Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1992, Side 5
„Hún fór níræð uppúr körinni í morgun klukkan sex, og hefur haldið áfram að kverka í allan guðslángan dag. Hún hefur ekki mælt orð frá vörum í allon dag og hvorki litið til hægri né vinstri... “ Mynd: Kjartan Guðjónsson. Þessi vísa mun heyrast súngin um allan bæinn á hverjum sunnudegi héðanífrá. Eing- inn man leingur eftir því, þegar Kata mín í Vörinni fékk premíu; einginn man svo lángt er hún var í hvalnum, hvað hún þótti lið- tæk, hvað sóst var eftir henni, hvað hún skákaði oft Jónasi spámanni sem var í hvaln- um aðeins þtjá daga og þrjár nætur. Og hún átti fult hús af börnum einsog títt var um fátækar hvalkonur, því þær urðu svo frjósamar í nánd við þessa stóru fiska; en á elliárum hafðist hún nú við hjá einum sona sinna, bláfátækum þurrabúðarmanni í firðinum og konu hans. Arum saman hafði hún þreyð sfldina einsog heilög kona sem bíður eftir sínum lausnara í hans blessaða húse. Og nú er síldin komin. í mörg ár hafði hún horft uppá sonar- börn sín koma í heiminn til þess að lepja sama dauðann úr sömu skelinni. Barnúng- arnir koma í heiminn rétt einsog hvítir ský- hnoðrar sem verða til af sjálfu sér í heiðríkj- unni og enda í rigníngu. Og hún átti eina vinkonu, sem var niðursetníngur uppá Jök- uldal. Þær höfðu vakað saman í hvalnum og drukkið kaffivatn hvor hjá annarri og talað um hvalinn. Síðan fóru þær á vergáng- inn. Og kerlíngin á dalnum sendi henni tog- band á hveiju ári í solitlum posa. Og Kata mín í Vörinni sat í horninu sínu og pijónaði togbandssjóvetlínga sem voru seldir fyrir nokkra aura. Aurarnir runnu í bú sonarins, en ef ferð féll uppyfír kom það einatt fyrir að Kata bæði ferðamenn fyrir kaffilús í rýu handa kerlingunni á dalnum. Síðan dó kerl- íngin á dalnum. Kemurðu uppúr körinni, Kata mín i Vörinni? Enn stendur hún yfír síldarkössum einsog forðum og endurlifir alt sitt lánga líf á ein- um laungum degi. Hún endurlifir alla þessa guðslaungu rigníngu á einum guðslaungum rigníngardegi. Það vissu aungvir framar nema prestarnir, hvar hún var fædd né hvenær, eða hveijir voru foreldrar hennar; viðburðir lífsins höfðu runnið hljólaust gegn- um greipar henni jafnóðum, einsog kverkáð- ar síldir. Hún mundi ekki einusinni æfíntýr- in sín frá því hún var úng stúlka. Hana rámaði bara í að hún hafði búið með karli sínum á hvalstasjón austanlands, í koti við miðjan fjörðinn, og eignast marga baldna krakka. Hún mundi fátt um þessa krakka, nema það að þeir komu< og fóru. Hvaðan, hvert, - hún hafði aldrei spurt að því. Gaman er að kverka. Sú kann nú til verka. Þetta er hið afkáralega viðlag heimsins við alt hið lánga og marklausa æfintýr. í rauninni átti hún eingar glaðar endur- minníngar úr öllu þessu níu tuga lífi, en það var bót í máli að hún hafði heldur aldr- ei gert kröfur til glaðra stunda, allrasíst fyrir sjálfa sig, - yfírleitt aldrei gert ráð fyrir því að glaðar stundir væru til. Henni hafði aldrei dottið í hug að neitt væri til þeirrar tegundar. Hún hafði bara þakkað sínum sæla fyrir hvalinn meðan hvalur var, og síldina meðan sfld var, en svo hætti hval- urinn og þá varð síldin kóróna lífsins, og svo brást síldin og þá hætti hún að þakka sínum sæla. Á góðu árunum hafði stundum verið lagað gott kaffivatn, en sjaldan til nein mjólkin í það, og velgeingnin aldrei meiri en svo að sykrið væri ekki af skornum skamti. Karlarnir höfðu líka keypt sér brennivín á góðu árunum og legið í fylliríi hvenær sem guð og hvalurinn leyfðu, en Kata hafði aldrei getað vanið sig á brenni- vín. Hún hreinsaði bara spýuna. Það var ekki þarmeð sagt að þær fáu endurminníngar sem hún átti um alla sína laungu og regngráu ævi, væru sárar eða þúngar. Fjarri fór því að hún hefði nokkurn- tíma ratað í það sem skáldin nefnir sorgir. Hún hafði yfirleitt aldrei orðið fyrri neinu þeirrar tegundar. Hún hafði bara orðið fyr- ir miklu þrefí. Líf hennar alt var eitt óslitið þref, tilgángslaust og óskiljanlegt. Það var þrefíð í karlmönnunum og þrefið í kvenfólk- inu, þrefíð í karlinum og krökkunum, þrefíð í síldarmatsmönnunum og verkstjórunum og seinast en ekki síst, helvítis ekkisins þrefið í kaupmanninum og prestinum og oddvitanum. Nú gat hún þakkað sínum sæla fyrir það eitt að vera orðin heyrn- arsljó, svo að hún heyrði ekki leingur í þeim þrefíð. Lífið var ekki annað en tómt þref. Strákarnir hennar höfðu farið sumir í sjó- inn, sumir hinsegin, sumir voru einhvers- staðar. Sama máli gegndi um stelpurnar. Karlinn hennar hafði hrokkið uþpaf fyrir- varalaust og eftirvaralaust fyrir fimtíu árum og farið lagalega ofaní jörðina, og prestur- inn hafði feingið sitt einsog lög stóðu til, ekki síður en kaupmaðurinn. Hún vissi ekki betur en hún hefði borgað hveijum sitt. Og hún vissi ekki betur en hún hefði skriðið úr bosinu skuldlaus í morgun til að vinna fyrir mat sínum alveg einsog annað fólk, úrþví síldin var komin. 4. Það bregður birtu og ljósin eru kveikt á bryggjunni. Kveniðan yfír glitrandi síldar- kössunum heldur enn áfram að leika í öllum regnbogans litum, og síldin glitrar í geislum rafmagnsins, fögur einsog gullið í Klondike - og regnið drýpur yfír litskrúðið. Seinustu bátarnir eru komnir inn, það verður ekki farið út aftur fyren birtir. En- konurnar keppast við að hafa undan næstu törn, og það er nóg starf fyrir höndum í alla nótt. Skeggjaður fjarðarbúi, sem komið hefur úr einu nótabrúkinu, geingur niðreftir bryggjunni, staðnæmist fyrir aftan gömlu konuna úr Vörinni, bítur í skroið og kallar: Mamma, farðu að koma heim. En gamla konan heyrir ekki og hefur enn sálgað nokkrum síldum áðuren hann ávarp- ar hana aftur: Mamma, farðu að koma heim, ræfíllinn þinn, - það er komið undir lágnætti. Þú drepur þig á þessu. Og það er til einskis hvorteðer. En gamla konan er uppúr því vaxin að ansa framar nokkru þrefí og heldur áfram að kverka. Skyldi kerlíngin ekki ætla að gegna, seg- ir maðurinn við sjálfan sig og grenjar síðan: Hættu þessu bölvuðu ónytjubaksi og dragnastu heim áðuren þú drepur þig alveg. En þegar hann sér að hún virðir að vett- ugi bænir hans og skipanir, leiðist honum þófið, og hann grípur um slubbuga handa- veslíngana á móður sinni og tekur af henni hnífínn. Þá loks snýr gamla konan sér að honum, þótt með erfíðismunum sé, og horf- ir á hann tinandi, grallaralaus yfír þessari óþekt í stráknum. Loks hreytir hún úr sér: Fáðu mér kutann minn, Siggi. Hvaða andskotans írafár er komið í þig, mamma, segir sonurinn, geingur nú snar- lega að henni og dregur hana útúr þvög- unni. Gamla konan streitist á móti og reyn- ir að halda sér i tunnubarm, en alt kemur fyrir ekki, sonurinn er svo miklu sterkari, og tunnan veltur. Reyndu að smánast héðan burt og kom- ast í bælið áðuren þú drepur þig, níræður aumínginn uppúr körinni. Hana, styddu þig við handlegginn á mér. En móðirin streitist á móti og tautar: Eg skal lúbeija þig, Siguijón, ef þú hætt- ir ekki þessari bölvaðri óþekt og færð mér kutann. En sonurinn hélt áfram að drasla móður sinni nauðugri viljugri uppeftir bryggjunni, uns hún sá sinn kost vænstan að fara að honum bónarveginn: Bíddu ögn við, Siggi minn, heyrðu, Siggi minn, vertu ekki að halda fyrir mér kutagey- inu mínu úrþví síldin er komin. Nú dugir ekki annað en hafa sig allan við. Henni hafði einhvemveginn tekist að slíta sig af honum, en þegar hér var komið, fékk hún slæman hósta og settist niður á plánka- stafla til að hósta. Það var einsog margir vagnar væru að kútveltast niður fjallshlíð, eða verið væri að skipa uppúr stóm vélar- skipi, og vindan í gángi. Þú ert orðin alveg uppgefin, garmurinn minn, sagði sonur hennar mildari. Reyndu að staulast við hliðina á mér. En þijóskan í gamalmennum er eingu líkari en í sauðkindum; hún reis á fætur og stefndi niðrá bryggjusporðinn til kass- anna, og hefði haldið áfram ef sonur henn- ar hefði ekki farið fyrir hana einsog þráa sauðkind sem ætlar að setja útí vatn. Farðu bölvaður, Siguijón, muldraði hún loks, þegar hún sá sitt óvænna. En sonurinn ansaði ekki móður sinni framar, heldur stuggaði henni á undan sér í áttina uppí kauptúnið. Hún trítlaði á und- an honum inn strandgötuna, keingbogin og stuttstíg, muldrandi niðrí barminn með suð- vestið ramskakt á höfðinu. En því leingra sem hann rak hana, því sárari varð hún; ekkasog blönduðust við hrygluna, og innan skamms var hún farin að gráta. Enn einu- sinni nam hún staðar, sneri sér að honum og kallaði uppúr grátinum: Guð fyrirgefur þér þetta aldrei, Siguijón. Og það fólst heil veraldarsaga í æðis- geingnu kveininu er steig frá bijósti þessa níræða öreiga. En sonurinn ansaði þessu eingu, og gamla konan trítlaði áfram móti vilja sínum gegnum bæinn í lágnættisregn- inu og hélt áfram að gráta og grét hástöf- um, - því gamalt fólk grætur hástöfum og með sárum ekka einsog lítil böm. Sagan er birt í tilefni níræðisafmælis höfundar- ins fyrir tveimur dögum. i endurútgáfu í „Þátt- um" segir Halldór Laxness svo: „Saga úr síld- inni. Ég var staddur á Eskifirði í mikilli síldar- hrotu seint í ágúst 1926. Þá heyröi ég af þess- ari gömlu konu, sem þrælkunin var runnin i merg og bein á þennan átakanlega hátt. Ég sendi góðu og merku tímariti söguna til birting- ar, en hún þótti ekki prenthæf og var endur- send mér, og kom loks fjórum árum síðar á dönsku í þýðingu Gunnars Gunnarssonar (í íslandsnúmeri Berlingatíðinda alþingishátíðar- sumarið). Um svipað leyti var hún prentuð hér heima." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25.APR1L1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.