Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 6
1 9 9 2000 ára litadýrð INNGANGUR órdanía varð til sem ríki eftir fyrri heimsstyrjöldina en fékk fullt sjálfstæði árið 1946. í dag á Jórdan- ía landamæri að Sýrlandi, ísrael, Saudi-Arabíu og írak. Landið Jórdanía er samsett af tveimur land- fræðilegum andstæðum, sem mótað hafa menningu þess. í norðri og vestri eru frjó- söm svæði í kringum Jórdandalinn, sem er lífæð þessa lands. En í suðri og vestri, eða % hluta landsins, er hrjóstrugt flatlendi, þar sem hirðingjar, oedúínar, hafa ráðið ríkjum gegnum aldirnar. I margra þúsunda ára sögu þess land- svæðis hafa gjörólíkir menningarstraumar mótað landið, sögu og menningu, en leifar um búsetu manna eru til allt frá steinöld. Það, sem gerði þetta land svo eftirsóknar- vert, var fjölbreytt landslag, frjósöm land- svæði og lega þess. Það var einkum land- svæðið austan árinnar Jórdan, sem var mik- ilvægt. Landið var á hinni mikilvægu versl- unarleið frá Damaskus til Arabíu og þar með Austurlanda. Landið var því stóðugt bitbein ólíkra heimsvelda og laut löngum ólíkum herrum og því var annaðhvort stjórn- að úr miðstöðvum langt í burtu eða skipt í mismunandi og oft fjandsamlegar einingar. Á síðustu 3000 árum hefur landið verið hluti af Palestínu frá um 1000 f.Kr. (Sál, Davíð og Salómon), persneska heimsveldinu frá 539 f.Kr., hellenska menningarsvæðinu frá 332 f.Kr. - 69 e.Kr. (m.a. Alexander mikli), Nabataen-hirðingjum og verslunar- mönnum frá Arabíu um 50 f.Kr. - 69 e.Kr., rómverska heimsveldinu 69 e.Kr. - 324 e.Kr., býsanska menningarsvæðinu 324 e.Kr. - 640 e.Kr., þvííslamska frá 630 e.Kr. og loks hluti af ríki krossfara 1099-1291. Þessi upptalning gefur glöggt til kynna andstæðurnar og breytingarnar, sem átt hafa sér stað á þessu landsvæði. Þó má fullyrða, að síðustu 1500 árin hafa einkum tvö ólík öfl og menningarheimar mæst hér; hinn kristni og hinn íslamski. En allir þess- ir menningarstraumar hafa óneitanlega skil- ið eftir spor, misdjúp þó, í menningararfi landsins. Jórdanía hefur því orðið að landi forn- minja, einkum norður- og vesturhlutinn, þar sem finna má mikið af minjum er tengjast bæði Gamla og Nýja testamentinu og menn- ingu Rómverja. Landið er hluti hins helga lands Biblíunnar og margir helgir staðir eru enn innan landamæra þess, enda þótt vest- urhluti Jórdaníu, handan Jórdan, sé nú á herteknu svæðunum innan ísraels. Landið er því fjársjóður fornleifa og paradís forn- leifafræðinga. Ekki verður svo stungið skóflu í jörð að ekki finnist eitthvað merki- legt, en tímasetja má jafnvel aftur til stein- aldar fyrir um 10 þúsund árum. , Sýningin 2000 ára litadýrð er fulltrúi beggja andstæðna. Annars vegar mósaík- verk, sem eru óaðskiljanlegur hluti klassískrar, rómverskrar menningar og kristinnar býsanskrar menningar. Hins veg- ar viðhafnarbúningar kvenna, bæði úr hirð- ingja- og bændasamfélögum, er rekja má til íslamskrar menningar. Sýningin spannar nær tvö þúsund ára menningu þessa svæðis og lýsir vel þessum ólíku menningarstraum- um. Hér á eftir verða tekin tvö dæmi um menningararfleifð landsins. En það eru borgirnar Jerash og Petra. Borgin Jerash í Norðvestur-Jórdaníu hef- ur verið kölluð Pompeiji Miðausturlanda. Hún var stofnuð af Grikkjum og síðar her- tekin af Rómverjum. Jerash er einkum glæs- ilegur vitnisburður um rómverska bygging- arlist, listrænan metnað og hugvit. Síðan hafa búið þar kristnir á býsanska tímanum og múslimir á umyyaad-tímanum. Borgin hefur verið mjög stór og varðveist ótrúlega vel. Þar má sjá byggingar eins og leikhús, almenningsböð, súluskreyttar götur, hof og kirkjur. Allar eru þessar byggingar rikulega skreyttar í stíl þess tíma. Þegar hefur verið grafinn upp meginhluti borgarinnar, en enn Framlag Listasafns íslands til Listahátíðar er sýning á mósaíkmyndum frá Jórdaníu og búningum frá Jórdaníu og Palestínu. Sýningin, sem er í öllu safninu og er mikil að vöxtum, verður opnuð í dag og það gerir Noor Al Hussein, drottmng Jórdaníu. SparikjóU frá El-Faludshe, 1920. Eftir BERU NORDAL ¦¦¦-'.- Um Krísts burð var borgin Petra höfuðstaður í stóru ríki í Jórdaníu, kenndu við Nabatea. Afar sérkennilegar minjar eru um þá borg. eru stór landsvæði varðveitt neðanjarðar. Önnur mikilvæg borg, sem varðveist hef- ur í suðurhluta Jórdaníu, er Petra, sem byggð var inn í kletta af hirðingjum og verslunarmönnum er komu frá Arabíu á fyrstu öld f.Kr. Borgin var umkringd háum fjöllum, er gerðu hana að rammgerðu virki, sem ekki náðist að vinna fyrr en 106 e.Kr. af Rómverjum. Þeir lögðu hana undir sig og hafa einnig þar skilið eftir sig ýmsar byggingar, svo sem hof og leikhús. Virkið er mikil andstæða Jerash, sem er frá grunni arfur háþróaðrar borgarmenningar Vestur- landa. En Petra lýsir vel hvernig hinn fjöl- breytti arfur Jórdaníu blandast saman, svo úr verður órjúfanleg heild. Borgin hefur mikla sérstöðu og lýsir útsjónarsemi, hug- myndaflugi og áræði þess fólks, sem byggði hana í byrjun. MÓS AÍKMYNDIR FRÁ JÓRDANÍU Inngangur: Mósaíkmyndirnar á sýningunni eru marg- breytilegar að myndefni og gefa góða mynd af því er fundist hefur í Jórdaníu af slíkum verkum. Verkin hafa verið fengin að láni frá Þjóðminjasafni Jórdaníu. Á meðal verka eru tvö heil gólf og hluti úr fjölda annarra og þyngd verkanna er sex tonn. Mósaíklist, sem sérstök listgrein, á eink- um rætur að rekja til Rómverja, er náðu mikilli leikni að gera mósaíkmyndir úr fín- gerðum steinum og gleri. Verkin voru upp- haflega í gólfi. Síðar þróaðist tæknin og veggir og hvelfingar voru einnig skreyttar slíkum myndum. Mósaíkmyndir urðu þá al- gengar í kirkjuhveifíngum á ítalíu og öllu hinu býsanska menningarsvæði á miðöldum. í Jórdaníu hefur fundist ótrúlegt magn mósaíkmynda er tímasettar hafa verið allt frá dögum Rómverja á 1. öld f.Kr. Flest mósaíkverkin eru þó frá býsanska-umayyad- tímabilinu frá 5.-7. öld e.Kr. Flest þeirra hafa fundist á svæðinu milli Wadi Yarmuk- árinnar í norðri og Wadi Mujib-árinnar í suðri og Jórdan-árinnar í vestri og stepp- anna 5 austri. Það var í lok 19. aldar að fyrstu mósaíkmyndirnar fundust við forn- leifauppgröft í Madaba-þorpinu suður af Amman. Síðan hafa þúsundur verka komið í leitirnar, þar af margar gersemar. Býsanska-umayyad-tímabilinu má skipta í tvö ólík skeið: Býsanska tímabilið frá síð- ari hluta 5. aldar til fyrri hluta 7. aldar og umayyad-tímabilið frá seinni hluta 7. aldar til 8. aldar. Fundarstaðir: Mósaíkverk hafa fundist bæði í kirkjuleg- um og veraldlegum byggingum. Á helgum stöðum svo sem í kirkjum og klaustrum, veraldlegum byggingum, eins og almenn- ingsböðum og einkaheimilum yfirstéttarinn- ar, og köstulum frá umayyad-tímabilum eru mósaíkverkin innlögð í gólfin. Einungis í örfáum tilfellum er um veggmyndir að ræða. Dæmi um slíkt er úr kírkjunni á Nebo-fjall- inu, þar sem talið er að gröf Móses hafi verið, dómkirkjunni í Madaba og kirkju heil- ags Stefáns í Umm er-Rasas-kastalanum á steppunum. Tækni: Tæknilega eru mósaíkverkin öll unnin á svipaðan hátt. Steinarnir, tesserae, sem notaðir voru, komu frá svæðinu. Þeim var raðað saman á blautan kalkgrunn nokkuð þykkan. Þessi kalkgrunnur var lagður rétt áður en mósaíksteinunum var komið fyrir. Þessi grunnur var síðan ofan á sérstaklega unninni undirstöðu, er var úr möl blandaðri blautri terra rosa. Tímasetning — textar: Textar voru óaðskiljanlegur hluti af mós- asikmyndunum, einkum í kirkjunum. Lesa má nöfn biskupa og presta, gefenda, og ýmsar trúaráletranir. Mósaíkverkin voru unnin af faglærðum mönnum og haf a nokkr- ir þeirra einnig áritað verk sín. Textarnir hjálpa mjög við tímasetningu þeirra, svo að hægt sé að gera sér grein fyrir stílfræði- legri þróun verkanna. En einnig hafa text- arnir mikið sögulegt gildi, því að með hjálp þeirra er hægt að lesa að hluta sögu kristn- innar á þessu svæði. Höfuð-stíleinkenni jórdanskra mósaík- verka: Mósaíkverkin eiga margt sameiginlegt, þó að þau komi frá landfæðilega mjög fjöl- breyttu svæði. Þetta kemur einkum í ljós, ef þau eru borin saman við mósaíkverk nágrannalandanna. Mósaíkverkin, er koma frá Madaba-svæðinu, virðast mynda sterkan skóla, enda náði þessi listgrein þar hápunkti. Höfuðeinkenni þessara verka er, að þeim 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.