Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 6
Leiklist í eddukvæðum U Rætt við TERENCE A. GUNNELL, doktor frá Leeds í Englandi, sem fjallaði um leiklist norrænna manna að fornu og leikrænan flutning eddukvæða í doktorsritgerð sinni. Eftir GISLA SIGURÐSSON ndir súð uppi á efsta lofti við Rekagranda 1 í Reykjavík býr nýbakaður doktor frá Leeds í Englandi, Terence A. Gunnell kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. í doktorsrit- gerð sinni fjallar Terry um leiklist norrænna manna að fornu og leikrænan flutning eddu- kvæða, m.a. í ljósi spássíumerkinga í hand- ritunum. Hann finnur t.d. beinar hliðstæður þessara merkinga í evrópskum miðalda- handritum texta sem voru ætlaðir til leik- ræns flutnings. Niðurstöður Terrys varpa nýju ljósi á skilning okkar á eddukvæðum og því lék mér nokkur forvitni á að láta hann segja frá rannsóknum sínum: „Þetta byrjaði með því að ég var að læra leiklistarfræði í háskólanum í Birmingham. Á þeim tíma vann ég í Noregi á sumrin og var á íslandi í jólafríum því að konan mín er íslensk. Þá fór ég að snúa mér að skandinavískri leiklist, eins og Ibsen og Strindberg, og síðan fór ég að pæla í ís- lensku efni. BA-ritgerðin mín fjallaði um sögu ís- lenskrar leiklistar sem eng- inn hafði gert áður þó að nú sé komin út ágæt bók Sveins Einarssonar. Þá urðu fyrst fyrir mér sam- talskvæðin í Eddunni sem líta út eins og venjuleg leik- rit eins og Bertha Phillpotts ræddi i bók sinni frá 1920, The Elder Edda and Anei- ent Scandinavian Drama. Það sem ég skildi ekki á þeim tíma var af hverju nútímafræðimenn litu ekki á þessi verk sem leiklist. Ég kom til íslands '79 og vildi þá halda áfram með þetta efni, taka MA eða skrifa bók. En eins og ger- ist með flesta útlendinga sem hingað koma þá lenti ég í öðru. Ég tók Bacc.Phil. í íslensku fyrir erlenda stúdenta og fór svo í kenrislu. Enda þótt það hafi ekki verið tími til að halda áfram með skrifin þá las ég allt sem ég komst yfir um efnið og síðan fórum við út til Le- eds '87 þar sem ég fékk leiðsögn hjá Rory McTurk og Andrew Wawn. Ég byrjaði á M.Phil. ritgerð en mér var ráðlagt að breyta henni í doktorsritgerð. Þarna fékk ég frið til að vinna; deildin er mjög virk og meira að gerast þar í íslenskum fræðum en í flest- um öðrum skólum á Bretlandi. Bæði Andrew og Rory eru lifandi í rannsóknum sínum og nú eru 6-7 doktorsnemar í deiidinni. Þeir eru báðir miklir íslandsvinir og áhugasamir þannig að það var gott að vera hjá þeim. Leeds er Iíka miðstöð fyrir rannsóknir á miðaldaleiklist og bókasafn Boga Melsteðs er þarna þannig að aðstaðan er mjög góð. Vegna langrar fjarveru minnar frá Eng- landi taldist ég þó ekki lengur breskur ríkis- borgari og hefði þurft að greiða skólagjöld eins og útlendingur. Ég var hins vegar ekki orðinn íslenskur ríkisborgari og fékk ekki lán frá LÍN fyrr en árið 1990. Ég fékk að vísu styrk frá Bretlandi til að greiða niður skólagjöldin. Annars lifðum við á fæðingar- orlofí, launum fyrir vinnu mína á bókasafni og svo nutum félagslegrar aðstoðar meðan á dvölinni stóð. Ég kláraði síðan ritgerðina hér heima og hef fengið ómetanleg ráð hjá ýmsum mönnum, sérstaklega prófessor Jóni Hnefli Aðalsteinssyni sem hefur fylgst með verkinu frá upphafi. Dýragríma úr filti sem fannst í höfn- inni við Heiðabæ í Danmörku 1979-80 (frá 10. öld e.K.). Stærsta gríman (naut eða kálfur) mældist 40 x 26 sm en sú minnsta (sauður?) 19 x 14 sm. Þessar grímur staðfesta að fólk á 10. öld not- aði dýragrímur en við vitum ekki í hvaða tilgangi. leiklistarsögunni. Ég get ekki fellt við mig við þá hugmynd að leiklist eins og hún birt- ist í seinni tíma vikivakaleikjum hafi vaxið útúr helgileikjum kaþólsku kirkjunnar, eða leikjum almúgans frá Bretlandi eða Suður- Evrópu. Leiklist er til með öllum frumþjóð- um, stundum í formi helgisiða sem eru mjög líkir leiklist. En skilin milli helgisiða og leik- listar eru mjög óskýr og almennt séð þá er mjög ósennilegt að það hafi ekki verið til leiklist meðal norrænna þjóða fyrir kristni eins og hjá til dæmis Bretum og Frökkum. En hvað er leiklist? Algengast er að fólk hugsi sér leikhús með sviði, ljósabúnaði og búningum, en ég gæti skapað leiklist fyrir þig hér í sófanum með því að fara með ræðu Hamlets „To be or not to be", eða eitthvað slíkt. Og ekki bara þulið hana, heldur leikið. Og þá er leiklistin komin hing- að inn í stofu. Hún þarf ekki mikið, bara Leiklist Er Til Með Ollum Frumþjóðum Ég hef aldrei skilið af hverju Skandinavíu- búar hafa verið svo sáttir við þessa eyðu í Myndir úr veggteppinu frá Ásubergsskipinu í Noregi (9. öld e.K). Myndirnar virðast sýna atriði tengd helgisiðum. Á miðri myhd vinstra megin eru sömu pb'rin og frá Torslunda: Hyrndi maðurinn sem heldur á tveimur spjótum og maður í dýrabúningi. að einhver taki að sér hlutverk og aðrir horfi á. Að áhorfendur hugsi um manninn, sem er að tala, sem einhvern annan. Skilin milli venjulegra helgisiða og leiklistar ann- ars vegar og lifandi flutnings frásagnar- kvæða og leiklistar hins vegar eru þar mjog óljós. Hér á landi má gera ráð fyrir ein- hvers konar leikrænum leikjum á samkom- um, eins og „háðinu" um Gunnlaug Orm- stungu og Hrafn Onundarson í Noregi sem sagt er frá í 12. kafla Gunnlaugs sögu. Þá tekur maður eftir að Gísli Súrsson virðist hafa verið þekktur fyrir að vera „hin mesta hermikráka", sbr. 27. kafla sögu hans. Við vitum að fólk notaði ýmis konar bún- inga á steinöld í Skandinavíu. Ti.I eru berg- ristur af fólki með horn, sem er líklegast að leika eða jafnvel taka sér hlutverk dýra- guðs. Á bergristum í Svíþjóð frá bronsöld, um 1500 árum f.Kr., er fólk með alls konar grímur, sérstaklega fuglagrímur, horn og jafnvel vængi. Hugsanlega Iýsa myndirnar einungis goðsögum, en á móti því kemur að fólk er með lúðra í kring og við vitum að þeir voru til. Svo við færum okkur nær í tíma má nefna Gallehus-hornin frá Dan- mörku um 400 e.Kr. Þar-eru menn með dýragrímur að berjast; líka maður með skegg og sítt hár eins og hann sé að leika konu. Á Ásubergsteppinu er maður klæddur í dýrabúning og fyrir framan hann er mað- ur með spjót. Annars staðar er kvenfólk í svínabúningum og þetta virðast vera helgi- leikir. Þá hafa fundist upphleyptar myndir af mönnum í dýrabúningum með horn. Frá Miklagarði er ritheimild um hringdans Vær- > 3n y n m VVtéi rtxvQ véa jwg mittytg fa&t Jnbv6<tac-|w 1ív£ ^ tynmlmj&þacyarA. (k ht&t#& t vinWw&hnf v ^bay nttmo *í fömls? j 53 W mmxétc? frtú rtriiago y&Y bxtníbrn j Blað úr Konungsbók Eddukvæða. Spássíi Þór kvað; „h.q." = Hárbarður kvað. *~-\ t : ..••' ••• ..•¦ <-""'-"'"-'--....'.... Myndir á horni frá Gallehus í Danmörku um með dýragrímu að berjast (um 400 e.l má ráða að þessi mynd tengist helgisiðu Mynd: Jóhanna Ólafsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar á ísl ingja sem hafa grímur og syngja óskiljanleg- an texta fyrir sagnaritara hirðarinnar. Þá eru myndir í Kænugarði frá 11. öld af atrið- um sem gerðust í Miklagarði: menn með dýragrímur að berja hver annan og minnir það á myndirnar frá Skandinavíu. Og þetta eru greinilega grímur fremur en hjálmar. Ekki má gleyma því að nýlega fundust dýra- grímur í Heiðabæ í Danmörku sem stað- festa að fólk hefur keypt svona grímur þó að við vitum ekki til hvers þær voru notað- ar. Maður finnur sams konar þjóðsiði ann- ars staðar í Evrópu og þetta sýnir að Skand- inavíubúar voru til í að klæða sig upp í ein- hvers konar búninga, eins og aðrar þjóðir, en því miður höfum við enga texta með þessu og því er erfitt að segja til um hvað var að gerast. Elsti skrifaði texti sem við getum tengt við leiklist á Norðurlöndum er hjá Adam af Brimum um 1080. Hann lýsir helgiathöfn- um og ósiðlegum söngvum sem fólk syngur í Uppsölum en talar líka um svæðið í Gamla Uppsala sem theatrum. Málið er að í Gamla Uppsala eru haugarnir, sem Adam kallar fjöll, ekki í hring eins og í rómversku leik- húsi heldur í röð. Danski sagnaritarinn Saxi málspaki skrifar um 1200 og lætur Starkað hneykslast á kvenlegum hreyfingum og bjölluhljóðum Mimi (leikarar, loddarar) í tengslum við helgisiði í Uppsölum. Og par er hann að tala um menn sem voru bæði með sirkusatriði og spunaleiklist. Allt bend- ir þetta til þess að fólk hafi stundað ein- hverja leiklist þó að við vitum ekki nákvæm- lega hvers eðlis hún hefur verið. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.