Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Síða 8
í fílabeinsturni Clements Greenbergs Ilok síðari heimsstyrjaldarinnar stigu Bandaríkin fram í sviðsljósið sem leiðandi afl í heimspólitíkinni og — næstum grunsamlega fljótt á eftir — listum líka. Hollywood blómstraði, nælonsokkabuxur, skvísu- plaköt (,,pinups“) og tyggigúmmí nutu gríðarlegra Okkar maður í New York heimsækir áhrifamesta listgagnrýnanda 20. aldarinnar. Eftir HANNES SIGURÐSSON vinsælda á sama tíma og hinn svokailaði ameríski lífsstíll fór að gera vart við sig í ólíklegustu heimshlutum. Amerísk yfirvöld áttu samt við einn dúndrandi höfuðverk að etja, en hann var sá að þrátt fyrir það að Bandaríkin hefðu stigið út úr rústum síðari heimsstyrjaldarinnar sem öflugasta ríki í heimi voru þau næstum því ósýnileg á hinu menningarlega landakorti. Ekki skorti að bandarískar skrípómyndir, hasarblöð og kvikmyndir gerðu það gott um víða veröld. í augum menningarfrömuðanna var þetta hins vegar ekkert nema ómerkilegt listlíki, gjörsneytt öllum fagurfræðilegum verðmæt- um og sérhannað til að hafa ofan af alþýð- unni, og því komu þeir pólitíkusunum í skiln- ing um mikilvægi þess að gera skurk í mál- um. En Bandaríkin ætluðu að skipa sér önd- vegis sess meðal þjóðanna þýddi ekki ein- vörðungu að bjóða upp á hamborgara og kók. Þessu yrði að kyngja niður með alvöru list sem höfða myndi til þeirra er höfðu tögl og hagldir annars staðar í heiminum. Með öðrum orðum, til að Bandaríkin gætu nú haldið með reisn og virðingu á hinum nýja veldissprota urðu þau að verða sér úti um ameríska Picassóa í einum grænum. List- fræðingarnir létu hendur standa fram úr ermum við að útbúa kenningar og réttlæta bandaríska myndlist, sem laumað var í grautinn hjá evrópskum leiðtogum með Marshall-aðstoðinni, er komst í gagnið 1948. Árangurinn lét ekki á sér standa og eftir því sem menn tóku að slefa minna fyrir evrópskri menningu beindist athyglin í aukn- um mæli vestur um haf. Evrópa var útmáluð sem andlega úrkynjuð og þess vegna ófær um að sinna þessu leið- togahlutverki lengur. Bandaríkjamenn, ung- ir, heiibrigðir og tjóðir í kinnum, voru hin nýja guðs útvalda þjóð og, að þeirra eigin áliti, sjálfskipaðir erfingjar hinnar gömlu hefðar. Þetta nýja framlag Bandaríkjamanna til myndlistarinnar var oft kallað „Action Painting" í kalda stríðinu til að minna á þar væru menn ftjálsir ferða sinna á meðan í Sovétríkjunum væri allt njörvað niður og hlekkjað. Annað og betur þekkt heiti yfir þessa myndlistarstefnu er abstrakt expressj- ónismi, sem hefur svipaðar pólitískar auka- merkingar og „Action Painting“, og vísar til ftjálsrar tjáningar. „Expression", sbr. „express oneself", þýðir að láta hugsanir sínar eða tilfinningar í ljós og það máttu þeir í Rússlandi víst ekki gera. Það var einnig á þessum tíma sem Bandaríkjamenn reyndu að verða sér úti um „einkaleyfi" á hugmynd- inni um lýðræði, frið og ftjálsa hugsun, og fóru að telja öðrum trú um að það haft ver- ið þeir sem fundu þetta upp. En Bandaríkjamenn áttu því miður ekkert Louvre (Metropolitan-safnið var troðfullt af evrópskri myndlist) og var þá gripið til þess ráðs að koma á fót Nútímalistasafninu í New York (MoMa), sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Frá og með 1939 lék safnið lykilhlutverk í hinu nýja trúboðs- starfi, sem fólst einkum í því að úthýsa þeim er ekki fóru eftir settum reglum. Þá var allur sá herskari listamanna og annarra hugsuða er flúði til Ameríku í skugga nasis- mans Bandarískri myndlist ómetanleg iyfti- stöng. Bandarísk list naut nærveru manna eins og Georgs Groszs, Piets Mondrians, Jacqúes Lipchitz, ljóðskáldsins Ezra Pounds og tónskáldsins Bela Bartóks, mexíkósku vegglistmálaranna Orozcos, Siquéiros og Diego Riveras, og Bauhaus-arkitektanna Mies van der Rohé, Walters Gropius og Marcels Breuers svo einhverjir séu nefndir. Það var að miklu leyti fyrir tilstuðlan þess- ara erlendu brautryðjenda að bandarískri myndlist tókst að koma sér úr sveitagallan- um og í kjól og hvítt. Abstrakt expressjón- isminn var því ekki nema að hluta til „made in USA“, þar sem margir af þekktustu lista- mönnum þessarar stefnu voru af útlendu bergi brotnir; Willem de Kooning er hollensk- ur, Arshile Gorky var tyrkneskur, Robert Motherwell er ættaður frá Rússlandi og Hans Hofmann, sem Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir námu hjá um tíma, var frá Bæjaralandi. Þrátt fyrir að bandarísk myndlistarhefð væri bæði stutt og brotakennd áttu þeir engu að síður marga ágæta listamenn. Hins vegar þótti mörgum að þetta væri lítið ann- að en sveitaleg eftiröpun á evrópskri mynd- list og því voru menningaryftrvöldin lítt fyr- ir að flagga þessari arfleifð. Það sem Banda- ríkin vantaði var myndlist sem gat sýnt umheiminum fram á andlegt sjálfstæði þjóð- arinnar og um leið læknað hana af þeirri minni máttarkennd sem hún var haidin gagn- vart evrópskri menningu. Skömmu eftir að kreppan mikla fór að gera vart við sig kom ríkisstjórnin á fót áætiun, sem fékk á sig viðumefnið „Work Progress Administration" (WPA), til að styðja við bakið á listamönnum með því að fela þeim að myndskreyta opin- berar byggingar. Þetta urðu þjálfunarbúðir fyrir margar af stærstu stjörnum abstrakt expressjónismans (Ad Reinhardt, Franz Klein, Clyfford Still, Barnett Newman, Mark Rothko, Jackson Pollock, Gorky, Motherwell og de Kooning), og í lok fimmta áratugarins voru þær teknar að skína svo skært að skugga sýndist bregða á fiest það sem þá var að gerast í Evrópu. París sem verið hafði nafli listaheimsins um langt skeið, átti afar erfitt með að sætta sig við þessar svipt- ingar í hinu listræna valdatafli og þreifaði fyrir sér með ýmsa mótleiki, eins og t.d. „tachisma" og „l’art informel", er samsvarar nokkurn veginn „Action Painting" Banda- ríkjamanna. Heimslistin hafði samt greini- lega skipt um aðsetur (a.m.k. um stundar- sakir), þótt málarar heima á klakanum kalda virtust upp til hópa ekki almennilega hafa áttað sig á því fyrr en um áratug síðar (þeir flykktust til Frakklands og þömbuðu kaffi á Select bar, Rotonde og Domé á Montparn- asse í þeirri trú að þar væri mesta getjun- in). Hér eftirleiðis þurftu menn að hafa hlið- sjón af New York ef þeir ætluðu sér á ann- að borð inn í heimslistasöguna. Framlag CLEMENTS „PÁFA“ Sá sem átti öðrum fremur heiðurinn að því að hefja bandaríska myndlist til vegs og virðingar er Clement Greenberg. Óhætt er að staðhæfa að enginn gagnrýnandi hafí haft meiri áhrif á framvindu myndlistarinnar á þessari öld en Greenberg, sem fékk á sig viðurnefnið „páfi“ sökum þess hversu óvæg- inn hann var í gagnrýni sinni. En Greenberg var ekki einvörðungu helsti málsvari ab- strakt expressjónismans og harður dómari. Hann er líka stórmerkilegur kennismiður, verðugur þess að vera lesinn gaumgæfilega og geymdur við hliðina á Charles Baudelaire og Roger Fry í bókahillunni. Margir af þekkt- ustu listamönnum heimsins hafa (því flestir þeirra eru dauðir núna) verið persónulegir vinir hans, og svo samofið er nafn hans við Jackson Pollock, sem hann „uppgötvaði" í bytjun fimmta áratugarins, að þeir eru gjarn- an nefndir í sömu andránni, ekki ósvipað og franski gagnrýnandinn Félix Fénon er oft tengdur við Georges Seurat, eða John Ruskin við J.M.W. Turner. Greenberg hefur skrifað gríðarlegan fjölda greina á ferli sínum (aðallega fyrir tímaritin Partisan Review og Nation og stórblaðið New York Times), en það voru einkum þtjár ritgerðir sem hófu nafn hans á loft: „Framúr- stefna og listlíki“ („Avant-Garde and Kitsch“, 1939), „í átt að nýrri Laocoon" („Towards a Newer Laocoon“, 1940) og „Módemísk málaralist" („Modernist Paint- ing“, 1965). Með „Framúrstefnu og listlíki“ lagði Greenberg grunninn að heimspeki sinni um eðli og þróun myndlistarinnar, þó sögu- skýring hans sé annáluð fyrir einstrengings- hátt og haft í raun tekið sáralitlum breyting- um í gegnum árin. Hugmyndin sem hann setti þar fram er í sem stystu máli sú, að í leit sinni að hinu hreina og algilda haft málaralistin smám saman losað sig við allar ytri skírskotanir og tekið þess í stað að ein- beita sér að sínum eigin áhrifameðölum. Fram að frönsku byltingunni, þegar stuðn- ings aðalsins naut ekki lengur við, voru list- málarar neyddir til að stæla raunveruleikann og beita sjónhverfingabrögðum, sem er í andstöðu við lögmál miðilsins. Til þess að viðhalda sömu gæðum á list sinni og forver- ar þeirra þurftu framúrstefnumenn að betj- ast hetjulegri baráttu gegn yfirgangi listlík- isins, sem er ekki annað en útþynnt (liðin) hálist sem búið er að formelta til að hafa ofan af fyrir sauðsvörtum almúganum. Þessi þróun, sem miðaðist í átt að æ meiri einföld- un og „flatneskju", náði að lokum hámarki með abstrakt-málverkinu, þar sem sjálf tján- ingin skiptir meira máli en það sem verið er að tjá. Þó þetta kunni kannski ekki að hljóma Greenberg fyrir utan vinnustofu Jacksons Pollock í Springs á Long Island árið 1955.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.