Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 6
Á100 ára afmæli Finns Jónssonar i. Síðastliðið vor efndi Listasafn íslands til sýningar á þeirri umfangsmiklu listaverkagjöf sem safninu barst á sínum tíma frá Finni Jónssyni og konu hans, Guðnýju Elísdóttur. Þar gaf að líta gott yfírlit yfír lífsverk listamannsins, allt frá hinum Aldursforseti íslenzkra listamanna, FINNUR JÓNSSON, verður 100 áraámorgun, 15. nóvember. Af því tilefni er litið yfir feril Finns og sérstöðu hans í sögu íslenzkrar myndlistar á öldinni. fágætu og verðmætu framúrstefnuverkum frá Þýzkalandi, sem áratugum saman hafa hangið uppi á heimili Finns og Guðnýjar á Kvisthaganum, til ýmissa síðari tíma verka. Lesbókin birti forsíðumynd af þessu tilefni, en rétt þótti að bíða með umfjöllun um Finn þar til á aldarafmælinu. Þegar ég átti samtal við hann í Lesbók 1980, var sjónin mjög farin að gefa sig, en eitt- hvað hélt hann áfram að vinna að list sinni framyfir nírætt og má segja að myndlistar- ferill hans hafi þá spannað 70 ár. Það var orðið langt dagsverk og afrek út af fyrir sig, að Finni tókst lengst af að sjá sér farborða með myndlistinni einni saman. En þegar frá líður verður hans lík- lega hvorki minnst vegna þess, né heldur vegna langlífis, heldur fyrir það forvitni- legasta sem eftir hann liggur, nefnilega expressjónískar og kúbískar framúrstefnu- myndir frá árunum eftir 1920. Sú tilraun, svo merkileg sem hún er, var þó of snemma á ferðinni til að verða annað en einangrað fyrirbæri í íslenzkri myndlist á miðjum þriðja áratugnum. Þessar myndir Finns orsökuðu örlítinn urg hér í Morgunblaðinu, sem gleymdist fljótt og þær höfðu ekki áhrif á þá fáu myndlistarmenn sem hér störfuðu þá. Menn voru vanir landslagshefð braut- ryðjendanna og auk þess vantaði alveg inní samhengið þá stefnu, sem nefnd hefur verið „analytískur" eða sundurgreinandi expressjónismi; dálítið svipað því sem Jón Stefánsson málaði. Það var þessvegna engin von til þess að listunnendur í Reykja- vík kynnu að meta og meðtaka „Örlagaten- ing“ Finns og aðrar álíka framandlegar myndír, sem áttu enga samsvörun í hinni sýnilegu náttúru og gátu ekki heldur tal- izt' frásagnarlegar. Þær voru afgreiddar sem „tízka“ eða jafnvel „óþjóðlegar", rétt eins og hægt væri að benda á einhveija þjóðlega myndlist, ellegar myndlist óháða tízku. Tízka og tíðarandi ráða því meðal annars, hvað ofaná verður í myndlist á hveijum tíma ásamt þjóðfélagslegu ástandi. Sumir fræðimenn á myndlistar- sviðinu nefna gjarnan stéttaátök sem for- sendu fyrir því þegar myndlist breytir um kúrs og það er út af fýrir sig rétt, að þau voru ekki byijuð hér að ráði árið 1925. Fyrst og fremst er þetta þó kommúnistísk söguskoðun, sem ég held að sé alveg frá- leit í þessu sambandi. Síðar á öldinni hafa orðið ýmsar sviptingar og nýjar fram- úrstefnur fest sig í sessi án þess að nein sýnileg stéttaátök standi þar að baki. 2. Yfirlitssýningin á verkum Finns í Lista- safni íslands 1976 og sýningin á því sem hann ánafnaði safninu nú í vor, leiddu í ljós að í beztu verkum sínum fyrr og síðar er Finnur svipmikill málari; verk hans vitna um ríka skapsmuni. Hann markaði gjaman formin með sterkum útlínum og þegar það er gert, verður áherzlan mjög á sjálfa teikninguna. Það er bæði gömul aðferð og ný; Kjarval beitti henni mikið þegar hann vann með fígúrur, einnig Jón Engil- berts og Gunnlaugur Scheving. Aðrir svo sem Ásgrímur og Jón Stefánsson beittu þessu bragði lítið eða ekki. Hjá nútíðarmál- urum ber minna á útlínuteikningunni; þó er hún enn við líði, t.d. hjá Sigurði Þóri, Kjartani Guðjónssyni og Sveini Bjömssyni. Verk Finns virðast alltaf hafa verið meira eða minna undir merki expressjónis- mans, sem hann kynntist ungur úti í Þýzkalandi. Málverkin bera sterk höfunda- reinkenni og vitna um staðgóða skólun. Olíuliturinn virðist hafa hentað markmið- um málarans miklu betur en vatnslitir, svo sem berlega kom í ljós á sýningunni í vor. Sú sýning var þörf til að minna sam- tímann og ekki þá sízt ungu kynslóðina á myndlist Finns, sem kannski hefur ekki verið nægilega hátt lof haldið á móti ýmsu öðm. Þótt hinn móderníski þráður slitnaði þegar kaldur veraleiki lífsbaráttunnar tók við hjá Finni, stendur óhaggað að hann varð fyrstur hérlendra manna til að vinna á árabili undir merki framsækins módern- isma; þar á meðal bæði teikningar og málverk .sem era alveg abstrakt. • 3. Finnur fæddist á Strýtu í Hamarsfirði 15. nóvember, 1892. Jón faðir hans féll frá fyrir aldur fram, en Ólöf móðir hans varð háöldruð. Börnin voru sex og Finnur var yngstur þeirra. Einn af bræðrum Finns var Ríkarður myndhöggvari og það virðist hafa verið meðfædd tilhneiging til list- rænnar iðju hjá þeim bræðrum; utanað- komandi örvun eða áhrifum var naumast til að dreifa. Ríkarður fór kornungur að móta myndir í tálgustein, en Finnur, sem kveðst hafa haft mesta ímugust á mynd- skurði, lét sér aftur á móti detta í hug að verða málari, þótt ekkert hefði hann í höndunum til þess. Hann var hinsvegar ekki gamall þegar hann fór að handleika byssu og var það jöfnum höndum að hann veiddi físk og skaut fugl. Hann þótti góð- ur jámsmiður; lærði það af föður sínum og var liðtækur að gera við vélar. Og. 18 ára gamall átti hann orðið hlut í báti. En þrá til annarra og meiri ævintýra kom í veg fyrir að sjósókn í Streitisröstinni yrði hlutskipti Finns til frambúðar Kannski var sú ævintýraþrá í blóðinu. í samtali hér í Lesbók fyrir 12 árum sagði Finnur frá langafa sínum, sem var enskur og hét Richard Long. Hann var ungur að áram í siglingum og varð fangi sjóræn- Örlagateningurínn, 1925. Myndin prýðir forsíðu bókarinnar um Finn, sem AB gaf út, og hún mun vera þekktust hér af myndunum, sem Finnur málaði úti í Þýzkalandi. Uppstilling með blóm, 1922. Kompósisjón, 1924. ingja eftir að þeir tóku skipið. Eftir að skip sjóræningjanna fórst við Jótland, var drengnum komið fyrir hjá dönskum kaup- manni, sem átti verzlun á Eskifirði. Þang- að var Richard Long komið; þar festi hann rætur og eru margir af honum komnir, þar á meðal Strýtubræður. 4. Sumarið 1912 stóð Finnur á tvítugu. Þá losnaði um þau bönd sem bundu hann við heimahagana. Hann hélt vestur á bóg- inn, eða „suður“, vann við brúarsmíði á Eystri Rangá um sumarið, en um haustið innritaðist hann í Iðnskólann og nam gull- smíði. Smávegis tilsögn í ensku og dönsku hafði hann áður hlotið. Sjö árum síðar, sumarið 1919, var Finnur kominn utan til Kaupmannahafnar og vann þá við gull- smíði hjá Michelsen, sem var hvorki meira né minna en „Kongelig Hof-juveIerer“. í greinum um Finn, eða viðtölum, kem- ur hvergi fram hvernig áhugi hans á mynd- list kviknaði, né heldur að hann hafi feng- izt við einhveijar frumraunir fyrir þennan tíma. Aðeins nefnir Finnur í samtaíi við Indriða G. Þorsteinsson, að hann hafi á unglingsárum rissað myndir í svell.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.