Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Side 8
Nýja Óperan við Bastillutorg - merkilegt samspil ferhyrninga og hringforms sem mýkir svipmótið, bæði utan dyra og innan. Að neðan: Afslappað og asalaust mannlíf við breiðstrætið Champs Elysése. Vísindasafnið í ViIIette-garðinum í norðausturhluta Parísar er barn nútímans. Þar ríkja harðar línur og hvellir litir. Að neðan: Á stéttinni utan við Café de la Paix við Óperutorgið. Minnispunktar um mannlíf og listir við Signu II Allt við það sama áCafé Avinstri bakka Signu, næstum því gegnt Louvre, er nýjasta stóra safnið í París, Musée cTOrsay, í einhverri sérstæðustu safnbyggingu sem fundin verður. Þarna var stór járnbrautarstöð, sem lokið var við aldamótaárið 1900. í sömu de la Paix Orsay-safnið er sér á parti meðal safna heimsins, því það er til húsa í járnbrautarstöð frá síðustu aldamótum. Þar var nú verið að sýna Munch í fyrsta sinn í þessari miklu listaborg og flest í safninu. Eftir GÍSLA SIGURÐSSON byggingu var Hotel Palais d’Orsay, þar sem ég gisti í fyrstu Parísarferð minni vorið 1958. Þetta var hávaðasamur staður, því lestir voru sífellt að koma og fara. Eftir að járnbrautin var færð á aðrar slóðir, stóð til að rífa húsið, sem var þó sannkölluð 19. aldar perla að ytra útliti. Það varð sem betur fer ofaná að halda þessu útliti, en arkitektinn Gae Aulenti var fenginn til að breyta því í safn fyrir franska 19. aldar myndlist, og þó ekki alveg; Tímamörkin eru frá 1848 - 1914. Á þeim tíma urðu til hinar mjög svo verðmætu og frægu myndir frönsku impressjónistanna, sem áður voru í litlu safni við endann á Tuilleriegörðunum. Framkvæmdin vakti mikla athygli, en ekki einróma lof. Að líta yfir járnbrautarsal- inn fyrrverandi er eftirminnileg, sjónræn upplifun. En það er nokkuð til í því eins og bent hefur verið á, að húsið keppir óneit- anlega við listaverkin um athygli. Ég skal viðurkenna að ég fór þangað meira til að skoða þessa umdeildu framkvæmd en til að sjá listaverkasafnið, sem að stærstum hluta er gamalkunnugt þeim sem einhvern áhuga hafa á efninu. A rúmgóðu gólfi inn eftir miðjunni er komið fyrir höggmyndum, en málverkasafnið og margt annað, húsgögn til dæmis, eru í tveimur hliðarálmum - en þök álmanna nýtast sem svalir og einnig þar eru höggmyndir. Allt sést það vel á mynd sem hér fylgir með. Þetta musteri úr smíðajárni og gleri hefur ýmist verið hafið til skýjanna eða fordæmt. Þegar það var kynnt 1988, var það ýmist kallað „stórathyglisvert“, eða „stórslys“. Það er út af fyrir sig eins og mikilfenglegt landslag. Það er svo annað mál til dæmis, hvort listaverk mundu nokk- uð njóta sín í Almannagjá, ef búið væri að setja glerþak yfir hana. Þarmeð er ekki sagt, að Orsay-safnið sé eins tilkomumikið. Þarna er hneykslið frá 1863: Morgunverð- ur í skógi eftir Manet; tveir kappklæddir, virðulegir herramenn og ein kviknakin kona með þeim. Slíku siðleysi gátu virðulegir borgarar ekki kyngt á öldinni sem leið. Hræsnin birtist í því að naktar konur í bland við alklædda menn var hægt að samþykkja, ef myndefnið var sögulegt og einkum þó goðsögulegt. Risa-skilirí frá 1847 um hnign- un Rómvcrja gat gengið átölulaust - og raunar hangir það þarna einnig - Þetta er samt ósköp náttúrulaus mynd; Rómveijarn- ir eru með hangandi hendi að gamna sér við kviknaktar gellur og allir með áhuga- lausan leiðindasvip í partíinu. Af einhveijum ástæðum hefur höfundinum, Thomas Couto- ure, þótt viðeigandi að hafa flesta karlmenn- ina með einhveijar spjarir utaná sér. IX Það var óvænt ánægja að rekast allt í einu hér á talsvert stóra yfirlitssýningu á Edvard Munch - þá fyrstu, sem haldin er í París. Lengi hafa Fransmenn verið grunað- ir um að kunna alls ekki að meta Munch, en nú er það eitthvað að breytast. 0g það var athyglisvert, að sýningargestir virtu þessi mögnuðu verk fyrir sér með hljóðri aðdáun: Berklaveiku systurina, Ópið, Dauða Marats, tema um afbrýðissemi og myndir frá Parísardvöl Munchs. Hann dvaldi hér um tíma fýrir um það bil 100 árum, þá alls óþekktur málari. Parísardvölin hafði engin áhrif á hann að því er virðist. Hann hefur verið að skoða hvernig franskir kollegar máluðu iðandi birtu og í nokkrum myndum um stóru göturnar, búlivarðana, fer hann svipað að. En þetta hliðarspor setti engin varanleg mörk á myndefni og málunartök Munchs. Það var sláandi munur að sjá þá bullandi og kraumandi náttúru, sálarangist og af- brýði, sem birtist í verkum Munchs, - en líka fegurð og hljóðláta gleði- hjá öllu nátt- úruleysinu í nektarmyndum Orsay-safnsins, hvort sem þær sýna rúnnaðar Renoir-fyrir- sætur, úrkynjaðar Rómveija-gellur, eða smávegis búlivarða-daður á útiveitingahús- um. Allt snýst það um yfirborð hlutanna og þar skilur á milli. I þessum selskap verður Munch eins risi innan um frægðarmenn franska 19. aldar skólans. En áherzlur þeirra eru svo ólíkar, að það er kannski ekki sanngjarnt að bera það saman; Munch með sitt „innsæi" og inntak um manneskj- una, frönsku impessjónistarnir hinsvegar að rannsaka hvernig ljósið skín á yfirborð hlutanna. Stundum voru þeir aðallega að mála myndir af birtu eins og Ásgrímur í Heklumyndum sínum. Nútíminn með nýja expressjónismann, sem enn er að minnsta kosti haldið á loft í Þýzkalandi og víðar, hefur gefið Munch brautargengi, svo jafnvel Fransmenn hafa viðurkennt hann. Það var líka svolítið skond- ið að horfa á allstóran hóp Norðmanna, sem þarna var kominn - líklega í móttöku eða veizlu af þessu tilefni. Þetta fólk var í sínu fínasta pússi; konurnar eins og þær ættu að fara að leika í Dallas, eða nýkomnar frá Dior og að manni læddist sá grunur, að nú ætti að fylgja eftir þessum listræna land- vinningi með því að sýna Fransmönnum, að norskir menningarvitar væru engir út- nesjamenn. X Parísaróperan, sem tekin var í notkun 1880, hefur síðan verið eitt helzta djásn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.