Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 7
 ipb ce;- beorki'áTavm- l&itnaltá 3 í l£ I3. *í.*OT /^Jínb «r 29j> ^í)f jVj^r. ibna nwn <?* i feð. 4 fráVMÆ'^ Terence A. Gunnell síumerkingarnar sjást til vinstri. „þ.q." = Bronsmót sem notað var til að steypa hjálmþynnur, frá Torslunda á Ölandi í Svíþjóð (6.-7. öld e.K.). Myndin sýnir tvo menn, einn með horn og einn í dýrabúningi. Samhengið er ófjóst, en notkun dýrabún- inga bendir iil þess að myndin sýni einhverja leikræna helgisiði, t.d. vígsluathöfn. Hægt er að minna á að í Fáfnismálum nefnir Sig- urður fáfnisbani sig „göfugt dýr" og Fáfnir ber „ægishjálm". $ \ & . \ *>"\ ! .-; o ? Ú~J ' \% \ \ m : Cr / . ¦••-.•!"; ***** ....•**" *v- * "s» .'•' •". •*•*¦¦**" -<• **-% »-». ku af tveimur mönn- e.K.). Af samhenginu ðum. ¦ fslandi Annars staðar á Ásubergsteppinu eru myndir af kqnum í svínabúningum, hugsanlega tengdar Freyjudýrkun. í þessu samhengi má minnast á sagnir af valkyrjum í svanslíki. EDDUKVÆÐI voru Flutt MUNNLEGA Ef við snúum okkur að sjálfum eddukvæð- unum þá blasir við mikill muriur á samtals- kvæðum og frásagnarkvæðum. Öll kvæðin nema kannski Grípisspá hafa verið í munn- legri geymd áður en þau voru skráð á f. hl. 13. aldar og þau hljóta því að hafa ver- ið flutt einhvern veginn. Eg vil því taka með mikilli varúð fólki sem talar um verk eins og Skírnismál sem bókmenntaverk af því að kvæðið ber öll merki munnlegrar varðveislu, s.s. formúlur og endurtekningar svo ekki sé minnst á galdurinn og særing- arnar sem Skírnir þylur yfir Gerði og hljóta að tengjast heiðinni forneskju. Við vitum bara svo lítið um uppruna kvæðisins eða umhverfi við flutning þess. Efnið og formið minna mikið á heilög brúðkaup sem finnast hjá mörgum frumþjóðum, og birtast líklega í ýmsum miðsumars- og miðsvetrarþjóðsið- um í Skandinavíu. Það má undirstrika að þó að heiðið helgihald hafi verið bannað með lögum þá er ósennilegt að bændur hafi lagt af alla siði forfeðra sinna til að magna frjósemi jarðarinnar. Þeir hefðu ekki þorað að storka náttúrunni og hætta slíku. Margt hefur haldið áfram enn lengur eins og sú helgi sem var lengi viðhaldið á Þórs- degi í Skandinavíu, og smáblót sem tengd- ust trjám og fornum haugum á ýmsum helgidögum í Noregi fram á síðustu öld. Það er hægt að lesa mikið um flutning kvæðanna útfrá textanum því að munnleg verk eru beinlínis sköpuð m.t.t. til flutnings- ins og þeirra aðstæðna sem þar ríkja, hvaða aðferðir svo sem eru í boði. Ef við tökum sérstaklega þau fimm kvæði sem ég hef verið að vinna með, Lokasennu, Vafþrúðnis- mál, Hárbarðsljóð, Skírnismál og Fáfnismál (fjögur þeirra eru undir ljóðahætti en Hár- barðsljóð eru e.k. blanda), þá er tekið fram í handritum hver talar og víða eru prósainn- skot á milli. Ef við hugum að flutningi þeirra þá tekur maður eftir því að í þeim samtals- kvæðum sem eru undir ljóðahætti hafa upp- lýsingarnar um hver talar verið fjarlægðar frá aðaltextanum (ef þeirra er þá yfirleitt getið). Þær birtast t.d. útá spássíu en í kvæðum undir fornyrðislagi eru tvær fyrstu línurnar í hverju erindi oft um það hver talar. Vel að merkja, ljóðaháttarkvæðin eru öll bein ræða nema ein vísa í Vafþrúðnismálum sem má færa rök fyrir að sé ung viðbót við kvæðið. Strax og maður flytur kvæði eins og Grímnismál, þá er flytjandinn orðinn Grímnir en ekki sögumaður. Frásögn með beinni ræðu verður oft að innlifuðum leik sögumanns þó að samtöl tveggja komi ekki til, enda eru mónólógar vel þekkt fyrirbæri innan leiklistarinnar. Bæði í samtals- kvæðunum sem ég hef unnið sérstaklega við, og einræðum eins og Grímnismálum, finnur maður oft e.k. frásögn í lausu máli sem gerir grein fyrir hvað gerist, t.d. í lausa- málsinngangi. I þeim kvæðum sem koma síðar í Konungsbók er prósinn oft skrifaður seinna af ritstjóra bókarinnar og í prósa ljóðaháttarkvæðanna er ekkert sem ekki má lesa úr kvæðunum sjálfum eða Snorra- Eddu. Það er því sennilegt að þeir sem settu saman Konungsbók og hitt aðalhandrit eddukvæða, AM 748, eða sameiginlegt for- rit þeirra, hafi haft Snorra-Eddu fyrir fram- an sig. Eins og Phillpotts benti á er prósinn hér oft eins og leiðbeiningar fyrir flytjendur eða orð sögumanns, eins og þekkt er úr samtíma helgileikjum kirkjunnar í norðan- verðri Evrópu, þó að mér finnist skrýtið að innskot slíks sögumanns séu í prósa en ekki bundnu máli. Ef við lítum á sjálfan textann og ímynd- um okkur að einhver flytji hann án þess að leika þá þurfum við miklu meiri upplýs- ingar en við fáum í kvæðunum, miklu fastari byggingu og skýrari til að auðvelda áheyr- endum að fylgjast með. Sérstaklega á þetta við um Lokasennu þar sem eru sextán „hlut- verk" og oft er ómögulegt að vita hver tal- ar þó að stundum séu ávörp fléttuð inní erindin, en yfirleitt eftir að nýr mælandi hefur hafið mál sitt. Skírnismál Verður Að Ledxa Það má líka taka dæmi úr Skírnismálum sem sýna hve erfitt það væri að flytja kvæð- ið munnlega nema grípa til leikrænna til- burða. Það er allt í lagi fyrir einn mann að flytja ballöður á meðan per- sónur skiptast bara á spurn- ingum og svör- um, staðhæf- ingu og við- brögðum, og við fáum að vita hver talar. í upphafsorð- um fyrstu vísu Skírnismála, „Rístu nú Skírnir", vitum við til dæmis að sá sem svar- ar eftir slíkt ávarp hlýtur að vera Skírnir. Síðar í kvæð- inu kemur: „Segðu það hirðir" og þá vitum við að það er hirðirinn sem svarar. En þetta kerfi er ekki alls staðar í kvæðinu. í byrjun er Skírnir beðinn að tala við Frey en við vitum ekki hver biður hann. í lausa málinu er sagt: „Njörður bað hann (Skírni) kveðja Frey máls", en strax á eftir kemur: „þá mælti Skaði". í vísunni sjálfri kemur ekkert fram um þetta mál. Viðbrögð Skírnis um að illra orða sé honum von, ef hann fari að mæla við mög, gefa ekki til kynna hvort hann taki að sér verkefnið og því vitum við ekki í næstu vísu hvort hann er að tala við Frey eða einhvern annan. Síðar kemur í ljós að það er Freyr. Samtali þeirra lýkur án þess að Skírnir kveðji og við erum skyndi- lega stödd í erindi sem hefst svo: „Myrkt er úti, mál kveð eg okkur fara." Við erum ekki lengur heima hjá Frey en þó er engin vísbending um ferðalag á milli staða, frekar en þegar Skírnir fór til Freys í upphafí. Við getum að vísu giskað á að við séum komin út og ómögulegt er að láta sér detta í hug af kvasðinu að hér sé Skírnir að tala við hestinn eins og segir í innskotssetningu á undan erindinu. Þá kemur vandamálið um fund Skírnis og hirðisins. Fyrr í kvæðinu hefur verið hamrað á hættunni af Gymi jötni og við erum að bíða eftir því að hann birtist. Eftir samtalið við hirðinn heyrist spurt: „Hvað er það hlym hlymja, er eg heyri nú tií, oss- um rönnum f?" En við vitum ekki hver mælir nema hvað spurningin er mjög jötna- leg og því gæti okkur dottið í hug að þetta væri Gymir sjálfur. Síðar kemur í ljós að þetta er Gerður. Og sams konar vandamál kemur frám þegar áður ókynnt ambátt kveð- ur: „Maður er hér úti, stiginn af mars baki." Þá eru komnar fjórar persónur á sviðið, hirðirinn, Skírnir, Gerður og ambáttin, og það er ekkert í sjálfu kvæðinu sem gefur til kynna hver segir hvað. í eins manns flutn- ingi er slíkt mjög óvenjulegt því að yfirleitt er ekki teflt fram nema tveimur persónum í senn svo að áheyrendur viti hvað sé á seyði. Það má ekki rugla hlustendur í munn- legum flutningi — eins og hér gerist. Það er m.ö.o. ekki hægt að flytja kvasðið nema leika með einhverjum hætti, sýna að maður sé að leika hlutverk, snúa höfði eða breyta málróm, og þá erum við komin með leiklist. Það þarf að vísu mjög góðan leikara í slikan flutning en það er hægt þó að hitt sé sennilegra að fleiri flytjendur hafi komið til og sviðsett kvæðið með einhverjum hætti. Víðar í eddukvæðum er reglan um tveggja manna tal brotin, t.d. í Fáfnismálum þegar Sigurður, Fáfnir, Reginn og talandi fuglar eru á sviðinu í einu. í Lokasennu eru 16 persónur á sviðinu og hver talar ofan í aðra, jafnvel oftar en einu sinni. Eina leiðin til að flytja slík kvæði er að gera það á leikræn- an hátt. Ef við tökum Hárbarðsljóð þá er þar bara mannjafnaður tveggja manna í bundna málinu en aftur á móti skemmir lausamáls- inngangurinn alveg húmorinn í kvæðinu með því að upplýsa allt fyrirfram. Kvæðið er ekki fyndið nema við uppgötvum sjálf hvernig mælendurnir líta út án þess að vita strax að hér eigist Þór og Óðinn við. Það er upplýst í innganginum og því hlýtur hann bara að vera til leiðbeiningar fyrir lesanda kvæðisins en alls ekki ætlaður til eiginlegs flutnings. Kvæðið sjálft gerist svo hratt, með hröðum skiptingum, þannig að það er eðlilegra að ímynda sér að þar hafi tveir menn staðið að flutningnum, enda vitum við að menn skemmtu sér við sennur og mannjafnað í veislum hér á landi — og raun- ar miklu víðar. Spássíumerkingar Vitna Um Leekrænan Flutning Við höfum tvö meginhandrit eddukvæða, Konungsbók frá um 1270 og AM 748 I 4to frá um 1300. í þessum handritum eru kerfis- bundnar spássíumerkingar um það hver sé mælandinn hverju sinni í samtalskvæðunum fimm, sem ég fjalla um í ritgerð minni, og líka framan af Helgakviðu Hjörvarðssonar. Það eru góð rök fyrir því að 748 sé afrit af glötuðu handriti sem var eldra en Kon- ungsbók; aðallega þau að kvæðunum er ekki raðað á sama hátt í þessum handritum. Hins vegar eru spássíumerkingar eftir sama kerfi í báðum handritunum og svo virðist sem þær séu komnar úr forritinu. Það er líka greinilegt að þessum merkingum er ekki bætt við seinna því að sami skrifarinn skrifar meginmálið og merkingarnar á spássíunni. Eins kemur fram þegar tveir mælendur eru í sömu línu þá stendur sá fyrri á spássíu en þess síðara er getið inni í meginmálinu til að halda þeim aðgreindum. Merkingar af þessu tagi eru mjög óprakt- ísk aðferð því að þær eru alltaf á ytri spáss- íum þannig að stundum koma þær eftir að ræðan er byrjuð. í öðrum handritum á meginlandinu frá sama tíma koma sams konar merkingar á spássíunni yfirleitt á undan, sem er náttúrlega hentugra. Þessi edduhandrit eru hins vegar einu norrænu handritin sem nota þetta kerfi í samtölum og þó koma samtöl víða fyrir í íslenskum og norskum miðaldaritum. I Elucidarius, Viðræðu líkams og sálar, Konungs skuggsjá og Samræðum Gregoríusar er mælandans alltaf getið inni í textanum en sá sem skrif- ar samtölin í edduhandritunum hefur ákveð- ið að nota annað kerfi. Og málið er að þetta kerfi er hvergi notað í Evrópu nema í verk- um sem virðast hafa verið flutt á leikrænan hátt. Gott dæmi um svipað kerfi er í Babio (frá s.hl. 12. aldar), latneskri kómedíu sem er bara samtal og var líklega skrifuð á Englandi. Þá er La seinte resureccion (um 1270), helgileikrit frá Norður-Frakklandi sem er að vísu líka geymt í handriti frá Bretlandi þar sem eru engar merkingar. Annað helgileikrit frá svipuðum slóðum er Le mystére d'Adam sem er besta dæmið um eitthvað í líkingu við edduhandritin. Þar hefur skrifarinn byrjað með nöfnin inní texta og síðan ákveðið að flytja þau út á spássíu eins og skrifarinn í AM 748 gerir. Og hann fer m.a.s. eins að og edduskrifarinn þegar hann er með tvo mælendur í sömu línu. Vandinn við að skrá leikrit niður, ólíkt fræðsluritum eins og Elucidariusi með ein- földum spurningum og svörum, er að við höfum sviðsleiðbeiningar um búninga, sviðs- setningar, hreyfingar og mælendur sem heyrast ekki við flutninginn. Þegar menn höfðu enga hefð við ritun upplýsinga af því tagi þá olli þetta ákveðnum vandræðum um hvernig ætti að fara að. Um 1200 fer þó að koma fram kerfi fyrir upplýsingar um mælendur, sem var notað fram eftir miðöld- um, með spássímerkingum sem voru yfir- leitt í kössum síðar (eftir 1300 á Bretlandi) og tengdust við línur á milli mælenda. I edduhandritunum höfum við að vísu ekki þessa kassa og línur en við sjáum samt kerfið á byrjunarstigi, sem skrifarinn hlýtur að hafa þekkt einhvers staðar frá og ákveð- ið að það hentaði vel fyrir það efni sem hann var að skrá. Við sjáum þá líka að það hafa verið opin menningartengsl við England og Norður- Frakkland eins og raunar er vitað af utan- landsferðum íslenskra menntamanna; til dæmis lærði Þorlákur biskup Þórhallsson í I LESBÓKMORGUNBLAÐSiNS 13. FEBRÚAR1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.