Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 2
Nýskólastefna 2. hluti „F eimnismál44 kenn- arastéttarinnar „MlÐSTÝRÐ NÝBREYTNI“ fyrstu greininni í þessum greinafiokki (6. febr. sl.) ræddi ég um uppkomu nýskólastefnunnar í Banda- ríkjunum árið 1957, um stöðu skólamála á íslandi 1946-1966 og um áhuga sérfræðinga í uppeldismál- um á róttækum breytingum á skólakerfi og kennslu- Á aðra hlið voru fræðingarnir sem höfðu þekkinguna sín megin og veifuðu stöðugt slagorðinu „erlendar rannsóknir segja“. Á hina hlið voru kennarar sem þurftu oft að afneita eigin þekkingu og reynslu og meðtaka boðskap sem gekk þvert á heilbrigða skynsemi. Eftir HELGU SIGUR- J ÓNSDÓTTUR Wolfgang Edelstein. Að dómi hans hafði skólinn sofið Þymirósarsvefni í 20 ár, frá 1946-1966. Andri ísaksson. Nefndá vegum mennta- málaráðuneytisins taldi ekki þörf á nýjum fræðslulögum. Samt lagði Andri til að ný lög yrðu sett skömmu eftir að hann kom til starfa í ráðuneytinu. háttum. Hér var um að ræða „miðstýrða nýbreytni" er skyldi taka til alls skólakerfis- ins á skyldunámsstigi. (Wolfgang Edelstein. 1988. Skóli — nám — samfélag. 228.) Við erum stödd þar í sögunni að skóla- rannsóknadeild menntamálaráðuneytisins hefur verið stofnuð (1966) í ráðherratíð dr. Gylfa Þ. Gíslasonar en hann var ráðherra menntamála er saga þessi gerðist. Andri ísaksson uppeldisfræðingur var við doktors- nám í Svíþjóð og var hann kallaður heim til að veita forstöðu hinni nýstofnuðu deild. Dr. Wolfgang Edelstein varð ráðgjafí ráð- herra og urðu þeir Andri því forgöngumenn í breytingastarfinu sem framundan var eða eins konar „byltingarforingjar“. Eins og fram kom í fyrri greininni var ekki mikill áhugi á róttækum breytingum á skólanum á þessum árum, hvorki meðal kennara né almennings. Hins vegar voru kennarar þá eins og nú áhugasamir um starf sitt, vakandi fyrir velferð nemenda sinna og þess albúnir að bæta um betur. En bylting var ekki á dagskrá. Hvað gera þá „byltingarforingjar" sem hafa engu til að byita? Jú, það þurfti að skapa grundvöll fyrir byltingu. Skólamenn þurftu að gera sér ljóst hvað skólinn var slæmur. Skólinn lá vissulega vel við höggi. Hann gerir það alltaf og kennarar líka. Það var auðvelt að benda á gallana. Voru ekki tossabekkimir blettur á skólanum? Var aginn ekki of mik- ill og umhverfíð fráhrindandi? Eða kennslu- aðferðimar? Erlendar rannsóknir kváðu sýna að nýjar kennsluaðferðir skiluðu milu betri árangri en þær gömlu. Vissulega höfð- aði þessi málflutningur til margra kennara. í bók Wolfgangs Edelsteins sem ég vitna til í þessari grein er hamrað á þeim ágöllum sem ég hef nú nefnt. Bömin vom undan- tekningarlaust vansæl í gamla skólanum, í þeim nýja myndu allir verða hólpnir. En hér var við lítið að styðjast enda nær engar rannsóknir til á íslenskum skólum. Gagnrýn- endur virðast því hafa látið móðan mása og ekki hirt um að færa sönnur á mál sitt. Flestar efasemdarraddir vom þaggaðar nið- ur með tilsvarinu: „Erlendar rannsóknir segja ...“ L AG ASETNIN G OG „BOÐORÐIN 10“ Eitt af fyrstu verkum Gylfa Þ. Gíslasonar á ráðherrastóli hafði verið að skipa nefnd er skyldi kanna þörfina fyrir ný fræðslulög. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að nýrra laga væri ekki þörf. Samt lagði Andri ísaks- son til, skömmu eftir að hann kom til starfa í ráðuneytinu, að ný lög skyldu sett. 1969 var skipuð gmnnskólanefndin svokallaða sem samdi fmmvarp til laga um gmnnskóla og vom lögin samþykkt 1974 eftir miklar umræður á alþingi og meðal almennings. Gmnnskólalögin sjálf boða ekki róttækar breytingar. Helstu nýmælin em lenging skólaskyldu um eitt ár, ákvæði um ráðgjaf- ar- og sálfræðiþjónustu og skólarannsóknir. Einnig er markmiðsgreinin fyllri en sam- svarandi grein í gömlu lögunum, m.a. er tekið fram að skólinn skuli „leggja grund- völl að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra“ og að skólinn skuli „búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi“. (Lög um gmnn- skóla, nr. 63/1974.) I aðalnámskrá fyrir gmnnskölann er hins vegar að finna skýr og skilmerkileg fýrirmæli til kennara um kennsluhætti og þar er kynnt að einhverju leyti hugmyndafræðin sem fyrirmælin byggjast á. Þau hafa oft verið nefnd „boð- orðin 10“. Hér eru tvö dæmi: „Það á ekki að skipta nemendum í bekkjardeildir eftir námsgetu eða námsárangri." „Kennarar eiga að vinna saman að skipulagningu og einnig að framkvæmd námsstarfs misstórra og mismunandi hópa.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti. 1976). Veitið athygli orðalaginu „framkvæmd náms- starfs". Það þýðir kennsla á mannamáli. Kennarar - Frumkvöðlar Eða Sporgöngumenn? En samhliða lagasmíð og áróðri fyrir breytingunum var unnið á öðrum vett- vangi. Hér voru engir sérfræðingar í kennslufræðum eða námskrárgerð. Við átt- um engan Bloom eða Carroll, atferlissinna sem og hönnuðu „kennarastýrt" (teacher- proof) námsefni sem þeir áttu að kenna gagnrýnislaust í anda atferlisstefnu. (W.E.: 255) Þess vegna varð að leita til starfandi kennara og skólastjóra í barna- og gagn- fræðaskólum til þess að gerast frumkvöðlar breytinganna. (W.E.: 104.) En hér var erfitt um vik. Að dómi Wolf- gangs hafði skólinn sofið Þymirósarsvefni í 20 ár — eða frá 1946 til 1966 er þeir Andri komu til starfa í menntamálaráðu- neytinu. (Mbl. 6. febr. 1993.) Hvort sem það var fyrir tilverknað þeirra eða af ein- hveijum öðrum orsökum þá rofaði aðeins til ári síðar og um „1967 virtust skólamenn hafa ósvikinn áhuga á umbótum í skólamál- um“, segir dr. Wolfgang og bætir við að áhuginn hafi styrkst við það að stuðlað hafi verið „markvisst að þátttöku kennara, einkum hinna atorkusamari, í umbótastarf- inu“. (Ekki veit ég hvemig atorkan var mæld, að minnsta kosti var aldrei lagður á mig neinn atorkumælir og hafði ég þó verið áhugasamur barnakennari í 10 ár er þetta var.) En hvað um það, þama voru líklega saman komnir verðandi forgöngumenn ný- skólastefnunnar. Þeim var boðið „ásamt skólastjórafélaginu á málþing til að ræða stöðu skólans og leiðir til breytinga". Þama vom kynntar nýjustu hugmyndir námskrár- fræðinga, einkum flokkunarkerfí Blooms (atferlissinnans) sem „gjörbreytti skilningi skólamanna á því hvernig námsefni og kennsluhættir orka og hvers þau eru megn- ug. Þessi nýi skilningur réð miklu um að fagmennimir [kennarar og skólastjórar, inn- skot H.S.] skipuðu sér undir merki umbóta- starfsins". (W.E.: 262.) Atferlisstefna Á þessum árum, 1966-1973, var svoköll- uð atferlishyggja lögð til grundvallar breyt- ingunum. Samkvæmt kenningum atferlis- sinna er nemandinn móttökustöð fyrir kennsluefni „eða öllu heldur staður, sem afleiðingar kennsluumhverfísins koma fram í. Þær afleiðingar em kallaðar námsárang- ur. Námsaðstæður eiga að vera slíkar, að nemandi skilyrðist á íjölbreytilegan hátt“. (Arnór Hannibalsson: Skólastefna. 1986:17. Um fáránleika atferlisstefnunnar má lesa nánar í bók Arnórs.) Síðar var horfíð frá þessum hugmyndum og þrátt fyrir dálæti sitt á Bloom gefur dr. Wolfgang atferlissinn- um ekki háa einkunn 20 árum síðar en þá hafði hann tileinkað sér þroskakenningar Piagets. í greininni Uppgangur og afdrid samfélagsfræðinngar 1974-1984 segir hann um fyrrum átrúnaðargoð sín, atferlis- sinna, að „frá sjónarhóli þeirra voru kennar- ar vélar sem sáu um útbreiðslu á þekk- ingu“. (255). Nýbreytniskútan lagði sem sagt úr vör undir gunnfánum atferlishyggju. Fyrsta verkið var að endurskoða námsefni á barna- og unglingastigi. Árið 1970 var skipuð nefnd til að gera úttekt „á stöðu og ástandi samfé- lagsfræða á grunnskólastigi". Nefndin skil- aði áliti ári síðar og var meginniðurstaða nefndarinnar sú „að stefna bæri að sam- þættingu samfélagsgreina, auka kennsluna, leggja áherslu á meginatriði, skilning og virka samvinnu nemenda, m.a. í formi heild- stæðra verkefna". Nefndarálitin voru rædd á ráðstefnum skólamanna á Laugarvatni 1971 og 1972 og á Hrafnagili 1973 þar sem „endanlega var mörkuð sú meginstefna sem fylgja skyldi, m.a. um tengingu samfélags- greina". (W.E.: 240-241). Síðan var hafíst handa við gerð samfélagsfræðiverkefnisins sem frægt er orðið — og dýrt — en því lauk aldrei. En nú voru nýjar hugmyndir komnar til sögunnar. Forgöngumennimir höfðu upp- götvað þroskakenningar svissneska líffræð- ingsins Jeans Piagets. Kenningar hans voru líka kynntar á Hrafnagilsráðstefnunni 1973. Þær fara í bága við atferlisstefnu Blooms og annarra kennslufræðinga sem lögðu grunninn að nýskólastefnunni. Samt var ekki horfið frá atferlisstefnunni heldur var reynt að tvinna þessar stefnur saman ásamt ýmsu öðru sem sett var í pottinn. í næstu grein mun ég aðgreina nánar kenningar Piagets og annað sem í pottinum var. Við skulum nú líta yfír sviðið og reyna að setja okkur í spor þeirra kennara og skólastjóra sem voru á málþingum með „byltingarforingjunum" forðum daga. Þetta var fyrir 20-25 árum þegar margir kennar- ar voru illa læsir á erlendar fræðibækur. Þeim var nauðugur einn kostur að taka við því sem að þeim var rétt hér heima. Marg- ir kennarar voru frá upphafí andsnúnir málflutningi nýjungamanna. En hér var við ramman reip að draga; á aðra hlið voru fræðingarnir sem höfðu þekkinguna sín megin og veifuðu stöðugt slagorðinu „er- lendar rannsóknir segja“. Á hina hlið voru kennarar sem þurftu oft að afneita eigin þekkingu og reynslu og meðtaka boðskap sem gekk þvert á heilbrigða skynsemi. Það var því erfítt fyrir vantrúaða að halda sínum hlut í þessum darraðardansi enda hljóðnaði öll gagnrýni smám saman. Goðsagan um góða skólann, eftir að nýstefnan hefði náð fram að ganga, var að festast í sessi og goðsögum má ekki hrófla við. Þær eru heil- agar. Syndaselir Dr. Wolfgang viðurkennir að margt hafí mistekist og að um bamalega bjartsýni hafí verið að ræða. Hann efast samt ekki um sjálfan grundvöllinn — þroskakenningar Piagets. Að mínum dómi er sá grundvöllur rangur og ræði ég það nánar í næstu grein. í erindi sem dr. Wolfgang hélt á þingi kenn- arasamtakanna árið 1985 rekur hann sögu breytinganna og segir nauðsynlegt að „leið- rétta slík mistök eftir föngum". (W.E.: 158.) En þrátt fyrir einhver mistök efast hann ekki um grundvöllinn, sjálfa hugmynda- fræðina sem kennurum ber að tileinka sér. Hann segir allt vera til reiðu og ekki eftir neinu að bíða. Kennarar hafa fengið allt upp í hendurnar; lögin, skólastefnuna, menntunina, kennslubækumar og meira að segja lögvemdað starfsheiti. Samt er skólinn ekki eins og'hann á að vera. Og hver skyldi vera sökudólgurinn. Jú, hann er að fínna í því sem Wolfgang kallar „feimnismál kenn- arastéttarinnar". Það hefur nefnilega komið í ljós „að það eru námssamskiptin sjálf [námssamskipti=kennsla, innskot H.S.] — sem koma til með að valda úrslitum um gæði skólans og áhrif hans“. (W.E.: 168). Kennaramir kenna ekki nógu vel, segir dr. Wolfgang og spyr annars staðar í greininni með nokkrum þjósti: „Hafa kennarar tekið þessum fræðum [fræðum Piagets, Bmners og Hildu Taba, innskot H.S.] með þeim al- vöruþunga sem þeim ber, hannað sér sið- gæðiskvarða fyrir starf sitt á þeim grand- velli sem þau tryggja því?“ (166.) Að hans dómi er svarið nei og því fer sem fer. Boðskapurinn er skýr: Kennarar svíkja lit. Þeirra er ábyrgðin. Stuttur eftirmáli: í bók Wolfgangs og ýmsum plöggum frá menntamálaráðuneyti og kennarasamtökum verður æ sjaldgæfara að rekast á orðin kennari og kennsla. Kenn- ari er orðinn starfsmaður skóla og hann kennir ekki lengur heldur ástundar náms- samskipti og tekur þátt í skólastarfi. Kennarinn á greinilega að láta sem minnst fyrir sér fara þrátt fyrir ábyrgðina sem hann ber. Minnir þetta ekki á viðhorf til kvenna hérna áður fyrr? í næstu grein mun ég ræða frekar stöðu kennara og greina ýmsa drætti í nýju kennslufræðinni, einkum í kenningum hins títtnefnda Piagets. Höfundur er kennari við MK og gaf út bókina „Skóli í kreppu'' á sl. ári.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.