Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Síða 2
EINAR JÓNSSON Landavísur frá bann- árunum Hjálmar kendur Hofi frá, hjörva bendir traustur, blessaður rendu blikkið á, Blöndal vendi austur. Margir fá í fjarlægð hrós, er forðast háa boða. Oft jeg þrái upp í Kjós, ölið gráa skoða. í Mosfellssveit í moðbásnum myndaðist heitur landi, hjá danska feita dólginum, úr drullugu geitahlandi. Enn má kvarta, öls er þrot, eg því skarta í bili, líkamsparta legg á flot og lendi á Svartagili. Að Gjáarbakka götu fann, greiddist flakkið viður, langaði smakka landa þann, Ijet í frakkann niður. Kaldadalinn kom jeg á, keifaði smalagötu; inn í falinn urðargjá einni stal úr fötu. Austur í Flóa ættum við, yfir snjóa vöðum, seinlát Góa að semja frið, en sjáum Jóa á Hlöðum. í Hvammi stundar höfðum bið, hýrnaði lundin trega, þaðan skunda þurftum við, en þjörkuðum undarlega. Lögreglan á Loftsstöðum löngum spannar glerin, drjúgt þar rann af dropanum í drykkjumanna kerin. Loftur kunni Hellna- heitt -hjáleigunnar bruggið, upp úr tunnu ali var seytt, utan þunna gruggið. í Saurbæ fjekk jeg brendan bjór, blandan rekk ei svíkur, þrýsti í sekk og þaðan fór, þjófum ekki líkur. Sýður vín á Sólheimum, sindra og hvína tólin, bíður Lína í bakdyrum, betri sýnir kjólinn. Ef þig vantar íslending, utan ganta maður, þá skalt panta Þykkbæing, þar er fanta staður. Eg vil randa alla tíð, ört þó landa súpi, yfir sanda austur í Hlíð, og við standa á Núpi. Ekki baun jeg áfram rýk, er hjer dauna-borið, flatt er hraun um Flekkuvík, fljótt var launað sporið. í Hvassahrauni hafðu bið, jeg held þar launist gerið, blástu í kaun að bragna sið, þá brestur raunaskerið. Hugði’ eg skunda í Hafnirnar á hörðum grundarleiri, gegnsær hundur gein við þar og galdra undur fleiri. Læt jeg falla Ijóðaslátt, löngum hallar degi. Rúmið kallar, reyni eg brátt rekkju lalla vegi. Höfundur (f. 1887) var bílstjóri á Eyrar- bakka. Vísurnar orti hann á bannárunum, þegar Blöndal þefaöi uppi bruggarana. Vísurnar voru gefnar út 1934. Þórður malakoff Enn syngja menn við raust braginn um Þórð malakoff, sem Björn M. Olsen orti fyrir heilli öld. En hver var þessi Þórður? Hann var í stuttu máli einn þekktasti brennivínsberserkur Reykjavíkur á síðari hluta 19. aldar og fræg- Þórður hefur lifað í minni vegna bragsins, sem enn er sunginn um Þórð malakoff. Þessi brennivínsberserkur seldi fyrirfram lík sitt til krufningar og var einn af þeim kynlegu kvistum, sem settu svip á bæinn á síðari hluta 19. aldar. Eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON astur fyrir það að selja fyrirfram lík sitt til krufningar til að eiga fyrir flösku. Mun hann vera eini maðurinn í heimi sem hefur eytt svo vendilega peningum sínum í drykk að hann drakk jafnvel upp andvirði líksins af sér. Þórður var fæddur árið 1844, sonur hjón- anna Árna Þórðarsonar, sem ættaður var úr Mýrdal, og Bjargar Pálsdóttur frá Húsa- vík. Bjuggu foreldrar hans í Grafarkoti við Grafarvog, sem þá var í Mosfellssveit, er Þórður var á unglingsárum. Þórði var svo lýst að hann væri stór mað- ur að vexti og afar þrekinn og breiðleitur. Handleggirnir voru og digrir og hendurnar stórar og maðurinn allur holdgóður og hinn hraustlegasti. Andlitið var fölleitt, slétt og hrukkulítið, en nokkuð þrútið vegna ofnautn- ar áfengis. Hár hans var ljósbrúnt en gráýrt á síðustu hérvistardögum og farið að þynn- ast mjög framan á höfði og upp að hvirfli, en aftur af hnakkanum og með vöngum lufs- uðust illa hirtir og lýjulegir lokkar. Ymsar sögur gengu af afreksverkum Þórð- ar á yngri árum. Til dæmis um hreysti hans og gjörvuleiki var sögð sú saga að hann hefði bjargað lífi manns úr Elliðaánum þar sem Þórður óð yfir um þær með Ijórtán ijórðunga á baki sínu og tók með sér mann í aðra hendina, sem annars hefði drukknað, en með hinni hendinni ruddi hann frá sér jökum sem hrönnuðust niður ána. Þegar Þórður var um þrítugt voru mikil fískleysisár við Faxaflóa. Á þeim árum barst einu sinni mikið af smáufsa á land í Hafnarfirði og þótti það góður fengur í hallærinu. Gerðu Reykvíkingar Þórð malakoff út af örkinni til að fara nokkrar ferðir gangandi suður í fjörð til að sækja ufsa. Þótti það undrum sæta hvað mikið hann bar í bak og fyrir, hálffull- ur að sjálfsögðu, á veginum milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar. Hann var kallaður burð- armaðurinn mikli. Klæðaburður Þórðar var jafnan fábrotinn. Hann var í snjáðum vaðmálsbuxum og jakka sem mátti muna fífil sinnjtegurri, enda ýmis- legt mátt þola. Á höfði bar hann fornlegan og slitinn hattkúf með linum börðum sem voru alltaf niðurbrett og féllu niður fyrir eyrun. Eins og „töffarai’" nútímans var hann gjarnan með flakandi skyrtu svo að sá niður á hvelfda og Ijósrauða bringuna. Ekki stundaði Þórður vinnu nema stöku sinnum og var oftast drukkinn, en þó sjaldn- ast svo að hann væri ekki nokkurn veginn ferðafær. Hann fékk að hírast í ýmsum kot- um í Reykjavík og árið 1870 var hann til dæmis til húsa í Lækjarkoti (Lækjargötu lOa). Þar er hann sagður lifa af landvinnu og vera á flækingi. Raunar var Þórður kallaður alamala fram- an af æviskeiði sínu en ekki malakoff. Guð- brandur Jónsson gefur þessa skýringu á nafn- inu: „Eitt sinn var það sem oftar að frönsk skipshöfn fór til þvotta inn í Grafarvog og bar þar þá að Þórð Árnason og ýmsa aðra og fór hann að reyna að sníkja kaffi af Frökk- unum. Nú var ekki því til að dreifa að Þórð- ur gæti bablað frönsku og var hann því með ýmsu pati að reyna að sýna Frökkum hvað honum væri á hjarta. Lést Þórður meðal annars vera að snúa kaffikvörn, en til þess að létta undir skilningi Frakka á þessu sagði Þórður um leið „a la mala“. Ekki fara neinar sögur af því hvort Frakkar hafi skilið eða Þórður fengið kaffið, en hitt var víst, að viður- nefnið fékk hann og stóð ekki á því hjá félög- um hans. Upp frá þessu var Þórður nú nefnd- ur Þórður „alamala“ eða „malað kaffi“.“ Ekki er alveg ljóst hvernig viðurnefnið alamala breyttist síðan í malakoff en þó eru til ýmsar skýringartilraunir, meðal annars þær að svokallað Malakoff-virki sem mjög var í heimsfréttum, er Þjóðvetjar sátu um París 1871, hafl haft áhrif þar á. Önnur er sú að nafnið hafi breyst eftir að Björn Olsen orti kvæði sitt um kappann en það er með sama lagi og danska skopvísan: „Malabrock er död i krigen". Hafi þá Björn sniðið nafnið eftir textanum í dönsku vísunni að nokkru leyti. Þórður malakoff var tíður gestur í drykkjukrá á horni Aðalstrætis og Austur- strætis sem kölluð var Svínastían og var hluti af Hótel íslandi. Ágúst Jósefsson prentari var vikapiltur á hótelinu og fylgdist vel með Svínastíunni. Hann sagði um Þórð og fram- ferði hans: „Ekki virtist mér annað en að Þórður væri raunverulega meinleysismaður þótt hann væri all svakalegur á að líta og aldrei vissi ég til að hann ætU virkan þátt í rysking- um innan dyra að fyrra bragði að öðru leyti en því að hann greip stundum til uppivöðslu- seggja þegar þeir voru sem æstastir og setti þá niður við hlið sér eins og óþekka krakka og hélt þeini þar uns þeir sefuðust. Og eng- an vissi ég svo djarfan að hann sýndi honum mótþróa. Það var eins og það væri sjálfsagt að hlýða ofurmenninu." Það var drykkjuskaparástríða Þórðar sem leiddi hann út í þau viðskipti sem hann varð frægastur fyrir. Þá var hér starfandi Lækna- skóli í Sjúkrahúsi Reykjavíkur sem var til húsa í Þingholtsstræti 25, húsi sem enn stendur og kallast nú yfirleitt Farsóttarhús- ið. Við læknakennsluna þurfti að útvega lík til krufningar og var það erfiðleikum bundið því að fólk vildi yfirleitt ekki láta kryíja sig eða ættingja sína. Einu sinni var það að Þórð vantaði peninga.fyrir brennivíni og vissi hann þá ekki annað snjallara ráð en að fara upp í Læknaskóla og bjóða þar líkið af sér til sölu að sér dauðum gegn því að sér væri greidd borgunin fyrirfram. Forstöðumenn Læknaskólans gengu að þessu og Þórður fékk peningana sem hann fór með rakleiðis niður á Svínastíu og drakk þá þar upp viðstöð- ulítið. Næstu ár biðu læknanemar og læknar óþreyjufullir eftir því að Þórður drykki sig endanlega í hel og eitt sinn barst sú frétt um allan bæ að hann væri dauður. Kennari við Læknaskólann fór á stúfana niður í eina búðina, þar sem atvinnulausir verkamenn hímdu við drykkju, og ætlaði að fá einhveija þeirra til að flytja Iíkið upp í líkhús. Gekk læknirinn að manni senl lá fram á búðarborð- ið, bankaði í bakið á honum og mæltist til þess að hann gæfi sig að þessu starfi. Maður- inn sneri sér við og það var þá enginn annar en Þórður malakoff bráðlifandi: Þótt deyi aðrir dánumenn, loff malakoff, hann Þórður gamli þraukar enn. Loff malakoff mala lifir enn hann Malakoff: þótt læknar vilji flensa í Malkoff, þá lifir Malkoff. Það var ekki fyrr en mörgum árum eftir þetta eða 10. maí 1897 sem Þórður Árnason hrökk loksins upp af. Hann var þá niðursetn- ingur hjá Oddi slátrara í Hallskoti. Það stóð þar sem síðar varð Gróðrarstöðin við Laufás- veg. í kirkjubók Dómkirkjunnar er Þórður sagður 62 ára, er hann lést en í raun var hann ekki nema 63 ára. Hefur presturinn giskað á aldur hans og talið hann nær tíu árum eídri en hann var. Var sagt að læknar hefðu „hramsað Þórð eins og hrafnar... und- ir eins og öndin var að skreppa úr hans hrausta búk og »handtjeruðu« hann svo eins og bolaskrokk." Er sagt að þeir hefðu gert það svo „sleytilega og frómlega" að þegar karl loksins var jarðaður eftir rúman hálfan mánuð hafi svo sem ekkert verið eftir af honum og að dómkirkjupresturinn hafi flutt einstaklega hjartnæma iíkræðu yfir nánast tómri kistunni. En svo mikið er víst að Reyk- víkingar vissu af jarðarförinni og segir í sam- tímaheimild að þeir hafi allir flaggað í hálfa stöng Þórði til heiðurs. Þá var líka ort eftir- farandi: Á loftinu sólin réð síga og sökk niður í úthafsins geim. Á hauður tók myrkur að hníga qg huldi þar aldraðan beim. í lélegum kofa hann kúrði, því karlinn mjög ölvaður var. I flatsæng í lörfunum lúrði og legg né hönd bærði’ ekki par. Hann hafði um dagana drabbað, svo dæmalaus æfi hans var, og löngum um göturnar labbað hreint lútfullur og við það bar, á knæpum þá körlum sló saman, að kneyfði hann óvandað stoff, og þá hentu gárungar gaman að gamla Malakoff. Þeir segja nú Loff gamla látinn, í Ijóshæðum eflaust hann býr, og dregur þar dijúgum á bátinn sem drykkvinur Bakkusar nýr. Vér óskum að aldrei hann bresti þar áfengt og svalandi vín; Þá ætlum vér yndi hann festi við upphæðakjörin sín. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.