Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 5
Isis, hin goðsögulegn móðir í trú og list Forn-Egypta. Dansgríma - hluti af veiðiritúali Inúíta. allt bað getur gerst sem skáldið telur koma við goðsög- .................msffftfff Eru þær tilraunir þeirra til þess að tjá flókin hugmyndatengsl í sögu? Við þessari spurn- ingu er ekki einfalt svar. Vissulega eru goð- sögur skyldar ljóðinu, en þó frábrugðnar að því leyti, að þær reyna að gera grein fyrir ráðgátum sem ekki verða leystar á annan hátt en með því að fella þær í búning furðu- sögunnar. Ljóðið túlkar oft hversdagslega hugsun á frumlegan og óvæntan hátt og bregður þannig nýju ljósi á hið almenna og algenga og knýr okkur til að hugsa á nýjan hátt. Goðsagan og ljóðið eru skyld en ekki sömu tegundar. Franski mannfræðingurinn Claude Lévi- Strauss hefir manna mest rannsakað goðsög- ur út frá því sjónarmiði að þar séu menn að reyna að segja hið ósegjanlega, útskýra hið óútskýranlega. Þetta hljómar eins og þver- sögn, en þó er í þessu sá sannleikskjami, að goðsagan fjallar um svör við ráðgátum, sem menn hafa ekki orðað á fullnægjandi hátt. Sem dæmi um aðferð Lévi-Strauss er fróðlegt að segja frá útleggingu hans á sögninni um Ödipus. Eins og flestum er kunnugt urðu það örlög Ödipusar að kvænast móður sinni eftir að hafa orðið banamaður föður síns. En þætt- ir sögunnar eru margir og hvert atriði henn- ar er hlaðið merkingu og þessi atriði mynda rökrétta heild þegar sagan er skoðuð nánar. Lévi-Strauss skiptir henni í nokkra þætti. Hinn fyrsti er að Kadmos leitar systur sinnar Evrópu sem Seifur hefír rænt. Kadmos drep- ur drekann og mylur tennur hans og sáir þeim í jörðina. Af þessu drekasæði spretta svo upp Spartar í líki manna sem beijast inn- byrðis og falla allir. Þá drepur Ödipus föður sinn Laios og síðan veldur hann dauða Sfinx- innar, óvætt sem ógnar Þebuborg. Hún svipt- ir sig lífi þegar Ödipus ræður gátu hennar. Þá kvænist Odipus móður sinni Jókaste, en sá átti að eiga hana er felldi Sfínxina. Eteok- les sonur þeirra ræður Polyneikes bróður sín- um bana. Antigone, dóttir þeirra, leggur Po- lyneikes bróður sinn í grafhýsi þrátt fyrir bann. Þetta er í mjög stuttu máli söguþráður algengustu sagnarinnar um Ödipus og örlög hans, barna hans og ættingja. En þá er eftir að athuga hvernig allir þessir þættir loða saman og spumingin er hvort þeir myndi ein- hvers konar heild, eða hvort þetta eru aðeins furðusögur, fabúlur, án takmarks eða til- gangs, í öðrum orðum: er þetta kannski ekki um neitt, saga orðin til í huga sem stjórnað- ist af taumlausu ímyndunarafli? Ekki vill Lévi-Strauss láta þar við sitja. Hann athugar merkingu orðanna. Faðir Laiosar hét Labda- kos, það þýðir „hinn lamaði“. Laios þýðir ein- faldlega „hinn örvfætti" og nafnið Ödipus merkir „bægifótur". Þeir feðgar eiga því allir erfitt með gang. Þeir eru ekki fullkomnir menn að mati Hellena. Sé enn skyggnst inn í sagnimar af þessari ógæfusömu fjölskyldu kemur í ljós, að verið er að fjalla um sam- bönd sem öll eru óeðlileg, öll í andstöðu við reglur samfélagsins. Hinn frækni Ödipus, sem skilur vel flesta hluti, þekkir ekki föður sinn þegar hann sér hann og fellir hann. Hann ræður gátu Sfínxinnar sem leiðir til þess að hann frelsar ættborg sína undan ógn hennar og gengur að eiga móður sína. Böm þeirra eiga hana bæði að ömmu og móður og eru systkini fóður síns. Þegar Ödipus kemst að hinu sanna um uppmna sinn sviptir móðir hans og eiginkona sig lífí og hann stingur úr sér augun. Blindur skilur hann alla þá hluti er voru honum duldir meðan hann hafði sjón. Og þegar farið er yfir ættarsöguna ein- kenndist hún af blóðskömm, annað hvort yfir- lýstri eins og henti Ödipus og Jókaste, eða dulinni eins og háttað var sambandi Kadmos- ar og Evrópu, og Antigone og Polyneikes. Þarna endurtaka sig einnig dráp: Spartarnir, bræður sem fella hveijir aðra, Ödipus vegur Laios og Eteokles drepur Polyneikes. Nánir ættingjar vega hveijir aðra. Þá er komið að því að spyija: um hvað er þessi óhugnanlega saga, hvað er -verið að reyna að segja? Samkvæmt fornum trúarhugmyndum er maðurinn sprottinn úr jörðu. Ótal goðsagnir um heim allan lýsa þvi hvemig menn koma upp úr moldinni, hálfir af jörðu, hálfír af guðlegum uppmna. Adam var gjörður af leir í gyðinglegum sögnum og Ínúítar segja frá því er menn risu upp úr þúfum og toguðust smám saman alla leið á yfírborðið. í Gylfaginningu segir frá því að kýrin Auð- humla sleikti salt hrím af steinum og kom þá upp maður er nefndur var Búri og varð faðir Bors föður Óðins. Nú em menn tilorðn- ir fyrir sammna sæðis karlmannsins og eggs konunnar. Þetta vissu fyrri tíðar menn full- vel, en þeir vildu líka útskýra að þrátt fyrir það væri maðurinn í senn jarðneskur og and- legur og væri alla tíð að beijast við að draga úr hinu jarðneska, ómennska eðli og fíkra sig áfram til hins hrein-mannlega, sem hefði í sér brot af hinu guðlega, því eðli sem tengt er himni. Samfélagið er aðferð til þess að koma á reglu, festa góða og rétta siði í sessi. En hið jarðneska bindur manninn og hann verður að vita hvemig hann má haga sér, ella fer illa fyrir honum. Sögnin um Ódipus og ættmenn hans er tilraun til þess að gera sér grein fyrir hinum jarðneska og hinum guðlega uppmna mannsins og þegar menn gera sér grein fyrir hvað er leyfilegt og hvað ekki, þá iðrast þeir þess, sem þeir hafa gert rangt. Þá er maðurinn að fullu mennskur þegar hann sér hvað er rétt og hvað er rangt. Þetta má orða svo, að þegar maðurinn gerir sér grein fyrir blóðskömminni, það er of nánu kynferðissambandi skyldmenna, þá er hann orðinn mennskur. Þessi útlegging er vissulega í knappasta lagi, en alltof langan tima tæki að rekja alla þá þætti, sem fram koma í sögninni. Ég hefí einungis tekið sögnina sem dæmi um hvernig mahnfræðingar nútímans fjalla um goðsögur og sagnir. Það hefði alveg eins verið hægt að rekja einhveijar athafnir, sem í fljótu bragði virðast óskiljanlegar ' og án allra tengsla við vemleikann svokallaða. Til dæmis hefur bandaríski mannfræðingurinn Clifford Geertz skrifað mjög skemmtilegar greinar um hanaat á Java og líkbrennslu á Bali. Það væri líka hægt að fjalla um veiðiritual ínúíta eða þátt trommunnar í töfraathöfnum sama. Eða þá að sýna fram á sameiginleg atriði í sögunum um Gilitrutt og Þymirós. Alltaf og alls staðar erum við að fást við mannlegt atferli, sem virðist undarlegt og ill- skiljanlegt en hefur ætíð einhverja merkingu. Mannfræðin gerir okkur fært að skilja ýmislegt og hún vekur sífellt nýjar spuming- ar um mannlegt atferli og mannlega hugsun. Þá er komið að hinni eðlilegu spumingu: er eitthvert gagn að mannfræði? Svar mitt er: Það er sama gagn að mannfræði og allri annarri viðleitni til þess að dýpka skilning okkar á manninum og öllu því er snertir hann. íslenskur málvísindamaður hefur stofnað tímarit þar sem birtast greinar um tókarisku. Tókariska var indó-evrópskt mál, sem hvergi er talað og þekkist aðeins sem ritmál. Það mætti ætla, að margt væri nærtækara að fást við fyrir íslenska málvísindamenn en longu útdautt mál innan úr Mið-Asíu. En svo einfalt er þetta ekki. Ég held að það sé ein- mitt ákaflega æskilegt að fást við slík fræði og ég fagna öllu því sem íslenskir menn fást við vegna þess að það eykur þekkingu í landi okkar og stuðlar að viðsýni og áræðni að fást við flókin viðfangsefni. Gagnið er þá fólgið í því að vera að fást við fræði sem snerta mannlega hugsun og mannlega tilveru. Mannfræðin bendir okkur á að maðurinn er vera sem stöðugt er að velta hlutum fyrir sér, er sífellt að spyija spuminga, og einmitt þessi eiginleiki hefir orðið mannfræðingum mikilvægt viðfangsefni. Þegar eg fór að lesa frásagnir íslenskra veiðimanna sló það mig hve ótrúlega margt kom þar kunnuglega fyr- ir sjónir frá því ég á sínum tíma var að skrifa ritgerð um margs konar veiðireglur, siði og trúarathafnir tengdar veiðum svokallaðra frumstæðra manna. íslensku refaskytturnar voru að því er mér virtist ágætir fulltrúar fyrir heim veiðimanna alls staðar og á öllum tímum. Sagnirnar voru enn lifandi þáttur í hugarheimi veiðimannanna, tilraunir til að fínna reglu í þeim heimi sem menn lifðu og hrærðust í. Það sem er mest heillandi við mannfræðina í mínum augum er að hún læt- ur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, tekur öllu mannlegu atferli með jafnaðargeði og reynir að horfa á það utan frá og skilja for- sendur þess. Að sumu leyti er mannfræðin að koma í stað hinnar klassísku menntunar sem var fram á fyrri hluta tuttugustu aldar- innar eins konar inngangur að öðrum mann- legum fræðum. En svið mannfræðinnar nær um allan heim á öllum tímum, og einskorðast ekki við Aþenu og Róm. Hún er forvitin og spurul og bún leitar innra samhengis mann- legra athafna á svipaðan hátt og hin klass- ísku fornfræði gerðu. Hellensk-rómversk fræði voru þeir homsteinar sem æðra nám í Evrópu byggði á. Sá einn var menntaður sem kunni skil á sögu og menningu Hellena og Rómveija og biblían varð eftir siðskiptatím- ann skyldulesning og hafði gífurleg áhrif á hugsunarhátt fólks, einkum þó í þeim löndum sem mótmælendur réðu. Enn er þýðing hinna klassísku fornfræða mikil. Ásamt með hinum kristna og gyðinglega arfi er grísk menning óaðskiljanlegur hluti af okkar eigin menn- ingu. En gyðingdómur og kristni, blönduð hellenskri menningu, eiga sér rætur vítt um heim — allt aftur í rökkur steinaldar. Nútím- inn verður ekki skilinn nema menn þekki fortíðina. Mannfræðin leitar svara hjá öllum mönnum alls staðar vegna þess að allt mann- legt atferli er forvitnilegt. Willam Heinesen segir einhvers staðar að miðpunktur heimsins sé þar sem fólk býr. Alls staðar þar sem maðurinn hefur sett bú og framfleytir sér og sínum, beinir huga sín- um að óræðum hlutum og veltir fyrir sér gangi tungls og sólar, veðrum og vindum, þar er miðdepill heimsins. Skilningur á mann- legum þörfum og tilfmningum, háttemi og trúarskoðunum er forsenda þess að unnt sé að bægja frá misskilningi og rangtúlkunum sem hindra alltof oft vinsamleg samskipti manna. Mannfræðin leitar stöðugt til fortíðarinnar og nútímans en er þó fyrst og fremst að fást við framtíðina. Höfundur er mannfræðingur og dósent við Háskóla (slands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MAÍ1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.