Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.11.1992, Blaðsíða 7
Finnur Jónsson. Myndin er tekin 1967, þegar listamaðurinn var 75 ára. Þrjár sólir, 1967. Finnur er 75 ára þegar hann málar þetta áhrifamikla „geimlandslag“ og er þá, a.m.k. að öðrum þræði farimi að mála abstraktmyndir aftur. Við kaffiborð, 1922. Kompósisjón, 1922. Samt hugði hann á listnám í dönsku Listaakademíunni, þegar út var komið til Hafnar og með það fyrir augum hóf hann listnám hjá Olav Rude, sem var á þess tíma mælikvarða framúrstefnumaður og expressjónisti. Áhrif hans á Finn hafa ugglaust verið heillavænlegri en þau sem hann hefði fengið af stöðnuðum vinnu- brögðum Adademíunnar; svo geld voru þau, að nemendur þar gerðu uppreisn um leið og Finnur ætlaði að hefja þar nám. Kennsla féll þar niður í nokkra mánuði. Hann ákvað að halda til Þýzkalands í stað- inn. Sú ákvörðun hefur verið meira hapg en Finn gat órað fyrir á þessum tíma. Árin milli heimsstyijaldanna eru afar sérstætt tímabíl í sögu Þýzkalands, en mitt í allri vesöld og verðbólgu Weimarlýðveldisins var eins og listin fengi vítamínspautu. Á móti Berlín var Kaupmannahöfn „pro- vinsby“ - Berlín var heimsborg og þá með ekki síðra forustuhlutverk í myndlist en París. Eftir síðari heimsstyijöldina brugðu þýzkir kvikmyndahöfundar upp eftirminni- legum myndbrotum af þeirri sumpart úr- kynjuðu veröld, sem þama var sýnileg ásamt með harðnandi stéttaátökum. Berlín var um leið vettvangur öfga og hams- lausra nautna, skemmtanalífíð þótti afar skrautlegt. Samtíma myndlistarmenn eins og Georg Groz og Otto Dix hafa þó útmál- að þetta tímaskeið betur en flestir aðrir. 5. Það voru tveir hópar framsækinna lista- manna, sem létu að sér kveða í Þýzka- landi á fyrstu áratugum aldarinnar. Þjóð- veijar virðast alltaf hafa verið hallir undir frásagnarlega og tjáningarríka myndlist; ieir þekktu vel til verka Edvards Munchs og frönsku Fauvistanna, sem nefndir hafa verið „Hinir villtu.“ Listhópurinn Brúin Die Brucke) starfaði frá 1905 og Blái Riddarinn frá 1913. í þessum hópum voru menn, sem síðar hafa orðið heimsfrægir; menn eins og Emil Nolde, Schmith- Rottluff, Kandinsky, Marc, Jawlensky, Klee og Macke svo einhveijir séu nefndir. Með Herbst-Salon sýningunni í Berlín árið 1913 fékk almenningur fýrst skýra vitneskju um þessa sérstöku myndlist. Það var Ragnar í Smára þeirra Þjóðveija á þessum tíma, sem stóð að sýningunni; maður að nafni Herwarth Walden, mikill eldhugi og hugsjónamaður. Hann rak sýn- ingarstaðinn Der Sturm í Berlín og ein- mitt þar sá Finnur fyrst verk eftir Kandin- sky og Klee. Burðarásarnir í hreyfingunni voru orðnir áhrifamenn og kennarar víðs- vegar um Þýzkaland; Grophius var að koma Bauhaus á laggimar, Otto Dix var að kenna í Berlín, Paul Klee í Dusseldorf, Max Beckmenn í Frankfurt og Kokoschka í Dresden, sem virðist hafa verið áhrifa- mikil listaborg eins og Berlín. Finnur hlýt- ur að hafa skynjað, að þama var hann kominn á fengsæl mið. í viðtali löngu síðar kveðst Finnur hafa farið uppí jámbrautarlest og haldið út í bláinn - til Dresden. Sú Dresden er ekki lengur til nema á myndum. Óvinir menn- ingarinnar hafa hjálpast að við eyðingu hennar; Bretar sem lögðu hana í rúst að ástæðulausu og austur-þýzku kommúnist- amir, þykja helzt hafa tekið Varsjá til fyrirmyndar við uppbygginguna. Finnur var svo heppinn að hitta Emil Thoroddsen, sem var þar við tónlistamám. Emil vísaði Finni á nýjan skóla, sem hét Vegurinn (Der Weg - Neue Schule fur modeme Kunst). Aður hafði Finnur að vísu hitt Oscar Kokosehka í Akademíunni og reynt að komast þar inn, en krafa um greiðslu skólagjalds í gullmörkum dæmdi hann þar úr leik. í umfjöllun um Finn á merkisafmælum og eins í tengslum við ágæta bók um Finn, sem Almenna Bókafélagið gaf út 1983 og Frank Ponzi ritaði, hefur jafnan verið dval- ið lengur við námsár og dvöl Finns úti í Þýzkalandi en áratugina þar á eftir. Ástæðan er einfaldlega sú, að íslenzkur myndlistarmaður hefur aldrei, hvorki fýrr né síðar, komizt í þá aðstöðu að geta einn samlanda sinna verið í deiglu listar, sem bæði átti eftir að vera bannfærð, en einn- ig óhemju verðmæt og höfundar hennar heimfrægir. Að vísu hafði Baldvin Bjöms- son, gullsmiður, verið við nám úti í Þýzka- landi og að 'öllum líkindum orðið fyrstur íslendinga til þess að mála óhlutbundnar myndir. Sérstaða Finns felst í því að hann fær aðild að samtökum framúrstefnulista- manna; þar málar hann myndir sem em alveg abstrakt og þær em sýndar opinber- lega, frægur safnari festir kaup á þremur þeirra og þær enda síðan á listasafni. Allt þetta felur í sér, að þýzka tímabilið í list Finns er miklu merkilegra en svo að það verði afgreitt sem útúrdúr eða tilraun, sem síðan sé fallið frá. Þótt óhaggað standi, að Svavar Guðnason fór að mála abstrakt á fjórða áratugnum og síðan sam- fellt upp frá því, stendur jafn óhaggað, að Finnur sýnir fýi-stur íslendinga þess- konar myndir. Meðan reynt var að tagl- hnýta íslenzka myndlist við flokkapólitískt streð, var fremur reynt að gera lítið úr frumkvæði Finns, trúlega vegna þess að hann lét aldrei draga sig í dilk með sam- heijum Stalíns & Co hér og það gat verð stóralvarlegt mál fyrir listamann, sem vildi starfa og lifa af list sinni. 6. Þetta hvimleiða pólitíska skæklatog, sem hófst með uppgangi kommúnismans og stóð allar götur framí kalda stríðið, var þó ekki komið til skjalanna 1925, þegar Finnur kemur heim frá Þýzkalandi og sýn- ir hinar nýstárlegu myndir. Þá var annað við að beijast, nefnilega rótgróna íhalds- I FRRAk- MORRI IMRI AFlSIMR 14 MFlVFMRFR 1RR5 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.