Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 8
semi varðandi myndlist. Sú íhaldssemi var kannski ofur eðlileg, hún tók mið af því að yrkisefnið ætti að vera landslag eða uppstillingar í anda Cézanne og vinnu- brögðin eins og tíðkast hafði í dönsku Akademíunni. Sumarið 1924 málaði Finnur heima á íslandi, en hélt aftur utan til Dresden um haustið. Þar hitti hann Kurt Schwitters, listamann, sem síðar átti eftir að verða frægur og hann ráðlagði Finni að fara með verk sín í framúrstefnugallerí Sturm í Berlín. Það varð úr og frá því segir Indr- iði G. Þorsteinsson svo í grein sinni um Finn í bók Almenna bókafélagsins: „Síðan hélt hann til Bertínar og barði að dyrum á Potsdamerstrasse 134a. Út kom kvenmaður og Finnur spurði hvort Herwarth Walden prófessor væri við. Já, hann er við, sagði konan. Komið þér bara inn fyrir. Ég skal ná í hann. Finnur lýsir þessu þannig, að hann hafi verið með mikinn bunka með sér, og Wald- en prófessor hafi sagt að bragði: Já, kom- ið þér með þetta hér upp. Ég athuga þetta þar. Hann spurði til hvers ég ætlaðist, segir Finnur, og ég sagði honum að ég væri hér með myndir, sem mig langaði til að hann liti á, því ég legði mikið uppúr hans umsögn. Finnur þekkti til Waldens af orðspori og vissi að viðhorf hans og mat hafði mikil áhrifmeðal framúrstefnu- manna. Walden stillti myndum Finns upp með veggjum. Og á meðan hann var að virða myndirnar fyrir sér, bar að mann á miðjum aldri, sem Finnur bar ekki kennsl á. Walden sneri sér að þessum manni og sagði honum að hann langaði til að fá umsögn hans um myndirnar. Síðan sneri hann sér að Finni og sagði: Má ég kynna yður fyrir Kandinsky. Þér búið í norðrinu sagði Kandinsky. Já, sagði Finnur, þó sunnan við heim- skautsbaut. Ekki langt frá honum en nógu langt til að fólk getur búið þar. Já, viðkönnumstviðþað, sagðiKandin- sky. Þér eruð frá íslandi. Svo sagði Walden: Jæja, herra Jónsson. Við tökum þessar myndiryðar á næstu sýningu íSturm-saln- um.- Vassily Kandinsky var eins og flestir vita Rússi, framúrskarandi gáfaður og vel menntaður maður, sem hafði flutzt til Þýzkalands. Á öðrum tugi aldarinnar bjó hann í nánd við Alpana í Suður-Þýzka- landi og myndir hans þaðan sýna vel þró- unina yfir í meiri og meiri stílfærslu, unz engin þekkjanleg fyrirbæri eru eftir. Marg- ir telja Kandinsky brautryðjanda í abstrakt myndlist. Það er auðvelt að ímynda sér þennan fund þriggja manna af ólíkum uppruna: Annarsvegar ungur og kraftalegur Aus- firðingur, sem hafði „tognað á árinni" eins og sagt var og hefur án efa verið dálítið feiminn við þessa fínu menn. Hinsvegar Kandinsky, sem var heimsmaður og fágun- in holdi klædd og með honum eldhuginn Walden, í vesti og með föðurmorðingja um hálsinn, ef marka má frábært portret Kokoschka af þessum fjöruga menningar- vita. Átta yerk eftir hinn óþekkta Firm Jóns- son frá íslandi voru sýnd á Sturm-sýning- unni í mai 1925 ásamt verkum eftir Kand- insky, Schwitters, Duchamp-Villon og fleiri. Þau urðu þar eftir þegar Finnur hélt alkominn heim til íslands um sumar- ið. Afdrif myndanna á Sturm-sýningunni urðu ekki ljós fyrr en löngu síðar. Stutt var í upplausn og pólitíska ringulreið í Þýzkalandi og með valdatöku nasista 1932, var ðll framúrstefnumyndlist bann- færð og Sturm-starfsemin lagðist niður. Menn töldu verkin glötuð; kannski höfðu þau beinlínis verið eyðilögð. Það var ekki fyrr en 1980, að Frank Ponzi gat skýrt Finni frá „fundi" myndanna. Skömmu eftir sýninguna í Berlín, keypti frægur bandarískur safnari listaverka tvö þeirra, Marglitan heim og Konu við spila- borð. Þessi safnari.hét Katherine S. Drei- er. Myndir Finns voru í safni hennar þar til 1941, að hún arfleiddi listasafn Yale- háskólans að hinu mikla safni sínu og þar eru hinar „glötuðu" myndir Finns nú niður- komnar. Tilraunir frú Dreier til að afla sér upplýsinga um listamanninn höfðu af ein- hverjum ástæðum ekki borðið' árangur. Báðar myndnar eru afar sérstæðar og ólík- ar öllu því, sem síðar var unnið undir merki óhlutbundinnar myndlistar á ís- landi, enda var það allt undir áhrifavaldi franska skólans. Olíkt því sem varð ofaná Systkini Og móðir listamannsins, um 1917. Talið frá vinstri: Björn, Georg, Ólöf, Anrm, Rikarður, Finnur og Karl. Finnur málar landslag á Brúaröræfum 1933. Pálmi Hannesson, síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík er með honum á myndinni. Smíðisgripir úr silfri eftir Finn frá yngri árum hans. í íslenzku geómetríunni aldarfjórðungi síð- ar, eru verk Finns margbrotin samröðun forma, sem bæði eru „mekkanísk" og „org- anísk", þ.e. vélræn og lífræn. Sumstaðar bregður fyrir einskonar mósaík og tening- urinn tekst á við form kúlunnar, boglínur við hvassbrýnd form. Þetta eru enn í dag einhver athyglisverðustu abstraktverk, sem íslenzkur listamaður hefur látið frá sér fara; hlaðin mystík, eða dulrænu, sem yfirleitt öriar ekki fyrir hjá þeim, sem ein- ungis litu á abstraktið sem „analyseringu" eða formrannsókn. 8. Oft hefur verið um það spurt, hvers- vegna Finnur hafi hlaupið á brott frá hugs- anlegri velgengni og frægð í Þýzkalandi eftir að vera kominn inn hjá Sturm. Ég hef ekki séð að Finnur hafi nokkru sinni gefið svar við þeirri spurningu. Ástæðan hefur ugglaust verið sú sama, sem maður heyrir hjá mörgum, sem lokið hafa námi erlendis: Ég bara varð að koma heim! Það er snúið bakinu við framtíð í útlöndum með óteljandi möguleika og haldið heim, þar sem tækifærin eru bæði fá og smá. Islendingurinn verður að vera á klakanum. Fyrr á öldinni var aftur á móti afar rótgróið hér að amast við þeim, sem fóru í hverskonar nám utan alfaraleiða. Krist- jáni Magnússyni, listmálara, var illa tekið vegna þess að hann var þá einn manna Ameríkulærður. Og sama varð uppi á ten- ingnum, þegar Finnur kom heim - án upp- hefðar í Kaupmannahöfn, sem hefði verið hinn „rétti" staður - og þess í stað með nýja „tízku" frá Þýzkalandi. Það verður að teljast í hæsta máta óvenjulegt, og er líklega einsdæmi, að sýning ungs manns valdi blaðaskrifum mörgum mánuðum áður en hún er haldin. Að því leyti var Finni gert hátt undir höfði og athygli vakin á honum - og vissulega er allt betra en þögn og tómlæti. Það er út af fyrir sig merkilegt, að rit- stjóri Morgunblaðsins skyldi fara að fjalla sérstaklega um mann, sem einungis var að koma heim frá námi og var óskrifað blað í listinni. Að vísu þurfti ekki mikið til að verða þekktur hér í fámenninu og Finnur hafði áður haldið sýningu; það var í Bárunni 1921. Varla er hægt að segja, að Valtýr Stef- ánsson tæki þessari listspíru vel, þegar hann skrifaði um heimkomu Finns sumar- ið 1925 ög sagði frá væntanlegri sýningu hans. Jafnframt var sú stefna, sem Sturm stóð fyrir, gerð tortryggileg. Þetta er illa skiljanlegt í ljósi þess, að Valtýr var ein- lægur unnandi fagurra lista og mikill menningarmaður. I framhaldi af þessu urðu snörp skoðanaskipti á milli Finns og Valtýs. Finnur svaraði þannig fyrir sig í Morgunblaðsgrein í júlí 1925: Enginn sem vit hefir á list, efast um listgildi verka þessara manna nje annarra, sem „Sturm " hefir komið á framfæri, held- ur er það aðeins stefnan sjálf, sem veldur nokkrum skoðanamun; því vitanlega er til fjöldi manna, sem dæmir þessar og aðrar Hstastefnur gjörsamlega út í bláinn,. og sje ég ekki neina ástæðu til að taka mark á sleggjudómum stíkra manna, því það er tíkast því að láta btíndan mann dæma um lit". Sýning Finns var haldin í Natans & Olsens húsinu, nú Reykjavíkur Apóteki. ; Uppistaðan í þeirri sýningu voru 12 „kom- positionir" í kúbískum stíl og þó öllu lík- ari þeim myndum, sem flokkaðar hafa verið undir súprematisma. Vitanlega vakti sýningin enga almenna athygli; fór mestan part fyrir ofan garð og neðan. Bjarni frá Vogi skrifaði varfærnislega um hana án ; þess að vera neikvæður, en Björn Björns- son, teiknikennari, sem dvalist hafði lang- dvölum erlendis, var sá eini sem alveg skildi hvað hér var á ferðinni. Valtýr Stef- ánsson var umburðarlyndari eftir að hafa Finnur Jónsson, 1922. séð myndirnar, en þótti þær samt „þyrk- ingslegar, í þeim er lítill innileikablær. Litir hans eða litasamstilling oftast nær gífurlega óþýð." Svo sem margoft hefur gerst síðan, þegar málarar sýna eitthvað sem er full snemma á ferðinni, seldust myndirnar ekki; Finnur tók þær heim með sér og nokkrar þeirra fengu síðar fastan samastað í stofunni hjá Finni og konu hans Guðjýju Elísdóttur frá Djúpavogi, sem hann kvæntist 1928. 9. Með heimkomunni 1925 urðu mikil þátta- skil hjá Finni. Nú kom gullsmíðakunnáttan sér vel, en fyrst og fremst hélt hann áfram að mála. Hann hvarf alveg frá óhlut- bundna stílnum og sneri sér að yrkisefn- um, sem allir gátu skilið; myndum um sjó- mennsku á opnum bátum, íslenzku lands-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.