Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 2
VEÐURF AR Er ný ísöld yfirvofandi? Mikið er rætt og skrifað um framtíð mannkyns- ins ájörðinni. Óhemjuleg mannfjölgun (fjölg- að um helming síðastliðin 50 ár tvo eða uppundir þrjá milljarða), mengun sem siglir í kjölfar mannfjölgunar og hungur og harð- Síðustu 2,5 milljón árin hafa 26 ísaldir kaffært norðlæg svæði heimsins og þær hafa komið mjög skyndilega. Nú gæti verið að koma upp sú staða vegna gróðurhúsaáhrifa, að gífurleg aukning verði á ferskvatni í íshafinu með minnkandi saltprósentu í Norður- Atlantshafinu og þar af leiðandi gífurlegri ísmyndun. Þannig yrði byrjunin samkvæmt þess- ari kenningv: Gífurlegt ísmagn í Norð- ur-íshafinu bráðnar og samsvarandi vex ferskvatn í norðurhöfum og salt- prósentan lækkar, sem skapar skilyrði fyrir myndun ískristalla og íshellu og þar með stöðvast allur straumur um djúpin. stjórn á stórum svæðum jarðarinnar. Þýðing- armesta atriðið í sögu mannkynsins er veðr- ið og staðsetning hafstrauma, hiti og kuldi, mannabyggð fylgir hitastiginu, þótt dæmi gefist um að þjóðir byggi svæði þar sem fimbulvetur ríkir mikinn hluta ársins. Tempr- uðu beltin virðast hafa verið hagkvæmust mannheimum hingað til. Veðráttan ræður ekki aðeins gróðurfari og framleiðsluháttum að verulegu leyti, held- ur einnig sálarfari mannanna að nokkru. Þó getur maðurinn valdið óblíðu umhverfi og veðráttu, þar sem hann getur skapað sér heim og umhverfi fyrir eigin tilverknað. Hafstraumar og veðrátta eða veðurfar eru nátengd. Tenging þessara tveggja þátta er ný af nálinni, því þótt menn kunni skil á veðurfari að nokkru þá er vitneskja manna um hafið mun minni, sem eðlilegt er. En undanfarin ár (4-5) hefur sú fræðigrein þ.e. haffræðin eflst með auknum rannsóknum. Golfstraumurinn er einskonar miðstöðv- arhiti fyrir þau landsvæði sem liggja að Atlantshafi og eru staðsett í hafinu, Bresku eyjamar, Færeyjar og ísland auk norðlægra eyja. Ef þessa straums nyti ekki, væri mik- ill hluti nú byggilegra svæða óbyggileg vegna ísmyndunar og kulda. Golfstraumur- inn þrýstist með óhemju krafti úr Karabíska hafinu, má segja í fossaföllum fyrst í stað, meðfram ströndum Norður-Ameríku yfir Atlantshafið og norður í Dumbshaf. Það er því líkast að stórkostleg pumpa dæli heitum sjó úr hitabeltinu allt norður undir Spitsberg- en. Án þeirrar dælingar myndi gróðurfar á Suður-Englandi verða svipað og nyrst í Noregi og hafnir við vesturströnd Noregs frysu, ísland yrði ísi umlukt. Miklar umræður eiga sér stað um „gróð- urhúsaáhrifín", um „ósónlagið" og þau frægu göt, sem talið er að geti valdið hækk- andi hitastigi á jörðinni. Sumir hafa séð fyr- ir sér hlýnandi veðráttu, aukinn gróður og bætt lífsskilyrði fyrir suðrænan gróður á norðurslóðum. Aðrar myndir eru einnig dregnar upp af þessum áhrifum, en mesta hrollvekjan er tiltölulega nýverið komin fram, sem er afleiðing ört vaxandi bráðnun- ar íshellanna umhverfis Norðurpólinn, sem að áliti sumra haffræðinga og veðurfræðinga getur valdið ískyggilegum breytingum á saltprósentu norðurhafa. Þeir telja nokkrar líkur á gjörbreytingu á hafstraumum þ.á.m. Golfstraumnnum. Haf- fræðingurinn norski, Egil Sakshaug, skrifar í tímaritið „Ocean 99“, að spá megi nýrri ísöld eftir ca. 50 ár. Þessi hrollvekja er bundin norðurslóðum, löndum sem liggja að Atlantshafi. Ein álma golfstraumsins liggur um Norður-Atlantshaf milli Islands og Noregs og þessi angi varnar ísmyndun og rekís á þessum slóðum. Ef þessi álma golfstraumsins væri ekki fyrir hendi „myndi veðurfarið í Þýskalandi verða svipað og það er í norðurhlutum Síberíu," skrifar John Thiede, haffræðingur sem starf- ar við Geomar rannsóknarstöðina í Kiel. Þýðingu golfstraumsins má marka með því að á eynni Sylt á 55 breiddargráðu er vin- sæl baðströnd nú, og þar sem golfstraums- ins nýtur ekki, í suðurhluta Alaska á sömu breiddargráðu markar ísröndin vart byggi- legt svæði. Það eru ýmsar spurningar sem menn geta ekki svarað um hvað gerist þegar heitur golfstraumurinn mynnist við kalda haf- strauma norðurhjarans, hvers vegna straum- urinn helst allt norður undir Norðurpóls- svæðin. Talað er um sog, sem myndast milli Grænlands, Spitsbergen og íslands. Þar virð- ist hálf milljón rúmmetra af ísköldum sjó streyma eða sökkva niður í undirdjúpin á hverri sekúndu. Kuldi og hiti virðast togast á í hafdjúpunum en hvernig það gerist er enn óráðin gáta. Fleiri lykilþættir koma við sögu eðlis- ástands djúpanna og hafstraumanna. I hverj- um lítra sjávar eru 34,9 grömm af salti og sjórinn frýs fyrst við mínus 1,8 gráður. Þeg- ar hafsvæði norðursins hafa kólnað niður í þetta hitastig taka að myndast ískristallar. Jens Meincke haffræðingur, í Hamborg tel- ur, að brot úr gráðu undir frostmarki get þyngt sjóinn svo að hann kristallast og þar með geti minnsta saltprósenturýrnun skapað skilyrði fyrir myndun ískristalla og íshellu, sem stöðvi alla strauma um djúpin. Með ís- myndun í Norður-Atlantshafi myndi skrið golfstraumsins stöðvast, Noregsstraumur golfstraumsins stíflaðist. Hættan á minnkandi saltprósentu í hverj- um lítra sjávar á þessu svæði er að mati fræðimanna í hafvísiridum eða haffræðum stöðugt líklegri. Vegna gróðurhúsaáhrifanna búast þeir við að á hveiju sumri aukist bráðn- un íshellunnar á norðurslóðum 'og þar með aukist magn ferskvatns. Hin þriggja kíló- metra þykka ísbreiða yrir Grænlandi myndi bráðna hægt og sígandi. Auk þessa er stöð- ugt vatnsmagn úr stórfljótum Síberíu. Vatnsmagnið frá Alaska og Norður-Kanada bætist einnig við ferskvatnsmagnið í íshaf- inu. Leysingavatn úr Mongólíu allt frá Hi- malaya fjallaklasanum streymir norður og endar í Ishafinu. Vatnasvæði íshafsins er því hálfur hnötturinn. Talið er að ekki þurfi meira en 0,2 gráðu saltrýrnun í hveijum lítra sjávar til þess að dómsdagur hefjist á norðurslóðum. Án sogs- ins og streymis sjávar álíta haffræðingar að straumurinn hverfi langt suður í höfum. Afleiðingarnar verða þær að norðurströnd og vesturströnd Evrópu verður berskjölduð fyrir ísun. Pólarkuldinn myndi frysta þau svæði sem áður voru upphituð af golf- straumnum. Jörn Thiede telur að eins megi búast við að ísjakar muni myndast við strendur Kan- aríeyja. íbúar Skotlands, íslands, Skandin- avíu og norðurhluta Þýskalands yrðu ham- förum íssins að bráð. Framtíðarsýn Thiedes er þessi um þessi svæði: „Nokkur hundruð metra þykk ísbreiða myndi skafa eða fletja út alla mannabyggð á þessum slóðum, eins og ísaldaijökulinn skóf klappirnar í fyrnd- inni, eins og sjá má á þessum slóðum nú á dögum.“ Það óhugnalegasta við þessar spár eru nýjustu rannsóknir á ísaldartímabilum fort- íðar, sem benda til þess að ísaldir hafi haf- ist mjög skyndilega. Síðustu 2,5 milljón ár hafa 26 ísaldir kaffært norðlæg svæði. Með hafbotnsrannsóknum og borunum í íshelluna telur Thiede sig geta ályktað „að ísaldir komi á mun styttri tíma en hingað til hefur verið álitið“. Minningarnar og vitneskjan um síðustu „litlu ísöld“ eru frá 14. til 18. öld. Norður- sjórinn fraus í köldustu árunum, ísárum við Island fjölgaði og ísrek og ís tepptu sigling- ar til margra hafna. Á Norðurlöndum heij- aði hungursneyðin á og á Grænlandi dóu síðustu afkomendur norrænna manna út. Um eftirhreytur „litlu ísaldar“ getur hér á landi á síðari hluta 19. aldar, þegar stórhríð- ar færðu allt í kaf við norðanverðan Eyja- Qörð um 1880 og kuldinn 1918 vekur enn hrollinn. Með hvarfi golfstraumsins rynni dómsdag- ur upp eins og áður segir, einnig yfir þau svæði sem sunnar liggja. Haffræðingar og veðurfræðingar spá því að allt Þýskaland yrði „túndra — freðmýrar án skóga og land- búnaðar". ís lægi á nærliggjandi höfum, Norðursjónum og í Eystrasalti, sem gæti orðið að íshellu Jens Meincke skrifar: „Þessi mynd kann að virðast hugarburður, sem menn vilja að muni alls ekki standast, en þegar Noregs- straumurinn stíflast suður í höfum, þá höfum við glatað öllum lífsgrundvelli endanlega." Þetta eru hörð orð og kenningarnar eru byggðar á þeirri kenningu sem nú er tiltæk í veður- og haffræðum, en sú þekking er gloppótt, einkum sú sem snertir haffræðina. Það hafa komið fram kenningar um allt mögulegt, með stimpli vísindalegrar aðferða- fræði, kenningar sem teljast studdar örugg- um vísindalegum rannsóknum, en hafa reynst hjóm eitt. Vísindatrúin getur orðið að skrumskældari kreddum en trú á fordæð- ur og seiðskratta fyrri tíða. Vísindin eru ekki endanlegt svar eða lokasvar við spurn- ingum mannanna. Oft hafa vísindin leitt til sköpunar aðstæðna, sem ógna öllu mann- kyni og einnig til lausna í ýmsum efnum. En blind trú á hugtakið „vísindi" verður oft mýrarljós. Kenningamar um nýja ísöld, eru reistar á kenningum um gróðurhúsaáhrif og þynn- ingu ósonlagsins, en um það vita ýmsir margt og mikið, aðrir draga þekkingu þeirra í efa. En ef, ef? Hvað er þá til ráða? Byggt á Spiegel. KRISTBJÖRG STEINGRÍMSDÓTTIR Menning Ekki er lengur frægð að fornri snilli feta skal nýjar leiðirþjóð vor smá. Harður er styr um stórþjóðanna hylli. Nú þurfa menn að leika trúða á torgum - ef takast kynni athygli að ná - og hermifífl í heimsins stærstu borgum. Höfundur býr á Hrauni í Aðaldal. KRISTJÁN J. GUNNARSSON Prentvilla Ef Drottinn væri jafn duglegur við að byggja einsog Davíð, eða jafnvel Salomon, væri þá ekki, eftirá að hyggja, um aðgang að himnaríki meiri von? Eða finnst Drottni að þá sé voðinn vís ef viðbygging niðurrif kostar á Paradís? Ingólfs í Kvosinni áður við hokur var búið, en unaðslegt var þó að geta af rúntinum flúið, og sest að tafli við páfann eða ort sín Ijóð í einrúmi þar sem forðum Báruhúsið stóð. Af slökum prófarkalestri og prentarans spaugi prentvillan verður stundum efst á baugi og því sem áður var snoturt og snyrtilegt náðhús stafavíxl setjarans breyttu svo úr varð ráðhús. í annað dritsker nú óþvegnar verða að dríta og aldrei mega þeir framar til Helgafells líta. EYGLÓ JÓNSDÓTTIR Gjöfin uppsláttur Litlir kvikir fingur þínir strjúka létt og leitandi yfir bijóst mitt. Eins og töfrasprotar vekja þeir upp Móðurnáttúru og frá henni streyma hinir hvítu Isekir lífsins. Við ósinn leggjast varir þínar þétt - hlýjar, mjúkar eins og brjóst mitt. Tifandi sog þín vekja djúpa tilfinningu eilífðar, líf mitt - líf þitt - Lífið sjálft - og lindin hvíta tengir okkur órjúfanlegum böndum. Höfundur er húsmóðir i Kópavogi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.