Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Page 7
 „ iM > t__ nouveaii-stíllinn á fullu: Innnn úr Tassel-húsinu 'iissel, sem Horta teiknaði 1892. hjá Louvre-safninu, og er eitt glæsilegasta dæmið sem fundið verður um byggingu í Art nouveau-stíl. Sú fræga verzlun, Harrods í London, var einnig teiknuð og byggð í þessum stíl. Af einhverjum ástæðum átti þessi róm- antík ekki uppá pallborðið hjá Englending- um, en í Skotlandi stóð arkitektinn Char- les Rennie Mackintosh að minna róman- tísku afbrigði af þessum stíl - og þann þráð tóku Austurríkismenn upp. Merkasta dæmið um austurrískt Art nouveau í byggingarlist er líklega sýningarskálinn, Sezessionhalle, eftir Joseph Olbricht og járnbrautarstöðvar Ottos Wagners, sem byggðar voru frá 1894 - 1901. Málverk Gustavs Klimts eru líka dæmi um það, þegar einhver stefna orkar svo sterkt á menn „yfir línuna“, að myndlistin og ark- tektúrinn verða samferða: Á Olympíuleikunum í sumar munu margir reka upp stór augu þegar þeir líta í fysta sinni kirkjuna Sagrada Familia í Barcelona. Höfundurinn, Antoni Gaudi, f. 1852, d. 1926, skóp að vísu sinn eigin stíl uppúr gotneskum og márískum áhrif- um, en sumt í byggingum hans á ættir að rekja til Art nouveau. Frávik Gaudis felst ekki sízt í því, að sumar byggingar hans bera keim af skúlptúr og eru að lík- indum meira sér á parti en nokkur byggingarverk þessa tímaskeiðs. Fyrir utan kirkjuna, sem alltaf er ófullgerð, ber hæst íbúðarblokkina Casa Milá, í Barcel- ona og byggingar í Gúel-lystigarðinum í sömu borg. í Art nouveau eða Jungendstil er yfir- borðið, skreytingin í fyrirrúmi og margt er þar lystilega gert þegar bezt lætur. En það fór svo sem við mátti búast, að upp kæmi andstæð hreyfing. Hún byrjar að segja má með frægri ritgerð austurríska arkitektsins Adolfs Loos, sem birtist undir yfirskriftinni Ornament und Verbrechen (Skreyting og glæpur). Niðurstaða Loos er að fegurð arkitektúrs eigi að vera reist á hlutföllum bygginganna og notagildi. Þetta hafði reyndar Sullivan sagt áður og Loos hafði farið til Chicago og orðið fyrir áhrifum. Þessir og fleiri arkitektar lögðu áherzlu á, að kjarninn í arkitektúr væri myndun rýmis, en ekki skreyting flata. Veggfletir áttu að tala sínu máli um rými og hlutföll og skreytingar yrðu aðeins til þess að gera það tungumál ógreinilegt. Þessi kenning hefur orðið mjög lífseig á 20. öldinni og á ennþá sinn þátt í því að arkitektar gera sjaldnast ráð fyrir mynd- list í opinberum byggingum, og ef það er á annað borð gert, þá er það oftast eitt- hvað litilvægt, samanber nýafstaðna sam- keppni um myndverk í ráðhús Reykjavíkur. Gísli Sigurðsson tók saman. Framhald í næstu Lesbókum. Peter Behrens: Eigið íbúðarhús í Darmstadt, 1901. Jugendstíll aldamótanna birt- ist hér, en síðar sneri Behrens sér að öðru svipmóti. Secession-sýningarskálinn eftir Austur- ríkismanninn Olbricht, byggður í Vín- arborg 1896. Hér var sýnd margskonar framúrstefnulist og sjálfur sýningar- skálinn var og er enn afar sérstætt hús, sambland af klassík og alvcg nýju svipmóti, sem sést m.a. af hvolfþakinu. Antoni Gaudi: Casa Milá, Barcelona, 1905-07. Art Nouveau-stíll í bland við márísk áhrif. Enginn arkitekt aldarinn- ar er eins sér á parti og Gaudi. Stoclet-höII í Belgíu. Arkitekt-.Hoffmann, 1905-11. Hér hefur myndmál Art Nouv- eau-stefnunnar verið kvatt og við kveður nýr tónn sem um leið vísa til framtíðar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. FEBRÚAR 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.