Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 3
m ra [§] n qb n m b h [oi n m a © Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan „Kona við spilaborð", málverk eftir Finn Jónsson frá 1925. Þessi magnaða og margbrotna mynd varð eftir úti í Þýzka- landi, þegar Finnur fiuttist heim til íslands og enginn vissi fyrr en löngu síðar, að frægur safn- ari hafði keypt hana og síðar gefið Listasafni Yale-háskólans í Bandaríkjunum, þar sem hún 10O ár Á morgun á Finnur Jónsson aldarafmæli og er elztur íslenzkra listamanna. Af því tilefni lítur blaðamaður Lesbókar yfir feril hans, einkumpýzkalandsárin, en á þvf tímabili varð hann fyrstur íslendinga til að sýna kúbiskar og raunar alveg abstrakt myndir, sem þá heyrðu undir frarnúrstefnu. Jörmundur Ingi er einn þeirra, sem tekið hafa trú forfeðranna og blóta Óðin og Þór. Á bak við það er ákveðin trúarheim- speki, sem hann útskýrir í viðtali við Þorra Jóhannsson. Keflavíkur hefur verið skráð að hluta, 1. bindi er kom- ið út. Hér er gripið niður í bókina, sem Bjarni Guðmars- son, sagnfræðingur hefur skrifað og segir þar frá Sig- þrúði Jónsdóttur, sem bjó þar og eignaðist mörg börn á 20 ára tímabili, og svo því hvernig hún var flæmd þaðan af yfirvöldum. EINAR BENEDIKTSSON í Dísarhöll (Queen's Hall í Lundúnum) Bumba er knúð og bogi dreginn, blásinn er lúður og málmgjöll slegin. Svo glatt er leikið aí gripfimum drengjum sem gneistar kveikist af fiðlunnar þvengjum. Og hljómgeislinn titrar, án ljóss og án litar, ljómar upp andann, sálina hitar og brotnar í brjóstsins strengjum. Allt hneigir og rís fyrir stjórnanda stafsins, sem straumunum vísar til samradda hafsins, sem hastar á unn þess, sem hljómrðtið magnar, sem hrærir hvern brunn þess til róms eða þagnar. Hann vaggast í liðum með list og með sniði og leikur hvern atburð á tónanna sviði, svo augað með eyranu fagnar. — — / básúnum stynur nú stormsins andi qg siórgígjan drynur sem brimfall á sandi. I trumbu er bylur með hríðum og hviðum, í hörpunni spil af' vantaniðum. Og hljómarnir kasta sér fastar og fastar í faðma saman sem bylgjur rastar, er sveifiast í sogandi iðum. — — Svo kyrrir og hægir í sömu svipan, og sjóina lægir nú tónsprotans skipan. Loftsvanir fiýja með líðandi kvaki frá lagargný — með storminn á baki. En strengur er hrærður og bumbur bærðar, sem bára kveði sig sjálf til værðar, og andvarinn andvörp taki.----- Ég kætist. En þrá ég ber þó í barmi syo beizka og háa, rétt eins og ég harmi. Ég baða minn hug af sora og syndum við söngvanna fiug yfír skýja tindum. Og þó er sem kvíði og þraut mér svíði og þorsti svo sár um hjartað h'ði við teyg hvern af tónanna lindum. — Því veldur mér trega tónanna slagur, sem töfrar og dregur og er svo fagur? Ég veit það og finn, hvers sál mín saknar. Söngvanna minning af gleymsku raknar. Ómur a/ lögum og brot úr brögum, bergmál frá ævinnar Hðnu dögum, af hljómgrunni hugans vaknar. Samt fagna ég. — Pípari, fannstu til mæði? Fiðlari, grípþú í minnisins þræði! Strengdu þá hátt og strjúk, svo að hljómi, stilltu þá lágt, svo að grunntónar ómi. Lát hækka og stríkka, lát hreinsast og prýkka, því hvað má sjónina dýþka og víkka sem hljóðbjarmans huliðsljómi? Lát hljóma, — svo þrái ég horfnar stundir, svo hjartað slái og taki undir og trega ég finni í taugum og æðum af týndri minning og glötuðum kvæðum, svo hrífist ég með — og hefjist í geði. Mín hæsta sorg og mín æðsta gleði, þær hittast í söngvanna hæðum. Einar Benediktsson fæddist á Héðinshöfða á Tjörnesi 1864 og lézt í Herdísarvík 1940. Hann nam lögfræði, var ritstjórí pg skáld og beitti sér fyrir nýtingu ísl. auðlinda. Rabbgrein Hannesar Péturssonar hér að neðan fjallar um Ijóð Einars, I Dísarhöll. B B J.S. Welhaven (d. 1873) var eitt af höfuðskáldum Norðrrianna á 19. öld. Fyrir nærri því fjór- um áratugum eignaðist ég rit- safn hans, þrjú væn bindi. Skólabróðir minn í Reykjavík, Magnús Þórðarson, síðar framkvæmdastjóri, færði mér þau að gjöf í vináttuskyni. í þá daga áttum við oft tal saman. Nú er Magnús Þórðarson allur. Hann var fjölvís maður og ritfær í bezta lagi. Stundum í seinni tíð birtust pistlar eftir hann hér á þessum stað í Lesbók Morgunblaðsins. í ritsafni Welhavens kynntist ég meðal annars kvæði sem heitir Symphoni. Skáldið tók það upp í bók sem var gefin út árið 1860. Ég les aldrei þetta kvæði syo, að mér komi ekki í hug annað og yngra kvæði, / Dísarhöll eftir Einar Benediktsson, frum- prentað 1904. Verkin eru eðlisskyld að sjálf- sögðu, vegna þess að í þeim báðum er ort um symfóníska tónlist, en varla getur samt verið að hending ein ráði því hve tiltekin atriði eru þar keimlík innbyrðis. Jafnvel bergmála sumar línur í kvæði Einars línur í kvæði Welhavens. Upphafið til að mynda: „Bumba er knúð og bogi dreginn" — „Brus- ende Toner af Tuber og Strenge". Og fyrstu fjórar línur 5. erindis í kvæði Einars, eru sem ftjálsleg endursögn á fyrra helmingi 4. erindis í kvæði Welhavens. Ennfremur er niðurlag beggja kvæðanna af einni rót, að hljómarnir lyfti sál manns í hæðir: „Mín hæsta sorg og mín æðsta gleði/, þær hittast í söngvanna hæðum" — „ ... nu, i Fuldend- elsens lysende Dragt,/ Længselens Syn er af Toner oprundet". Kvæði Welhavens er fimm erindi, átta línur hvert. / DísarhöII er lengra, átta er- indi, hvert sjö línur, og hljóðfall þeirra nokk- II Tónanna slagur a uð annað. Hins vegar er kveðandin í Symph- oni mjög lík því sem víða getur að finna í skáldskap Einars Benediktssonar, en það er annað mál. Ég neita því ekki, að mér finnst sem Einar hafi í kvæði sínu samið tilbrigði við stef, eins og það nefnist í tónlist, lagt út af Symphoni Welhavens. Ef til vill kunni hánn það kvæði utan að í stærstu dráttum, geymdi það innra með, sér, eða þá hann hafði gripið í að snara því á íslenzku. Þessu getur að líkindum enginn svarað. Eitt er víst, að Einar Benediktsson orti kvæði um hljómlist sem hefur verið margrómað og var vissulega mjög nýstárlegt hér á landi. Það er einnig víðfeðmara, dýpra og sjónrænna en kyæði hins norska meistara. Öðrum skal látin eftir nánari samanburðarfræði. En vitna má þó til orða Steingríms J. Þorsteins- sonar í rækilegu æviágripi Einars (1952), að varla nokkurt íslenzkt ljóðskáld hafi áður „lýst hljómlist og áhrifum hennar á sig nema Matthías Jochumsson í Söngtöfrum". Og einn ritdómarinn skrifaði fjálglega á sínum tíma, að í kvæðinu lýsi skáldið „áhrifum tónanna á mannssálina, og svo snilldarvel með jafntorvelt efni farið, að vér efumst um að E.B. hafi ort öllu betra kvæði yfir-r leitt. Og ekki munum vér eftir nokkru kvæði á íslenzkri tungu um þetta yrkisefni, er lík- ist því eða komist í námunda við það". Valgerður Benediktsson, kona Einars, segir í endurminningum sínum (1942), að kvæðið / DísarhöII hafi sprottið af því, að þau hjónin fóru á hljómleika í Queens Hall í Lundúnum og heyrðu þá m.a. forleik 3. þáttar Lohengrins eftir Wagner. Svo er að skilja sem það verk yrði tilefni kvæðisins. „Einar hafði aldrei heyrt þessa óperu fyrr og varð stórlega hrifinn." Og hún bætir við: „Lýsingin á flutningi tónverksins í heild og tónum mismunandi hljóðfæra í upphafi kvæðisins er í rauninni enn merkilegri, þeg- ar þess er gætt, að Einar hafði fremur litla menritun í tónlist yfirleitt, þar var hann fremur þiggjandi en veitandi, en smekkur hans var engu að síður furðu óbrigðull." Vera kann að einhver fróður lesandi velti vöngum yfír „tónum mismunandi hljóð- færa", en út í það skal ekki farið. Forleikur Wagners að 3. þætti Lohengrins er stuttur (tekur um hálfa fjórðu mínútu í flutningi). Hann er bæði tignarlegur og hljómmikill, en / Dísarhöll leiðir samt ekki hug manns mikið að honum, þannig að kvæðið lýsi „flutningi tónverksins í heild". Erindi Einars benda óneitanlega til sym- fónískrar hljómlistar sem er yfirgripsmeiri en þetta fræga „Vorspiel", benda til tónlist- ar sem er skyld þeirri er Welhaven hafði í huga þegar hann orti Symphoni, hver sem hún nú annars var. Tilefni þess að Einar orti / Dísarhöll getur jafnt fyrir það verið, að hann heyrði forleik Wagners fluttan í Lundúnum. Tilefni er annað en djúp undir- rót. Þótt hið fræga hljómlistarkvæði Einars Benediktssonar sé ef til vill ekki jafn frum- legt, innst inni, og ýmsir virðast halda, var það mjög nýtt hér á landi þegar það birtist fyrst, eins og áður sagði. Raunar hefur lítið ryk fallið á það síðan, þrátt fyrir allt og allt. Og þetta er áreiðanlega fyrsta íslenzka kvæðið sem ort hefur verið til lofs og dýrð- ar symfóníugarginu. Eg man svo langt, að öll æðri tónlist, hvers eðlis sem hún var, kallaðist í munni flestra garg, symfóníug- arg. Og þau óhljóð þráði maður og elskaði. Sú árátta hefur lítið lagázt með aldrinum. Symfóníugargið á íslandi hófst eiginlega þegar Ríkisútvarpið var stofnað árið 1930, góðu heilli, sá ómetanlegi „háskóli heimil- anna". Fáum stofnunum á maður jafn margt að þakka sem þessu útvarpi; þó er sífellt verið að skamma það, stundum með réttu, en oft af óviti. Mætti ýmsilegt um það allt segja. I Dísarhöll birtist í einu Reykjavíkurblað- anna liðlega aldarfjórðungi áður en Ríkisút- varpið byrjaði að húðstrýkja þjóðina með útlendri hljóðfæratónlist. Og svo enn betur skiljist hve kvæðið var snemma á ferð, má nefna að fyrsta hljómsveit á íslandi, Hljóm- sveit Reykjavíkur, var stofnuð 1921. Þótt skrýtið sé, hefur mér virzt að sumir sem forsmá symfóníugargið lesi þetta kvæði Einars Benediktssonar með hinni mestu velþóknun, eins og þeir finni ekki að þar er Iofsungið það sem þeir í raun fyrirlíta. Vegir lesandans eru órannsakanlegir. Oft heyrist rætt um tæknibyltingu sem móti nú allt líf íslendinga. En fleiri bylting- ar hafa rótað upp í þjóðlífinu gamla. Ein hin göfugasta þeirra er tónlistarbyltingin. Hún hófst hér á fyrri hluta 19. aldar og stendur enn! I DísarhöII er frægasti vitnis- burður þess í ljóðagerð þjóðarinnar, að hin mikla tónlist heimsins hafi náð eyrum fs- lenzks manns. HANNES PÉTURSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 14. NÓVEMBER 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.