Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 3
F N I MEgntig @ [ö] 11 ® íöl |m] ® B W íl! ® Œ11] ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Myndin er af glugga úr steindu gleri eftir Leif Breiðfjörð, sem upp hefur verið settur í Hólanes- kirkju á Skagaströnd. Það er ný kirkja, sem verð- ur vígð á morgun. Arkitektar kirkjunnar eru Orm- ar Þór Guðmundsson og Örnólfur Hall. í mynd- inni er svofellt táknmál: Neðst er krossinn, jörðjn og hafið. I miðhluta er fuglinn Fönix og þrír kross- fískar, tákn heilagrar þrenningar. Ofar er sólin og dúfan, tákn heilags anda og efst er Alfa og Omega, upphaf og endir. Farsæld- arhyggja kennd við Aristoteles hefur haldið velli meðal margra íslenzkra skólamanna - henni fylgir sú hugmynd, að menntun beri að skilja sem þrosk- un, það að verða að manni. Grein um þetta er eftir Kristján Kristjánsson á Akureyri. Sigurjón Þótt Siguijón Ólafsson starfaði lengi í Danmörku hefur ekki til þessa verið efnt til einkasýninga á verkum hans þar, en það var gert sl. sumar og voru sýningarnar á þremur stöðum og fengu verk Siguijóns góðar móttökur. Ráðhúsið er að taka á sig endanlega mynd að utan og inn- an. Nú hefur verið efnt til samkeppni meðal ís- lenzkra myndlistarmanna um myndverk í Ráðhús- ið; annarsvegar á vegg í sal borgarstjórnar og hinsvegar tjöld áöðrum stöðum íhúsinu. Niður- stöður dómnefndar urðu kunnar í gær og Lesbók birtir þær og myndir af nokkrum þeirra lausna, sem komu til greina. EINAR BENEDIKTSSON IMorðurljós Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! — Hver getur nú unað við spil og vín? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín, mókar í haustsins visnu rósum. Hveit sandkom í loftsins Iitum skín, og Iækirnir kyssast í silfurósum. Við útheimsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Frá sjöunda himni að ránar rönd stíga röðlarnir dans fyrir opnum tjöldum, en Ijóshafsins öldur með fjúkandi földum falla og ólga við skuggaströnd. Það er eins og leikið sé huldri hönd hringspil með glitrandi sprotum og baugum. — Nú mænir allt dauðlegt á Iífsins lönd frá lokuðum brautum, frá myrkum haugum, og hrímklettar stara við hjóðan mar til himins með kristallsaugum. Nú finnst mér það allt svo lítið og lágt, sem lifað er fyrir og barizt er móti. Þó kasti þeir grjóti og hati og hóti, við hveija smásál ég er í sátt. Því bláloftið hvelfist svo bjart og hátt. Nú brosir hver stjarna, þótt vonirnar svíki, og hugurinn lyftist í æðrí átt, nú andar guðs kraftur í duftsins líki. Vér skynjum vorn þrótt, vér þekkjum í nótt vorn þegnrétt í ljóssins ríki. — Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf og hásigldar snekkjur, sem leiðina þreyta! Af höfninni leita þær, hvorí sem þær beita í horfið — eða þær beygja af. En aldrei sá neinn þann, sem augað gaf, — og uppsprettur Ijóssins ei fundnar né skýrðar. Með beygðum knjám og með bænastaf menn bíða við musteri allrar dýrðar. En autt er allt sviðið og harðlæst hverí hlið og hljóðar sá andi, sem býr þar. Einar Benediktsson, f. 1864, d.1940, var í senn þjóðskáld og þjóösagnapersóna. Hann nam lögfræði við Hafnarháskóla og varð um tíma sýslumaður Rangæinga, en lengst af var hann við fésýslu heima og erlendis. Hann gaf út 5 Ijóðaþækur; sú fyrsta kom út 1897. B B ÆVINTYRIUR MÁLHEIMI egar ég sá þessa aulalegu auglýsingu frá Happ- drætti Háskóla íslands um happó-lottóið rifjað- ist upp fyrir mér ævin- týri úr menntaskóla. Það var ekki um happó held- ur hippó. Þannig var að ég var að lesa Edgar Allan Poe mér til sálu- hjálpar og til að drepa tímann, sem ég hefði átt að nota til að læra stærðfræði. Ein smásaga eftir Poe heitir Silence, eða Þögn. I henni kom fyrir orðið hippopotamus. Það þótti mér skondið orð og enn frekar þegar ég fann það ekki í orðabókirini. Þá varð það mér til happs að hafa ánetjast þeim sið að leggja leið mína í Amtsbókasafnið hvenær sem færi gafst. Þar voru alúðlegir menn, sem leiðbeindu ungum menntskælingi við val á bókum til lestrar og spurðu einnig um ættir og uppruna. Ég skrifaði orðið hjá mér og næst er ég fór í safnið spurði ég bóka- verðina hvort þeir ættu ekki góða enska orðabók. Og viti menn. Þar var rúmlega 20 binda orðabók, The Oxford English Diction- aiy, sem opnaði mér nýjan heint orða og orðsifja. Ég fletti upp á hippopotamus og fann ekki einasta þýðingu þess sem flóðhest- ur, heldur einnig tilvitnanir í bókmenntir, þar sem orðið kom fyrir. Og svo skemmti- lega vildi til að ein þeirra var einmitt í sögu Poes: Silence. Mér fannst ég vera Sherlock Holmes að leystu erfíðu sakamáli. Nú reyndi ég að fletta upp á orðinu happó í íslenskri orðabók en fann ekki. Veit þess vegna ekki enn hvað það þýðir. Þó þykist ég halda að orðið sé léleg, barnaleg, stytt- ing á happdrættislottó upp á ítölsku, svipað og strætó var stytt úr strætisvagn, púkó úr púkalegur, halló úr hallærislegur og halló úr útlensku hallo eða hello. Athyglisvert er hve ítalska virðist eiga góðu gengi að fagna í íslensku máli með þessari o-áráttu, eða ó-náttúru? Mikið hefur verið rætt um málhreinsun og varnir gegn erlendum áhrifum á íslenskt mál. Því skýtur skökku við að stofnun, sem kennd er við Háskóla íslands, skuli hampa smekkleysunni. Nógu slæmt var að hafa lottó, bingó, versló og fleira fyrir. Er æðsta menntastofnun þjóðarinnar búin að leggja árar í bát í þessari baráttu? Og hvað með blessað ríkisútvarpið, verður það ríkó? Les ég ef til vill næst auglýsingu um textó? Textavarpið fékk makleg málagjöld í ljóði M. í Mogganum fyrir stuttu. Það sagði allt sem segja þarf um það leiðindamdál. Þar kemur engin tækninýjung til afsökunar á þeirri afturför. Og þegar minnst er á tækni er nöturlegt til þess að hugsa, að það virð- ist oftar en ekki sem svokallaðar framfarir og tækniþróun, valdi einna mestu tjóni á íslensku máli. Má þar nefna vandræðin með íslensku bókstafína í tölvutækninni, sem enn eimir af. Heimir Pálsson ritar góða grein um lestur í Moggann fyrir stuttu og leggur þar áherslu á mikilvægi þess að menn læri ungir að lesa sér til gamans, og hættuna sem stafar af sífellt meira framboði af myndefni. Ég hef lengi haft áhyggjur af því sem kallað er íslenskur texti og hangir neðst á skjánum þegar horft er á kvikmyndir af myndböndum og jafnvel í íslenska sjónvarpinu. Orðið texti í því sambandi virðist þýða allt annað en íslenskt mál, svo fullt af villum, ambögum, hortittum og orðskrípum sem það er því rniður oftar en ekki. „Ég vill, mér langar, mig hlakkar til” er þar lenska og annað eftir því, að ekki sé minnst á ranga þýðingu. Því miður er það svo með mig að mér finnst ég vera orðinn einhver sérvitringur tilheyrandi minnihlutahópi, sem hefur áhyggjur af afdrifum tungu okkar. Og þá er aðeins um tvennt að ræða: að njóta þess að vera sérvitur og beija áfram hausnum við steininn í von um að sérvitringar á þessu sviði verði fleiri og fleiri uns þeir ná meiri- hluta, eða að gefast alveg upp og láta ber- ast með straumnum. Varla er hægt að komast hjá því að bera saman útgáfu myndbanda á síðastliðnum árum við útgáfu bóka fyrir 40 til 50 árum síðan. Að bókaútgáfu stóðu menn og sam- tök, sem höfðu mikinn metnað fyrir hönd þjóðarinnar og tungu hennar. Þeir vönduðu sig sem mest þeir máttu þótt efnin væru oft lítil. Sumir þeirra, sem standa að útgáfu myndbanda á okkar tímum virðast hins vegar aðeins hafa þá hugsjón að græða peninga. Að minnsta kosti blasir metnaður- inn ekki við að öðru leyti. Meira að segja eru umbúðirnar stundum svo lélegar á myndböndum að sæmilega læs íslendingur hlýtur að fá ógleði við lesturinn. Ég hlýt að draga af því þá ályktun að þetta sé metnaðarskorti að kenna fremur en heimsku. Nema hvort tveggja sé? Og þar eð ég er nú farinn að tala um íslensku og þá lítilsvirðingu sem henni er sýnd af okkur, sem ættum að standa með henni, get ég ekki látið hjá líða að ræða að lokum um nafngiftir fyrirtækja. Eitt það nýjasta af þeirri lágkúru er kaffíhús sem heitir L.A. Kaffí í símaskránni. Verði manni á að hringja í þetta sjálfsagt ágætis kaffí- hús er svarað upp á amerísku: „Ellei cafe”. Einu sinni stóð ég í þeirri sælu trú að á Isiandi væri bannað með lögum að spila fjár- hættuspi og að Happdrætti HÍ, SÍBS og DAS væru undantekningar frá reglunni. Nú hef ég forframast í heimi peningahyggj- unnar og þykist vita með vissu að fjárhættu- spil sé leyfilegt, að minnsta kosti ef málefn- ið er gott, þ.e. að tilgangurinn helgi meðal- ið. Hið sama virðist nú vera að gerast í vitund minni gagnvart íslensku máli: ég hélt að sett hefðu verið lög sem bönnuðu erlend heiti á fyrirtækjum, verslunum og öðru slíku, en nú virðist frjálshyggjan vera að sannfæra sig um það að sú trú mín hafi einnig aðeins verið ljúfur draumur. Enda virðist uppgjöfin vera sú „dyggð” sem éin gefur tóninn í dag: „það þýðir ekki að setja lög á Islandi því enginn nennir hvort eð er að fara að þeim né reyna að sjá til þess að þeim sé framfylgt. Enda eru ekki lög aðeins til þess fallin að hefta „frelsi” einstaklings- ins? HRAFN harðarson LESSÓK MORGUNBLAÐSINS 19. OKTÓBFR 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.