og stað. Maðurinn hafi ekk- ert fyrirfram gefið eðli, engin fyrirfram gefin markmið. Talsmenn þessara hugmynda bæta svo við (í versta falli) að „hégómi einber sé allt” eða þá (í því besta) að maðurinn gefí lífi sínu tilgang sjálfur með handahófskenndu vali. Um þessa afstæðiskenningu er það að segja að hún er tvíröng og hið versta rekald sem lengi hefur skolað á land í mannlegum fræð- um. Fýrir hið fyrsta er enginn eðlismunur á staðreyndum og gildum. „Morð” er ekkert torskilgreindara hugtak en „borð”; með báð- um hugtökum flokkum við saman undir einu nafni eiginleika sem við beinum sjónum að í það og það skiptið. Stundum kann áhugi okkar að snúa að ferfáéttum plötum sem við mötumst við, stundum að vítaverðum mann- drápum — en með öllu er óljóst á hvern hátt annað þarf að teljast huglægara en hitt. Þá er það sögulega rangt að fólk með öndvert verðmætamat byggi heiminn á mismunandi tímum og stöðum. Blæbrigðamunur kann að vera á lit blómanna á ólíkum túnum en jarð- vegurinn sem þau spretta upp úr er einn og hinn sami. Það vita allir þeir sem íþætt hafa fjarlægum þjóðum. Innra með hveijum ein- staklingi búa í stórum dráttum sömu langan- ir, kenndir og þrár er helgast af eðli tegundar- innar homo sapiens. Helsta lokleysa hinnar félagsfræðilegu afstæðishyggju er að hafna sameiginlegu manneðli. Sé slíku eðli til að dreifa, eins og ég er sannfærður um, er megin- forsenda þeirrar hyggju brostin. Við íslendingar erum þeim höfuðmun betur staddir en ýmsar aðrar þjóðir að þessi vágest- ur, afstæðishyggjan, hefur látið marga af helstu- hugsuðum okkar á 20. öld ósnortna. í staðinn hafa þeir haldið tryggð við mun eldri hugmyndir um manneðlið er rekja má alla leið til Platóns og Aristótelesar, kannski einkum hins síðamefnda. Þar er áherslan lögð á að hver tegund hafi sínum tilgangi að þjóna: markmið hvers einstaklings, hverrar „verundar”, sé að verða eins gott eintak og mögulegt er af sinni-tegund. Eins er því far- ið með manninn: Hann er fæddur með vissa fijóanga í sál sinni og líkama sem geta skot- ið rótum, vaxið og dafnað, sé að þeim hlúð. Megintilgangur hinnar einstaklingsbundnu tilveru er að þroska þessar vaxtarbrodda eins og kostur er, sækja fram í áttina til ljóssins, blómstra og hverfa síðan aftur með reisn á vit jarðarinnar. Ég gæti vitnað í Guðmund Finnbogason, Sigurð Guðmundsson, Sigurð Nordal eða Pál Skúlason sem merkisbera þessarar arist- ótelísku farsældarhyggju er göðu heilli hefur haldið velli meðal margra íslenskra skóla- manna. Henni fylgir líka sú hugmynd að menntun beri að skilja víðum skilningi sem þroskun, sem það að verða að manni; eða eins og Páll Skúlason orðar það, að verða ekki endilega „meiri maður” heldur „meira maður”1: mennskari, menntaðri. í kjölfarið siglir svo áhersla á þátt skólagöngu í þessari alhliða þroskaviðleitni: hún geti hvort heldur sem er slitið jurtimar af rót sinni, sé illa að verki staðið, eða veitt þeim ómælda næringu og vökvun þegar best láti. Skólun er að vísu aðeins einn liður menntunar en þeir sem henni sinna mega ekki gleyma því að þeim er trúað fyrir jurtunum á viðkvæmu vaxtarskeiði þar sem einatt leikur á hnífsegg hvort þær halda áfram að vera ljóssæknar — eða trénast og verða ljpsfælnar. Mætti ég bregða birtu á hina aristótelísku þroskahugsjón með annarri líkingu sem mér er fullt eins töm. Það er myndin af mannlíf- inu sem fjallgöngu þar sem okkur ber að reyna að lesa okkur fram „þótt vegurinn sé hallur”, og létta ekki fyrr en við komum að þeim hápunkti sem séra Hallgrímur segir að allrar veraldar vegur víki að. Sá tindur er í senn endalok og fullnun fjallgöngunnar. En þá er líka undirskilið að mönnum hafi stöð- ugt vaxið brekkumegin í glímunni við fjallið; þeir hafi ekki numið staðar í miðjum hlíðum eða gefíst upp og látið berast forbrekkis. Örðugan ég átt hef gang yfir hraun og klungur. Mér hefur risið fjal! í fang frá því ég var ungur. orti Þórarinn í Kílakoti. Samkvæmt þroska- hugsjóninni er slík fjallganga hins vegar ekki böl heldur gæfa. Menn vaxa einungis af við- fangsefnum, stælast aðeins við átök. Sá sem heldur sig á láglendinu hefur sig aldrei til flugs. Fyrir þann sem ætlar að njóta varan- legrar farsældar er aðeins eins kostar völ: að paufast yfír hraunið og klungrin, fikra sig upp einstigin, klífa þrítugan hamarinn. Komi hann að óyfírstíganlegri torfæru er ráðið að Börnin er innritast í 1. bekk sem frumrit útskrifast alltof mörg úr skólakerf- inu sem afrit. hörfa ögn til baka og leita annarrar upp- göngu. Sumir eru hrasgjarnir, aðrir fótviss- ari, en allir eygja nokkra von um að komast á leiðarenda. Fyrir slíku er þó engin trygg- ing. Örlögin láta ekki framgengnar verða allar okkar áætlanir. Gagnstígar geta orðið g/apstígar; menn geta örmagnast, steypst fram af hengiflugi, hnigið til foldar. En viss- an um áhættuna ljær ferðalaginu aðeins auk- ið gildi. Við reynum með guðs hjálp og góðra manna, en umfram allt eigin afli og viti, að sækja upp á við. Stefnumarkið er í senn hinn aukni þroski sem næst við hvern nýjan áning-s arstað, hin víkkaða sýn yfir heiminn, og tind- urinn, hinn endanlegi áfangastaður þar sem maðurinn hefur sigrast á lífinu. Þar getur hann mætt dauða sínum í fullvissu þess að lengra varð ekki komist, að hann kleif tindinn á því fjalli sem lífið bauð honum. Samkvæmt þessari líkingu er kennari ekki lengur garðyrkjumaður heldur gijótpáll og gunnfáni. En lærdómurinn er hinn sami og fyrr: Kennarinn er einn helsti bakhjarl nem- andans á fyrstu þroskastigunum og undan þeirri ábyrgð getur hann ekki vikist, fremur en foreldrar geta kastað allri sinni miklu ábyrgð yfir á skólann og aðrar uppeldisstofn- anir. Manneðlinu er einu sinni svo háttað að einstaklingurinn er með öllu vanburðugur fyrstu æviár sín að hefja ijallgönguna án utanaðkomandi aðstoðar. Hann þarfnast ástar og úmhyggju foreldra, hvatningar og veg- sagnar kennara. Þótt hver hafi sína stigu að lífa í lífinu þá þurfum við stundum að halda í hendur annarra, rétta hver öðrum hjálpar- hönd — haldast í hendur. Nú kynnu andmælendur þeirra hugmynda sem ég hef sett fram um skólamál að segja að þetta almenna yfirlit hafi fráleitt gert þær hugmyndir trúverðugri. Þvert á móti hafi hér skotist fram sömu skollahárin og fyrr, gott ef ekki á enn ómyrkari hátt. „Það sem þú ert að bera á borð fyrir okkur,” myndu þeir segja, „er einhvers konar bókstafstrú, absol- ■ útismi, um gæði og gildi. í íjallgöngulíking- unni felst að hægt sé að kortleggja nákvæm- lega hvaða stíg einstaklingnum beri að ganga, hvað honum sé fyrir bestu og hvað teljist í samræmi við eðli hans. En þú gleymir því að einstaklingurinn gefur hlutunum sjálfur gildi með vali sínu, að fyrirfram er engin leið betri en önnur. í öðru lagi gefa hugmyndir þínar undir fótinn svæsnustu forræðishyggju. Fyrst aðeins' ein leið er fær á tindinn liggur í augum uppi að það er mönnum fyrir bestu að þeir séu knúnir til að velja hana, með góðu eða illu. Þá sést lokst í réttu ljósi fjós- trú þín á gamaldags ítroðsluaðferðir og aðra úrelta kennsluhætti. í þriðja lagi,” gætu and- mælendurnir bætt við, „ert þú, hinn sjálfskip- aði talsmaður sérhyggju, í raun argasti hóp- hyggjum&ður. Allir skulu kóklast upp — ef ekki sama stíginn þá a.m.k. sama fjallið: ein jarmandi hjörð sem kennararnir eiga að halda á réttri braut eins og fjárhundar. Hvað stuðl- ar að ‘flathyggju’ ef ekki slík ijármennska?” Þetta eru stór orð sem ég er knúinn til að svara. Ég neita því alfarið að ég sé bókstafs- trúarmaður, forræðissinni og hóphyggju- postuli. Kjami málsins er sá að engin þeirra ályktana sem hinir tilbúnu andmælendur herma upp á mig felst í raun í þeirri þroska- hugsjón sem ég reifaði5. Til sannindamerkis skulum við gefa okkur nokkurt tóm til að hyggja nánar að andmælunum. III Leiðir hluthyggja (objektívismi) um þroska, þ.e. sú kenning að fella megi hlutlæga dóma um hvað stuðli að mannlegri heill, af sér þá bókstafstrú að hveijum einstaklingi sé léður aðeins einn stígur upp þroskaíjallið — og missi maður hans sé voðinn vís? Þótt svo kynni að virðast við fyrstu sýn leiðir nánari skoðun annað í ljós. í reynd er mat á mannlegri farsæld mjög flókið. Við getum t.d. ekki sagt að heildar- heill manns sé einfaldlega summa einstakra heillaskeiða — að áfangastaðurinn (tindurinn) sé safn þeirra áningarstaða þar sem maður hefur haft viðdvöl í lífinu. Það skiptir máli í hvaða röð þessum áningarstöðum var náðG. Við getum hugsað okkur lífshlaup tveggja einstaklinga. Hjá öðrum brennur eldurinn skærast í æsku en fölskvast síðan. Hann nær miklum árangri í starfí sínu sem ungur mað- ur, efnast, eignast börn og bú og gengur flest í haginn. Síðan tekur að síga á ógæfuhlið; hann staðnar, sóar hæfíleikum sínum og auði og glatar tengslum við fjölskylduna. Hinn er seinni í gang, kannar ýmsa refilstigu í æsku og finnur sér ekki samastað í tilverunni fyrr en um síðir. Þá raknar hins vegar úr fyrir honum svo um munar. Hann tekur gæfuspor í slarfi og einkalífi sem skila honum stöðugt fram á við uns hann eyðir síðustu æviárunum á öndvegisbekk og friðarstóli. Vera má að heildarheill þessara tveggja einstaklinga sé jöfn samkvæmt einfaldri sam- lagningarkúnst; en annar þeirra var á leið niður fjallið, hinn upp. Því er enginn vafi að mat okkar yrði að líf hins síðarnefndra hafi, þegar öllu er á botninn hvolft, verið mun farsælla en hins fyrri; enda segir í Vatns-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.