Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 2
Mynd: Magnús Sigurðarson
Tvö tilbrigði við gamalt stef
HÚSAMEISTARISEMUR BRÉF M. Ó. L.
Minnisvarði óþekkta
lesandans. Úr hvaða
efnivið var hann sniðinn,
hvar var hann reistur og
af hverjum? Voru
höfundar hans ólæsir
menn sem lofsömuðu
forréttindi hinna læsu...
Eftir SINDRA
FREYSSON
y' lundarhúsagerð veitir mörgum vinnu, húsameistarinn er ég.
Verkamönnum mínum þurfti ekki að greiða laun, þeir röt-
uðu aldrei úr eigin smíði. Um lágnætti fyrir viku varð mér
ranglað inn í húsið og studdist við kort er byggir á daufgerð-
um veggmyndum á fjórða hverju horni. Ég sveiflaði skriðbyttu og
leitaði sífellt innar sökum aðdáunar minnar á einstæðri hönnuninni.
Geislinn þvarr æ meir, enda rangalarnir langir. Þetta olli mér engri
sérstakri hugarvíl, í áfangaleysinu fólst ákveðin fró. Ég sparkaði í
beinagrindur sem lágu á stangli, þrautnagaður lærleggur endaseptist
undan mér með skarkala er rauf þögnina, hæli þessa flóka. Hólfað
rýmið vakti mér þó ugg að endingu. Kannski vegna ókunnugleika
míns andspænis rökvísi öngþveitisins. Ég sneri einbeittur við og ætl-
aði kvöldgöngu minni lokið, en komst brátt að því að svo innarlega
var kortið marklaust. Einhver eða éinhveijir höfðu afmyndað og breytt
táknunum, sum staðar málað afkáralegar myndir yfir kennileitin.
Hefnd smiðanna, kom mér umsvifalaust til hugar. Þeir höfðu ekki
eytt banvænum villum sínum til einskis. Brátt tók ég að hlaupa við
fót, lokaðir botnlangar og dimm skot æddu við hlið mér og mót í
ærandi hringiðu réttra horna og samhverfa. Höfuðókostur symmetr-
íunnar felst einmitt í reglu hennar; enginn ratar um spegilmyndir,
einkum þegar frávikin eru til staðar en lítt greinanleg í ótölulegum
fjöldanum. Meira að segja í rétthyrndu hnitakerfi umhverfast allir
pólar þegar spegilmynd heldur yfir miðpunkt ásanna tveggja. Ég
hafði aukinheldur gleymt öllu um lögmál völundarhúsa, og breytti
raunar litlu: Byggingin var teiknuð meðvitað til að hafa slíkar formúl-
ur að engu. Þegar æðinu linnti hélt ég mig stefna að miðju, gat samt
ekki sannreynt hugboðið, en mynd og mynd vöktu minningar og
hálffylltu mig falskri öryggiskennd. Byggingarlagið var óbreytt ásýnd-
um, og ég hafði enga tryggingu fyrir því að hin nýju tákn væru ekki
tví- eða þrítekin í tælingarskyni, eða að minnið gerðist móttakandi
fyrir Iiðnar sýnir. Þegar ég gekk fyrir eitt hornið opinberaðist því
sem næst hjarta hússins - kjaminn sem allar krókaleiðirnar gengu
út frá eins og greinar. Síðasta skíma luktarinnar lék um ævagamlan
mann sem ég hafði aldrei áður séð og sat við hátt borð. Hann var
glæsibúinn á líkan máta og ég sjálfur, og þó ósennilegt megi virð-
ast, veitti hann komu minni. enga athygli. Hann fletti bók með svo
fjarrænni mýkt að hann hlaut að vera blindur. Þegar hann lyfti
hæruhvítu höfði, eins og til að hlusta eftir vélardyn, slokknaði ljósið
í hendi mér og myrkva brá á allt. Þetta bar fyrir mig sem í leiðslu
eða gamalli bók - ég hafði heyrt stefið áður. Eg þreifaði í ákefð um
rofann og rafundrið gerðist, í nokkur sekúndubrot lýsti peran. En
vistarveran var auðn og tóm - eða hafði ég undið mér í fátinu og
lýsti inn í mótlægt herbergi? Ég ætlaði að snúast á hæli, en myrkrið
yfirbugaði á nýjan leik glætuna, nú var vonlaust að reyna að kveikja.
Ég hrópaði lengi en aðeins hverfandi bergmál raddarinnar virti mig
svars.
Síðan ég villtist er liðin vika, eins og áður sagði, en ég veit þó
ekki hvort að mark sé takandi á tímaskyni mínu, áður fyrr var það
frekar skeikult og völundarhús storka öllum klukkum. Eg hef ekki
satt hungur mitt né þorsta, samt finn ég ekki lengur til líkamlegra
óþæginda. Fyrir nokkrum dögum rakst ég á dyr í dökkum afkima
og taldi mig hafa fundið undankomuleiðina. Ég get sagt þér í trúnaði
að einungis einn útgangur var settur á húsið. Dyrnar brutu í bága
við lögfestan uppdrátt og opnuðust inn i annað völundarhús og síst
minna en hið,fyrra. Ekki 'oætti úr skák að undir því rými sem sjáan-
legt var léku skuggar, eins og vistaverurnar væru á stöðugri hreyf-
ingu í hvolfmu. Ég hætti mér ekki þangað sem hvergi er á teikning-
um, en hef dvalið við þröskuldinn síðan og gert að dægradvöl að
reikna út líkindin á að stærra húsið búi yfir leiðinni út. Þetta er fá-
nýt iðja. Vöntunin fylgir næsta víst strangleika hefðarinnar, það sem
einu sinni er ófmnanlegt og ófáanlegt verður það alltaf. Mér þætti
gaman að fá félagsskap og þú ert ævinlega velkominn. A meðan bíð
ég í þessu skipulagi kolkrabba, hnepptur í eigin sköpun og fínn að-
eins grun læðast að eins og koss nár finnur á enni sér. Taktu vin
þinn með.
Mannaður veðraloftbelgur greindi hvíta depilinn fyrstur
allra eftir atburðinn sem sögulokin innsigla. Fugl?
spurðu færslubækur en svöruðu ekki spumingunni
af trúnaði við nákvæmni vísindahyggjunnar. Þessi
leiksoppur látlausra og aðskildra veðrabrigða - sem
virtist þó eiga sér sjálfstæðan vilja - hvarf þeim áður en nokkur
niðurstaða fékkst. Ögnin kom aldrei svo nærri að hægt væri
að endurskapa form hennar með tölvurissi, þar af leiðir var
ögnin svo fjarri að ómögulegt var lesa heila setningu út úr glund-
roða textans sem lá auk þess falinn af litum. Því á deplinum
voru textabrot, og hann var málaður vandvirknislega í litum sem
regnboginn gæti vart ímyndað sér. Leiða má líkur að því að hér
hafi verið um minnisvarðann að ræða, og verður hann ekki lesinn
í bráð.
Minnisvarði óþekkta lesandans. Úr hvað efnivið var hann
sniðinn, hvar var hann reistur og af hverjum? Voru höfundar
hans ólæsir menn sem lofsömuðu forréttindi hinna læsu, eða
sjálfir óþekktir lesendur að skapa tilveru sinni og annarra með-
bræðra vitnisburð, eða látnir höfundar sem skilið höfðu í anda-
slitmnum að í lesendum líðandi stunda og komandi fólst tilgang-
ur skrifa þeirra að hálfu - þrátt fyrir að líf þeirra hafði allt
verið reist á afneitun þessarar staðreyndar? Spyr sá sem ekki
veit en styður getsakir.
Minnisvarði óþekkta lesandans hefur verið reistur og sést það
meðal annars á því að hann er kveikja þeirrar sögu sem þú lest
kannski núna. Það kann að hljóma hæðnislega í eyrum ein-
hvers, en hann er einnig minnisvarði óþekkta listamannsins sem
mótaði hann af vanefnum. Allt hófst þetta af engu, eins og
sannar sögur gera ráð fyrir. Eftir langt tímabil sköpunarkreppu
hóf listamaðurinn (óþekkti - þótt sumir staðhæfi að hann hafi
verið atvinnulaus húsameistari sem margir þekktu) að rífa sund-
ur bækurnar sem afmæli, jól og hvikull fjárhagurinn hafði borið
hillum hans í skaut. Bækurnar vom allmargar því hann var
ötull lesandi og jafnvel liðtækur fra sjónarhóli kröfuhörðustu
blekbera, hefðu þeir verið þessum vinnuveitanda sínum kunnug-
ir. Hann tætti verkin sundur lengi dags og án matarhlés og
unni sér engrar hvíldar fyrr en fyrmm röð bóka var óskipuleg
hrúga af pappírssnifsum. Hann tók til pappalím og hóf að þjappa
höfuðverkum bókmennta og hismi í ásættanlegt form fyrir minn-
isvarða. Hann mótaði eitt auga, því honum var hálfblindnin ljós,
og gætti þess að hafa mörg holrúm í stað kjama, og því minnti
sköpunarverkið á býflugnabú að innanverðu. Augað málaði hann
með mislitu bleki úr mörgum byttum og blandaði grimmt. Að
verkslokum boraði hann göng að miðlægu holrúminu (eða því
sem næst var miðju) með handbor, og virtist gatið úr fjarska
vera glampinn í augasteininum, því þetta var lifandi auga. Hann
páraði fyrirmæli á auðan striga sem var strekktur á blindramma
upp við langvegg íbúðarinnar, hellti yfir sig þynni og bar eld
að. Samkvæmt fyrirmælunum bjó Iistamaðurinn sér gröf innan
egglaga augans, sköpun hans varð skjól öskunnar. Ættingjarnir
sendu hann að miðju gegnum kaffitrekt og stungu plastblóma-
stilk í sárið, áður en þeir breiddu dúk yfír nú blómgað augað
og báru á brott með laumulegum hætti. Á hæð átti minnisvarð-
inn að standa, flugum að leik og þjökuðum lesendum til örvun-
ar. Svo fór þó aldrei, eins og fléstir hafa séð sem muna upphaf-
ið. Sömu ættingjar og fluttu augað að stalli, fylltust feginleika
þegar óveðrið brast á, .því samsekt þeirra í ótímabærum dauða
listamannsins, rann nú út í rýmið ókortlagt. Svo léttvægur var
minnisvarðinn, enda smíðaður úr holrúmum, að hann tókst á loft
í fyrstu vindhviðunni, forvera hvirfilstormsins, og hefur síðan
svifið um geiminn, eins og alsjáandi. Svo er þó ekki. En blinda
hans er fögur.
Höfundur ér ungt skáld í Reykjavík. Til að koma í veg fyrir misskiln-
ing, skal þess getið að örsögurnar hér að ofan eru ekki f nýútkominni
bók hans; Fljótið sofandi konur, sem Forlagið gefur út.