Lesbók Morgunblaðsins - 11.04.1992, Page 11
PÁLMI EYJÓLFSSON
Undir aprílsól
Hjá birkitrjánum er skaflinn að skreppa saman,
það skín á hann aprílsólin, svo björt í dag
og geisiar ieika um glugga hússins að framan,
en gatan þornar og fær á sig nýjan brag.
Og áður en jörðin grænkar folöldin fæðast
svo fljótlega á mjóum fótum er lífsgangan háð,
en kisa, sem inni kúrði er farin að læðast
með klókindi í augum sigtar aftur á bráð. —
En gömul kona fer garðinn sinn enn að pæla
af gullauga hennar er uppskeran jafnan vís.
Hjá trjám og rósum býr sálubót hennar og sæla,
að sýsla við mold er hin jarðneska paradís.
Svo víða má sjá, að vorhugur er til staðar,
og vangarnir roðna, því aprílsólin er hlý.
Er raddir vorsins berast þér bernskuglaðar,
sem barn í hjarta verður þú enn á ný. —
Höfundur býr á Hvolsvelli.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.APRÍL 1992 1 1