Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 7
gfe'^jg| ¦ *-'¦¦ ¦-¦¦ -flHl VjVttlBK i: -vJEJÍM K^jS jps ^^mmtJ^tSmwmmm^>^ g.^A. ÍB&llfl fi^-¦"->.. Jí WmW^M ws^íim^ '¦ ¦PrTv-'r-'-''- W/uíi' úr Hyppolytos-mósaíkinni. Borg - hluti úr mósaíkmynd. Soreg, einn af velgjörðarmönnum kirkjunnar. Hluti af mósaíkgólfi. Forngrisk áhrif urðu veruleg í norðausturhluta Jórdaníu. Þar standa minjar um blómlegar borgir þar sem staðið hafa myndarlegar súlnabyggingar að hellensk- um hætti, svo sem hér í Jerash. er skipt upp í minni einingar þar sem mynd- efninu er raðað annaðhvort innan akanthus- laufa, vínviðargreina eða geómetrískra forma eða annarra skreytinga. Á sjöttu öld voru mannverur einnig sýndar beint að framan og var hörundslitur tónaður ýmsum litum, eins og um málverk væri að ræða. Slíkt sést ekki í eldri mósaíkverkum. Einnig er mjög algengt í jórdönskum mósaíkverkum að sjá byggingar og eru mörg dæmi um slíkt einkum í mósaíkmynd- unum frá Madaba, Nebo, Ma'in og Umme er-Rasas. Þó er landabréfið í kirkjunni í Madaba eitt merkasta fyrirbæri sinnar tegundar í heiminum. Kortið sýnir landið helga. Allir helstu staðir og héruð eru merkt inn á það, annaðhvort með texta eða táknmyndum. Myndefni: Algengustu myndefnin eru veiðiferðir, Bakkusarhátíðir, sveitalíf, dýr og furðuverur frá ólíkum heimshornum, helgir menn og biskupar, byggingar, ávextir og tré auk ýmissa persónugervinga. Verkin eru innrömmuð með laufamunstrum og geó- metrískum skrautbekkjum. Mjög mikið af myndefninu er af klassísk- um uppruna svo sem ýmsir persónugerving- ar, er tákna jörðina, hafið, árstíðir, árnar í Paradís og laufgrímur alls konar. Þetta er hefðbundið myndefni, sem á rætur sínar að rekja til mósaíkverka frá hellensk-rómversk- um tíma er slíkt myndefni varð vinsælt á tímum Jústinusar keisara (482-565 e.Kr.) á býsanska tímabilinu. Ef þessi mósaíkverk eru borin saman við sambærileg verk, er fundist hafa á Miðjarð- arhafssvæðinu, kemur í ljós að handverks- mennirnir hafa iðulega notað skissubækur, sem eiga rætur sínar að rekja til menning- armiðstöðva hins rómverska heimsveldis, og því er myndefnið svipað á stóru svæði. Myndefni frá hellensk-rómverskum tíma var þá endurvakið eins og sveitalífsmyndir og veiðimyndir, myndefni sem tengist Nílar- dalnum ásamt síehdurteknum skreytingum í bekkjum. Hin klassíska stílhefði hélt því áfram öld fram af öld allt fram til 8. aldar, þrátt fyrir framþróun íslams, sem byrjaði að setja svip sinn á verkin undir lok tíma- bilsins. En þá voru sum myndefnin ekki lengur leyfileg. Helstu staðir: Helstu staðir í Jórdaníu þar sem mósaík- verk hafa fundist eru: Rihab og Khirbet es-Samra, Jerash, Amman, Hesban, Madaba, Nebo, Ma'in og Umm er-Rasa — Kastron Mefaa. Af þessum stöðum hafa merkustu verkin fundist í Madaba og Nebo, bæði vegna fjölda verka sem þar hafa fund- ist en listræn gæði þeirra eru einnig á háu stigi. BÚNINGAR Búningarnir á sýningunni eru í eigu frú Widad Kawar, en hún býr í Amman. Hún hefur safnað búningum og fylgihlutum þeirra allt frá sjötta áratugnum, en fram að því hafði enginn hirt um að gefa þessari arfleið neinn gaum. Kawar hefur komið upp ótrúlegu safni búninga og tengdra hluta, sem er einstakt sinnar tegundar á öllu svæð- inu. Einnig hefur Kawar gert sér far um að safna munnlegum heimildum, er tengjsat lífí þess fólks er bar slíka búninga. Jórdanía og Palestína eru þannig sett og sögulega samofin, að þau hafa sameiginlega orðið fyrir áhrifum mjög ólíkra menningar- strauma. Þetta hefur valdið því, að hin fjöl- breytta og auðuga menningararfleið hefur einnig mótað daglegt líf flólksins, hefðir þess og venjur. Einn slíkur arfur eru viðhafnarbúningar kvennanna og ýmsir hlutir er fylgja honum, svo sem skartgripir og höfuðskraut. Þessir búningar eiga sér aldagamla hefða, en virð- ast hafa varðveist í stórum dráttum nær óbreyttir fram á þessa öld. En þeir hafa, er liðið hefur á öldina, orðið að lúta í lægra haldi fyrir einfaldari gerð þessara búninga eða nútímaklæðnaði. Það eru einkum bún- ingar hirðingja, bændafólks og þorpsbúa, sem hér um ræðir. Það var búningur kvennanna, sem var skrautlegur. Hvert einasta þorp eða hirð- ingjaættbálkur átti sinn búning, var tákn hans, og því var úrvalið ótrúlega fjölbreytt, þó að í grunninum væri aðeins um að ræða skósíðan kjól með höfuðfati. Þorpin voru samansett af mörgum stórum og litlum fjölskyldum, sem kenndu sig ákveðið við þorp sitt. Það olli því að kven- búningurinn varð tákn uppruna síns og því Kona með bárn. Hún er í búningi sem tíðkaðist á Hebron-hæðum. Höfuðdúk- urinn er skreyttur með útsaumi. þjóðfélagslega mikilvægur. Þessir búningar voru mun íburðarmeiri og skrautlegri en klæðnaður hirðingjanna. Til að styrkja þessar félagslegu rætur urðu búningarnir að vera hefðbundnir og því heldust þeir í stórum dráttum óbreyttir í tímanna rás. En eðlilega urðu þeir fyrir smábreytingum, einkum af völdum efna- hagsástands og utanaðkomandi stílstrauma einkum í ísaumuðum munstrum og skart- gripum. Konurnar saumuðu búningana sjálfar og var hefðinni viðhaldið munnlega kynslóð fram af kynslóð, en ekki með munsturbók- um. Konan eignaðist sinn fyrsta viðhafnar- búning við giftingu. En hún hjálpaði til við að sauma hann ásamt móður, systrum, frænkum og ömmunni, sem stjórnaði öllu verkinu. Þennan búning notaði hún síðan áfram við öll meiri háttar tækifæri á meðan hún lifði. Það sem skilur svæðin að í búningunum var efnið, sem notað var, munstrin í út- saumnum og sniðin. Munstrin í Jórdaníu og Palestínu eru öll geómetrísk, þó að saum- sporið sé mismunandi. Hvert svæði hafði munstur, sem var tákn þess. Smám saman þróuðust þau vegna utanaðkomandi áhrifa í gegnum ferðalög, giftingar eða hreinar eftirlíkingar. Nöfn munstranna benda til þess að þau séu einfðldun á hlutlægu myndefni úr dag- legu lífi fólksins eða umhverfi. Tré lífsins er alls staðar notað en í mismunandi útgáf- um. Önnur munstur eru fjögur egg í pó'nnu, fjórar sneiðar af sápu, blómapottar, tönn gamla mannsins, ástartréð, sólin, tunglið, störnurnar, leiðin til Egyptalands, vínviður o.s.frv. Þríhymingar eru á öllum búningun- um og áttu þeir að verja eigandann fyrir illu auga. Efni búninganna var viðkvæmt og við mikla notkun slitnuðu þeir. Þar af leiðandi hafa fáir þeirra varðveist frá því fyrir 1850. Til eru skrifaðar heimildir ferðamanna frá 18. og fyrri hluta 19. aldar en erfitt er að treysta áreiðanleika þeirra. Því er ekkert hægt að fullyrða um hvernig þróun þeirra hefur verið fram að því. Þó er líklegt að hröðustu breytingarnar hafi verið frá 19. öld, er ferðalög jukust. Fullyrða má þó, að flestir búningar fram til ársins 1930 hafi annaðhvort verið úr handofinni bómull, hör eða silki. Bómullar- þræðirnir voru upprunnir frá Ghor eða Gal- íleu. Hörþræðirnir komu frá Egyptalandi eða Kýpur og silkiefnið frá Sýrlandi eða Líbanon. Hörinn og bómullinn voru ofin á staðnum og þræðirnir í útsauminn voru lit- aðir úr litum er unnir voru úr grösum eða skordýrum. Alún, salt og edik var sett í lit- inn til að festa hann og gefa honum gljáa. Er samgöngur jukust breyttust búning- arnir. Efnin voru unnin í vélum og munst- urbækur með evrópskum munstrum tóku að hafa mikil áhrif. Á síðustu öld virðist indígólituð bómull vera yfirgnæfandi en um 1920 tók svart bómullarefni unnið í vélum við, kallað du- beit, og var innflutt frá Damaskus og Nabl- us. Dubeit-efnið var notað af hirðingjum og bændum alls staðar í Jórdaníu. Aðeins á einum stað yar annað efni notað en það var í Man'an. í Man'an var járnbrautarstöð, þar sem pílagrímar á leið til Mekka höfðu viðdvöl. Pílagrímarnir frá Sýrlandi höfðu með sér sýrlenskt silki, sem þeir seldu bæj- arbúum til að hafa upp í ferðakostnaðinn. Um 1960 urðu gerviefni yfirgnæfandi. Þá má segja að þessari hefð hafi hnignað svo mjög, að hún líði undir lok í þeirri mynd, sem hún hafði verið. í staðinn kom mun þægilegri klæðnaður, er var frekar notaður sem einkennistákn araba eða sem þjóðbúningur Jórdana. Munstrin voru vél- saumuð og mun einfaldari. Þeir aðlöguðust því breyttum tímum án þess að leggjast alveg af. Það er með ólíkindum hve flóknir og vel unnir eldri búningarnir voru, sérstaklega ef tekið er tillit til þess hve konan hafði mikið starf með höndum á þessum tíma. Hún sá um allt heimilishald, aflaði matar og vann ásamt manninum við uppskeruna. Hún sá alveg um kvikfénaðinn, bjó til 611. áhöld til eldunar, óf teppin og vann að leir- kerasmíð. Öll nákvæm handavinna, eins og sést á útsaumi búninganna, var því unnin í þeim litla frítíma sem gafst. En hann var einnig tilefni til þess að hitta aðrar konur og fá félagsskap. Dæmi um ólíka búninga: Skipta má búningum í Jórdaníu í tvo ólíka stíla. Annars vegar frá norðurhluta landsins en hins vegar frá mið- og suðurhlutanum. í norðurhlutanum eru búningarnir skósíðir, beltislausirj með þröngum ermum og víðir í hálsinn. Utsaumur er við hálsmál, á erm- um, við kanta og í hliðum. í mið- og suðurhluta voru búningarnir oft tvöfaldir að sídd. Síddinni var þá haldið uppi með handofnu ullarbelti. Ermar voru mjög víðar að framan og hálsmál var opið. Fylgihlutir: Það er mikilvægt að benda á hve skartið við búninginn var mikilvægur hluti hans. Það var stöðutákn og til að vekja eftirtekt umhverfisins. Það var einnig einkaeign kon- unnar, er henni var gefin við giftingu. Síðan bætti hún við það eftir efnum. Skartið var því mikilvægur varasjóður, er hún gat grip- ið til, ef harðnaði á dalnum. Það var yfir- leitt úr silfri, en einnig voru ýmsir náttúru- steinar notaðir með. Það var mjög íburðar- mikið, skreytikennt og heyrðist mikið í því. Það var hlaðið silfurpeningum og afar þungt. Skartið var notað um háls, fætur, handleggi og höfuð. Einnig hafði skartið verndargildi fyrir eigandann, en það voru einkum vissir steinar eða einstakir hlutar þess, sem höfðu þessi eiginleika. Skartið sýnir mörg stíleinkenni, sem eink- um má rekja til nágrannasvæðanna, Saudi- Arabíu, Egyptalands og Yemen. Þetta er vegna þess, að svo virðist sem silfursmiðirn- ir hafi annaðhvort verið innfluttir frá þess- um svæðum eða skartið keypt í verslunar- miðstöðvum í Palestínu eða Sýrlandi. Skartið, er eins og búningarnir, yfirleitt ekki eldra en frá seinni hluta 9. aldar, en svo virðist sem það hafi verið endurunnið og brætt upp. En rætur þess eru ævafornar. NlÐURLAG Það er Listasafni íslands mikils virði að fá tækifæri til að kynna íslendingum þetta merka menningarsvæði með þessum lista- verkum. Er óskandi að sýningin auki skiln- ing okkar á ævafornari sögu þessa heims- hluta um leið og hún færir hann nær okk- ur. Heimshluta, sem við einungis þekkjum af stríðsfréttum. Helstu heimild- ir:Michael Piccirillo, / Mosaici di Giordania, Bergamo og Jerúsalem 1991. Pracht und Geheimnis, Köln og Berlín 1991. 2000 irs farvepragt, Moesgárd, Danmörku, 1991. The Art ofJordan, Treasures from an Ancient Land, ed. Piotr Bienkowski, Merseyside 1991. Höfundurerforstöðumaður Listasafns Islands. N- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MAl' 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.