Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 9
Surtur, 1963. stríðsárunum...” Morgenavisen Jyllands-Posten 19. júní 1991 (Ib Sinding listgagnrýnandi): Fjölhæfur íslenskur myndhöggvari. „... Margir, einnig meðal listamanna, gátu ekki sætt sig við það að Sigurjón Olafsson vann bæði natúralískar og ab- strakt höggmyndir .. . Ólafsson hefur lík- lega kært sig kollóttan um þessar vanga- veltur. Eðli viðfangsefnisins réð því, hvort höggmynd skyldi verða í raunsæisstíl eða abstrakt. Það sem skipti mestu var að árangurinn yrði í samræmi við hugmyndir hans, svo og listræn gæði verksins. Báðar þessar hliðar í sköpun hans njóta sín vel á sýningunni í Vejle. Ólafsson festist aldr- ei í ákveðnum stíl. Hann hafði sífellt þörf fyrir að gera tilraunir ... Þróttmikil, mót- tækileg og opin listamannsskaphöfn hans verður minnisstæð með þessari glæsilega uppsettu sýningu.” Malene Vest Hansen, listgagnrýnandi Politiken, kemst svo að orði 30. maí 1991: „Höggmyndir Siguijóns Ólafssonar bera vitni um mikla vídd í meðferð hans á efni og formi. Frá hefðbundnum andlitsmynd- MÍTtH < 19 HIHI'MIT fat S M *r»» « um í leir og brons í knöppu, sterku formi yfir í abstrakt, súrrealísk verk úr viði og skúlptúra úr málmi, sem virkja rýmið. Mikil fjölbreytni í formi og inntaki draga verkin undan ákveðnum stílákvörðunum og sérkennandi fyrir þau er skilningur list- amannsins á duldum eiginleikum efniviðar- ins.” Gefin hefur verið út glæsileg sýningar- skrá, þar sem meðal annars eru viðtöl sem Susanne Jorn hefur haft við þrjá af sam- tímamönnum Sigurjóns í Danmörku, og eru þau mikilvæg heimild um hlutdeild hans í myndlistarlífi Danmerkur á íjórða og fimmta áratugnum. Formála ritar danski menntamálaráðherrann Grethe Rostboll, og Svavar Gestsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, skrifar hugleiðingu um „galdramanninn Siguijón”. Einnig er í bókinni birt yfirlitsritgerð eftir Birgittu Spur um myndlist Siguijóns, ásamt ljós- myndum og ítarlegum upplýsingum um sérhvert listaverk. Að lokinni ferð sinni um Danmörku verður sýniningin sett upp í Listasafni Siguijóns og opnuð þar eftir tvo daga. Ljóð eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON Mynd eftir TOLLA (ÞORLÁK KRISTINSSON) Klettur í hafi Og hafið ... þar sem almættið speglar ásjónu sína blint einsog öldurótið í sálinni úfið með gráa drauma í fanginu og framandi orð á vör. Þegar sólin flýtur við hafsbrún stendur eyjan í björtu báli, ísmolar tinda glös full af glóandi víni. Strigi strengdur yfir heiminn og rammaður inn með klettum, spegill í söltum dropa gargandi fuglar og grjót. Sjáðu pensildrættina, hvernig þeir bylgjast um heiminn, blámi í syngjandi öldu orð sem sprikla einsog fiskar. Og Iöðrið ... einsog skegg á gömlum manni sem stígur á Iand og hverfur í hafið, hið dimmleita haf, hinn bylgjótta sæ. Tunglbjarminn vaggar í öldunum svört fiðla með hárlokk úr skýi, dans við morknaða spýtu og brotsjó úr gömlum draumi, ' leifar úr gamalli síldarbryggju eða öndvegissúlur úr fornöld ... Þessi eyja er fljótandi skjöldur með dranga sem standa einsog spjót. Og hafið ... nú rís það upp úr fjörunni og gengur inn í þorpið í frakka úr grárri þoku, tekur börnin í fang sér og leiðir þau út eftir götunni yfír grindverk úr draumum gula polla sem gárast, leiðir þau með syngjandi bláma í augum en leggst svo undir hamarinn og hvílir sig í grjótinu við undirleik gargandi fugla. Einsog ölkelda lífsins í draumi í svartholi nætur í grafhýsi drukknandi vinda, veglaus liggur braut þín um heiminn. Þegar þau ganga burt ólgar enn undir iljum þeirra, pensildrættir heimsins blámi spriklandi orða. Einar Már er rithöfundur og Tolli er listmálari. Ljóðin og myndin eru úr bók, sem út kemur á næstunni með Ijóðum sem Einar Már hefur ort í tengslum við ýmsar myndir eft- ir Tolla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. OKTÓBER 1991 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.