Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1993, Blaðsíða 5
Nýr, viðbjóðslegur þáttur í stríðsreksti: Nauðgunarbúðir í Bosníu þar sem mú- slímskum konum er nauðgað á hverjum degi. stuttri upprifjun: Ekkert hafði spurst til ungu mannanna í bænum, sem hermennirn- ir höfðu tekið. Eftirgrennslan leiddi ekki til neins nema hótana og barsmíða, þetta voru jú frumbyggjar landsins, réttlaust fólk. Grunur lék á að það hafði einhverjar pólitísk- ar athugasemdir fram að færa vegna þess að landið hafi verið tekið af því, lög og rétt- ur afmuninn og ofsóknir hafnar - enn einu sinni. Yfirvöld þekktu sitt heimafólk. Svo var það boð látið út ganga að þorpsbúar ættu að mæta á torgið, sem þeir gerðu, frammi fyrir hersveit og á bak við hana ungu mennirnir, allir á palli. Mæður og dætur fylgdust með þegar þeir voru flettir klæðum og látnir standa naktir og keflaðir frammi fyrir þeim. Svo var byssum lyft og þeir skotnir á staðnum þar sem þeir féllu saman í haug. Ungu mennirnir í Guatemala, landi sem við höfum ekki heyrt mikið frá á liðnum árum. Ekki frekar en Nepal. Og svo hefur verið hljótt um Suður-Súdan, sem er eins konar vasaútgáfa af Sómalíu, og við höfum ekki heyrt mikið af Kúrdum síðasta árið; í Líberíu er skálmöld skilst manni, allt- af allt óbreytt í Mósambik, þúsundir drepnar í átökum hindúa og múhameðstrúarmanna á Indlandi og Þjóðverjar eru aftur byrjaðir að berja aðkomumenn. Svo eru eftir öll þessi lönd sem enda á ...iztan og ...bæjdan... Það er eitthvað barnalegt, órökvíst og frumstætt við hugmyndir okkar um nýja skipan heimsmála eftir lok kalda stríðsins. Jafnvel þetta hugtak, ný skipan heimsmála. Það er í sjálfu sér valdsmannslegt. Enda búið til af forseta Bandaríkjamanna í mestu óeirðarlögregluaðgerðum mannkynssögunn- ar - við Persaflóa. Til að nota í fundarsölum mestu skrifræðisstofnunar mannkynssög- unnar, Sameinuðu Þjóðunum. „New World Order." Ný skipan heimsmála. Af hverju ekki bara tala um nýjan og betri heim? Stjórnmálamenn tala um nýja skipan heims- mála. Eins og þeir trúi á hana. Venjulegt fólk talar um betri heim. En trúir auðvitað mátulega á hann. Það er Katmandu í Nepal, Mogadishu í Sómalíu, Sarajevo í Bosníu ... og áfram endalaust, sem óljós hugmynd okkar um betri heim eftir lok kalda stríðsins fær sam- hengi við tíma. Og allar þær óuppgerðu sak- ir sem bíða. Ekki þær sakir sem kalda stríð- ið hafði að yfirvarpi skamma stund undir gagnkvæmri hótun austurs og vesturs um að gereyða mannlífi á jörðinni. Heldur þær sakir sem saga manns á jörðinni hefur ar- fleitt okkur að. Þær sakir sem nú er verið að jafna af stæku mannhatri og blóðþorsta um veröld alla. Við þessar kringumstæður spyr maður: hvað er hægt að gera? Liðin misseri voru slæm fyrir Sameinuðu þjóðirnar eins og alla aðra. Þær, fyrst og fremst, brugðust Sómölum. Þær brugðust þegar fyrstu neyðarmerkin bárust, þær höfð- ust ekki að þegar allir sáu hvað verða vildi, tóku ekki til sinna ráða þegar allt var komið í óefni, en létu sér sæma að koðna niður í skriffinnsku og innbyrðis deilur embættis- manna meðan þúsundir vesluðust upp. Þetta er líka búið að vera slæmt ár fyrir Evrópumenn í sínu fína bandalagi. Evrópa hin volduga, sem vill gjarnan kalla sig vöggu siðmenningar eins og við þekkjum hana, er svo upptekin af því að koma á laggirnar sérhagsmunabandalagi í viðskiptum að hana varðar ekkert um siðleysi og villimennsku í eigin bakgarði, Balkanskaga, hvað þá í lönd- um lengra í burtu. Margur er sannfærður um að það sé að- eins eitt að gera. Að Bandaríkin taki að sér löggæslustörf í heiminum. Sómalía sé dæmi, Bandaríkin voru eina ríki heims sem gat gert það sem gera þurfti. Bandaríkjamönnum finnst mörgum að þeir séu vel til þess fallnir að vera lögregla heimsins. Fáar þjóðir hafa jafn einlægt sak- leysi og jafn sterka siðferðislega köllun - fmnst þeim sjálfum. Þetta finnst þeim af því einfalda sakleysi sem oft er nauðsynlegt til að gera það sem gera þarf. En það er ýmislegt við þetta hlutverk að athuga. í fyrsta lagi er siðferðislegur skjöld- ur Bandaríkjamanna ekki alveg jafn hreinn og óumdeildur og þeir sjálfir halda. í öðru lagi er það.einfaldlega óhagkvæmt að þeir sjái um löggæslu í heiminum, eins og dæm- ið með Sómalíu sannar. Allt árið 1992 var full þörf aðgerða einhvers aðila sem gæti komið sveltandi Sómölum til hjálpar. Það gat Bandaríkjastjórn ekki vegna yfirvofandi forsetakosninga, forsetinn gat ekki tekið þá áhættu sem þurfti. Og næsti forseti var fyrst og fremst kosinn til að sinna innanríkismál- um bandarísku þjóðarinnar, alls ekki til að taka forystu með hervaldi hvar sem vand- ræði skjóta upp kollinum í heiminum. Lög- reglan, eins og við viljum hafa hana, kemur þegar hennar er þörf, ekki ef henni þóknast. Auðvitað var það barnaskapur að gleyma því að þótt kalda stríðið hefði málað heiminn í hvítu og svörtu þá var hann alls ekki þann- ig. En það villti okkur sýn og taldi okkur trú um að lausnirnar við vandamálunum væru álíka einfaldar og heimsmyndin sem við blasti. Það var barnaskapur að gleyma því að þó risaveldin í vígbúnaðarkapphlaup- inu hefðu skilgreint vandamál heimsins eftir sínum línum, þá voru þau auðvitað allt önnur. Hvað þýðir til að mynda lýðræðissöngur í landi eins og Nepal þar sem hindú er helsta trú landsmanna? 1500 til 2000 árum fyrir Krist var það staðfest og geirneglt í hugar- heimi hindúa að sumir væru fæddir betri, í það minnsta æðri, en aðrir og því yrði ekki breytt, allra síst þeim vanhelgu og ósnertan- legu, stéttlausum, í hag. Engin lög, hvorki í Nepal né Indlandi, sem er kallað fjölmenn- asta lýðræðisríki heims, fá breytt því að hin- ir ósnertanlegu eru í besta falli nýtir til þess að moka skít undan hinum eða rotna í veg- kantinum meðan beðið er eftir næstu endur- holdgun. Eða Sómalía. Eitt af þessum löndum í Afríku sem var teiknað á skrifborði nýlendu- herra, en þar áður og nú síðar formlaus samsteypa, hirðingjasamfélag sem er byggt á ætta- og fjölskylduvenslum. Þetta er æva- fornt samfélag sem á ekkert sameiginlegt með þeirri pólitísku einingu sem kallast nú- tímaríki - nema kannski byssurnar. Eða frumbyggjar í Guatemala sem fögn- uðu alls ekki á þessu ári að 500 ár voru lið- in frá svonefndri uppgötvun Kólumbusar. Hin eina pólitíska lausn sem þeir hafa feng- ið á sínum málum frá upphafi vega hvíta mannsins í Ameríku er undirokun. Tökum Balkanskaga. Ríki sem hét Júgó- slavía í nokkra áratugi hefur leyst upp innan frá. Nú rekja Króatar, Serbar, Slóvakar, Albanir og allir hinir sínar miklu sögulegu harma, ekki aftur til síðari heimsstyrjaldar, ekki til þeirrar fyrri, heldur aftar og aftar í tíma til að rökstyðja gagnkvæmt hatur. Þetta er margra alda ferð. Sú pólitíska lausn sem heimurinn hefur horft upp á aðgerðalít- ill er kynhreinsun, afbrigði af útrýmingar- stefnu. Hin nýju ríki þar sem áður hét Aust- ur-Evrópa stefna beint í efnahagslegan, menningarlegan og félagslegan glundroða. Handbækur um vestrænt lýðræði og efna- hagsskipan og ræðuhöld ráðgjafa sem fá borgað fyrir að boða skyndilausnir í því feni vekja enga von. Og til að halda áfram þessari könnun á pólitískum lausnum: Hvernig bregst forystu- ríki lýðræðis í heiminum við sínum vanda- málum? Það var í New York í haust að allt vax vissulega breytt. Lýðræði fékk uppreisn æru í kosningunum í Bandaríkjunum. Lög- leysa og siðleysi Reagans-áranna, glæfraleg trúðslæti viku fyrir þeirri eindregnu kröfu kjósenda að horfst væri í augu við alvöru lífsins. Mikiil léttir var að sjá bandaríska kjósendur, fjölmiðla og stöku stjórnmála- menn taka sér tak. En samt er það svo að jafnvel við hinar bestu kringumstæður, eins og á liðnu ári, er þetta ríki, sem ef til vill er best til þess fallið að taka að sér löggæslu í heiminum, ófært um að horfast í augu við eigin vandamál. Hvað þá taka á þeim. Oeirð- ir blökkumanna í Los Angeles á liðnu vori voru ekki viðbrögð við einstöku dómsmáli heldur uppreisn minnihluta gegn kúgun sem hófst með þrælahaldi. Kúgun í formi kyn- þáttamisréttis sem þessi minnihluti hefur skynjað sem rótfasta hefð í bandarísku sam- félagi allt til þessa dags. Óeirðirnar skóku bandaríska þjóðarvitund á kosningaári, en þó komust þessi málefni alls ekki á lista í kosningabaráttunni, því síður að í alvöru væri reynt að bjóða upp á einhvers konar pólitíska lausn. Besta dæmið er þó ótalið: Samstilltur vilji siðmenntaðra þjóða að láta ekki ganga yfir sig á skítugum skóm villimennsku, sjálfur Persaflóaliðsaflinn. Hverju skilaði hann öðru en olíulindunum aftur í hendur mannrétt- indasvíðinganna í Kúveit? Ég get sjálfur borið um eyðileggingaraflið sem rústaði ír- ak, eftir að hafa heimsótt Bagdad og suður- hluta landsins eftir styrjöldina. Bestu bomb- ur heims unnu sitt verk vel. En á eftir bundu hermenn Saddams Husseins konur og börn á skriðdreka sína meðan þeir völtuðu yfir trúgjarna uppreisnarmenn shíta í suðrinu. Og Kúrdar voru í norðrinu, jafn vongóðir, en álíka illa sviknir. Palestínuarabar enn sundraðir og herleiddir. Hvar standa Mið- austurlönd eftir þetta mesta friðarátak allra tíma? Þegar litast er um á vettvangi víga og mannvonsku er ekkert það alþjóðlega póli- tíska vald sem getur komið í veg fyrir ógnar- öld í tíma - ógnaröld eins og til dæmis á Balkanskaga eða Sómalíu. Það eru engar virkar pólitískar stofnanir, engar raunveru- legar pólitískar lausnir. Sem jafngildir því í raun að segja að alvar- legustu vandamál heimsins séu of flókin til að hægt sé að leysa þau. Lausnirnar eru nýjar og óreyndar, harmarnir og sakirnar gamalgrónar. Að lokum verður maður líklegast að stíga eitt skref áfram og leitast við að skoða víg- völlinn, voðaverkin og hatrið - ekki sem pólitískt vandamál, heldur mannlegt vanda- mál. Tilræði eins og við drenginn í Mogad- ishu er hafið yfir pólitískar deilur og lausn- ir: þetta er tilræði við það fegursta sem maðurinn getur, tilræði við kjarna þess að vera maður, tilræði við sjálfa ástina. Allt hans líf verður helgað hefnd og hatri. Eða konurnar í Zagreb sem þröngvað var til að ala afkvæmi sem þær hata. Sjálfur vegur ástarinnar var farinn til að svívirða þær á sem fullkomnastan hátt: Að þær megi hata sjálfar sig fyrir innrás í eigin lík- ama - þar sem sáð var í svörð ástarinnar frjókorni haturs. Allir þessir óttalegu atburðir lýsa hve sið- menning okkar er brotgjörn. Öll sú hátimbr- aða yfirbygging sem menn hafa reist sjálfum sér er einskis virði gagnvart voðaverkum. Hernaðarbandalög tryggja ekki frið. Efna- hagsbandalög tryggja ekki hagsæld. Fjöl- þjóðleg þing eru áhifalaus. Leiðtogum okkar er allt mannlegt óviðkomandi. Sú pólitík sem við þekkjum er vonlaus - kerfi sem nærir sjálft sig, en ekkert annað. Sama máli gildir um guð í samfélagi manna. Guð allra manna, hvert sem nafn hans kann að vera: Alls staðar er hann með í ráðum, nafn hans lagt við morðin, blessun hans yfir hatrið. Enginn ákallar guð heitar eru glæpamennirnir. Eins og ekkert sé blind- ara en trúin. Það er því engin furða að leið einstaklings- ins liggi inn í sjálfan sig. Þar sem hann leit- ar að friði og sátt á þeim eina stað sem hann ríkir einn, í hjarta sér. Nema það er falskt öryggi. Boðin um það sem gerist eru of ágeng. Afneitun eða útilokun breytir engu. Spurningin lætur engan í friði: Hver er næstur? Svo við stöndum aftur á þessum berangri, vettvangi voðaverka og glæpa, ófullkomin í versta skilningi þess orðs: Ráð- laus og dáðlaus. Með þá fullvissu eina að hér erum við, og sitjum uppi með hvert annað. Höfundur er fjölmiðlamaður og rilhöfundur. ASDIS ELVARSDOTTIR Karon Báturinn bíður ég hleyp við fót. Karon stendur í stafni horfir í buskann þykist ei sjá mig. Ég þráði hann lengi áður en ég fór. Þráði að sjá hann heyra hann segja Ég hef beðið þín. Skyldi hann hafa verið í bátnum um eilífð Hefur hann stigið á strönd. Hann vill ekkert segja snýr sér þó að mér við horfumst í augu svo snýr hann sér undan Karon oft hef ég þráð þig Óskað þess eins að þú flyttir migyfir áþá erheimana skilur. Séð bát þinn sem skjól séð þig sem vin séð heim þinn sem heimili mitt. Nú er ég komin að móðunni miklu. Báturinn bíður Karon situr í stafni horfir í buskann þykist ei sjá mig. Snýr sér svo að mér við horfumst í augu. Hann spyr mig að lokum því komstu svo fljótt Þú máttir ei deyja svo ung. Snúðu nú við, en komdu aftur seinna ég mun bíða þín lengi. Lifðu. til loka njóttu þess besta. En hafðu í huga ef syrtir í álinn að þú átt þér vin er veitir þér styrk. Sá vinur er ég. Höfundur er nemi í Reykjavík. UNNUR SOLRUN BRAGADÓTTIR Van Gogh rauður litur hvíslandi eyra og gleðin afskorin meistari sólliljur á akri í höfði hann á striga meistari perlur hrynja málað yfir með skóflu og þykkum höndum skaut hennar á striga og fullnægingin úr iðrum jarðar meistari litum blandað og síðan svamlað og drukkið útsprunginn á striganum hrópandi rauðu meistari meistari LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. FEBRÚAR 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.