Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Page 5
inn í nokkrar af hinum mörgu kirkjudeild- um sem hér eiga inni og fórum inn í kop- tísku kirkjuna, en þar er gröfin sem talið er að frelsarinn hafi verið lagður í. Þaðan gengum við svo fram hjá Mosku Ómars kalífa og Kirkju Endurlausnarans og sem leið liggur inn í borgarhluta gyð- inga. Leið okkar lá hjá nokkrum synagóg- um, að torginu framan við Grátmúrinn, sem er hluti af vesturmúr hins forna musteris Salómons. Torgið ruddu ísraelsmenn þegar þeir hernámu borgina 1967, og jöfnuðu þá við jörðu norður-afríska hverfið í músl- íma borgarhlutanum, sem er stærstur enda borgin á valdi múslíma um mestan hluta síðustu tvö þúsund ára. Við stöldruðum á torginu nokkra stund, hlóðum lítinn snjó- karl og köstuðum snjóboltum hvert að öðru áður en við héldum áfram göngunni. Nú fórum við gegnum múslíma borgarhlutann, m.a. um hluta leiðarinnar Via Dolorosa, sem Jesús bar krossinn um til Golgata, og út um Damaskus-hliðið. Raddir Liðinna Tíma Kalla í hveiju spori talaði sagan til oklcar, stundum svo sterkum rómi að maður staldraði við og rifjaði upp kristinfræðina og lestrana úr hinni helgu bók. Þannig fór í Kirkju hinnar heilögu grafar, á Via Dolo- rosa, og við tröppurnar upp frá Damaskus- hliðinu, þar sem sést niður á fornt hlið frá tímum Rómvetja. Skammt þaðan voru hin- ar fornu gijótnámur Salómons og síðar hellisgröf Zedekía. Hann var síðasti konungur Júdeu, en hún var sá hluti hin forna Israelsríkis sem lengi hélt veili gegn Assýringum. ísrael eða Samaría (Galílea og Samaría) féll um 720 f. Kr. og íbúar hennar að hluta herleiddir til Babel (Babýl- on) — og hurfu úr veraldarsögunni, en þeir sem eftir urðu blönduðust öðrum þjóð- um í landinu og nefndust Samveijar, dreg- ið af nafni höfuðborgarinnar Samaríu. Um 597 f. Kr. féll Júdea og voru þá allir fjár- sjóðir Jerúsalem fluttir á brott. Zedekía tók svo við konungdómi og gerði um áratug síðar, um 586 f. Kr. uppreisn gegn Nebúkadnesar, en hún var bæld niður af fullkominni hörku, borgin jöfnuð við jörðu og nær allir íbúar Júdeu herleiddir til Ba- býlon. Israel, sem áður hafði klofnað að Salómon fráföilnum, var nú horfið og þjóð- in herleidd og lögð í þrældóm. Vafalaust er það eitt af undrum mannkynssögunnar að mikill hluti hennar komst aftur heim. Það var rétt eins og heima, að fá snjó- bolta í hnakkann frá nokkrum hlæjandi arabískum krökkum, sem nutu snjókom- unnar. Þeim fannst hún stórkostlegt ævin- týri. Þau höfðu plastpoka um fætur, sum líka um hendur. Aðeins sjölin þeirra sýnd- ust koma að fullum notum í þessu veðri. Enn Fennir í Múspells- HEIMI Við komum heim á hótel undir hádegi, snjóug og blaut, og hæstánægð. Þar frétt- um við að miðdegisfundinum hefði' verið aflýst — enginn í Knesset, ísraelska þing- inu. Starfsfólk þess og þingmenn náðu ekki til vinnu fremur en aðrir. Upp úr hádeginu kom líka í ljós, að af síðdegisfund- inum yrði ekki — starfsfólk Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu komst ekki út úr flóttamannabúðunum, bílstjórarnir komust flestir ekki til vinnu svo að bílarnir voru ýmist fastir eða bíl- stjóra vantaði. Fréttir bárust af snjókomu í Tel Aviv niðri við strönd Miðjarðarhafsins — og að það hafi aldrei gerst fyrr. Við ákváðum aðra gönguferð síðari hluta dagsins. Aftur á Vit Hinnar Fornu BORGAR Við þrömmuðum aftur út í snjókomuna. Nú stefnum við að Damaskus-hliðinu og inn að Grátmúrnum, sömu leið og við kom- um þaðan áður. Færðin hafði versnað og slabbið á götum og gangstéttum aukist að mun. Meðan við gengum áleiðis herti ofan- komuna verulega. Við stefndum nú að Mára-hliðinu hátt á Vesturmúrnum (sunn- an við Grátmúrinn, sami vegurinn). Þar liggur leið að íslamska safninu, El-Aqsa moskunni og Hvoifbyggingu Bjargsins, sem einnig er moska. (Þar bjóst Abraham til að fórna syni sínum, þar var fjallið (hæð- in) Móría, þar var hið allra helgasta í musteri gyðinga, þaðan var Múhameð spá- maður hafinn til himna til að meðtaka inn- tak boðunar íslam). En hliðið var læst — lokað í dag vegna fannkomu. Við litum um stund yfir torgið og útsýn- ið til austurs frá borginni. Svo var haldið út um Dung-hliðið, sem snýr að neðri hluta Greinarhöfundur ásamt fjórum þingmönnum frá öðrum Evrópulöndum innan um snævi þakin pálmatré í Jerúsalem. Hér byrjar gatan Via Dolorosa og ligg- ur upp á Golgata. Kidron dalsins og svæðinu þar sem stóð borg Davíðs, sunnar og neðar í hlíðinni. Við gengum Davíðs-borgar-veginn, sem liggur sunnan undir múrnum og ofan við svæði borgar Davíðs, og áfram norður með austurhlið múrsins. Enn Óma Raddir Liðinna tíma Víða mátti sjá ævafornar hleðslur. í huga mér kom frásögnin um endurreisn borgarmúranna fornu, sem Nehemía stóð fyrir, og hefur efalaust verið mikilvæg mjög fyrir endurreisn þjóðarinnar. Kyros Persakonungur sigraði Assýringa um 539 f. Kr. Hann leyfði gyðingum að hefja heim- flutninga. Um öld var liðin er Nehemía bárust fregnir af erfiðleikum landa sinna á heimaslóðum. Hann hafði komist til milla metorða við hirð Persakonungs. Fékk hann leyfi til að fara og kynna sér aðstæður, og hafði landstjóraumboð og heimild til framkvæmda. Musterið hafði verið endur- reist af Zerúbabel, en múrarnir ekki og borgin því varnarlaus gegn árásuin og trú- bræður hans sundraðir, kjarklausir og niðurlægðir. Hann undirbjó og skipulagði endubyggingu múrsins og stjórnaði verkinu röggsamlega og varð því lokið á sjö vikum. Upp úr þessu fór vegur þjóðar hans vax- andi á ný og upp reis það Gyðingaland sem Rómveijar síðar lögðu undir veldi sitt. Gyðingar fyrirlitu Samveija vegna þess að þeir trúðu ekki á Jahve, en forfeður þeirra höfðu lagt trúna af áður en Assýringar eyddu norðurríkinu — raunar skömmu eft- ir að það, sem taldi 10 af 12 ættkvíslum ísraels, braust undan valdi afkomenda Salómons. Ofan vegarins undir austurhlið múrsins er grafreitur múslíma, og neðan hans er Kidron-dalurinn ofanverður og handan hans hlíðar Olívufjallsins þar sem er Olívu- garðurinn Getsemane, þar sem Jesús var tekinn og Pétur mætti samviskuspurning- um sínum. Alls staðar sjást kapellur, kirkj- ur og basilíkur, bænahús og moskur. Við sáum tilsýndar handan dalsins gröf Maríu og stærsta grafreit gyðinga í veröldinni, og við okkur blöstu Getsemane-basilíkan rómversk-kaþóiska og Grísk-rétttrúnaðar- kirkja heilagrar Maríu Magdalenu. Við gengum neðan við og framhjá Gullna hliðinu, en þar er talið hafa verið’ Pálma- hliðið áður. Krossfararnir opnuðu Gullna hliðið með viðhöfn tvisvar á ári, á Pálma- sunnudag og á hátíð fundar Krossins, meðan þeir réðu borginni 1099-1187. Þeir gerðu Hvolfbyggingu Bjargsins að kristnu Musteri Drottins, og önnur tveggja fjöl- mennustu og valdamestu riddarareglanna hafði umsjón með því, nefndi sig Musteris- riddara og byggði Musteriskirkjur í mynd þess í Evrópu. Þegar múslímar aftur náðu Jerúsalem lokuðu þeir Gullna hliðinu þann- ig að það varð síðan aðeins opnað að innan — og aftur glataði Jerúsalem hlutverki höfuðborgar. Frá 72 til 1099 og aftur 1187 til 1967, að ísrael eftir hertökuna lýsti hana innlimaða og að eilífu höfuðborg hins nýja Ísraelsríkis. Og við gengum framhjá hliði heilags Stefáns, eða Ljónahliðinu þar sem Kristur var færður inn í borgina til krossfestingar. Mestur hluti leiðarinnar frá þessu hliði inn í borgina er Via Dolorosa — Þjáningarveg- ur, sem Krossfararnir gáfu það nafn. Hin- utn megin dalsins mátti greina Upp- stigningarkapelluna uppi á sjálfu Olívufjall- inu. Norðar, á næstu hæð rísa nýjar bygg- ingar, háskóli, rannsóknarstofur, aðrar stofnanir og íbúðir herraþjóðar hins nýja ísraels. Við héldum svo áfram norður fyrir gömlu borgina. Norðan, vestan og sunnan hennar er nýja borgin, sem byggst hefur frá 1920, er Bretum var falin umsjá með Palestínu, þegar veldi Ottómanna féll saman. Suður- og norðurhlutarnir eru byggðir múslíma, en gegnt Norðurmúrnum er Rockefeller- safnið. Það var líka lokað vegna veðurs. Við máttum ösla vestur og upp með allri norðurhlið múrsins, fram hjá Damaskus- hliðinu sem við fórum inn um í byijun göngunnar, og heim á hótel. Meðan við gengum meðfram austurhliðinni hafði hætt að fenna í bili, en krapið- og elgurinn á götunum var enn óskaplegur. Við lukum ferðinni með rennandi yfirhafnir og fúna skó. Þeir sem ekki höfðu skó til skiptanna mættu á sokkaleistum til kvöldverðar. Enn var spáð snjókomu að morgni og enn var ófærð um alla borg og þjóðvegi í grennd. Vetur herkonungur ætiaði að dvelja um hríð í borginni eilífu, en íbúarn- ir komum hans lítt vanir. Greinarhöfundur er alþingismaður Sjálfstæðis- fiokksins fyrir Reykjaneskjördæmi og var í ferð evrópskra þingmanna um Jórdaníu, Palestínu og fsrael, h. 21. febrúar - 1. mars sl„ á vegum Þingmannasamtaka um samstarf Evrópu- og arabaþjóða, til að kynnast starfi Flóttamanna- hjálpar SÞ í Palestínu og ástandi á herteknu svæðunum. HEIMIR STEINSSON Örlagastund Sturla Sighvatsson við Álftavatn 1238 Meirí hlut en mönnúm öðrum mun á landi hév sagan ætla sér að veita sjálfum mér. Tvísýnt hygg ég tæpir eiðar tryggi sigur minn. Hentast væri að höggva þennan Haukdælinn. Mundangshalli á marga vegu myndum leikur að. Hjúfrar kalt um hélugátt við hjartastað. Innra þreyta ótti og vonir efans myrka tafl: Seint á ég við Sunnlendinga sakar afl. Konungsdraumur kiýndur æðru kiknar vísast senn. Ráðleysið ég reiði í fangi. — „Ríðum enn.“ — Höfundur er útvarpsstjóri. ÓLAFUR HALLDÓRSSON Leit Forn gröf í fjallshlíð við tóft. Vindurinn gnauðar, máninn glottir nótt, nótt. í þjáningu leita ég þekkingar. Sit við móðuna undirhanga daga langa. Hylur mér sýn hálfgagnsæ slæða, sem dansar á mínum eigin varðeld. Heiðríkjan er fyrír handan fjallið hulin, hulin. Til þín sem ég elska Ásýnd þín líður gegnum úlfúðug ský. Við mýkt þína klökknar formið. Ég elska þig. Veiiu. Sál mín sem var meitluð í gijót finnur frelsi og flýgur innum augu þín. Höfundur er sjómaður. - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. APRÍL1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.