Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 4
Börn norour- ljósanna inn vestur-íslenski landkönnuður Vilhjálmur Stefánsson ferðaðist mikið meðal frumbyggja nyrstu héraða Kanada, eins og kunnugt er, og ritaði bækur um ferðir sínar. Hann hefur þótt lýsa eskimóum af skarpskyggni. En um Eskimóar höfðu sérstæðar hugmyndir um sinn innri mann. Inúíti hafði að eigin skilningi ekki eina sál eins og kristinn maður, heldur margar. Stóru sálirnar voru þrjár og staðsettar í ákveðnum líkamshlutum; ein í hálsinum og tvær í náranum — hver um sig á stærð við unga snæspörsins. Ennfremur voru minni sálir í öllum liðamótum. Mannsmynd var á hverri. Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON aldir var menning eskimóa í meginatriðum hin sama, allt frá Bermgssundi til austur- strandar Grænlands. í einni bóka sinna bendir landkönnuðurinn á einkenni frum- byggjanna sem hann segir að hinum fyrstu kristnu mönnum meðal þeirra hafi sést yfir og að sú yfirsjón hafi orðið afdrifarík í skiptum eskimóa og hvítra manna. Eskimó- ar álitu kristniboða samsvara töframönnum sínum, ritar Vilhjálmur, og venja þeirra að taka helst mark á þeim töframanni sem þeir höfðu mestan beyg af. Sama gildir um presta, ritar landkönnuðurinn, að þeir trúa þeim verstu best. Vegna þess hvernig háttaði til um lífsskil- yrði eskimóa og sambýlishætti kunnu þeir ekki að hlíta félagslegri forystu þegar þeir komust fyrst í kynni við hvíta menn. Frum- byggjarnir gerðu greinarmun á góðu og illu, ekki síður en fólk flest, en ólíkt því sem gildir um kristna menn trúðu eskimóar ekki staðhæfingum um að menn ástunduðu góðverk. Þeir álitu allt gott í sjálfu sér og því enginn leið að bæta þar nokkru við. Þeir trúðu þó að hægt væri að fremja ill- virki. Hið illa var bundið mannlegum vilja- krafti, að þeirra ætlan, það fyrirfannst ekki með öðrum hætti í náttúrunni. Allt líf endur- fæddist í einhverri my.nd og varð að greiða fyrir þeim framgangi með réttri breytni. Reglurnar voru flóknar og hætt við rugl- ingi ef út af væri vikið. Slík verk voru af hinu illa. Við óblíð náttúruskilyrði höfðu þeir því orsakalögmálið að vissu marki í hendi sér, en hlutu að sitja og standa, klæða sig og fæða samkvæmt siðvenjum sem þjón- uðu þeim tilgangi við viðhald lífi og jafn- vægi. Ef það var ekki gert varð að færa afleiðingarnar til betri vegar. Og kom þá til kasta töframanns. Andinn Síla Var ÆÐSTUR Hugmyndum eskimóa um lífið og tilver- una svipaði til hugmynda hinna hvítu að- komumanna um fleira en aðgreininguna milli góðs og ills. Þeir trúðu því um sér- kenni lofts, láðs og lagar að hvert um sig Lituð tréskurðarmynd af giftri konu (blátt hárband sýnir það). Frá um 1920. ætti sér andlega hliðstæðu sem krefðist sérstakra umgengnishátta. Æðstur í þess- ari andlegu tilvist var andinn Síla. Eskimó- ar - ínúítar á máli sjálfra þeirra - gerðu ennfremur ráð fyrir himnaríki ofan við hið kunnara landslag. Neðan við voru undir- djúp. Sálir framliðinna töldu þeir að færu á báða staðina. En ólíkt því sem gilti um kristna menn vildu eskimóar fara í neðri staðinn fremur en þann efri. Á himnum var kalt og töldu þeir að litlu yrði þar við bor- ið öðru en leika knattleik með rostungshaus við ísilagt vatn. Dugnaðarmenn fóru í undir- djúpin eftir líkamsdauðann. Það var gnægð veiðidýra og því sæluvist fyrir þá sem kunnu að bjarga sér. Þannig var sviðsmynd mannlífins meðal eskimóa um sumt lík kristinna manna en mannlífið var það aftur á móti ekki. Siðvenj- ur lutu að því að halda frið við náttúruöfl- in, en einskorðuðust ekki við sáluhjálp manna eíns og hinna kristnu. Ekkert lög- bundið skipulag í öðrum skilningi ríkti. Höfðingja höfðu þeir engan. Töframaðurinn var sá eini sem gegndi ákveðnu félagslegu hlutverki. Fjölskyldan var eina stofnunin. Ef undan er skilið hlutskipti töframannsins varð ekki annað en aldur og veiðisæld til þess að gera orð eins manns þyngri á metunum en annars. Lífsskilyrði þessa fólks voru svo hörð að hver maður um sig átti líf sitt undir því að hann héldi friðinn við samfélagsmenn sína og erjum milli ein- stakra manna var því mætt af fádæma lítil- læti. Oft var deiluaðilum stillt upp á al- mannafæri og þeir látnir kveða níð hvor um annan. Sá skemmtilegri taldist hafa réttlætið sín megin. Ef andstæðingurinn lét ekki segjast gat hann með því háttalagi fyrirgert lífi sínu. Útlegð jafngilti dauða- dómi. Sérkröfur voru lítils metnar. Ekki þurfti að halda uppi vörnum fyrir eignarrétti því að séreignir voru engar umfram þær sem lutu að nauðþurftum, s.s. bátur, veiðarfæri og nauðsynleg klæði. Oðru sem aflaðist var deilt eftir þörfum. Ef brotið var gegn ein- hverri hinna fjölmörgu samskiptareglna var Maður, kona og barn. Skorið í bein í Kangaamiut um 1940. ímynd karlmennskunnar. Tréskurðar- mynd af austurströndinni, frá um 1931. við búið að leiddi til ófarnaðar. Varð þá að leita til töframannsins. Goðsagnir esk- imóa voru einfaldar og skilmerkilegar og brúaði töframaðurinn bilið milli hversdags- lífsins og hins goðsögulega með ítarlegri hætti en inúítinn var fær um sjálfur. Hinn goðsögulegi heimur var óbreytanlegur og óumdeilanlegur. Og kom því varla til álita að efast um gerðir töframannsins svo lengi sem hann bar sig eins og hlutverki hans hæfði. Þegar eskimóar komust fyrst í kynni við kristinn sið álitu þeir, eins og áður sagði, trúboða og presta töframenn af sama tagi og þeirra eigin. Enda ekki haft spumir af öðru yfirvaldi. Allir eskimóar vissu að töfra- maður var mennskur maður þrátt fyrir fræði sín og hæfileika, og þá ekki síður aðkomumenn en heimamenn. En sá var þó munur á þessum tveimur að trúboðinn hafði allt sitt úr helgri bók. Eskimóar sóttu ekki boðskap sinn til leturs eða bóka, enda þekktu þeir hvorugt, heldur fór töframaður þeirra sjálfur til andaheima í eigin persónu, sál hans á degi sem nóttu eða hann sveif í líkamanum að næturlagi upp um ijáfrið á helgistað þeirra við dynjandi trumbuslátt og að viðstöddu fjölmenni. Fólkið sat umhverfis sönglandi og hélt fyrir aggun, átti líf sitt og vit undir að kíkja ekki. Áður en langt um leið var hann kom- inn aftur, en tíminn í andaheiminum leið með öðrum hætti en með mennskum mönn- um og hann gat því hafa ferðast langan veg og haft frá mörgu að segja. Aðkomu- menn, með bók sína og tilvísanir í aðra, stóðust ekki samanburð við þvílíka heimild. ÁÐ NÁ VALDIÁ ÖNDUNUM Töframenn eskimóa höfðu anda sér til aðstoðar og þurftu að ná sex öndum eða fieirum á sitt band til að verða gildir í starf- inu. Andar voru víða á kreiki og var hægt að stjórna þeim öllum með réttu aðferðum. Andar voru ekki taldir illir í sjálfum sér en gátu orðið það fyrir tilverknað manna. Ungur maður sem stefndi á hlutverkið keypti anda af gömlum töframanni sem vildi fækka við sig, eða tryggði sér með öðrum hætti yfirráð yfir öndum sem til- heyrt höfðu töframanni. Kaupandinn greiddi kannski fyrir með bát fullum af varningi. Eins og við er að búast reyndist andinn ekki alltaf þjónustuhollur eftir vis- takiptin. En við seljandann tjóaði ekki að kvarta. Ef kaupandinn lét það spyijast að andinn vildi ekki hlýða honum missti fólk hans einfaldlega trú á honum sem töfram- anni. Ef að líkum lætur reyndist sá kostur tiltækari að hefja sjónarspil, láta eins og allt væri með felldu. Tækist töframanni t.d. ekki að lækna sjúkling fyrir tilstyrk anda gat hann borið því við að annar andi spillti fyrir eða ekki hefði verið farið í einu og öllu eftir ráðlegg- ingum hans. Ogerlegt var að segja fyrir um burði töframanns af einu atviki þar eð enginn varð fullnuma á einni nóttu, það gat tekið áratug. Þótt honum léki ekki allt í hendi var ekki að vita nema hann kæmi fram hefndum fyrir vantrú og tortryggni. Frammi fyrir áhrifaleysi töfrakústanna 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.