Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 10
ár og Rothko var bestur frá 1949-55, en það virðist enginn vita nema ég. Svipuðu máli gegnir um de Kooning, sem átti sína bestu spretti í byijun fimmta áratugarins. Það sem hann gerði eftir það er innantómt, sérstaklega eftir 1960. En de Kooning má þó eiga, að hann hefur hendi meistarans. Pollock náði hins vegar hátindi sínum um og eftir 1950. Bestu verkin hans eru senni- lega „No. 1“ í Nútímalistasafninu í New York, frá 1948, „Autumn Rythm“ í Metro- politan — safninu og „Lavender Mist“ frá 1950 í National Gallery, Washington, sem ég skírði. Það er enginn sem getur gert greinarmun á góðum og vondum Pollock nema ég, enda var hann alltaf sammála mínum dómi. Til dæmis keypti forstöðumað- ur Þjóðlistasafnsins í Ástralíu lélegan Pollock fyrir nokkrum árum á yfir 120 milljónir (ísl. kr.). Hann hefði betur ráðfært sig við mig.“ Margir hafa ásakað þig um að vera kreddufullan í skoðunum. Hvers vegna ætt- um við að treysta þínum smekk og hverjir hafa eiginlega þessa náðargáfu? „Ég hef margoft fengið þessa spurningu framan í mig,“ fnæsir Greenberg og baðar út höndunum. „Það eru sárafáir sem hafa hinn rétta smekk, kannski 1-2 prósent — ég og vinir mínir," ségir hann og kímir. „Ef þú getur ekki séð að Rafael er góður þegar hann er raunverulega góður ertu sjálfkrafa búinn að lýsa því yfir að þú sért vanhæfur til þess að greina gott frá vondu.“ UtuA. - -»//y -tuJL V Hvernig skilgreinirðu þá smekk? „Ég get bara gefið þér mína stöðluðu ræðu,“ svarar Greenberg. „Smekkur er orð- inn að einhveiju bannorði í dag, enda var listgagnrýnin miklu betri á 19. öld. Það er ekki hægt að skilgreina smekk frekar en það er hægt að útskýra fyrir litblindum manni hvernig það er að sjá rautt. Við erum stöðugt að beita smekk okkar án þess að við gerum okkur alltaf grein fyrir því — gott, vont, ekki svo gott o.s.frv. Þú getur ekki rökrætt um þín fagurfræðilegu við- brögð. Þú reiknar þau ekki út. Þú færð þau upp í hendumar, ef svo má segja. Það skipt- ir ekki máli hvað listaverkið fjallar um eða þýðir. Smekkur byggist á okkar eigin reynslu og ég held mig við það sem ég sé. Það er ekkert sem getur komið í staðinn fyrir það að horfa. Á tímabili var ég hrifinn af Kant, en strax og hann fór að blanda siðfræði inn í fagurfræðina skellti ég aftur bókinni. Það gildir almennt samkomulag um hvað sé best. Þannig eru t.d. Vesturlandabúar yfirleitt sammála, segjum, Japönum og Egyptum um hvað sé best í menningu þeirra. I stórum dráttum er þó óhætt að fullyrða að fagur- fræðileg reynsla eða upplifun byggist bæði á innsæi og skynjun. Nær þessu verður ekki komist." Stálu Bandaríkin heimslistinni? „Bull og vitleysa. Bandarísk list var ein- faldlega betri en sú franska — sú besta. Punktur og basta. Og þessi staðreynd hefur sannarlega ekkert með Marshall-aðstoðina að gera. Það er bara tilviljun að bandarísk myndlist stal senunni á sama tíma og áætl- unin komst í gagnið. Franska framúrstefnan fór fyrst fyrir alvöru af stað í lok stríðsins við Prússa árið 1871 og náði hámarki á þeim áratug, en fór svo að dala með súrreal- istunum. Ekki skal ég þó taka fyrir að pen- ingar hafi að einhveiju leyti spilað inn í þessi umskipti, vegna þess að við höfðum efni á því að kaupa það besta í listinni og það smiðtaði sjálfsagt út frá sér.“ Er það satt að þú sért ekki hrifmn af neinu því sem gert er í dag? „Alls ekki. En það besta er ekki í sviðsljós- inu, og hefur aldrei verið. Alveg síðan 1962 hefur besta listin verið gerð í Kanada, Edmonton og Saskatoon, og hér í Syracuse. Spurðu mig ekki af hveiju þar en ekki ein- hvers staðar annars staðar. Þetta eru útvarð- astöðvar formalismans. Schnabel, David Salle og hvað þeir nú allir heita eru annars flokks listamenn og munu sigtast úr sög- unni alveg eins og salon-málararnir í Frakk- landi, sem voru svo vinsælir á sínum tíma. Pollock var sem dæmi ekki metinn að verð- leikum fyrr en löngu eftir að hann var kom- inn á skrið og sama gildir um Manet og alla hina meistarana, en hann er fyrsti mód- erníski málarinn, ekki Courbet. Állir góðir listamenn finna sína fyrirrennara tiltölulega fljótlega á ferli sínum. Þeir byggja á hefð- inni og breyta aðeins út af vegna þess að smekkur þeirra og andagift knýr þá til þess — knýr þá til að taka upp nýbreytni. Þannig neyddust t.d. Joyce og Mallarmé til að breyta út af. Eins með Caro. Hann uppgötvaði David Smith tiltölulega fljótlega og Dubuf- fet, sem var undir sterkum áhrifum frá Klee, var með alla trönumálverkshefðina inni í sér.“ Tíminn hefur flogið áfram og klósettferðimar eru farnar að verða aðeins of tíðar til að halda uppi hnitmiðuðum samræðum. Ég get þó ekki stillt mig um að sýna Green- berg nokkrar bækur um íslenska listamenn, sem ég hafði tekið með mér í von um að geta borið þá undir hans víðfræga „auga“. Við byijum á Louisu Matthíasdóttur. „Já, ég þekki til hennar. Hún er mjög fáguð og liturinn er greinilega hennar aðalsmerki," segir hann íhugandi. Þegar ég bendi á að margir telji að þarna sé hin annál- aða íslenska birta að verki skellir hann upp úr: „Mér er skítsama, það kemur málinu ekki við,“ og mælir svo yfirvegað: „Já, hún er góð, en upp að vissu marki.“ Greenberg tekur sér góðan tíma til að skoða myndirnar, sérstaklega þegar ég rétti honum bók um Kjarv- al um leið og ég minni á að þetta sé óskabam íslenskrar myndlistar. „Hann virðist góður... vissulega er hann góður... heyrðu, þessi náungi getur virkilega málað ... ég er einstaklega hrifinn af lands- laginu hjá honum. Vinsælasti lista- maður á Islandi segirðu? Það kemur mér ekki á óvart. Þeir í Kólumbíu eiga sér líka listamann sem þeir jtelja frábæran, nema hvað þar hafa þeir rangt fyrir sér.“ Verk Kjarvals vekja ^uðsýnilega hrifningu hans, \ meiri en allra hinna sem ég sýndi honum. Greenberg hugsar sig um í næstum tíu mínútur áður en hann segir nokkuð um Svavar Guðnason. „Þessi Guðna- son brýtur myndirnar of mikið upp með þessu grópavirki sínu. Hann hefur þó karakt- er. En hann er leitandi. Þegar hann byijar að smyija litnum eins og í Leysingu (1962) tekst honum betur upp rétt eins og Gorky.“ Og um Nínu Tryggvadóttur: „Ekki slæmt. Alls ekki slæmt. Hún vissi samt ekki hvað hún átti að halda sig við. Hún klórar alls staðar í bakkann." Áður er ég afhendi hon- um sýningaskrá Listasafns íslands um Jón Stefánsson segi ég honum frá því að fyrrver- andi yfirmaður Nútímalistasafnsins í New York, Alfred H. Barr, hafí gefið lítið út á þennan nemanda Matisse þegar hann fékk einu sinni að sjá hann heima á íslandi. „Alf- red Barr var mikilhæfur maður, en hann hafði ekki gott auga. Þetta er alvöru mál- ari... þessi gaur kann sitt fag. Mér sýnist þó að hann hefði átt að halda sig á ma- lerísku hliðinni." Ásgrímur Jónsson fannst Greenberg þokkalegur, einkum og sér í lagi vatnslitamyndir hans, en taldi að hann hefði tapað sér eftir 1942, þegar áhrifa Van Goghs og fauvistanna fór að gæta fyrir alvöru. Að endingu vildi hann sem minnst segja um okkar yngstu iistmálara, Georg Guðna Hauksson og Helga Þorgils Friðjónsson, og bar fyrir sig að hann gæti ekki dæmt um verk þeirra af þeim eftirprentunum sem ég hafði með til sýnis. Það er komið fram undir miðnætti þegar við kunningjarnir yfirgefum svæðið og kveðj- um með virktum. Við vorum kannski ekki alltaf sammála „auganu" hans, en það er ekki nokkur vafi á því að maðurinn hefur „massívan" karakter. Höfundur er með MA-gráðu í listfræði og starfar í New York. Y \ Dynjandi heitir hann í umfjöllun um íslandsmyndabók Max Schmidt í l. tölublaði Lesbókar, 1992, var birt mynd þessa snjalla ljósmyndara af fossi, sem flestir íslendingar þekkja afar vel í sjón, þó ekki væri nema af myndum. Þessi foss í Dynjandisá fyrir botni Arnarfjarðar var kallaður Dynjandi í landafræðinni fyrir áratugum, en á síðari tímum hefur nafnið Fjallfoss skotið upp kollinum. I fyrmefndri myndabók er hann einungis nefndur Fjallfoss og svo var gert í myndatexta í Lesbók. Ef flett er uppá Fjallfossi í Islenzku alfræðibókinni, er vísað á Dynjanda. Undir því heiti stendur: „Dynjandi Fjallfoss: foss í V-ís., í Dynjandisá þar sem hún fellur i Dynjandisvog..." Af þessu virðist mega ráða að bæði nöfnin séu notuð og að Fjallfoss sé ekki síður gott og gilt. En menn vestan úr Amarfirði, meira að segja frá bænum Dynjanda í Arnarfirði, segja Fjallfoss tilbúning, sem eigi sér enga stoð í vestfirsk- um veruleika og biðjast eindregið undan nýrri nafngift. Þessu skal komið á fram- færi hér um leið og myndartextinn er leiðréttur. Þá er það á hreinu: Dynjandi heitir þessi fagri foss, sem telst vera 100 metra hár; er 30 metrar á breidd efst, en dreifir úr sér stall af stalli, unz hann er orðinn 60 metra breiður neðst. GS. Á víð og dreif fslenzkt réttarfar í 21 ár Réttarfar ið er grundvöllur hvers þjóðfélags og þar með réttarrík- , ið. Þegar leið á síðari hluta 17. aldar urðu kröfurnar um eflingu réttarríkisins ákveðnari í ríkjum Danakon- ungs. Umbætur á réttarfari var evrópsk stefna og viðhorfín til málaflokka svo sem galdramála tóku miklum breytingum. Sá maður íslenskur sem beitti sér gegn hæpn- ustum víxlsporum réttargæslunnar hér á landi var Brynjólfur biskup Sveinsson. Ástandið var þannig að bein afskipti og mótmæli áttu sér takmarkaðan hljóm- grunn innan valdakerfisins, en honum tókst að bjarga ekki fáum einstaklingum frá brennudómum. Kópavogseiðamir 1662 eru oftast nefndir sem afsal á réttindum Alþingis, einveldi konungs var samþykkt. En með þeim eiðum öðlast Konungslögin gildi og hæstirétturinn í Kaupmannahöfn verður æðsta dómstig ríkisins. Nú var krafist ítar- legri rannsókna þeirra mála sem stefnt var fyrir dóm, sönnunargagna og vitna- leiðsla. Þessi lagasetning hafði þær breyt- ingar í för með sér að réttaröryggi einstak- linga jókst gagnvart dómsvaldinu frá 1661 í ríkjum Danakonungs. Hér var á ein und- antekning: Frá 1662 til 1683 hélst dóms- vald Öxarárþings óskert. Þar var æðsta dómsstig í dauðamálum en ekki hjá hæsta- rétti í Kaupmannahöfn. Afstaða Brynjólfs biskups til galdra- mála mótaðist af kröfu um sannanir og rannsóknir, en taldi að dómar reistir á grunsemdum og líkum væru ómerkir. Þetta var samskonar afstaða og einkennir kröfur Konungslaganna í rannsókn mála. Afstaða Brynjólfs biskups varð því ráð- andi afstaða valdamanna í Danmörku og þessu fylgdi, eins og áður segir, aukið réttaröryggi. Tekið var að líta á galdra- grunsemdir og ákærur sem hvert annað rugl og rutl þegar með staðfestingu lag- anna 1661. Hér á landi varð dráttur á því að íslensk- ir rannsakendur og dómarar (sami maður- inn sinnti hvorttveggju) sæju jafnglöggt Brynjólfi biskupi og dómurum hæstaréttar í Kaupmannahöfn að galdragrunsemdir væru sjúklegt heilamoð og grillur. Galdra- martröðin hófst hér á landi með brennu- dómum síðar en annars staðar í Evrópu en lauk síðar. Þar munaði óskertu dóms- valdi Alþingis. Fram til 1662 voru 6 menn dæmdir á bálið fyrir galdra, alls urðu þeir 21 og af þeim voru 15 brenndir einmitt á þeim tíma sem Konungslögin voru gild- andi, nema hér á landi, í 21 ár dæmdu íslenskir dómarar alls 15 manns á bálið, Alþingi hélt fornum réttindum sínum þessi ár. Hvað hefði gerst í rannsókn og af- greiðslu þessara brunamanna hefðu „Kon- ungslögin“ gilt hér og einkum skarpari kröfur um rannsóknir og sannanir? í sam- anburði við afgreiðslu galdramála í Kaup- mannahöfn á þessum árum, mætti ætla að brenndum líkum grunaðra galdramanna hefði fækkað talsvert, hefði hæstiréttur í Kaupmannahöfn fjallað um sömu mál. Nú er mikið rætt um sjálfsákvörðunar- rétt, sjálfstætt og væntanlega þjóðlegt réttarkerfi, vafasöm erlend áhrif og fleira í þeim dúr, í sambandi við sameiningu réttarkerfa Evrópuríkjanna. Því er hollt að minnast eins mesta hneykslis í ís- lenskri réttarfarsögu og að réttlæti er ekki þjóðemislegt fyrirbrigði. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.