Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 7
 Tillaga Kristins Hrafssonar. Umsögn dómnefndar: „Tillagan er samsett iir litsterk- um formum og er rennsli vatns kveikjan að hugmynd verksins. Verkið nýtir sér rýmismöguleika veggjar en virkar nokkuð ofhlaðin í þessu umhverfi. Tillagan er vel og fallega unnin. ’’ Tillaga Daníels Magnús- sonar. Umsðgn dómnefnd- ar: „Litir í verkinu falla vel að salnum. Þetta er sérstæð tillaga ogfallega fram sett. Hringfletirnir verka hins vegar stífir íferhyrndri uppröðun og fyrirferð verksins nokkuð mikil á veggnum. Önnur tillaga Níelsar Haf- stein: Umsögn dómnefnd- ar: „Allsérstæð tillaga byggð á þekkri hugmynda- fræði. Formrænt séð og sem táknmynd er tillagan ekki áhugaverð. ” að ég hugsaði um hvað það er að stjóma borg, og fannst sem það væri eins og að semja tónverk, sem aldrei lyki”. Um verk sitt úr járni, ryðfríu stáli, tré og kopar, segir Kristinn Hrafnsson svo: „Það má með nokkurri vissu segja að virkjun vatns og almenn nýting þess fyrr á öldinni hafi skapað forsendur fyrir því borgarsamfélagi sem við þekkjum í dag. Því var það ekki aðeins staðsetningarinnar vegna sem hugmynd um um vatn var við- eigandi við hönnun ráðhúss í Reykjavík. Hugmyndin er gegnumgangandi í arki- tektúr hússins og tengsl þess við tjörnina augljós. Rennsli vatns milli húsanna í litlum læk undirstrikar þessi tengsl enn frekar og var þetta rennsli kveikjan að hugmynd minni um „BRUNNA” Samspil hússins við vatnið, borgina umhverfis, borgarana sem leið eiga um það og þá starfsemi sem í því fer fram, myndar hringrás svipaða eilífri hringrás vatnsins sjálfs.” Um aðra af tveimur tillögum sínum seg- ir Sigurður Örlygsson svo: „Eg setti mér að gera eins stóra mynd og salurinn þyldi, án þess þó að stærðin yrði yfirþyrmandi... Aðallitur myndarinnar er blár, þannig tengist myndin salnum enn frekar. Bogar og sporöskjur eru einkenn- a^ndi fyrir ráðhúsið og ég hef tekið mið af því við gerð verksins. Með þessu er enn ít- rekað að verkið verði ótjúfanlega tengt við húsið, rímaði við sjálfa bygginguna... í myndinni koma fyrir 4 upphaflegu frumefnin, jörð, loft, vatn og eldur. Við sjáum sjóinn/vatnið. Sjórinn tengir okkur út í næsta umhverfi og ráðhúsið er byggt út í vatn... Upp úr sjónum standa tvær súlur. Efst á þeim sitja brjóstmyndir af tveimur mönn- um. Þeir eru ekki eins, en hallast hvor að öðrum. Vel má hpgsa sér að þarna séu full- trúar ýmissa andstæðna í mannlífinu. Á bak við þá er landið og uppi á ströndinni stend- ur stigi, tákn uppbyggingar og víðsýni, eða er þetta bara metorðastigi? Þarna hanga keilur á svífandi kaðli. í þeim brennur eld- TiIIaga Þoryaldar Þorsteinssonar. Umsögn dómnefndar: „TiIIagan er bæði skemmtileg og hnitmiðuð. Verkið nær þó ekki nægilega góðri samsvörun við umhverfið. Tillagan er vel unnin og einföld.” TiIIaga þeirra Erlu Þórarinsdóttur og Guðrúnar Erlu Geirsdóttur um tjöld í Tjarn- arsal. Umsögn dómnefndar: „Sérstæð og athyglisverð tillaga. Myndmálið byggist á einföldum táknum sem raðað er á dimmbláan flöt. Myndbyggingin er óljós svo og uppruni tákna. Tjöld í stigaopum eru vel leyst en ólík salartjöldum. Tæknileg lausn á upphengingu Ijalda er áhugaverð. Tillagan er sérstaklega vel unnin og fram sett. Mat dómnefndar er að tillagan verðskuldi viðurkenningu. ” Tillögur Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur um Ijöld við Tjarnarsal. Á myndinni þar sem tillagan er inn- felld í módel, sést bæði hvernig tjöldin koma ístigaop (að ofan) ogsem skilrúm á milli Tjarnarsalar og gönguáss. Um- sögn dómnefndar: „í tillögu 1 samræm- ast láréttar áherzlur vel jarðhæð húss- ins. Geómetrískt munstrið er hins vegar stíft. Tjöld í stigaopum eru vel leyst. TiIIaga 2 býr yfir kyrrð og dýpt. Þetta eru vandaðar tillögur og vel unnar. Mat dómnefndar er að tillögurnar verð- skuldi viðurkenningu.” ur. Hægra megin í myndinni stendur gam- alt barnaleikfang upp úr sjónum. Ef ýtt er á hnappinn, tognar á böndunum sem halda mannverunni og steypir hún sér þá koll- hnís. Hver ýtir á hnappinn? Ef til vill er þetta tónkvísl, sem gefur hinn eina sanna tón..” Um verk sitt „Náttúru”, segir Daníel Magnússon svo m.a.: „Verkið á að túlka hreyfingu vatnsyfir- borðs sem vatnsdropi hefur fallið á. Það sýnir hvernig fyrsta gáran myndast og síðan hvernig hún stækkar og færist nær jaðri flatarins þangað til að nýr öldu- toppur hefur myndast. Staðsetningyerksins á veggnum er ekki hugsuð sem endanleg, það má reikna með frávikum að einhveiju leyti. Verkið er hugsað sem óður til náttúruaflanna, og má líta á sem minnis- varða um þann hluta tjarnarinnar sem fór undir ráðhúsið.” Tillaga Þorvaldar Þorsteinssonar gerir ráð fyrir bókum á miðjum vegg; þær eiga að vera heilbundnar í ljóst geitarskinn og hilla undir úr ljósu beyki. Sinn hvorum megin við bækurnar eru stórir svigar úr íslenzku blágrýti. Þetta er eirtt og verk Daníels, mjög á nótum hugmyndalistarinn- ar og í greinargerð segir m.a. svo: „Grunnform verksins, tveir svigar og bandstrik, eru sótt í algengar leturgerðir. Afstaða þeirra innbyrðis tekur mið af þeirri afstöðu sem er á milli sviga og bandstriks þegar verið er að gera grein fyrir tímabilum með notkun fjögurra stafa ártala, sbr. Kolbeinn Tumason (1172-1208) Móðuharðindin (1784-1785) Sigurður Sigurðsson (1949- ) ...Bandstrikið er brúin á milli tiltekins upp- hafs og endis og er fyrir vikið tákn þess sem ártölin afmarka, þess sem er forsenda þeirra... Blágrýtissvigarnir mynda um- gjörð verksins. Sveigja þeirra gefur eyju- formið til kynna og áferð þeirra endurspegl- ar þann hijúfleika og fínleika, þá hörku pg mýkt sem er svo samtvinnuð í náttúru íslands og íslendinga...” Níels Hafstein hefur m. a. þetta að segja um tillögu sína, Hnykil 55555: „Fyrir höfundi vakir að leggja fram til- lögu sem tengist ríkum þætti í skapgerð og vitund íslendinga, - viljanum til að ríkja yfir náttúruöflunum sem ógna tilveru þeirra. Miðgarðsormurinn var í ásatrúnni tákn hins illa, sem hringaði sig um heiminn fal- inn í vötnunum; ógnin og skelfingin sem beið færis, óáþreyfanleg eins og gamli drek- inn í Kaos. Til þess að vinna bug á þessum illvilja, ringulreið og stjórnleysi í sálar- skarninu, þá varð að hrekja hann á braut, rekja þráðinn upp til enda og öðlast frið. Það skal tekið fram að lokum, að tillög- urnar verða á næstunni til sýnis á Kjarvals- stöðum. Gísli Sigurðsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. OKTÓBER 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.