Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 9
Viðtalshöfundur með Clement Greenberg á heimili hans á Central Avenue á Manhattan. Fyrir aftan Greenberg sést í mynd eftir Kenneth Noland, en hana geta menn fengið heimsenda ef þeir eru til í að reiða fram 12-16 milljónir ís- lenzkra króna. merkilega hafði sá formalismi sem Green- berg boðaði víðtæk áhrif. Fyrir utan að hefja bandaríska abstrakt exspressjónismann upp til skýjanna hjálpuðu skrif hans mönnum að fjalla um óhlutbundna myndlist, eða rétt- ara sagt hvernig hægt væri að komast hjá því að fjalla um hana. An þess að listamenn á íslandi hafi sennilega gert sér fullkomlega grein fyrir því má oft heyra bergmál frá Greenberg í ræðum þeirra og ritum (sumt af því hefur eflaust síast inn í þá gegnum franskar eftirhermur Greenbergs). Þannig talar Kjartan Guðjónsson, sem lærði á sínum tíma í Bandaríkjunum, t.d. um í formála sín- um að fyrstu sýningu Septemberhópsins árið 1947 („Hvað á þetta að vera?“), að aðalatriði í öllum skapandi sjónlistum sé og hafi alltaf verið myndbyggingin og biður menn að skoða vandlega heildarstrúktúr málverksins, því þar sé sjálft inntakið að finna. Og í viðtali við Þjóðviljann (21. okt.1956) segir Þorvaldur Skúlason að „ab- strakt list [byiji] þar sem orð [endi]“. Á þeim tíma sem óhlutbundna málverkið stóð með hvað mestum blóma á íslandi sneri Greenberg baki við abstrakt expressjón- ismanum á þeim forsendum að hann hefði koðnað niður í akademíuisma og innantómu viilúósíteti og gerðist innsti koppur í búri þeirrar stefnu sem nefnd er „Color-Field Painting“ eða „Post-Painterly Abstraction". Helstu fulltrúar hennar voru Newman, Rot- hko, Adolph Gottlieb og Helen Frankenthal- er, og í byrjun sjöunda áratugarins bættust Frank Stella, Kenneth Noland, Morris Louis, Walter Darby Bannard og Jules Olitsky í hópinn. Auk þess studdi Greenberg ötullega við bakið á breska skúlptúristanum Anthony Caro, er hann leit á sem arftaka Davids Smiths. Undanfarin 20 ár hefur Greenberg látið tiltölulega lítið á sér kræla, en því fer þó fjarri að hann sé orðinn að einhvetjum sögu- legum steingervingi. Hann er ekki síður umdeildur í dag en hann var á sjöunda ára- tugnum þegar áhangendur Duchamps og tónskáldsins Johns Cage tóku að þenja út listhugtakið og margir höfnuðu málverkinu sem úreltu fyrirbæri. Andstæðingar Green- bergs (Robert Morris, Donald Judd, Allan Kaprow o.fl.) báru brigður á þá söguskoðun að myndlistin hefði óhjákvæmilega þróast í átt til hins óhlutbundna (þ.e.a.s. í átt til „sjálfrar sín“) og að eini mælikvarðinn á hana væru sjónrænir verðleikar, en sam- kvæmt honum er eini tilgangur listarinnar að búa til „vandaða hluti“ og eini tilgangur gagnrýnandans að greina gott frá vondu. Þá vísaði yngi'i kynslóðin þeirri trú alfarið á bug, að hægt væri að kippa listaverkinu út úr persónulegu, þjóðfélagslegu og sögu- legu samhengi sínu og skoða það sem ein- hvern sjálfstæðan og óháðan hlut, auk þess sem mörgum þótti hugmyndir hans um anda- gift, snilli, smekk og gæði úr sér gengnar. Hafði einhver á orði að góð list frá sjónar- hóli Greenbergs væri einfaldlega iist sem honum líkaði vel við sjálfum. Greenberg viðurkenndi að gæði, jafnt og góður smekk- ur, væru að vísu ósannanlegt fyrirbæri, vegna þess að það stafaði hvorki frá þeim né væru þau bundin við formrænar stað- reyndir. Aftur á móti leit liann á hugmyndal- istina („impure art“) sem smáborgaralegan flótta frá vandamálum háiistarinnar („pure art“) og ásakaði Duchamp um að hafa spiilt æskunni. Að hans mati var Duchamp í raun- inni annars flokks málari, sem útskýrði af hveiju hann hefði yfirgefið málverkið og farið út á nýjar brautir. Það breytti hins vegar ekki þeirri staðreynd að hann væri afburða snjall náungi; svo snjall, að hann skildi ekkert eftir handa arftökum sínum til að vinna úr. Heilu doktorsritgerðirnar og fjöldinn allur af greinum og ritgerðum hafa verið skrifað- ar um kenningar Greenbergs, sem á tímum pólitísks rétttrúnaðar eru litnar sérstaklega óhýru auga. Mest af þessari gagnrýni hefur komið frá hinum svokallaða meginlandsskóla („Continentai School“), er fyrst fór að bera verulega á í byijun síðasta áratugar. Þrí- menningarnir Rosalinda Krauss, T.J. Clark og Serge Guilbaut eiga hér stærstan hlut að máli, en Guilbaut þessi hefur m.a. skrifað bókina „Hvernig New York stal hugmynd- inni um nútímalistina“ („How New York stole the Idea of Modern Art“, 1983), þar sem Greenbérg er lýst sem einhvers konar „intellektúal" stórglæpamanni. Bankað Upp á Greenberg, sem er að verða 83 ára gam.-_ all, kemur orðið sjaldan fram opinberlega og veitir fá viðtöl. Þegar mér bauðst því að hafa tal af honum var ég ekki lengi að grípa tækifærið, enda hef ég ósjaldan hnotið um nafn hans í listasögutextum og mér lék mikil forvitni á að hitta þennan alræmda „glæpón" í eigin persónu. Ég hafði heyrt því fleygt að hann væri dreissugur og ætti það til að vera ósvífinn í tilsvörum og mætti þess vegna til leiks vopnaður löngum spurningalista og með ungan listmálara, Bjarna Sigurbjörnsson, mér til fulltingis. Greenberg býr á Manhattan, gegnt Central Park garðinum, og í anddyrinu hittum við fyrir einkennisklædda dyraverði sem spyija okkur erinda. Eftir að hafa leitað af sér all- an grun er farið með okkur upp á 17. hæð í lyftu, sem eins og fordyrið er þiljuð fínasta harðviði; „sannkallaður fílabeinsturn“, hugsa ég með sjálfum mér. Greenberg kemur tii dyra, sokkaleistalaus, og býður okkur að ganga í bæinn. Hann er fremur lítill, frán- eygður, dálítið hokinn í baki og röddin er rám. Virðist taka eftir hæðarmælingunum hjá mér og segist hafa skroppið saman um marga sentimetra á undaförnum árum. „Má annars ekki bjóða ykkur í glas strákar. Mér leiðast blaðaviðtöl svo mikið,“ bætir hann afsakandi við. Ég lít glottandi á Bjarna. Tja, því ekki, enda komið fram yfír hádegi. „Viskí?" „Ljómandi," svara ég. Á meðan Greenberg blandar í glösin inni í eldhúsi skoðum við okkur um í íbúðinni, sem er risastór á Manhattan-mælikvarða. Gæðagripir skipa hvern krók og kima og á veggjunum þykist ég bera kennsl á málverk eftir m.a. Noland, Louis, Bannard, Pollock, Olitsky og Larry Poons. Þegar hann kemur til baka spyr ég hvort honum hafi verið gefnar þessar myndir. Greenberg kinkar kolli. „Já, ég fékk þær gefins eins og öll önnur verk sem ég hef eignast á ævinni, en ég hef samt aldrei þegið neitt frá listamönn- um fyrir skrif mín. Vanalega hef ég þó selt málverkin mín, fái ég nógu gott tilboð í þau. Nema ef þau eru sérstaklega tileinkuð mér. Þannig seldi ég t.d. nokkrar myndir sem ág átti eftir Pollock og de Kooning til þess að eiga fyrir salti í grautinn.“ Þegar ég hef á orði að líklega hafi hann fengið meira en salt fyrir þær, bendir hann mér á að að ég geti fengið málverkið eftir Noland sem hangir fyrir ofan sófann á aðeins 12-16 milljónir (íslenskra króna), og minnir á að „Skotmörk" hans seljast á fleiri tugi millj- óna. Einhvern veginn slær þetta mig út af laginu og ég missi út úr mér að það sé ótrú- Iegt hvað hann hafi lifað marga vini sína og kemst að því að yígtennurnar hans eru enn í góðu lagi. „Ótrúlegt!", endurtekur Greenberg með baneitraðri hæðni og fær sér smók, en hann reykir filterslausar Camel- sígarettur og hefur verið stórreykingamaður í áratugi. „Það er ekki nokkur maður sem kann lengur að nota þetta orð rétt.“ Við tyllum okkur niður og ég ákveð að fara varlega í sálmana. Bið hann að segja mér stuttlega frá æsku sinni og uppeldi. „Eg fæddist í Bronx árið 1909 og ólst upp í Norfolk, Virginíu, og síðar Brooklyn, New York. Foreldrar mínir voru báðir gyðingar — komu til Bandaríkjanna um aldamótin, faðir minn frá Rússlandi og móðir mín frá Póllandi og var lengi vel ekki talað annað en jiddíska á heimilinu. Þau voru tiltölulega menningarlega sinnuð, höfðu, yndi af ítölsk- um óperum og rússneskum bókmenntum, og lögðu mikið upp úr menntun barna sinna. Ég var hálfgert undrabarn í teikningu og sótti um tíma kennslu í Art Students Leag- ue. En hvorugt foreldra minna kunni samt almennilega að meta hæfileika mína. Kannski þess vegna sneri ég við blaðinu og fór í bókmenntanám við Syracuse-háskólann í New York, þaðan sem ég útskrifaðist með BA gráðu árið 1930. Eftir það vann ég lengst af hjá tollembættinu hér í bænum, sem var mjög náðarsamlegt starf, á milli þess sem ég las, lærði tungumál og skrifaði smásög- ur.“ Hvað fékk þig til að skrifa „Framúrstefnu og listlíki“? „Kvenfólk, áfengi og löngun til að hitta áhugavert fólk,“ segir Greenberg grafalvar- legur og fær sér gúlsopa af viskí, máli sínu til áréttingar. „Við vorum byttur upp til hópa. Fyrir síðari heimsstyijöldina var drukkið kaffi, en eftir að stríðinu lauk skiptu allir yfir í áfengi. Meira að segja máluðu sumir, eins og t.d. de Kooning, oft drukkn- ir. En svona í alvöru talað, ekki að þetta sé bara eitthvert fleipur, þá liafði maður auðvitað áhuga á því að komast til metorða, að bijótast úr fátæktinni og verða eitthvað. Ég hafði aldrei skrifað neitt um sjónlistii' áður og hafði bara tekið eitt námskeið í háskólanum í listasögu, en ég var nokkuð vel lesinn í almennri menningareögu. Þetta byrjaði eiginlega sem gagnrýni á Túskilding- sóperu Bertolds Brechts í Partisan Review, en hann vildi að listin næði til fólksins. Hugmyndina þróaði ég síðan í löngu og ítar- legu bréfi sem ég skrifaði til Dwights Mac- donalds. Annars er ég ekki hrifinn af þess- ari ritgerð núna fremur en svo mörgu öðru sem ég hef látið frá mér fara, stíllinn klunna- legur og framsetningin of einföld. Samt tala andstæðingar mínir um hana eins og ég hefði skrifað þetta í gær.“ Hvenær hittirðu Pollock fyrst? „Ætli það hafi ekki verið einhvern tíma seint á árinu 1942. Eg þekkti kærustuna hans, listmálarann Lee Krasner, gegnum WPA-áætlunina og hún kynnti mig fyrir honum. Við urðum mjög nánir vinir. Fyrsta sýning hans var í Peggy Guggenheim-gall- eríinu árið 1943. Ég skrifaði um þá sýningu í tímaritið Nation. Skömmu síðar fékk Peggy hann til að skreyta vegg í íhúðinni sinni. Þegar ég sá myndina sagði ég við sjálfan mig „That’s it!“ [þetta er þaðj. Pollock var þá nýbyrjaður að heita „all-over“ tækninni sem hann varð svo frægur fyrir síðar. Tveim- ur árum seinna keypti hann bændabýli í Springs á Long Island og giftist Krasner. Eg fór oft að heimsækja hann, einkum á sumrin þegar mjög heitt var í veðri og ég vildi komast út úr borginni. Pollock er einn sá viðfelldnasti náungi sem ég hef fyrir hitt þegar hann var edrú, en ég hef heldur aldr- ei séð neinn taka eins miklum stakkaskiptum með áfengi. Hann byrjaði að tala mikið og gerðist árásargjarn, samt ekki í líkamlegum skilningi, því ég veit ekki til þess að hann hafi nokkurn tíma slegið frá sér. Það væri nær að segja að hann hafi daðrað við of- beldi líkt og menn leika sér að áhættum. “ Kláraði Verk Eftir Louis Og Smith Stúdíóheimsóknir þínar eru orðnar víð- frægar. Hvemig gengu þær fyrir sig og við hvaða listamenn áttirðu mest saman að sælda fyrir utan Pollock? „Ætli það hafi ekki verið Newraan, Louis, Gottlieb, William Baziotes og Rothko. Þó kunni ég aldrei almennilega við Rothko, hann var alltaf svo merkilegur með sig og frekar þunnur. Ég þekkti einnig skúlptúrist- ann David Smith ansi vel. Mér var falið að sjá um dánarbúið hans þegar hann féll frá árið 1965. Tíu árum seinna ætlaði allt um koll að keyra vegna þess að ég fjarlægði grunnmálninguna af fjórum skúlptúrum eft- ir hann. Þeir litu einfaldlega miklu betur út svona hráir, enda var Smith ekkert búinn að segja til um hvaða litur ætti að vera á þeim. Svipaður skandall átti sér stað þegar ég kláraði nokkrar myndir eftir Louis með leyfi ekkjunnar hans, en hann lést árið 1962. Fólk hefur líka sakað mig um að hafa þegið stórfé frá galleríum gegn því að skrifa lof- samlega um listamennina sem eru á þeirra snærum. Þetta er náttúrulega hrein firra, ekkert nema staðlausar lygar. Þótt ég hafi t.d. átt í ástarsambandi við Helenu Frankent- haler á sjötta áratugnum hef ég aldrei mis- notað aðstöðu mína sem gagnrýnandi til að reka einhvern áróður fyrir hana.“ „En svo ég komi að þessu með stúdíóheim- sóknirnar, þá gengu þær nú ekki út á mikið meira en að segja gott eða ekki svo gott, kannski pínulítið þetta eða hitt. Mjög fá lýsingarorð fyrir utan gott og vont. Þú mátt aldrei segja listamönnum að þér finnist ekk- ert varið í list þeirra eða láta að því liggja að þitt álit sé einhver eridanlegur dómur. Mannveran hefur óendanlega getu til að bæta sig og fólk er stöðugt að koma mér á óvart. Auðvitað má vel vera að ég hafi haft einhver áhrif á hvernig menn máluðu, en það er þá óbeint. Aftur á móti skal ég viður- kenna, að ég hef sagt sumum að hætta að mála abstrakt vegna þess að ég sá að það var þeim greinilega ekki að skapi. Það er mesti misskilningur að ég sé einvörðungu hlynntur abstrakt-list. Það eina sem ég hef áhuga á er góð list og ef satt skal segja er ég persónulega hrifnastur af fígúratívri list. En staðreyndin er einfaldlega sú að það besta í listinni er abstrakt. í öðru sæti koma svo listamenn sem vinna út frá náttúrunni.“ Þú talar um að fólk eigi það til að koma þér á óvart. Hefurðu þá ekki stundum þurft að skipta um skoðun? „Nei, ég hef sjaldan haft rangt fyrir mér. En smekkur manna þróast og það hefur komið fyrir að ég hafi skipt um skoðun. Ég skrifaði t.d. mjög harða gagnrýni um listmál- arann Stamos Theodoros í byijun fimmta áratugarins, kannski óþarflega neikvæða. Metropolitan -safnið hélt yfírlitssýningu á verkum hans fyrir um fimm árum og sann- færðist ég þá um að ég hafði í raun haft rétt fyrir mér. Það voru aðeins örfá góð verk á sýningunni. Já, og reyndar hélt ég að Jasper Johns væri áhugaverður listamað- ur þegar hann komst fyrst fram á sjónarsvið- ið. En ég komst fljótlega að þeirri niður- stöðu að hann væri slappur og leiðinlegur. Að öðru leyti stend ég enn fast á mínurn skoðunum. Still var t.d. bara góður í 3-4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. FEBRÚAR 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.