Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 6
Jl ið fyrirferðarminni meðal íslendinga, draugar, álfar, fyrirboðar og örlög, auk heilagrar þrenningar í þúsund ár, en getur ekki talist hafa þjónað öðrum félagslegum tilgangi en bæta mönnum upp það sem á skorti fjölbreytnina í umhverfinu. Hvað sem erfðum líður eru lífskjör okkar íslendinga svipaðri eskimóa en við höfum viljað trúa. Við mætum öllum ókunnugleika að hætti villimannsins. Framandleiki hefur aldrei orðið okkur að öðru en spegli fyrir eigin ásýnd. Víkingslundin íslenska gerir strandhögg til að finna málefni sínu stað. Hinir yfirveguðu ganga í berhögg við það háttalag, jarðræktarmaðurinn við sitt fræðagrúsk, klausturbúinn við söguritun, vanmáttugur samfélagsgagnrýnandinn með athugasemdum sínum. Saman gengur ekki með þessum skapgerðareinke’nnum þjóðinni til velfarnaðar, ekki frekar en með blekkingu og þekkingu eskimóans. Sjálfum þjóðarauðnum er varið til viðhalds hefð- bundnum lifnaðarháttum þótt tilgangur þeirra lifnaðarhátta hafi aldrei verið annar en nytsemin ein, lánsfé og sköttum er var- ið til útgerðar og byggðastefnu hvað sem líður lýðræði og raunhæfari markmiðum. Víkingslundin íslenska viðheldur með þessu og fleiru sjálfri sér sem lifandi minnisvarða um fortíð er hún þvert ofan í allt raunsæi trúir að háfi verið glæsileg. Nýjustu dæmin um baráttuhug sem hvergi kemst í snert- ingu við veruleikann eru vatnsaflsvirkjanir í þágu stríðsgróða án þess að nokkur kann- ist opinberlega við þá merkingu álfram- leiðslu. Og í framhaldi af þeim áætlanir um háspennulínur sem risti ásýnd örævanna eins og stríðsör andlit vígamanns. Skjár tofbýlisins er enn, þrátt fyrir tölvur og tækni, sá skjár sem landinn horfir út um til fjarlægari heima, ekki hinn sem sýnir okkur í önnur lönd. Allt Er Gott í S jálfu Sér Ekkert síður en hjá eskimóum er samfé- lagsbyggingin íslenska ískastali sem kann að bráðna einhvern daginn. En lífsskoðanir okkar íslendinga hafa enst betur en esk- imóa. Ólíkt því sem gilti um þá höfum við um alda skeið þekkt yfirvöld í öllum mynd- um, innlend sem erlend, en jafnan ríkt sú vissa með þjóðinni að væru af hinu illa hvaða nafni sen nefndust. Sú lexía ný- lendubúans að taka undir með yfirvaldi í þeim tilgangi einum að halda sínu óskertu hefur mótað samskiptahætti þjóðarinnar til þessa dags. Það hversu rækilega hún hefur tileinkað sér þessa lexíu á ríkan þátt í hversu fáranlegir lifnaðarhættirnir hafa orðið á sjálfstjórnartíð hennar. Bijóstvitið segir íslendingi nú og áður að tilvistin sé hlutlaus og láti sig engu varða siðferðilegar hugmyndir. Fruntaskapnum, jafnt náttúru sem samfélags, hæfi því að mæta af æðru- leysi, ósvífni og einstaklingshyggju. Af sömu ástæðum eru tiifínningar taldar best geymdar í sálarhylkinu, brothættu og merkilegu eins og fjöreggi. Við horfum í suður og austur til upp- runans. Að okkur standa margir stofnar. Vor daglega hagfræði færir okkur heim sanninn um að við erum af Irum komin, þjóðinni sem lifír svo fjölskrúðugu draum- lífi að hún getur ekki vaknað. Grænlend- ingurinn Leifur heppni var Norðmaður í einhveijum skilningi eins og við hin. Eftir því sem sjá má á skjánum af íslendingslegu fasi fólks í nýfijálsum löndum við Eystra- salt kann Barði Guðmundsson að hafa haft rétt fyrir sér eftir allt saman, af þessum slóðum hafi Herúlar komið til landsins í fyrndinni, eftir að hafa farið hálfhring um meginlandið. Við Islendingar höfum horft í þessar áttir eftir menningarlegum rótum okkar en aðallega niður á það fólk sem fáfróðir meginlandsbúar hafa löngum ruglað okkur saman við. Við íslendingar búum ekki í snjóhúsum og höfum aldrei gert, aldeilis ekki. Við erum hvorki skrælingjar né hráætur. En lexían er þarna, bæði mataræði og ástalíf ínúíta hafa reynst af því tagi sem nú er álitið mönnum helst til farsældar. Ekki þarf að orðlengja um yfirburði vistfræði eskimóa fram yfir þá sem hvítir menn hafa aðhyllst til skamms tíma. Siðfræði þeirra er hárrétt, allt er gott í sjálfu sér. Hið illa er afleiðing þess að menn eiga sér valkosti. Af heilsufarsástæðum er list- feng verkmenning ínúíta verð eftirbreytni fyrir hvern mann nú um stundir eins og alltaf endranær, listfengi í lífsbaráttunni og aukin sjálfstilfinning dregur úr andleg- um hörgulsjúkdómum eins og hjartveilu, krabba, heilablóðfalli, það er sannað mál. Og yfirleitt ætti líf eskimóa í jökuljaðrinum svo árþúsundum skiptir að vera lexía í bjart- sýni, fólki sem komið hefur sér upp svipuð- um lífsskilyrðum viljandi. Höfundur er rithöfundur og býr á ísafirði. A R K I T Fyrir 100 árum var þetta nýjasta nýtt í arkitektúr: Wainwright-byggingin í St. Louis í Bandaríkjunum eftir Sullivan. Hann var stórmerkur brautryðjandi, not- aði skreytingar í hófi, en áherzlan var á hreinleika og rými. Skýjakljúfar hans urðu aldrei sálarlausir kassar eins og þeir sem síðar komu. Frank Lloyd Wright: Winslow-húsið (efri myndin) í River Forest, 1893, talið fyrsta hús þessa frábæra arkitekts. Að neðan: Wright teiknaði Robie House í Oak park árið 1909, tímamótahús, sem sýnir vel þá stefnu sem hann hafði tek- ið. F áein atriði um þróun bysgingarlistar síðustu 100 árin egar litast er um í heiminum fyrir 100 árum, sést að ýmislegt er í deiglunni í byggingarlistinni, sem síðan þróaðist og gekk sér til húðar eins og gengur um list- stefnur. Alveg eins og í myndlistinni hefur öldin verið eitt órofa skeið tilrauna. Á ár- inu 1892 voru þau tímamót í Bandaríkjun- um, að brautryðjandinn Luis Sullivan var þá búinn með ýmsar tímamótabyggingar sínar í Chicago, en annar og ekki minni snillingur, Frank Lloyd Wright, var rétt að byija; ári síðar var lokið við byggingu á einbýlishúsinu Winslow House, sem talið er í bókum að sé fyrsta hús hans. Bæði Sullivan og Wright voru framúr- skarandi, en afar ólíkir; Sullivan fyrst og fremst brautryðjandi í gerð skýjakljúfa vestur í Chicago. Hann teygði sín hús uppí loftið, en Wright teygði sín hús á breidd- ina, en ineð svipmóti, sem er einstætt enn þann dag í dag. í Winslow-húsinu, sem hér er mynd af, er hann ekki byijaður á preríu-stílnum, sem hann nefndi svo og einkenndist af mörgum láréttum Iínum ásamt stærð og fyrirferð, sem ekki þurfti að spá í þá. Einna frægast þeirra er Robie House í Oak Park í Illinois. Þar er hann kominn út í allt aðra sálma en í Winslow- húsinu, sem líka var byggt í Illinois. Eins og myndin ber með sér er húsið að mestu samhverft (symmetrískt), efri hæðin inn- dregin, en þakið látið ná langt út fyrir. Þetta hús hefur yfir sér tímalausa fegurð og þokka, en það hefur ekki verið byltingarkennt á neinn hátt. Á meðan Frank Lloyd Wright var að teikna hús fyrir vestan, sem að mestu leyti byggja á samspili beinna lína og hreinna flata, var allt annað uppi á teningnum í gömlu Evrópu. Þar hafði orðið til nýr stíll um 1890, sem entisttil 1910 og var nefnd- ur Art nouveau, nema í Þýzkalandi, þar sem hann var kallaður Jugendstíll og í Austurríki, þar sem hann hét Sezession- stfll. Þetta er fullkomin andstæða við mód- ernismann og International-stílinn, sem síðar komu til sögu og hafa sett mestan svip á húsagerð aldarinriar. Áherzlan í Ait nouveau var á sveigðar línur og lífræn form, og er talið að þetta eigi uppruna sinn í handíðahreyfingu (Arts and Crafts) sem upp kom í Englandi. Nafnið er hins- vegar dregið af verzlun, sem opnuð var í París 1895. Þetta var mjög rómantísk stefna, sem sóttist eftir beinum áhrifum frá náttúrunni og var á móti symmetríu eða samhverfu; í raun og veru eru þarna sterk áhrif frá rókókóstíl 18. aldar. Undir merki Art nouveau var að sjálfsögðu unn- ið í allskonar skreytilist, bókakápur og plaköt voru oft í þessum stíl; einnig hús- gögn, innréttingar og glervarningur. Dæmið sem hér er birt um Art nouveau (framb: ar núvó) er úr Tassel-húsinu í Brússel í Belgíu - og er einmitt 100 ára núna. Arkitekt var Victor Horta. Hér sjást stíleinkennin mjög vel: Mósaíkskreyting lögð í gólfið úr sveigðum línum og sams- konar náttúrulegar blómasveigjur koma víða fyrir í smíðajárni, sem var ríkulega notað. Til dæmis í handrið, ef ekki beinlín- is í skreytingar sem ekki höfðu neitt prakt- ískt gildi. Hér var það haft í fyrirrúmi, að augað þyrfti að hafa sitt. Þennan stíl bar víða fyrir augu í borgum Evrópu um og uppúr aldamótunum - og sum þessi hús standa sem betur fer enn. Metro í París - neðanjarðarlestirnar - voru í þessum stíl og stórverzlunin Samaritaine stendur enn á hægri bakka Signu, rétt Art í Br

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.