Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Side 3
lEgBfíg
H O B G U N B L A O S I N 8
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs-
son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
Forsíðan
Á myndinni er hluti af málverki súrrealistans Ro-
berto Matta, sem fæddur er í Chile 1911 og því
kominn yfír áttrætt. Matta lagðí stund á arkitektúr
og vann m.a. með le Corbusier, en sneri sér síðan
alveg að súrrealísku málverki og málar gjarnan „sál-
ariandslag". Hann hefur búið í París og í bókinni
um Erró kemur fram, að þeir urðu góðir vinir á 7.
áratugnum. Málverkið á forsíðunni er frá 1984 og
heitir „Opnum örmum svo sem opnum augúm“.
Skáldstaðir
eru í Eyjafírði og þar bjó skáldbóndinn Kjartan Júi-
íusson, sem Halldór Laxness fór miklum viður-
kenningarorðum um, og gaf út bókina Reginfjöll á
Haustnóttum. Hér segir Jón B. Guðlaugsson frá
pflagrímsför að Skáldstöðum ásamt Þórði frá Dag-
verðará og Baldri Óskarssyni.
Ljósmyndir
Jóns Eiríkssonar bónda að Vorsabæ á Skeiðum eru
komnar útí bók, sem hefur að geyma merkilega
heimild um vinnubrögð og tæknilegar framfarir við
sveitastörf á íslandi frá árinu 1941 til þessa. Þar
sést hvert framfaraspor, sem orðið hefur á Skeiðum
í hálfa öld.
Sameining
Evrópu hefur verið á dagskrá og ekki í fyrsta sinn.
Jón Óskar, skáld, rekur í þessari grein efasemdir
sínar varðandi þessa sameiningu, sem einvörðungu
byggir á markaðshugsjónum og hversvegna ekki sé
hægt að bera slíka hugsanlega sameiningu saman
við það, þegar Bandaríki Norður Ameríku urðu til.
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON
Ekkjan við ána
- María á Knútsstöðum - brot
Á bakkanum við ána hún bjó við lítil völd
og barðist þar við skortinn í næstum hálfa öld.
A hrífuskafti og ptjónum var höndin kreppt og bogin
og hartnær þorrin brjóstin - af tíu munnum sogin.
Og meðan inni í sveitinni bústöðum var býtt
og býlin sneydd og aukin, af kappi um völdin strítt,
hún undi sér við heiðina og elfarstrauminn bláa,
en annars vegar hraunið - í kotinu sínu lága.
Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett,
af ánni nokkra faðma og hraunið svart og grett.
Er grannarnir sig fluttu á hnöttinn hinum megin,
hún hristi bara kollinn og starði fram á veginn.
Er börnin voru í ómegð, hún bjó við marga þraut,
- hjá börnunum í ellinni þess hún aftur naut -
Hún kenndi þeim að lesa og kemba, prjóna og spinna.
Hún kenndi þeim fyrst að tala og svo að ganga og vinna.
Er búið var að „Iesa“, hún bar þeim kvöldverðinn
og breiddi síðan ofan á litla hópinn sinn,
á versin sín þau minnti og vermdi kalda fætur,
en vakti sjálf og ptjónaði fram á miðjar nætur.
Hún undi sér við hraunið. Hve indælt var að sjá,
er ána hafði fellda hin Ijósa nótt í dá
og náttsólin á klettana kufli rauðum steypti
og kjarrskóginum strjála í þúsund loga hleypti.
Hún undi sér við hraunið og ánni sinni hjá,
sem urðarveginn þræddi, unz féll í kaldan sjá,
í sjóinn djúpa og kalda, er soninn hennar geymdi,
en samt ei vildi skila, þó ekkjutárin streymdi.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) var fæddur á Sílalæk í Aðaldal, en gerðist
bóndi á Sandi í Aðaldal og var löngum kenndur við þann bæ. Guðmundur var
gagnfræðingur frá Möðruvöllum 1893, en fyrsta Ijóðabók hans kom út 1902.
R A B B
LITIÐ EITT UM
ORÐABÆKUR
Sögukennari nokkur spurði
eitt sinn illræmdan óknytta-
nemanda hvað átt væri við
með orðinu panslavismi.
Strákur svaraði með mynd-
ugleik, að það orð þýddi að
sjálfsögðu þrælasmölun.
Kennarinn var maður
geðprúður og umburðarlyndur og sagði með
hógværð, að reyndar hefði orð þetta dálítið
aðra merkingu. Stráksi brást við hinn snúð-
ugasti og kvað kennslubókina vita betur.
Því kennslubókin var á dönsku, og þar stóð,
að „Panslavisme" miðaði að því „at samle
alle Slaver...“ o.s.frv. Og strákur bætti
þvi við, að Slaver þýddi þrælar, eins og all-
ir vissu sem læsir væru á orðabók, og samle
þýddi vitaskuld að smala. Kennarinn var
ýmsu vanur af pilti þessum, en lét einatt
kyrrt liggja fyrir góðmennsku sakir. — I
annarri námsgrein stóð sami strákur á því
fastar en fótunum, að danska orðið Bicykel
þýddi reiðhjól handa býflugum, og svaraði
mótmælum kennarans með því að vitna í
orðabók um merkingu orðliðanna Bi og
Cykel. En áður en hann kom frekari rök-
semdum við, var hann rekinn út.
Fjölræð orð í erlendu máli eru sjaldan
viðsjál í þýðingu, því venjulega sker efnið
úr, eins og auðvitað var í þessum dæmum.
En varasöm geta þau orð verið sem kallast
sömu merkingar og tiltekin orð í máli þýð-
andans, en tákna þó annað blæbrigði. Sá
munur getur virzt lítihrægur, en kann þó
að skipta svo miklu máli í reynd, að stfl-
gildi orðanna verði mjög ólíkt. Slík merk-
inga-blæbrigði geta verið svo þjóðbundin,
að vonlaust yrði um þýðingu, nema þá með
útskýringu.
Stflbrigða-vandi orða lætur að sjálfsögðu
mest til sín taka í ljóðþýðingu. Þar er ná-
kvæmni merkingar einatt viðkvæmust, en
vandkvæðin á að fylgja henni eftir jafnframt
mest, ekki sízt vegna forms, hvort sem ljóð
kallast laust eða bundið. Þar kemur þó fleira
til, sem torveldar flutning af einu máli á
annað.
Nú skal engum ráðlagt að nota orðabæk-
ur á líkan hátt og strákur þessi kvaðst hafa
gert. En orðabækur eru nokkuð af þeim
bókakosti sem hverjum manni er einna nyts-
amastur og ætti jafnan að vera innan seil-
ingar. Þá er ekki einungis um það að ræða
að skila texta af einu tungumáli á annað.
Það er hveijum manni skylda við þjóð sína
og eigin menningu að vanda mál sitt eftir
mætti. Og þá eru orðabækur ómissandi.
Orðabækur eiga að vera þjóðtungunni til
verndar. Þær eiga að tryggja það að merk-
ingar og beygingar orða haldist óbreyttar
í lengstu lög, að sama orð fari ekki að þýða
eitt í dag og annað á morgun, eins og raun-
ar hefur átt sér stað. Ef veruleg brögð yrðu
að því, að orð breyttu um merkingu, hlyti
það fremur en flest annað að ijúfa tímasam-
fellu málsins, svo að þjóðin færi smám sam-
an að glata þeim menningar-arfi sínum sem
dýrmætastur er. Góð íslenzk orðabók með
íslenzkum skýringum ætti að vera sjálfsögð
eign á hveiju íslenzku heimili. Bók á borð
við Orðabók Menningarsjóðs þyrfti því jafn-
an að vera fáanleg á niðurgreiddu verði.
Fyrir sjö áratugum hlotnaðist íslending-
um ómetanlegur happafengur, þar sem var
orðabók Sigfúsar Blöndals. Sú bók hefur
að því leyti annað gildi en Orðabók Menning-
arsjóðs, að orðskýringar hennar eru á er-
lendu máli, og opna þannig íslenzkri hugsun
leið inn á vettvang annarrar þjóðtungu. Því
miður hefur þessi kjörgripur verið ófáanleg-
ur um skeið, og er nú fátt brýnna í útgáfu-
málum en að bæta þar úr.
En mikil gróska hefur verið í íslenzkri
tungu á þessari öld og orðaforðinn vaxið
mjög. Ný bók í stað Blöndalsbókar hlyti því
að verða nokkru meiri og fullkomnari á
ýmsan hátt. Ein meginbreyting yrði þó
nauðsynlegust alls; en hún er sú, að orðskýr-
ingar ailar yrðu á ensku. Þannig yrði nota-
gildið stórum drýgra.
íslenzk skáld og rithöfundar leggja nú æ
meira kapp á að fá verk sin þýdd á sem
flest erlend mál. Og allvíða hafa vel færir
menn gefíð kpst á sér til þeirra starfa. En
að sjálfsögðu hafa nauðafáir útléndingar svo
fullkominn skilning á íslenzku máli sem
heimlendir væru. Þeir sem fást við að þýða
íslenzk bókmenntaverk á önnur mál, þyrftu
að geta haft í höndum orðabók með skýring-
um á háþróuðu alþjóðamáli eins og ensku,
bók sem gerði svo nákvæma grein fyrir
merkinga-blæbrigðum og stílgildi orða og
orðasambanda sem fært þætti, ekki sízt
með sem flestum vel skýrðum dæmum. Slík
orðabók væri ekki aðeins nauðsynleg erlend-
um þýðendum, heldur að sjálfsögðu afar
gagnieg íslendingum sjálfum, sem eiga í
vændum sívaxandi samskipti við enskumæl-
andi heim, þar sem iðulega reynir á mikla
nákvæmni í orðafari.
Á liðnu sumri var haldin hér í Reykjavik
merkileg ráðstefna íslenzkra höfunda og
erlendra þýðenda, þar sem ræddur var
ýmislegur vandi á sameiginlegu sviði þeirra.
Ljóst var að þetta erlenda fólk var ekki
aðeins mjög vel að sér um íslenzka tungu,
heldur einnig fullt af áhuga á bókmenntum
vorum og allri íslenzkri menningu.
Þýðingastörf eru illa launuð víðar en á
íslandi. Það er ekki hagsvon sem laðar til
að þýða íslenzk rit, heldur það sem fremur
mætti kalla gustuk við fjarlenda höfunda
sem erfitt eiga uppdráttar, en er að sönnu
virðuleg hvöt til að kynnast sem bezt bók-
menntalífi lítt þekktrar smáþjóðar og kynna
það um leið löndum sínum. Ef vér teljum
framlag vort boðlegt og slíkt kynningar-
starf'einhvers virði, skyldi hlutur vor eigi
eftir liggja; og ekkert betra gætum vér til
málanna lagt en íslenzka orðabók, sem
meðal annars tæki sérstakt mið af þörfum
þeirra sem af vandvirkni og fómfýsi leggja
sig fram um að efla bókmenntahróður ls-
lendinga með.öðrum þjóðum. Þyngst vegur
samt þörf íslendinga sjálfra fýrir orðabók,
hæfilega mikla að vöxtum, sem gerir þjóð-
tungunni svo góð skil sem efni standa til.
HELGI HÁLFDAN ARSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. JANÚAR 1992 3