Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Blaðsíða 5
gátu því sýndarmennska og hrellingar reynst töframanninum árangursríkust leið til að styrkja sig í stöðunni og á hinn bóg- inn komast hjá að verða fyrir hvers manns aðkasti. Hefðir höfðu kennt eskimóum að lifa við þennan tvískinnung án þess að hugsa hann til enda. Kristnum lærðist að gæða fyrirmæli sín auknum þunga með sömu aðferð. Það sem á skorti um trúnað reyndist hægast að brúa með hörku. Þeir trúa hinum verstu best, ritaði Vilhjálmur. Hugmyndir eskimóa um sinn innri mann gerðu enn auðveldara að glepja fyrir þeim. Sálfræðin var flókin og næsta sundurlaus. Ínúíti hafði að eigin skilningi ekki eina sál eins og kristinn maður heldur margar. Stóru sálirnar voru þrjár og staðsettar í ákveðnum líkamshlutum, ein í hálsinum, tvær voru í náranum - hver um sig á stærð við unga snæspörsins. Ennfremur voru minni sálir í öllum liða- mótum. Mannsmynd var á hverri. Eskimóar fóru auðveldlega sálförum, að því er þeir töldu, m.a. í draumi, og voru það einkum augun ein sér sem ferðuðust víða. En eins og að framan var sagt áttu allir hlutir sér andlega eftirmynd og þá einnig augun. Hinir óefnislegri hlutar eskimóans gátu jafnt í vöku sem svefni lent á villuráfi, jafn- vel svo að festust í annars manns líkama. Sjúkdómar voru sálnaflakk. Hlaut töfra- maðurinn að ráða bót á hverskonar sálar- kreppum ef hann átti þess nokkurn kost. Og voru töfrar helsta meðalið. Líf eskimóa var reyrt í viðjar siðvenja sem tóku til flests sem eina manneskju gat áhrært. Enda var lífsbarátta þeirra svo hörð að allir hlutu að leggjast á eitt og stilla saman krafta sína með einu móti eða öðru. Fijálsræði í samskiptum kynjanna gerði þessa reglufestu þolanlegri. Ef gestir voru um nætursakir í hýbýlum ínúíta svaf fólk saman án tillits til frekari kynna. Oft að undangengnum ærslaleikjum í myrkvuð- um húsakynnum heimamanna. Tvíkvæni var algengt meðal þeirra og þá helst að hinir betri veiðimenn tækju sér aðra konu til að létta vinnu af hinni sem fyrir var. Sjálfsagt þótti að leggja veiðimanni til aðra konu í langferð ef eiginkonan átti ekki heimangengt. Stofnað var til hjúskapar án nokkurs umstangs eða eftirgangsmuna við aðra en væntanlega brúði sjálfa og upp úr slitnaði jafn einfaldlega ef til þess kom á annað borð. En það var sjaldgæft af öðru tilefni en barnleysi. Við því var varnagli. Ef svo stóð á að hjúskapur leiddi ekki til getnaðar áttu hjónin þess kost að leita til töfra- manns. Ef hann vildi aðstoða þau var ráðið að fara til tunglsins. Þar bjó karl einn með kerlu sinni og höfðu á framfæri sínu krakk- askara. Fyrir tilmæli töframannsins lagði tunglkarlinn hjónunum barnlausu til krakka úr hópnum. Töframaðurinn kom þó einn til baka úr ferðinni. Við heimkomuna öðlaðist hann rétt til að hvíla hjá hinni bamlausu konu. Og verður að teljast hagsýni eins og á stóð. Beint liggur við að ætla að fijálsræð- ið í kynferðismálum hafi verið til komið vegna þarfarinnar að koma í veg fyrir úr- ættingu vegna skyldmennablöndunar svo einangruðu lífí sem þessir frumbyggjar lifðu og svo háðir sem þeir voru eigin fjölskyldu frá vöggu til grafar. DýrinJafnGöfug Mönnunum Því er líkast sem syndafallið hafí ekki náð til eskimóa fyrr en með kristninni. Sköpunarsaga þeirra gefur varla tilefni til sektarvitundar sem Evudætrum hefur aftur á móti verið innrætt frá alda öðli með sög- unni um syndafallið. Hinn fyrsti ínúíti - orðið merkir einfaldlega maður - var get- inn við samfarir hunds og konu, sumir sögðu bjarndýrs og konu og hljómar víst illa í eyrum tráboða. En eskimóum voru dýrin jafngöfug þeim sjálfum. Endurnýjun veiðistofnsins var al- gerlega háð konu einni, búsettri á hafs- botni, og kemur líka fram í þeirri sögusögn náinn skyldleiki dýrs og manns, sem og konu og fijósemisafla yfirleitt. Siðferðis- brestir eskimóa urðu að óhreinindum í hári hinnar voldugu sækonu. Við svo búið varð hún kerlingarleg í útliti. Töframaðurinn leitaði í undirdjúpin á fund hennar til að friðmælast við hana, ella var hætt við að hún hrekti allt sjávarfang burt af veiðistöðv- um hins brotlega fólks í reiði sinni. Þegar sátt var komin á kembdi töframaðurinn óhreinindin úr hári kerlingar sem við það endurheimti fríðleika sinn. Ohreinindin urðu að veiðidýrum sem syntu um allan sjó. Undirdjúpin voru hlé milli stríða, - lífs- skeiða. En með nýjum sið urðu þau vítis- kynja. Sálirnar týndust hver af annarri. Þær í náranum með hinu fijálslega ástalífí sem glataði mótvægi sínu og réttlætingu með goðsögnum eskimóanna. Sálin í hálsinum hvarf ásamt þeirri sérstöðu sem tungumál- ið hafði í að halda við samlyndi eskimóa og raunsæí. Því fylgja litlir möguleikar á einstaklingstilþrifum en hentar vel til að tjá viðtekin sannindi. Algengast er í mæltu máli að setningarígildi er myndað með því að hengja á nafnorð hala af viðskeytum og verður merkingin óljósari eftir því sem viðskeytin eiu fleiri. Sá sem til er talað getur sér til um samhengið. Það er því helst að það báðir þekkja jafn vel berist í milli óbrenglað. Vitundarlíf fólksins var háð þessum takmörkunum. Þjóðtungur að- komumanna opnuðu því ný svið á ein- staklingsvísu sem voru í litlum tengslum við menningararfleifð þeirra og tungu. Sálin varð ein, kristileg og líklega lítt skiljanleg, þjónaði engum tilgangi fyrir mann sem trúði um hvað eina að það væri gott í sjálfu sér. Ínúíta einkenndi mikill hagleikur og skýrist þá kannski furðuleg trá þeirra á sérstaka sál fyrir hver liða- mót. Þeir tráðu því að öll náttúran brygðist jákvætt við listfengi á ásýnd og vinnubrögð- um. Og ekki síst veiðidýrin sem legðust þeim helst til sem fullkomnað hefði búnað sinn og klæði. Nútíma-eskimóum hefur skilist að sálirn- ar allar, og að auki barnakalinn í tunglinu, hafmærin, Síla og fijálslegt ástalíf undir íshvelfingum, séu villimennska og hindur- vitni. Smásálir liðamótanna eru horfnar, sjálfsvitund hins listhaga veiðimanns. Eins og við trúa eskimóar nútímans að góðleiki sé torsótt markmið sem helst hæfi að launa með kristilegum ódauðleik. Slík kenning var áreiðanlega holl íslendingum á þjóð- veldisöld, þjökuðum af fábreytileika hefnd- arskyldunnar, og fyrr og síðar jafn holl öðru stærilátu fólki. En að skilningi esk- imóa voru vilji og einstaklingshyggja ófrá- greinanlega - þótt ekki væri óhjákvæmi- lega - samofin siðferðisbrestum og illsku. Og stærilæti þeirra, hafi það eitthvert ver- ið, var ekkert í líkingu við norrænna manna. Þeir kölluðu sig menn og þurftu ekki að fjölyrða frekar um merkinguna. Við óblíð lífsskilyrði þeirra og vistfræðilega samstill- ingu skipti þá litlu máli þótt helstu embætt- isverk samfélagsins væru leikhús og hindur- vitni, þau gegndu sínu hlutverki þrátt fyrir það. En þegar hið sjálfsagða í mannlífi þeirra, samlyndið og kærleikurinn, hafði verið gert að ásetningsverki og dýrkeyptu markmiði var samfélagsgrundvöllurinn rofinn og þar með taumhaldið sem náttúran hafði á þeim. Síðan hafa hinir glannalegri töframenn leitt þá, hverrar þjóðar sem þeir töframenn Andlitsgríma með tvö nef. Búin til í Ammasalik 1934. eru og hvaðan úr stétt sem þeir eru komn- ir. Kæjak, skutull og skinnbrók eru varð- veitt á söfnum en búnaður nútíma-eskimóa er Iívæsbrók, hraðbátur og riffill. Skrælingj- anna sem íslendingar nefndu svo fyrr á tímum. Hráætanna - merking orðsins esk- imói - sem allir vestrænir menn hafa kall- að þá til þessa. Misstu þeir ekki einhvers við skiptin? SÖGUR ÁTTU AÐ SVÆFA ÁHEYRENDUR Ekkert andlegt yfirvald hefur til lengdar getað eignað sér sálarhrellingar Íslendinga. Þjóðin vísar þeim jafnharðan inn í heim skáldskapar sem hefðir kenna að beri að halda í skeljum. Afleiðingin er æsileg rit eins og þjóðsögurnar bera með sér. Um þjóðsögur eskimóa er öðru máli að gegna, samkvæmt íslenskri heimild. Um þær er mælt að ekki hafi þeim verið ætlað til að æsa upp hugi þeirra sem á hlýddu eins og íslenskum þjóðsögum heldur þvert á móti róa áheyrendur. Sá sögumaður hafi verið talinn bestur í þeim hópi sem fljótastur var að svæfa áheyrendur. Af þessum sökum, segir í heimildinni, eru þjóðsögur eskimóa langlokur hinar mestu og að sama skapi leiðinlegar. Hvað sem sannleiksgildi tilgreindra um- mæla líður gildir ekki um allan skáldskap eskimóa að hann hafi veið þeim svefnlyf, þótt ekki fari sögum af því að skáldskapur þeirra hafi átt að æsa menn, til þess var notuð trumba eins og síðar í poppi. Eskimó- ar ortu löng kvæði og stóð þeim öllum jafnt til boða að yrkja eins og lengst af hefur verið talið við hæfi hérlendis um landsmenn okkar. Ólæsi gerði að skáldið varð að læra kvæði sín utan að jafnóðum og það orti og það fór því einförum á meðan það var að því, ef hægt var að koma því við. Við flutn- inginn hlaut skáldið svo að syngja kvæði sín við undirleik trumbunnar. Þannig var skáldskapur til fyrir hópinn en ekki heimur í sjálfum sér, ekki afmark- andi og skýrgreinandi nema kannski fyrir skáldið sjálft, heldur einkum skemmtiefni og tilfinningamál. Og ekki var honum ætlað að breyta lifnaðarháttum manna almennt. I hinum óumdeilanlega heimi goðsagnanna var hvergi smugu fyrir efa, móður allra breytinga, og skáldskapur gat því ekki umbreytt heimi eskimóa í sinn eigin eins og hann hefur gert með ýmsum öðrum menningarþjóðum, svo sem Grikkjum og Maður með byrði. Skorið í tálgustein í Julianehaab 1969. íslendingum. En goðsögur þessara þjóða og margra annarra hafa orðið að goðsagna- kenndum skáldskap og af honum sprottið annar veraldlegri, þá heimspeki, bókmennt- afræði, menningarsaga. Það kann að þykja líkast því að stijúka ketti aftur á bak að líkja íslendingum við Grænlendinga. En alvitlaust er þó ekki að spyrja um skyldleika þótt ólíku væri saman jafnað um litaraft og hárvöxt, uppruna og málfar. Báðar þjóðirnar hafa orðið fyrir miklum menningaráhrifum án þess að gengið hafi saman með þeim áhrífum og menningunni sem fyrr var. Islendingar hafa um skeið staðið frammi fyrir fjölþjóðlegrj tæknimenningu með svipuðu hugarfari og var eskimóa fyrr á tíð þegar evrópskir lifn- aðarhættir voru sem óðast að bijóta undir sig lifnaðarhætti þeirra. Barnsleg vanviska einangrunarinnar, sem gert hefur eskimóa að hrakningsmönnum í menningarlegu til- liti, hefur einnig komið illa niður á Islend- ingum í sambýli þjóðanna. Þrátt fyrir frum- stæðið er óumdeilanlegt að lengst af kunnu eskimóar betur á náttúrlegar aðstæður sín- ar en íslendingar á sínar og eru hinar ís- lensku þó um flest mildari. Enn þann dag í dag eru öryggismál íslensku þjóðarinnar látin mæta afgangi þótt alþjóð viti af mönn- um hverfa í hafið af skorti á öryggisbún- aði, eða týnast í skriðuföllum á fjölförnustu ökuleiðum landsins. Eskimóar gerðu sér að list það sem þjóð okkar hefur aldrei lært, að lifa í harðbýlu landi. Andatrú þeirra þjón- aði þeim tilgangi. Andatrú hefur varla ver- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. FEBRÚAR 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.