Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1992, Blaðsíða 9
mín einn og einn götusteinn vafinn í blaða- pappír, það bætir vigtina, og pappahnífar og skæri sem einhver hefur lagt frá sér í gáleysi, hamrar og naglbítar, hakkavélar- hnífar úr kjötbúðunum og kaffibollar með svörtum innþornuðum korgi, jafnvel einn og einn visnaður brúðarvöndur og ferskur útfararkrans úr gerviblómum. Og þetta allt hef ég verið að pressa í vökvapress- unni minni í þijátíu og fimm ár, þrisvar í viku fara baggamir héðan með vöru- flutningabílum niður á brautarstöð og það- an með lestinni í pappírsgerðina handa lið- inu þar að klippa af þeim vírana áður en þeir hvolfa verki mínu út í lút og sýrur sem leysa jafnvel upp rakvélarblöðin sem við og við eru að skera mig í fingurna. En fyrir ber að fágætur bókarkjölur glitri innan um ruslapappírinn eins og þar leiftri á fagran fisk í gruggugu verksmiðjufrá- rennslinu, þetta sker í augun, þá lít ég af þessu stundarkorn og veiði bókina síðan upp úr, þurrka af henni á svuntunni minni, opna hana og nasa af textanum, les svo fyrstu setninguna sem fyrir augu mín ber eins og hómerska spásögn áður en ég legg bókina hjá öðrum góðum feng í dálítið bólstrað skrín með helgimyndum sem ein- hver glutraði af misgáningi niður í kjallar- ann hérna innan um bænabækur. En mín þjónusta, mín guðsbænargjörð er síðan ekki bara fólgin í því að lesa allar svona bækur heldur líka að leggja hveija þeirra í sinn bagga að loknum lestri, því ég verð að punta þá hvern á sinn hátt, setja á þá mitt eigið mót, kvitta fyrir þá. Það er nú dundið mitt að hver baggi verði með sínum svip, daglega þarf ég að vinna tveggja stunda yfirtíð í kjallaranum, þarf að mæta klukkutíma fyrr á morgnana, þarf líka stundum að vinna á laugardögum til að hafa undan að pressa alla þessa hauga af ruslapappír. Mánuðinn sem leið sturtuðu þeir hér niður í kjallarann tólfhundruð pundum af eftirprentunum frægra mál- verka, tólfhundruð pundum af vatnsósa meistaraverkum eftir Rembrandt og Hals og Monet og Manet og Klimt og Cézanne og fleiri stórlaxa evrópskrar málaralistar og síðan hef ég merkt hvern bagga á öllum hliðum með eftirprentunum, og þegar svo kvöldar og baggarnir liggja í beinni röð hjá lyftunni svelgi ég fegurð þeirra upp af síðunum, þarna eru Næturverðirnir, þarna Saskia, þarna Máltíð í skógarferð, þarna Hengds manns hús og þarna Gu- ernica. Og það er enginn í heiminum öllum nema ég sem veit að í hjarta hvers bagga hvílir bók, í þessum er uppsleginn Faust, í þessum Don Carlos, í þessum hvílir Hy- perion innan um blóðug og óhijáleg pappa- lok og hér í sementspokabagganum Mælti þá Zaraþústra. Þanneginn er enginn í heiminum öllum nema ég sem veit hvar í bagga Goethe og Schiller, hvar Hölderlin og hvar Nietzsche liggja greftraðir. Svo- leiðis verð ég einn og sjálfur í vissum skiln- ingi samtímis bæði höfundur og áhorf- andi, og því er þetta dauðans slen yfir mér alla daga, ég svona reittur og tættur og ráðalaus og þamba svo könnu eftir könnu af bjór til að milda allar þessar kröfur, og meðan ég sæki mér bjór í Hus- enský krána gefst mér nægur tími til að hugleiða og Iáta mig dreyma hvernig ég eigi nú að hafa næsta baggann minn. Bjór- inn er ég einungis að þamba til að geta séð þetta betur fyrir mér, því í hveijum einasta bagga greftra ég stakan helgidóm, opna barnskistu þakta visnuðum smáblóm- um, glanspappírsklippi og englahári til þæginda fyrir þær, bækurnar sem hafna niðri í kjallaranum hérna alveg jafn fyrir- varalaust og ég sjálfur gerði. Þess vegna er ég alltaf að drolla, þess vegna hrannast ruslapappírinn upp undir þak úti í portinu, foldgnátt pappírsfjallið hér niðri heldur áfram upp um stíflaða lúguna alla leið upp í portþak. Þess vegna rótast verkstjórinn af og til með stjaka í gegnum fjallið og hrópar niður til mín, rauður í framan af reiði: Hantja minn, hvað er orðið af þér? í guðsbænum, vertu ekki að rýna í bækurn- ar og haltig að verki. Portið að fyllast og þú í draumarugli og vitleysu þarna niðri! Og neðanvið hlíðar pappírsfjallsins hnipra ég mig líkt og Adam bak við runna með bók í hendinni, mænandi angistaraugum í aðra heima því veröldin hérna var horfin mér strax og ég fór sjálfur að lesa, þá var ég annars staðar, ég var í lesmálinu, sjálf- um mér til undrunar og skammar hlýt ég að játa það að ég var í draumi, í fegurra heimi, í miðju sannleikshjartanu. Dag eftir dag er ég að furða mig á því hvernig ég get orðið svona fjærri sjálfum mér. Ég ráfa heim úr vinnunni eins og skrítin útúr- bora, arka strætin hljóður og í djúpum þönkum, ösla fram hjá sporvögnum, bílum og gangandi fólki í mekki bókanna sem ég fann í dag og stakk niður í töskuna mína, eins og í draumi fer ég ósjálfrátt yfir á grænu, rekst aldrei á ljósastaura né fólk, vafra þetta angandi af bjór og sorpi, en glaðbeittur því taskan geymir bækur sem í kvöld eiga að geta frætt mig um sitt hvað sem ég enn ekki veit um sjálfan mig. Svona arka ég í gegnum glymjandi umferðina, fer aldrei yfir á rauðu, rata þetta í dulráðu óviti milli svefns og vöku, af hulinni eðlisávísun, baggarnir sem ég pressaði í dag enduróma dauft og hljóðlátlega í mér, ég hef sjálfur áþreifan- lega tilkenningu af því að vera saman- pressaður bókabaggi og finnst vaka í mér öryggistýra eins og í gashitaranum á bað- inu, smá logi eins og baka til í gasdrifnum kæliskáp, svolítil eilífðarglæta sem ég bæti daglega á ljósmeti hugsananna sem ég les um meðfram vinnunni, hvort mér líkar það betur eða verr, í bókum sem ég hef með í töskunni eins og núna. Svo ráfa ég heimleiðis eins og hús í ljósum logum, eins og brennandi fjósbygging, lífsbjarm- inn stafar af logunum og logarnir af dauða timbursins, harmstola átökin grafast undir öskunni og ég þijátíu og fimm ár á vökva- pressunni að pressa ruslapappír, eftir fimm ár fer ég á eftirlaun og vélin mín blessuð með mér, hana skil ég ekki við mig, er að spara, legg inn á sérstaka bók og við förum saman á eftirlaun því vélina kaupi ég af bögguninni, tek hana með mér heim, læt hana inn milli trjánna í garðinum hans frænda míns, ætla svo, þegar ég verð kominn þarna í garðinn að gera bara einn bagga á dag, en það verður magnaður baggi, heilt minnismerki, þvílíkur smíðis- gripur, í hann skal ég láta alla hugaróra æsku minnar, allt sem ég kann, það sem ég hef tileinkað mér á þijátiu og fímm árum í starfi og aftur starfí, það verður ekki fyrr en á eftirlaunaárunum sem ég fer að gera þennan einasta eina daglega bagga, í tærum innblæstri, úr bókunum sem ég á nú rösklega þijú tonn af heima' hjá mér, það verður engin skömm að þeim bagga, það verður alger draumabaggi, gjörhugsaður, og strax, meir að segja, á meðan ég er að hlaða bókunum og rusla- pappírnum í rennuna, undir eins þá sáldra ég konfettí og glimmer yfir hveija pressun áður en ég lýk við listaverkið því þetta verður orðið hin fegursta listsköpun, einn baggi á dag og svo árleg baggasýning þarna í garðinum og hver einasti gestur fengi að móta sinn eigin bagga, undir minni tilsjón vitaskuld, ýta á græna hnapp- inn og láta fíleflt pressuspjaldið þjappa saman og knosa ruslapappírinn skreyttan með bókum, blómum og öðru drasli sem hver og einn tekur með sér svoleiðis að næmur sýningargestur fái tilkenninguna af því að hafa sjálfur verið pressaður í baggapressunni minni. Og að endingu sit ég heima í rökkrinu, sit á kollinum, keng- boginn eins og ruggustóll, drep kríur þang- að til blautar varirnar nema alveg við hnén og þanneginn tekst mér einmitt helst að blunda. Fyrir kemur að ég sef í þess- ari stellingu fram undir miðnætti, og þeg- ar ég svo vakna og reisi upp höfuðið eru hnén í buxunum rennblaut af slefu, enda ég upphringaður og skriðinn inn í sjálfan mig eins og kettlingur í vetrarkulda elleg- ar viðurinn í ruggustólnum því ég hef al- veg efni á þeim lúxus að vera afræktur, þó ég vitaskuld sé aldrei beint afræktur því ég kýs að vera einn svo hugsanirnar geti búið í einveru minni, óendanleikinn og eilífðin eru hálfpartinn séi-viska mín, líklega hafa bara Óendanleikinn og Eilífð- in þetta dálæti á fólki eins og mér. ÚLFUR RAGNARSSON Vorkomu- ríma Veittu sól í Víkina! Vetrargjólur næða. Taktu pólítíkina til þín, sjóli hæða! Ólm í gróða eyðslusöm offrar þjóðin sóma eltir slóð á ystu þröm með alla sjóði tóma. Orðaræpa eyrun sker á þeim tæpa erli. Óráð hæpin eltum vér oft á glæpaferli. Einsýn trú á E og B er senn búin saga. Illa fúin feyrutré falla nú um daga. Veldur ekki ofurdramb illu hrekkjamori? — Verum þekk sem Ijúfast lamb við Ijósan bekk á vori. Æðstum smiði einum hjá enn mun grið að fínna. Hér við miðin himinblá hann skal friðinn vinna! Höfundur er læknir. MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR IMiður- læging ellinnar Allir bíða og eflaust gleyma að eitt sinn varst þú rösk og sterk Þú getur ekki gert neitt heima með gleði vannstu öll þín verk Sjónin, heyrnin senn er farin svo er líka hugsun sljó. Þú ekkert getur, allt er glatað, ekki heldur vitað nóg. Einum Guði er að treysta ef að lokum svona fer eina vonin eina lausnin er að dauðinn líkni þér Aftur getur ellin verið eins og skáldið forðum kvað friðinn hvíld og fagrar bænir finnur þú á helgum stað svo að lokum lífið kveður líður sehn á hinsta dag unaðs geislum um þig vefur eins og fagurt sólarlag. Höfundur er frá Flatey á Breiðafirði. UM HÖFUNDINN Bohumil Hrabal fæddist 28. mars árið 1914 í tékknesku borginni Brno. Hann las lögfræði og hefur doktorsgráðu í þeirri grein, þó hann raunar hafi aldrei stundað lögfræðistörf né kennslu & því sviði. Réttarfar Tékkóslóvakíu undir yfir- ráðum Hitlers á árum heimsstyijaldarinn- ar seinni og síðan kommúnista frá 1948 gat ekki orðið hans svið. Eins var það raunarframan afmeð bókmenntirnar sem hann lagði stund á þegar í skóla og allar götursíðan. Verkhans fundu Iengi vel enga náð fyrir augum aI- ræðisvaldsins. Fyrsta Ijóðabók Hrabals var gerð upptæk í prent- smiðjunni. Það var árið 1948 og Gottwald og kónar hans komnir til valda. Eftir það liðu 15 ár þar til Hrabal reyndi aftur við bóka- markaðinn. Og það tókst betur því árið 1963 kom út fyrsta smásagnasafn hans: Perlan á botninum. Að vísu höfðu tvær sögur eftir hann verið prent- aðaríkveri handa bók- asöfnurum árið 1956, en þá varð fárra mán- aða þíða í tékkneskum menningarmálum. Mannamál hét kverið og var í takmörkuðu upplagi. Fram til 1963 hafði Hrabal unnið við farandsölu, hjá járnbrautunum, viðmálm- bræðslu í Kladno, póstburð, sem tjalda- maður í leikhúsi og seinast (en ekki síst) við endurvinnslustöð ruslapappírs í Prag. En þegar Perlan hlaut varmar móttökur og ritskoðunin slaknaði kom í ljós að all- an þennan tíma hafði farandsalinn, málm- bræðslumaðurinn, pósturinn, tjaldamað- urinn og ruslapappírspressarinn Hrabal verið sískrifandi og á árunum 1963-68 streymdu ritverkin upp úr skúffu hans í öfugri sköpunarröð sinni. Nýbylgjufólkið í tékkneskum kvikmyndum tók honum fagnandi (enda má segja að jarðbundið hugarflug tékkneskra kvikmynda á þeim árum eigi ætt sína að rekja til frásagnar- máta Hrabals) og Menzel, Némec, Chyt- ilova og fleiri kvikmynduðu sögur hans: Járnbrautir undir smásjá, Perlan á botnin- um og fleiri (nýlega var hér í sjónvarpinu sýnd myndin Lærvirkjar í bandi eftir sögu hans, en sú mynd fraus inni fullgerð árið 1968, þegar Tékkar fengu heimsóknina að austan). Margar sögur hans voru Iíka sviðsettar í leikhúsunum. Árið 1968 fékk hann virtustu bókmenntaverðlaun Tékkó- slóvakíu en síðar það ár komust verk hans aftur á bannlista eftir að gestirnir að austan fóru að taka til hendi. Það bann var þó allt í sköt- ulíki því neðanjarðar komu verk hans út á þessum tíma, jafnvel líka í opinberum útgáf- um, vægilega ritskoð- uð. Fram til 1989 voru útgáfur verka hans erlendis erfiðleikum bundnar. En frá og með því ári hafa þýð- ingar á verkum hans streymt frá útgefend- um hvarvetna um heiminn. Og bækur eru skrifaðar um verk hans. Er skemmst frá því að segja að honum er alls staðar heilsað sem einum mesta sagnameistara aldar- innar. Sumir bera hann saman við Jaroslav Hasek, aðrir kalla hann nýjan Kafka. Enn aðrir fullyrða að hann sé eins og báðir þessir meistarar í einni persónu. En Hrabal er satt að segja engum líkur. Textinn sem hér birtist er fyrsti kafli skáldsögunnar Alveg glymjandi einvera sem nýlega kom út hjá bókaútgáfunni Leshúsi. Sú saga getur vel minnt góðan lesanda á sjálfan Cervantes því sögumað- urinn Hantja er nokkurs konar Don Kí- kóti að því leytinu til að trú hans á bók- stafinn jaðrar við fásinnu, meir en það, hún verður að lokum til þess að hann leggur sjálfan sig í pressuna með gömlum skræðum og fargar sér þannig. En áður hefur hann þó náð að segja lesandanum á 150 blaðsíðum frá öllum þeim hrolli og allri þeirri dýrð sem jarðlífið hefur að bjóða. í þessari skáldsögu eys Hrabal ótæpilega af þekkingu sinni á kjörum ruslapappírspressarans, enn sem fyrr er getið vann hann þau störf sjálfur um árabil. Bohumil Hrabal. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. MAÍ1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.