Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.10.1992, Blaðsíða 5
_hW érh' íaéii Wíitírn/'í'!faéþlé^4 9 ljósái fjarlægð. Stærri sólin (A) er um 25 sinnum bjartari en Sólin, 1,8 sinnum breiðari kúla en hún og 2,35 sinnum massameiri. Síríus A er bláhvít að lit, heitari (10.000°) en Sólin og lifír um það bil tíu sinnum skemmri tíma en hún því að stjarnan eyðir vetnis- birgðum sínum mun hraðar en Sólin. Minni stjarnan er daufur hvítur dvergur (B). Þeir eru litlir og heitir hnettir (á stærð við Jörð- ina) sem verða eftir er meðalsólir „deyja“ og missa við það hluta af massa sínum. Sá hluti þeytist út í geiminn (ein tegund geim- þoka) en það sem eftir er af efni þjappast saman í mjög þéttan og heitan hnött. Síríus B er um 9.000° heit á yfírborðinu og er birta hennar aðeins tíuþúsundasti hluti af birtunni frá Síríusi A en eðlismassinn (þétt- leikinn) er slíkur að stykki á stærð við eld- spýtustokk vegur um 1.000 kg. í tvistimum eins og Síríus-parinu og þrí- stirnum eins og í Alfa Kentár og Pólstjörnu- fjölskyldunni, snúast sólirnar um sameigin- legan þyngdarpunkt, eins og áður segir. Svo virðist sem slík pör eða fleirsólir séu mjög algengar, jafnvel svo að stakar sólir eins og okkar era fremur undantekning en regla. Aðrar sólir í nágrenni okkar eru t.d. Wolf 359 (sést í Ljóninu), ákaflega lítil og dauf sól, Lalande 21185 (sést í Stóra bimi) og Prókýon (Alfa Litli hundur) en hún er tvístirni í 11 ljósára fjarlægð, líkt og fram kom áður, og er stærri stjarnan gulhvít og 7 sinnum bjartari en Sólin. Við skreppum líka framhjá Vegu i Hörp- unni (Alfa Harpa). Hún heitir Blástjaman á íslensku og er mun massameiri en okkar Sól, um 58-falt bjartari, bláhvít vegna hás yfírborðshita (10.000°) og telst í 27 ljósára fjarlægð frá Jörðu. Stjaman er þrefalt massameiri en Sólin og um 3,2 sinum meiri að þvermáli en hún. Þar er að sjá dökk- leitt, dimmt og disklaga ský utan um sól- ina. Að öllum líkindum er um að ræða ungt sólkerfí í mótun. Andstæða Vegu er Míra (í Hvalnum). Hún er gömul stjama að nálgast „andlát- ið“, um tvöfalt massameiri en Sólin. Hún minnkar og stækkar með um 330 daga millibili, eykur þá ljósafl sitt nærri 250-falt (miðað er við sýnilegt Ijós) og um leið tvö- faldast þvermál hennar. Stjaman er rauð og fremur köld á yfírborðinu, aðeins um 2000° en hitastigið sveiflast í takt við þver- málsbreytingarnar. Raunar er Míra eins og hjarta sem slær. DUMBRAUÐ AF ELLI Þessu næst bregðum við okkur framhjá einni af allra umfangsmestu sólum sem við þekkjum. Hún heitir Betelgás og telst til stjömumerkisins Óríons (Alfa Óríon). Við vitum auðvitað að engar stjamanna í merk- inu eiga í raun samleið með Betelgás. Bet- elgás er í 550 ljósára fjarlægð en t.d. Rígel (SÓríon, lesið Beta Óríon), sem er líka björt stjarna, er í 800 ljósára fjarlægð og engin „tengsl“ þeirra í milli. Betelgás er 10.000 sinnum bjartari en Sólin að meðaltali en er breytistjarna og nær birtan að sveiflast þannig að hún er á bilinu 7.600 til 14.000 sinnum bjartari en Sólin og líða um 5,7 ár milli birtuhámarka. Betelgás var bláhvít, ofsaheit risasól, um 20 sinnum massameiri en Sólin. Slíkar sólir era afar fljótar að eyða miklu af vetnisbirgðum sínum. Þær lifa aðeins í um 10 milljónir ára en ekki í 10 milljarða eins og Sólin! Núna, þegar langt er liðið á ævi hennar, hefur hún stækkað og kólnað, liturinn er nú dumbrauður, og er stjaman að meðaltali um 700 sinnum breiðari en Sólin en að sama skapi gisin eða með öðram orðum þéttleiki efnisins í ytri loftlögum er afar lítill. Væri miðja hennar þar sem Sólin er væra allar reikistjömum- ar, frá Merkúr langleiðina til Satúrnusar að telja, innan í Betelgás! Lágur yfirborðs- hitinn stafar af því að yfírborðið er feikna- mikið og orka á flatareiningu, þótt mikil sé, ekki meiri en svo að hitinn á yfírborði sólarinnar nær um varla 3000° að meðal- tali en yfírborðshitinn sveiflast með stærð sólarinnar í fyrrgreindri birtusveiflu, rétt eins og þvermálið. Ef Míra lítur út eins og stórt hjarta sem slær, þá er Betelgás enn tröllslegri, þótt lengra líði að vísu milli „slaga“ hennar en Míra. Þegar hér er komið sögu eram við, hvað sem öllum krókaleiðum líður, langt komin á leið til Pólstjömunnar. Langt handan hennar, í 1500 ljósára fjarlægð, sjáum við björtustu stjömuna af þeim er við sjáum án sjónauká af Jörðu niðri. Þá er auðvitað miðað við raunveralegt birtustig (reyndar birtuna) en ekki týruna sem við sjáum alla leið frá Jörðinni (sýndarbirtuna). Stjarnan heitir Deneb (Alfa Svanur) og er 60.000 sinnum bjartari en Sólin og stór, heit og massamikil eftir því. Hún skipast meðal stjama með mesta mögulega massa og er Satúrnus séður frá Voyager 1. Myndin er samsett og sjást því líka nokkur tungl- anna. Díóna er fremst. Tethys og Mímas eru neðan hringanna, efst til vinstri sjást Enkladus og Rhea en allra efst glittir í stærsta tunglið, Titan. (Ljósm: NASA/JPL) líka með heitustu sólum (allt að 20.000° á yfírborðinu). Reyndar er til enn massameiri sól en Deneb. Hún sýnist ekki bjartari en Deneb vegna 3700 ljósára fjarlægðar. Þetta er Eta Carinae, um 100 sinum massameiri en Sólin. BREYTISTJORNUR Margar sólstjömur breyta ljósafli sínum, ýmist reglulega, óreglulega, oft, sjaldan eða aðeins einu sinni. Einn flokkur slíkra stjama kallast breytistjörnur. Breytistjörnum er síð- an skipt í nokkra undirflokka svo sem sef- íta, RR-Lyraae-stjörnur og T-Tauri-stjörn- ur. Aðrar stjömur sem skína með breyttri birtu era tifstjörnur og blossastjörnur (t.d. nóvur og súpemóvur). Sumar stjömur í þessum undirflokkum eru kenndar við til- teknar fyrirmyndir, t.d. sefítarnir og stjöm- ur af gerð RR Lyae-gerð. Þær síðamefndu era risastjörnur sem auka birtu sína tvö- til þrefalt, oft með hálfs dags millibili eða svo. Þær era kenndar við stjörnu eina í Hörpunni (Lyrae á latínu). Sólir af T Tauri- gerð era sýnilega sólir á bemskuskeiði, kenndar við stjörnu eina í Nautinu (Tauras á latínu). Míra-stjömur era breytistjömur kenndar við sólina Míra í Hvalnum sem áður var um getið. Stórkostlegastar stjarna með breytilegu ljósmagni eru nýstirnin (nóvumar) og þó einkum sprengistjörnurnar (súpernóvurnar) því að í þeim era hamfarirnar og birtubreyt- ingar ævintýralegar. Nýstirni verða mjög björt. Er talið að þau séu allar tvístimi þar sem önnur sólin er stór en hin lítil en massa- mikil sól, þ.e. hvítur dvergur, í lítilli fjar- lægð frá þeirri stóru. Dvergurinn togar til sín vetni úr hinni uns nóg efni hefur safn- ast til hans og stjaman verður óstöðug með þeim afleiðingum að vetnið blossar upp. Menn hafa fylgst með 18 nóvum (nóva þýð- ir í raun nýstirni) í Vetrarbrautinni á árabil- inu 1975-1985 og hafa þær aukið birtu sína allt að hundrað þúsund-falt. Nóvur blossa oft upp á löngum tíma. Sprengistjörnur (súpemóvur) era til af tveimur gerðum. Onnur er skyld nóvum nema hvað blossinn er miklu ægilegri og stjömuparið massameira en þegar um nóv- umar ræðir. Hin gerðin er ummerki ógnar- legra endaloka massamikilla sóla; ein feiknasprenging og birta sem svarar til ljós- magns frá heilli vetrarbraut. Má segja að þama deyi sól með ægiblossa. En tifstjörnurnar örsmáu era lika sér- kennilegar, einkum vegna ótrúlega mikils eðlismassa. Ein matskeið af tifstjörnuefni getur vegið allt að milljarði tonna! En þær vekja líka athygli stjörnufræðinga vegna hins ofsahraða snúnings á öxli. Þær geta jafnvel snúist 10-30 hringi um sjálfar sig á einni sekúndu. Við það blikka þær ótt og títt. Tifstjörnur verða til þegar sumar sprengistjörnur blossa upp, og þá úr innri hluta þeirra við ofursnögga samþjöppun. Myndast þá hnettir með aðeins nokkurra tuga kílómetra þvermál en massa á borð við Sólina (mynd 59). Á leiðinni til Pólstjörnunnar skulum við fara yfír dæmi um æviferla sóla með mis- munandi massa. Við geram ráð fyrir því að þær myndist allar á sama hátt: Þéttist úr hluta geimþoku er hefur aðallega að geyma vetni og helíum en auk þess tugi annarra framefna í litlum mæli. Þéttingin verður vegna þyngdarkrafts er verkar milli misþungra massa í þokunni og vegna snún- ings þeirra um massamiðju hennar. Fleira kann að koma til svo sem öflugar stjömu- sprengingar (súpemóvur). Á ákveðnu stigi í þéttiferli framsólar nær hiti og þrýstingur í iðram hennar ákveðnu marki og kjama- samrani getur hafist. Þá breytist eitt fram- efni í annað og orka verður til; fyrst breyt- ist vetni í helíum. Það er svo massi sólarinn- ar sem ræður því hve hratt vetnið eyðist og hve hár yfírborðshitinn er og þar með hvemig hún er á litinn. Massamiklar sólir era skamma hríð á vetnissamranastiginu en massarýrar sólir lengi. Massamiklar sólir eru gulhvítar, hvítar eða bláhvítar að lit en massaminni sólir gulleitar eða rauðleitar meðan þær era á umræddu meginskeiði ævinnar. ÆVIÞRIGGJA SOLA Veltum þá fyrir okkur ævi þriggja sóla. Ein er álíka massamikil og Sólin, gul að lit, önnur er um 12 sinnum massameiri en Sólin, hvít að lit, og loks er það risinn í hópnum: Bláhvít sól, 50 sinnum massameiri en Sólin. * Fyrsta sól breytir vetni í framefni í 5-10 milljarða ára. Hún er um 12.000.000° heit í kjarna. Orkunni geislar frá henni með rafsegulbylgjum, aðallega sýnilegu ljósi, útfjólubláu ljósi og innrauðu ljósi (hitageisl- un). Þegar nú 10-15% af vetninu í kjarnan- um hefur breyst í helíum, sem allt er varð- veitt þar, færist þessi kjamasamruni í skel utan um hann en sjálfur kjarninn tekur að minnka vegna þyngdarkraftsins. Það gerist vegna þess að vetnissamraninn er hættur þar, þrýstingur út á við af hans völdum er enginn en þrýstingur efnisins utan kjarn- ans, inn á við, er gífurlegur. Vetnissamran- inn utan kjarnans veldur því hins vegar að sólin tútnar út, stækkar nokkuð, en yfírborð- ið kólnar og verður rauðgult. Samdráttur kjarnans hækkar hitann þar. Enn stækkar sólin og roðnar meðan þessu fer fram. Þeg- ar hitastig kjamans hefur náð 50.000.000° markinu blossar helíumsamruninn upp með miklum tilþrifum; nú breytist helíum í kol efni í kjamanum og vetni heldur áfram að mynda helíum í skel þar utan um. Sólin þenst út og roðnar enn meira og getur nú verið 100-200 sinnum meiri að þvermáli en hún var á meginæviskeiðinu. Á þessu stigi sveiflast stærð, birta og yfírborðshita sólarinnar, líkt og lýst var áður þegar Míra átti í hlut. Þessi sól getur ekki náð því hitastigi í kjarna að kolefni breytist í súrefni. Til þess er kjarninn hvorki nógu stór né stjarnan nógu massamikil. Helíumsamruninn hættir því eftir einhverjar ármilljónir en samdrátt ur kjamans stöðvast þegar frumeindir efn anna í honum liggja orðið þétt saman. Þá er hann orðinn á stærð við jörðina og eðlis- massinn af stærðargráðunni hundrað kíló- gramma hver rúmsentimetri. Heildarmass- inn getur mest verið 1,4 sinnum meiri en massi Sólar. Lofthjúpur sólarinnar utan kjarnans held ur alltaf áfram að þenjast út, vetnissamran inn er líka úr sögunni og brátt er orðið tóm milli kjarnans og kúlulaga þokulags (hring- þoka). Þessi svonefnda hringþoka er m.a, úr vetni, helíum, kolefni, súrefni og nitri Efnið þýtur burt út í geiminn, þokan dofnar situr heitur kjaminn (9.000-10.000°) og er orð- inn að hvítum dverg sem kólnar upp frá æssu uns hann verður svartur og óvirkur massi, nema hvað hann verkar með þyngd- arkrafti á aðra massa. Svona verður veg- ferð Sólarinnar eftir 4-5 milljarða ára en Míra verður þá aftur á móti löngu orðin að hvítum dverg og hringþoku. Reyndar eru nokkur atriði þessa ferils óljós en megin- drættimir era eins og hér er frá greint. * Önnur sólin er miklu röskari við vetn- issamrunann í kjarna sínum en sú fyrsta. Á nokkur hundraðum milljóna áram (í stað fáeinna milljarða) er allt komið á svipað stig og í massaminni sólinni sem lýst var hér á undan: Vetni breytist í helíum í skel utan við kjamann en í honum breytist kol- efni í súrefni við 50.000.000° hita. Eftir alllangan tíma hefur hiti innst í kjama sólar- innar hækkað upp í 100.000.000°, þá hefst þar samrani súrefnisframeinda og til verður framefnið magnesíum en þar utan um er áfram skel með kolefnisamrana í og enn utar með vetnissamrana. Meðan hitastigið getur hækkað í sólinni myndast þar æ þyngri framefni í kjamanum, magnesíum myndar kísil og kísill getur orðið að jámi. Því þyngri framefni er sameinast þeim mun skemmri tíma stendur samranaferlið. Á meðan nýju framefnaskeljamar myndast stækkar sólin eins og hin og roðnar sífellt. Hún verður smám saman að rauðri risastjömu, mörg hundrað sinnum meiri að þvermáli en Sólin okkar. Jámið er safnast fyrir í kjamanum verð- ur óstöðugt þegar hann dregst saman og hitnar. Það myndar ekki þyngri framefni og orku, heldur tekur það til sín orku, sundr- ast og myndar helíum. Um leið verður svo- kallað þyngdarhran, kjaminn dregst snöggt saman. Mikil stöðuorka losnar, hiti snögg- hækkar og þrýstingur vex ótæpilega. Rót- eindir og rafeindir þrýstast saman og verða að óhlöðnum nifteindum. Þær þjappast sam- an uns upphaflegi sólkjaminn er af stærð- argráðunni 10-30 km í þvermál! Samtímis verður til ofboðsleg höggbylgja sem berst frá kjamanum út í lofthjúp sólarinnar og mikil orka losnar. Við það blossar stjarnan upp sem sprengistjama af gerð II eins og það kallast og þeytir loftögnum út í busk- ann í hrikalegri sprengingu. Hitinn hækkar upp úr öllu valdi, í milljarða stiga, og þung framefni verða til úr léttari framefnum, t.d. þungmálmar eins og gull. Birtan magnast tugmilljón- eða hundraðmilljónfalt á einni sekúndu eða svo. EINN RUMSM. ER MILLJ- ÓNIRTONNA Hvíta nifteindastjaman (tifstjaman, sbr. hér að framan) er eftir verður snýst ofsa- hratt um öxul sinn og er svo þung í sér að einn rúmsentimetri vegur milljónir tonna enda er 1,4 til 3 sinnum meiri massa en er í okkar Sól þjappað í þennan örsmáa hnött! Við blossann mikla þeytist lofthjúpurinn burt sem óreglulegur en lýsandi þokumökk- ur úr rafgasi. Þannig fyrirbæri getum við séð í 10.000 ljósára fjarlægð frá sólkerfi okkar: Krabbaþokuna í Nautsmerkinu (mynd 61). Þar sprakk svona sól árið 1054 (eða réttara sagt, hún sprakk 10.000 áram fyrr en jarðarbúar sáu hana þetta ár). Talið er að svona endi ein sól ævi sína á hveijum 50 áram í sjáanlegum hluta Vetrarbrautar- innar. Ritaðar heimildir greina frá atburð- um, þar sem fjarlægar stjömur taka allt í einu að lýsa betur en björtustu stjörnumar á hinum venjubundna kvöldhimni, t.d. árin 1575 og 1604. Oftast sjást sprengistjömur aðeins í stóram sjónaukum vegna mikillar fjarlægðar frá okkur. Nýlegasta dæmið um súpernóvu er stjaman sem sprakk árið 1987 í lítilli fylgivetrarbraut okkar (stóra Magell- anskýinu; önnur af tveimur slíkum), í 170.000 ljósára fjarlægð. Hún sást naum- lega sem afar daufur blettur með berum augum. Af þeim sólum sem nefndar hafa verið hér að framan má búast við að Betelgás springi, segjum innan 10.000-20.000 ára. * Þriðja solin lifír þeirra styst, ekki nema nokkrar milljónir ára. í henni tekur eitt samranastigið við af öðra, sólin verður allt að 1000-1500 sinnum meiri að þvermáli en Sólin, sem rauður stórrisi, en kjarninn hrynur loks snögglega saman (á ,jámstig; inu“), líkt og greint var frá hér á undan. í stað nifteindastjömu myndast enn furðu- legra fyrirbæri úr kjarnanum um leið og ytri loftlögunum er þeytt út í buskann. Sprengistjarnan er þar blossar upp marg- faldar birtu sína þúsund milljón-falt! Höfundur er jarðeðlisfræðingur. Millifyrirsagnimar eru blaðsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. OKTÓBER 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.