Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 8
Frá yfirlitssýningunni á verkum Siguijóns Ólafssonar á Kastrupgárd í Danmörku. Yfirlitssýningar á verkum Sigurjóns Ólafssonar á þrem- ur stöðum í Danmörku í sumar -______________:.....). ......... . Gríma, 1948. Aþessu sumri hefur verið haldin yfirlitssýning á listaverkum Sigurjóns Ólafssonar á þremur söfnum í Danmörku: á Kastrupgárdsamlingen í Kaupmannahöfn og í borgarlistasöfnunum í Vejle og Silkeborg á Jótlandi. Sigurjón vinnur við Víkinginn, 1951. Eftir tvoriaga, mánudaginn 21. október, verður opnuð í Sigurjónssafni á Laugarnestanga sýning á þeim verkum, sem voru á yfirlitssýningunum í Danmörku og hér er frá sagt. Konumynd, 1942. Sýning þessi er til komin á vegum Lista- safns Siguijóns Ólafssonar í samvinnu við Silkeborg Kunstmuseum og markar hún tímamót þar sem þetta er í fyrsta sinn sem haldin er einkasýning á verkum Siguijóns í Danmörku. Sýningin hefur hvarvetna hlotið mjög lofsamlega dóma og minna listgagnrýnendur í skrifum sínum á þýð- ingarmikið hlutverk Siguijóns sem eins af brautryðjendum nútímamyndlistar í Danmörku, en Siguijón var búsettur í Danmörku í tvo áratugi. Á sýningunni eru 34 listaverk, flest í eigu Listasafns Siguijóns Ólafssonar, auk nokkurra verka í eigu einstaklinga og safna á íslandi og í Danmörku. Meðal lista- verkanna er trémyndin Maður og kona frá 1939, sem var fyrsta abstraktverk Sig- uijóns og vakti það mikla athygli þegar myndinni var hafnað á sýningu á Charlott- enborg vorið eftir, en eins og Troels And- ersen, forstöðumaður Silkeborg Kunst- museum segir í fréttatilkynningu um sýn- inguna, er þessi mynd nú talin meðal merkustu verka Sigutjóns frá þeim tíma og tákngervingur módemismans í Dan- mörku. Gömul deila um listaverk Siguijóns í Vejle var einnig rifjuð upp þegar sýning- in kom þangað, sbr. eftirfarandi ummæli Peter Eriksens listgagnrýnanda í Fyens Stiftstidende 26. apríl 1991: ,;HVílíkur sigur! Þegar fyrsta stóra sýn- ingin á verkum hins mikla íslenska mynd- höggvara Síguijóns Ólafssonar sem haldin er í Danmörku ... kemur frá Kastrupgárd- safninu í Kaupmannahöfn til Vejle ... því það var einmitt í þessari borg að högg- myndir þær, er Siguijón hafði unnið fyrir Ráðhústorgið olli svo mikilli hneykslan meðal borgarbúa. Listaverkin voru sett í geymslu í 15 ár þar til þau voru sett upp árið 1955 eftir mikiar deilur — og þá að- eins til reynslu! Siguijón Ólafsson var einn af framúrstefnumönnunum, áður en ab- straktlistin vann sér sess. Hann var sæmd- ur Eckersberg-verðlaununum fyrir stand- mynd af verkamanni; enginn efaðist um miklar gáfur hans, en þrátt fyrir það var litið á hina víðtæku listrænu leit hans og færni í meðferð ólíkra efna sem eins kon-, ar vandamál. Menn gátu ekki sett hann á ákveðinn bás! . . . Sýningin á Kastrupgárd er yfirlitssýning, þar sem hann brúar bilið milli hefðar og nýsköpunar og kemur fram sem listamaður, sem ennþá hafði trú á möguleikum þess að opna mönnum nýtt veruleikaskyn með list sinni .. . að baki fjölbreytninni birtist heilsteyptur listamað- ur sem nýtti sér hreyfingu sem skapar spennu og form sem íjúfa kyrrð hins skipu- lega, ýmist til þess að myndgera viðhorf eða klæða hugsun í efni.” í Ekstrabladet 25. aprí! 1991 segir hinn þekkti listgagnrýnandi Alex Steen meðal annars svo: „ ... Úrval verka eftir Siguijón Ólafs- son ... fyllir stóra salinn, alls 34 að tölu og þar sést hvemig (Siguijón) Ólafsson var á margan hátt á undan sinni samtíð ... Ólafsson gat gefið steinunum Iíf og það er skemmtilegt að sjá, hvernig hann ærslast, hvort sem hann vann raunsæisleg verk eða abstrakt verk. Honum voru allar leiðir færar... Á 4. og 5. áratugnum átti hann þátt í mótun danskrar, myndlistar og var virkur í andspyrnuhreyfíngunni á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.