Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Síða 7
tsýni norður Árgil. Ljósmyndir: Björn rgir telja þar helgan stað. á grunni gamla íbúðarliússins. erfitt yfirferðar að vetri og jafnvel hættu- legt. Eftir að bifreið hefur fallið niður um ís á Dalsá er fátt til bjargar. Þess má geta að þegar Almannakambur er ófær vegna hálku er þægilegast að fara um Ekjugil. Gönguleiðir Á jafn skemmtilegu útivistarsvæði er erf- itt að benda á eina gönguleið annarri betri. Skaginn, um 800 ferkílómetrar lands, er að heita má eitt samfellt útivistarsvæði með fjölmörgum gönguleiðum. Þeir sem vilja létt- ari göngur halda sig við dali og láglendi en göngugarpar geta sótt á brattann. Nefna má þó sérstaklega hringferð um skagann. Er þá til dæmis haldið frá Greni- Nafnlaus foss í Eilífsá á Látraströnd. Um fossbrúnina Iiggur leiðin til Látrakleifar. Fjárhús Árna á Knarrareyri á Flateyjardal. Hagleikssmíð frá fyrstu árum aldar- innar. vík út Látraströnd, um Uxaskarð í Keflavík- urdal, þaðan um Hnjáfjall og Blæjudal í Þorgeirsfjörð. Þá tekur við Þönglabakkaháls yfir í Hvalvatnsfjörð. Áfram liggur leiðin yfír í Flateyjardal og má þá til dæmis fara um Kaðaldal, yfir Sandskarð í Bjarnarfjalli og niður með Kýrlæk. Þaðan má halda ströndina inn Flateyjardal en síðan er tilval- ið að ganga töluvert suður eftir Flateyjar- dalsheiði. Þá liggur leiðin um Stóruskriðu eða hlíðina þar suður af og yfir Kinnarfjöll til Náttfaravíkna og áfram ströndina undir Bakranga í Köldukinn. Þessa leið má fara á fjórum dögum. Til að kynnast svæðinu vel er þó betra að hafa dagana sex, sjö eða jafn- vel enn fleiri. Aðrar gönguleiðir eru til dæmis um Leir- dalsheiði í Fjörður og um Flateyjardalsheiði til Flateyjardals. Út frá þeim leiðum sem og hringleiðinni liggja síðan ótal skemmtileg- ar gönguleiðir. Hestaleiðir Hestaleiðir eru margar á svæðinu og reglulegar hestaferðir eru í Fjörður frá Grýtubakka í Höfðahverfí yfir sumarmánuð- ina. Svæðið er þokkalega gróið og víðast beit fyrir hesta. í flestum tilvikum er því óþarfi að burðast með fóðrið í hrossin og þennan kost hefur skaginn fram yfir stóran hluta af hálendi Islands. Hringleiðin út Látraströnd, um Uxaskarð í Keflavíkurdal, þaðan í Fjörður og til baka um Leirdalsheiði er farin á hestum ár hvert en er ekki fyrir óvana. Leiðin um Uxaskarð, Blæju og Blæjukamb er ekki á hvers manns færi en þar þarf víða að teyma þarfasta þjóninn um erfið einstigi. Ummerki eftir hesta eru víða á skaganum, ekki síst í Fjörðum en þar eru hestaslóðir glöggar og hætt við að land blási út frá þeim. Hestaumferð hefur verið of mikil og stafar þar frekar hætta af traðki en beit. Á Ferðalagi Ferðafólk á skaganum þarf að öllu leyti að treysta á sjálft sig — og sinn útbúnað. Aðstaða er lítil sem engin. Landið sjálft hefur hins vegar margt að bjóða, til dæmis skemmtilegar gönguleiðir, góð tjaldstæði, úrvals berjaland, marga tæra fjallalæki og svo mætti lengi telja. Sjö misstórir og misgóðir skálar era á svæðinu, enginn upphaflega ætlaður ferða- fólki en það er þó, enn sem komið er, velkom- ið í þá alla. Vegna misjafnrar umgengni hefur þó komið til tals að loka gangnamanna- skálunum fyrir óviðkomandi. Ferðafólk er því hvatt til að ganga vel um og greiða fyr- ir gistinguna þar sem þess er krafist. Á Látrum á Látraströnd er lítið slysa- varnaskýli með sex fletum. Álíka hús er við rústir Keflavíkur í Keflavíkurdal. Þriðja slysavarnaskýlið stendur í túninu á Þöngla- bakka og er öllu stærra en hin fyrrnefndu. Góður gangnamannakofi stendur á móts við Gil, fyrrum efsta býli í Fjörðum. Að Heiðar- húsum á Flateyjardalsheiði er góður gangna- mannaskáli er hýst getur allt að tuttugu manns. Við Urðargil á mótum Flateyjardals og Flateyjardalsheiðar er lítill skáli en vist- legur. Þá er ótalið gamla íbúðarhúsið í Naustavík í Náttfaravíkum en þar er ágætt að gista. Hafa ber í huga að ganga vel um í skálum þessum, en verulegur misbrestur hefur verið á því síðustu ár og áratugi. Skilja skal við húsin í engu verra ástandi en þegar komið var og helst betra. Undanfarin ár hefur oft verið þétt setinn bekkurinn í Heiðarhúsum og Gili helstu ferðamannahelgar sumarsins. Hefur ferðafólk jafnt sem bændur þurft frá að snúa þar sem skálarnir hafa verið yfírfull- ir. Hefur bændum þá gjarnan þótt vanta skilning á hverjir séu eigendur húsanna. Líklegt er að fleiri ferðamenn leggi leið sína á skagann á næstu árum og því ekki á það treystandi að fá inni í skálunum. Tjald ætti því ávallt að vera með í för en afburða tjaldstæði eru víða, sléttar eyrar með fögrum lækjum. Þá er hægt að velja sér náttstað, nær því hvar sem er og vera út af fyrir sig í hreinræktaðri þingeyskri fjallakyrrð. Ferðalangar þurfa ekki að óttast vatns- skort því óvíða er meira af góðu vatni. Hvar- vetna falla lækir með köldu, góðu fjallavatni og á helstu gönguleiðum er örskammt milli þeirra. Hvalvatnsfjarðará og Dalsá eru mestu straumvötn skagans. Purká í Kotadal upp af Náttfaravíkum er einnig nokkuð stór en tvær brýr eru á henni, önnur niðri undir ós og hin ofarlega í dalnum. Brú er einnig á Botnsá í Þorgeirsfírði, niður undir sjó. Þá eru brýr á Gilsá og Austurá við gangna- mannakofann nálægt Gili í Fjörðum. Eru þá ótaldar nokkrar minni brýr svo sem á Flateyjardalsheiði. Brýr þessar eiga það sam- eiginlegt að vera gerðar til að létta bændum fjárrekstra. Ár og lækir geta vaxið hratt í miklum rigningum. Venjulega meinleysisleg vatns- föll geta snögglega orðið að skaðræðis fljót- um. Einkum eru Hvalvatnsfjarðará (Fjarð- ará) og Dalsá (Flateyjardalsá) hættulegar hvað þetta varðar. Utan skálanna, brúnna og vegarslóða, sem áður getur, er ekkert sem hjálpar á ferðalög- um. Treysta verður á bifreið, hross, tvo jafn- fljóta eða annan þann fararskjóta sem notað- ur er til ferðalagsins. Enginn ætti að halda einbíla inn á svæðið, nema sá hinn sami sé þá því betur búinn til að mæta hrakningum og göngu til byggða og bjargar. Þægilegast er að nálgast skagann frá Höfðahverfí, Dalsmynni, Fnjóskadal og Köldukinn. Fagur gróður er þar víða í skriðu- runnum hlíðum, lyngmóar og jafnvel kjarr upp í miðjar hlíðar þegar fjær dregur bæjun- um. Ofan við gróðurþekju hlíðanna taka oft við illkleif hamrabelti, hraunlög frá tertíer. Fótgangandi má komast inn á svæðið nær hvar sem er upp frá þessum sveitum. Rétt er að hafa gott kort við höndina og áttavita til að komast án vandræða til baka. Upp frá þessum sveitum má velja nær óendanlega margar gönguleiðir um svæðið, jafnt stuttar sem langar, erfíðar sem auðveldar, og í flest- um tilvikum er nóg að skoða. í köflunum hér á eftir er landi skagans lýst í stórum dráttum með tilliti til ferða- fólks. I fyrsta hlutanum er lýst leiðinni út Látraströnd, þá er haldið frá Grenivík og alla leið norður að Keflavíkurdal. í öðrum hluta er lýst leiðinni yfír Leirdalsheiði í Hvalvatnsfjörð og þaðan í Þorgeirsfjörð og Keflavíkurdal. í þriðja áfanga er Flateyjar- dalsheiði lýst sem og Ftateyjardal.-Þá er komið að Kinnarfjöllum og loks Náttfaravík- um. Höfundur. er jarðfræðingur og hefur skrifað bækur um hella og hveri á islandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. APRÍL 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.