Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 3
N M.' • Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Stefán Jón Hafstein, fjölmiðlamaður, ferðaðist víða á liðnum misserum, m.a. til Katmandu, írak og Sómalíu. Hann skrifar um hryggilegt ástand sem víða blasir við og rekur vantrú sína á hefðbundnum, pólitískum lausnum á þeim vandamálum sem við blasa. ¦ ¦¦¦ ¦¦ ¦ Horpudiskur er meðal þeirra sjávardýra, sem fýsilegt kann að vera að ala upp. Þáttaröðin um rannsóknir á ís- landi er að þessu sinni um hörpudiskeldi í Breiða- firði og skrifar Guðrún G. Þórarinsdóttir greinina. Forsíðan Myndin er tekin á stóra sviði Borgarleikhússins og er af leikendum og leiksviði í Blóðbræðrum eftir Willy Rusell, en Halldór Laxness leikstýrir. Verkið, sem að hluta er söngleikur og gerist í Englandi, fjallar um tvíbura sem eru aðskildir rétt eftir fæð- ingu og elst annar upp á lágstéttarheimili móður sinnar, en hinn hjá yfirstéttarhjónum. Þeir kynnast, dragast hvor að öðrum, en þau kynni verða drama- tísk. Leiklist norrænna manna að fornu og leikrænn flutningur eddukvæða var efni doktorsritgerðar Terence A. Gunnell frá Leeds í Englandi. Gísli Sigurðsson í Árnastofnun hefur átt samtal við hinn nýbakaða doktor um þessi efni. HORAS (Þiðnará vorinu þelinníjörðu) (óður; I. bók, 4) Sveinbjörn Egilsson þýddi Þiðnar á vorínu þelinn íjörðu í þægum vestan-gusti, og eiki-hlunnar ýta þurrum kjölum. Búsmalinn unir ei básunum á, né bóndason við eldinn, né engjar grárrí eru loðnar hélu. Venus nú dansandi flokkana færír í fögru mánaskini, og Ljúfurnar siðlátu sjást með Skógargyðjum. Þær dansleikinn stíga, svo stynur und' fold, meðan stækan aflinn jötna vellheitur brælir Vúlkanus í smiðju. Skylt er að girða nú gljáanda koll Mieð grænum murtukransi, eða blómstri því, er grær á þíðri grundu. Skylt er að offra nú Fánusi fórn í fölvum skógarlundi, hvort sem hann girnist gimbur eða hauðnu. Helblái dauðinn, hann hurðina knýr á höllum konungmanna, minn sæli Sextius, sem á kotunga hreysum. Skammvinna lífsdvöiin leyfir oss aldregi langa von að byrja; því dettur á nótt og dauðarökkríð svarta. Þá þú til dauflegra draugheima kemur, þar daprar vofur flögra, til kæmeistara þú kosinn ei verður með tólfum. Þar ei við Lycidam augun þín una, það ástargoðið sveina, er senn um hjartað hýru gerir meyjum. Hóras (Quintus Horatius Flaccus), 65-8 f.Kr., var rómverskt skáld. Þýðandinn, 1791-1852 var fræðimaður og skáld, kennari við Bessa- staðaskóla og rektor Lærða skólans í Reykjavík 1846-1852. ið áramót er ekki fátítt að menn strengi hin og þessi heit sem þeir eru yfírleitt fljótir að gleyma, svo sem hætta að reykja, borða minna eftir að þeir eru orðnir saddir eða hreyfa sig meira. Einu heita menn þó síður en öðru en það er að fara betur með peninga en þeir gerðu á liðnu ári. íslendingar skamm- ast sín fyrir sparsemi og þeir fáu sem fara vel með peninga, gæta sín að láta engan vita af því. Að segja um mann að hann sér ríkur jafnast á við að segja að hano sé þjófur og svikahrappur. Og kveinstafirn- ir yfir fátækt og armóði mega teljast þjóð- aríþrótt. Það minnir á þá venju meðal Rússa ef þeir eru spurðir hvernig þeim gangi, að barma sér sem mest yfir öllu, því þeir telja að ef þeir segist lifa góðu lífi þá álíti Guð að þeir séu ánægðir með sitt og sjái því ekki ástæðu til að gera neitt fyrir þá. Harmatölur okkar vegna erfiðra lífskjara láta kynlega í eyrum ýmissa útlendinga sem hingað koma. Þeir sjá troðfullar búðir af varningi og vel búið fólk sem er þar að kaupa þarfa jafnt sem óþarfa og flýgur jafnvel til þeirra landa úti í heimi þar sem hægt er að gera betri kaup. Og útlending- arnir, sem ekki þekkja þjóðaríþrótt íslend- inga, botna ekkert í þessu. Þeir sjá ekki annað en fólk lifi hér góðu lífi, miklu betra en fólk lifir heima hjá þeim svo ekki sé B B Áramótaheit nú minnst á hungurlöndin eða þau lönd þar sem valdagráðugir beljakar myrða, nauðga og pynda nágranna sína sem þeir ættu að elska og vernda, stundum í þeim „göfuga" tilgangi að „hreinsa kynþáttinn". Nú skal því ekki neitað að lífskjör hafa versnað hjá okkur en á hverju eigum við von þegar eina stóra auðlindin okkar, fisk- urinn, virðist vera að rýrna til muna vegna ofveiði? Það ætti að vera sæmilega skiljan- legt hverjum heilvita manni að þegar þjóð- artekjurnar minnka verðum við draga við okkur neysluna og minnka útgjöldin meðan erfiðleikarnir ganga yfir okkur. Ef tekjur mínar sem einstaklings minnka gefur það augaleið að fjölskyldan verður að draga úr neyslunni, hvort sem henni þykir ljúft eða leitt. Og sem betur fer hafa lífskjör okkar allflestra verið það góð undanfarna áratugi og síbatnandi frá stríðslokum að við getum að ósekju dregið lítið eitt saman seglin í peningamálum. En það viljum við bara ekki. Við stöppum í gólfið eins og ofdekruðu börnin okkar og öskrum: Ég vil fá eins mikið og ég fékk í gær! Það eru engin tíðindi að ríkisstjórnir séu skammaðar en ég held að við séum að slá metið á þessum vetri. Maður skyldi halda að það væri ótíndur glæpalýður sem situr nú við vö!d í landinu og þó er þessi ríkis- stjórn ekki að gera annað en leitast við að þurrka upp hlandið úr ríkisstjórnum undangenginna áratuga. Það vita allir sem vita vilja að við höfum bruðlað með fé allt frá stríðslokum, ríki, fyrirtæki og einstakl- ingar. Við höfum heimtað meira og meira og yfirleitt fengið það, þar sem fyrri ríkis- stjórnir hafa keypt sér frið með því að láta undan í flestum tilvikum, þvert ofan í heil- brigða skynsemi og betri vitund. Menn sögðu í upphafi verðbólgunnar að dálítil verðbólga væri bara til góðs, hún ýtti und- ir athafnasemi og framkvæmdir. Það minnir mann á stúlkuna í þjóðsögunni sem fékk að gjöf gullhring og spurði móður sína, hvernig hún gæti haft sem best not af honum. „Leggðu hann undir lyngorm," sagði móðirin. Stúlkan gerði það og brátt fór hvorttveggja að stækka, hringurinn og ormurinn. Eftir nokkurn tíma leit stúlkan ofan í öskjur sínar og sá þá að ormurinn og hringurinn voru orðnir svo stórir að öskjurnar voru að springa. Varð hún þá hrædd, hljóp ofan að Lagarfljóti og henti öllu saman í fljótið. Var það upphafíð að Lagarfljótsorminum sem liggur þar enn á gullinu og er líklega ennþá að stækka. Og svona fór með -verðbólguna. Hún hélt áfram að stækka þangað til hún ógn- aði allri þjóðinni. Loks tókst framsýnum mönnum að stöðva hana og nú var reynt að draga saman seglin svo að hún færi ekki aftur í gang og yrði efnahag landsins að fjörtjóni. Stöðvunaraðgerðir eru alltaf óvinsælar, og því erfiðara er að feta sig niður stigann sem okkur var hleypt of langt upp í. Slíkt er ekki hægt að gera án þess að suma ef ekki alla svíði sárt undan og auðvitað getur það gerst að fara megi öðruvísi að á sumum sviðum. En ég efast ekki um að þeir menn, sem nú sitja við stjórnartaumana, eru að reyna að gera eitt- hvað af því sem gæti orðið okkur til bjarg- ar. Þeir eru ekki óskeikulir og sjálfsagt má skamma þá fyrir margt, en þeir eru samt að reyna. Ef þeir, sem nú eru þeim andstæðir, hefðu haft stjórnartaumana í sínum höndum, hefðu þeir ekki heldur kom- ist hjá því að gera ýmislegt sem hefði kom- ið illa við fólk og herða að neysluvenjum þess, ef þeir hefðu ekki viljað sjá efnahag- inn hrynja í rúst, og það ætla ég þeim ekki. Mér fínnst okkur því liggja næst að vinna það áramótaheit að fara betur með peninga en við gerðum á síðastliðnu ári og hafa ekki uppi slfkan munnsöfnuð um þá sem „eru að reyna" að við þurfum að sápuþvo okkur um munninn á eftir. TORFIÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. FEBRÚAR 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.