Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 11
M A L A V E X T I R Hugleiðingar um tungu og stfl alamenn hafa löngum verið frægir fyrir sundurgerð í klæðaburði, enda kemur fáum lesöndum íslendinga sögu á óvart að Sturla Þórðarson bregður upp svofelldri mynd af Sighvati föðurbróður sínum Á móðurmáli voru hafa löngum tíðkast ýmis orð um það hugtak sem fólgið er í synd, en það er gamalt og heldur leiðinlegt tökuorð úr útlendri tungu, enda hefur því aldrei tekist að losna til hlítar við lágþýska keiminn sem fylgdi því hingað í útnorður. Eftir HERMANN PÁLSSON „Sjá Guðs lamb sem ber synd heims- ins“, liljóðar textinn í nýjustu hiblíu þjóðarinnar og hér er Jóhannes guð- spjallaskáld að tala um Jesúm Krist. En í eldgamalli hómilíu er allt annar bragur yfir setningunni: „guðs gimbill er á braut tók mein heimsins. “ Myndin er af málverki um píslargöngu Krists eftir óþekktan málara frá 15. öld. Örlygsstaðabardaga laugardaginn 21. ágúst 1238, þar sem Sturlungar hittu örlög sín: „Hann var í bláum kyrtli og hafði stálhúfu á höfði en öxi forna og rekna í hendi, er Stjarna hét. Hann hélt um skaftið fyrir neðan augað og sneri frá sér egginni, en veifði skaftinu." Þótt blár litur í fornum sögum bendi jafnan til vígahugs og jafnvel afreka, þá rasar hér feigur maður fram í opinn dauðann, enda má vel vera að Sturla hafi haft í huga fornan átrúnað sem minnst er í sambandi við um- mæli Þorgríms Freysgoða í Gísla sögu áður en Vésteinn er heygður: „Það er nú siður, mágur“, segir hann, „að binda helskó að fót- um mönnum áður í haug eru lagðir.“ Að heita má í sömu andrá nefnir Gísla saga þá hjátrú „að maður þykir til heljar búast sá er sig klæðir mjög þá er hann gengur út eður klæðir sig lengi.“ En hitt blasir þó við sjónum að lýsingin á búnaði Dalamanns er eins kon- ar fyrirboði þess sem síðar verður í bardagan- um þegar Kolbeinn ungi gengur fram á Sig- hvat sem var þrotinn að mæði, aldraður goð- orðsmaður, en lítt sár eða ekki. Þá kom Kol- beinn ungi að og spurði: „Hver húkir þar undir garðinum?“ Lesanda grunar að Kolbeini hafi verið ljóst að þar er enginn annar en velgerðarmaður hans Sighvatur Sturluson, enda mun spurdaga ekki hafa verið beint í því skyni að svala forvitni Kolbeins um ókunn- an hlut, heldur hér sigurvegari að hæðast að þeim öldungi sem lotið hefur í lægra haldi. í sögninni að húka er fólgin langtum meiri fyrirlitning en í öðrum sagnorðum svipaðrar merkingar, svo sem að híma, kúra, klúka, hnipra sig, norpa. Sögnin að húka er lífið og sálin í spurningu Kolbeins, enda er ekki hægt að ná sömu áhrifum með því að skipta um sagnorð. Vandlátum höfundum hefur löngum verið mikið í mun að vanda sem mest, enda geta þær skipt meira máli en frumlag og andlag. I almennum staðhæfingum eru þær jafnan veigamesti hluti setningar; sú athöfn sem getið er í spakmæli má sín yfirleitt meira en gerendur og þolendur. Skapari Fóstbræðra sögu lét sér einkar annt um léttan og skýran stíl, og fræg eru orðin sem hann hermir eftir Þorgeiri Hávarssyni, hirðmanni Ólafs digra konungs í Noregi: „Svo er sagt að Þorgeir væri lítill kvennamaður; sagði hann það vera svívirðing síns krafts að hokra að konum." í þessum ummælum er ekki einungis fólgin mikil andúð á konum heldur felur sögnin að hokra álíka fyrirlitningu í sér og hokur í munni góðbænda sem eru að skopast að bús- kussum. Fyrir allmörgum árum gerði orðu- meistari þjóðarinnar fræga bók um Fóstbræð- ur og drepur þar á ýmis kringilyrði og kátleg orðtök sem þar er að finna. II Svo telja fróðir meistarar að ritsmiðum og ræðumönnum sé skylt að rækja þrjú boðorð framar öllum öðrum: 1. Þú skalt velja þau orð sem hæfa best. Slíku boðorði hlítti Kolbeinn á Örlygsstöðum, og brátt verða önnur dæmi nefnd um ná- kvæmni í orðavali. 2. Þú skalt finna hverju orði sem bestan stað í verkum þínum. Listin að raða orðum á listrænan hátt er ekki einungis mikilvæg í bundnu máli þar sem kveðandi, stuðlar og rím geta ráðið stöðu, heldur einnig í lausu máli þar sem stöðuval er fijálsara. 3. Þú skalt aldrei nota fleiri orð en þörf krefur. Þótt boðorðin séu harla einföld, þá styðjast þau við kenningar sem eru býsna flóknar og hafa raunar aldrei verið skráðar til hlítar, en þó er ekki úr vegi að spjalla um þær ofurlít- ið. Um orðaval mætti ærið margt segja, og skal þess fyrst getið að menn eiga að ráða yfir sem mestum orðaforða og kunna sem gleggst skil á hveiju þeirra um sig. Engin tvö orð merkja nákvæmlega hið sama, jafn- vel þótt þau teljist samheiti, heldur er ávallt einhver munur með þeim; minnstu blæbrigði og ofurlítill keimur geta skipt miklu máli. Mikilvægur þáttur í móðurmálskennslu er einmitt að fræða nemendur um sundurleitt eðli þeirra orða sem í fljótu bragði virðast vera sömu merkingar, svo sem „kona“ og „kvenmaður", „maður“ og „karlmaður", „bjór“ og „öl“. Tvennt verður einkum að hafa í huga við orðaval: annað er nákvænmi eða nothæfi, að velja það orð sem best gegnir tilteknu hlutverki, og á hinn bóginn hlýtur fegurð að ráða nokkru um valið; hér er ekki einungis um að ræða hljóm orða heldur einn- ig þær hugmyndir sem þau kunna að gefa í skyn. I nýjustu biblíu þjóðarinnar hljóðar al- kunn setning á þessa lund: „Sjá, Guðs lamh, sem ber synd heimsins.“ Eins og kristnu fólki hefur löngum verið ljóst, þá er Jóhannes guðspjallaskáld hér að tala um Jesúm Krist og fer því ekki alls kostar vel á orðinu lamb sem er hvorugkyns. Náskyldu orðalagi bregð- ur fyrir í ýmsum fornritum: „Sé hér lamb guðs, það er syndir tekur af heiminum." En í vönduðustu þýðingunni sem prýðir eldgamla hómilíu er allt annar bragur yfir setning- unni: „[...] guðs gimbill er á braut tók mein heimsins". íslenski þýðandinn snaraði þessu úr latínu og átti kost nokkurra orða sem hafa svipaða merkingu og latneska orðið agnus (KK.), en þau eru lamb, dilkur, gimb- ur, gimbill. Þýðandi velur sér hið síðast nefnda sem merkir ekki einungis „lamb“ heldur er það í karlkyni og á því betur við táknrænu merkinguna en hvorugkynsorðið. Vitaskuld gerði táknrænt hlutverk setningarinnar orðið gimbur ótækt með öllu, og með því að dilkur getur merkt ekki einungis „haustlamb“ og „sláturlamb" heldur einnig önnur ungviði („þótt kýr eða gyltur eða geitur leiði dilka“, stendur í Grágás sjálfri) hafa menn hikað við að nota það. Þó má vel vera að þýðendur sem uppi voru snemma á frumnorrænum tíma hefðu freistast til að tala um dilk guðs, ef þeir hefðu lent í þeim ósköpum að snúa góðu spjalli Jóhannesar á sína tungu. Upphafleg merking orðsins dilkur var „sonur“, enda er orðið sprottið af sama stofni og filius á latínu sem merkti „son“. í hómilí stuðlar orðið gimb- ill við Guð, og auk þess leikur nokkur skáld- legur svipur yfir því. Var það ekki gimbill sem grét við stekk forðum í alkunnri þjóðvísu? Á móðurmáli voru hafa löngum tíðkast ýmis orð um það hugtak sem fólgið er í synd, en það er gamalt og heldur leiðinlegt tökuorð úr útlendri tungu, enda hefur því aldrei te- kist að losna til hlítar við lágþýska keiminn sem fylgdi því hingað í útnorður. Um orðið mein gegnir allt öðru máli: í því eru ekki ein- ungis fólgnar afgerðir fólks heldur einnig þjáningar hins hrösula og langlnjáða heims. Önnur orð sem kæmu helst til greina, svo sem nfgerð og löstureru engan veginn jafn heppi- leg f hlutverkið og mein. III Orðaskipan er að sumu leyti flóknara vand- amál en orðaval, og um hana mætti rita langt- um meira mál en hægt sé að gera í bili. Mik- ill munur er á einföldum setningum þar sem frumlag, sögn og andlag fylgjast að í eðli- legri röð og þeirri ringulreið sem á sér stað í ýmsum dróttkvæðum erindum þar sem þrem setningum er ruglað svo rækilega saman að töluvert atak þarf til að greina flækjuna í sundur. í óbundnu máli þykir rétt að skipa orðum á þá lund að þungar og léttar áherslur skiptist á með reglulegum hætti svo að hrynj- andi verði sem fegurst og hitt þykir einnig æskilegt að gefa gaum að hljómfalli öllu, láta hvorki sérhljóð né samhljóð af sérstöku tagi lenda of mörg saman, svo að eyru manns hlýði á næga fjölbreytni sí og æ. Ég man ekki betur en að einhver á liðnu hausti hafi verið að fetta fingur út í það í Lesbókinni að alþingi þjóðarinnar hafi nú skapað og skip- að svokallaða mannanafnanefnd sem þykir heldur kauðaleg samsetning með því að helsti mörgum nefhljóðum sé þar hrúgað saman af stöku gáleysi, enda er lítil prýði að þeirri nefnd sem bergmálar nafn rétt á undan. Yfir- leitt þykir ekki fara vel á því að setningar, hvað þá einstök orð, sligist undir ofbyrði þungra og stríðra samhljóða. („Tvítreður Stebbi strý“). Ekki þykir saka að stuðlasetn- ingu bregði fyrir endrum og eins, en hins vegar verður hún þreytandi ef hennar gætir í mörgum setningum, hverri á fætur annarri. Eftirfarandi glefsa frá tólftu öld ber vitni um meistara sem kunni þá list að finna hveiju réttan stað, og verður þó enginn dómur lagð- ur á kenninguna í henni: „Líf þetta er hundrað vetra hið lengsta, en er líður hinn efsta dag, þá sýnist það svo sem eigi hafi verið lengra en einnar nætur gisting. En annað líf er æ og æ og eldist það aldregi né endist. En sá maður er áttleri og andvana alls góðs er eigi elskar þetta hið fagra líf er aldregi ferst. Þar eru eilífir fagnað- ir og auðævi og krásir og dýrð sú er svo hefst upp að aldregi endist. En sá er eigi vill elska þetta hið bjarta líf, þá má sá eigi til þess komast, heldur verður hann tekinn af eilífum dauða og haldinn í eilífum loga. Þar eru hræðilegir fjándur; þeirra augu skjóta af sér eldlegum örvum, þeirra rödd er svo sem grenjan hinna óörgu dýra; þeirra viðurlit gera hræðslu og sárleik og dauða.“ IV í gömlum skræðum er einatt verið að brýna fyrir fólki að eyða ekki orðum að óþörfu en leggja heldur alla stund á að vera jafn fáyrt og kjarnyrt og því er unnt. „Maður skal með fám orðum marga hluti og mikils verða greina,“ segir í Maríu sögu sem felur í sér ýmsar ábendingar um notkun íslenskrar tungu. En þó viðurkennir sagan á öðrum stað að slíkt sé engan veginn einfaldur hlutur: „Er það eigi auðvelt að koma mikils háttar efni í skammt mál með fám orðum svo að skiljan- legt verði.“ í sömu átt hníga ýmis góðræði í Konungs skuggjá sem má teljast höfuðrit Norðmanna í kaþólskum sið, eins og raunar var drepið á Lesbók í fyrra: „Ef maður er snjallur og tunguhvass, þá er honum auðvelt að flytja sína ræðu um skjótu máli og fám orðum, svo að hinum skiljist er svara skal. Ef þú skalt nokkra ræðu fram flytja, hvort sem heldur varðar sjálfum þér eða öðrum, þá flyt skilvíslega og þó með skjótri ræðu og sem fæstum orðum.“ En nú er ýmsum lítil orðsnilld í bijóst lagin, og slíku fólki er sérstaklega hollt að forðast alla margmælgi. „Ef maður er engi mælskumaður eða heldur ósnjallur að máli,“ segir hinn norska skugg- sjá, „þá er og þess betur er hann hefir skemmra erindi í munni, því að gera má hann nokkur skil í fám orðum og leyna svo ósnilld sinni fyrir þeim er eigi er kunnugt. En ef hann gerir langmælt, þá mun hann þykja því ósnjallari sem hann talar lengra." Maríu saga og Konungs skuggsjá bera þess ærín merki að um þær hafa lærðir menn vélað, enda er sú kenning að menn eigi að segja mest í sem fæstum orðum alþekkt atriði í lærdómi fyrri alda. Hér nægir að vitna snögglega í spakmæli Hugsvinnsmála: Mann- vits vant verður þeim er margt talar. Mikið mæla skaltu eigi um margan hlut. Vafalaust hafa fróðir menn og hugsandi jafnvel í heiðn- um sið sem kristnum tamið sér að beita ekki fleiri orðum en nauðsyn krafði, en þó má ætla að íslenskir ritsmiðir frá því á dögum Ara fróða og fram eftir öldum hafi numið á skólabekk listina að vera stuttorður. V Ýmsum höfundum sem fást við að þýða ritsmíðar úr útlendum tungum hættir til að vera um of háðir fyrirmyndum sínum, þýða einstök af nákvæmni fremur en heilar setn- ingar eða málsgreinar. Þó eru aðrir sem leggja alla stund á að sveigja ræðu sína að íslensk- um málshætti, enda getur þá verið býsna örðugt að benda á útlend atriði í stílnum. Á latínu og raunar einnig á þjóðtungum álfunn- ar hafa tíðkast orðtæki á þá lund um léleg fræði að verið sé að skrifa í vatn, enda hefur það löngum þótt heldur fánýt íþrótt að að krota í þunnan vökva; pennafar hverfur jafn- skjótt c>g höndin hreyfist svo að ekkert sést eftir. Seint á þrettándu öld tók Grímur prestur Hólmsteinsson (d. 1298) saman Jóns sögu baptista, enda taldi klerkur að spásögur skír- arans og skynsemdir kynnu að verða mörgum manni fremur til trúbótar en að sinna heim- skra manna þokka, þeirra sem allt þykir það langt er frá Krists köppum er sagt og skemmtast framar með skröksögur. Séra Grímur var býsna vel að sér í íslenskri tungu, enda átti karl hægt með að koma latnesku orðtæki yfir á móðurmálið. I miðjum klíðum um það orð sem í upphafi var guð bregður hann upp mynd úr íslenskri náttúru: „Verði mér þetta orð skrifað í hjarta mínu, eigi sem í jökli sé ritað í sólar skini, heldur sem með óbrygðilegum penna ritað á lífs bók. Verði það eigi sem með mállausum fingrum fatað á dauðra kvikinda skinnum, heldur líflega fast sett með mannlegri mynd í mínum skírum iðrum, eigi fyrir dauðlegan penna, heldur fyrir hinn helga anda.“ Hver sem hefur reynt að skrifa á snjófönn í sólbráð veit hvert Grím- ur er að fara: jökulmyndin er lífvænlegri en það vatn sem heimiidarmenn Gríms létu sér sæma að krota í á sínum tíma. Höfundurerfyrrverandi prófessorvið Edinborg- arháskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. FEBRÚAR 1992. 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.