Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 2
Útsýni frá Borg á Mýrum, bæ Sknllagríms og Egils. Höggmynd Asmundar Sveinssonar næst á myndinni, en fjær sést til Borgarness og Hafnarfjalis. EGLA A SÆNSKU Fyrir rúmum sextíu árum skrifaði Frans G. Bengtsson neðanmálsgrein í Svenska Dagblad- et. Greinin nefndist „Egils saga“, var skrifuð af mikilli vígagleði og erindið að tæta sundur Egluþýðingu Per Wieselgrens málfræðings, sem Lesendur nú á dögum eiga líklega bágt með að koma auga á það mikilfenglegaforntröll sem Egill er. Öllu heldur mætti segja um Egil að hann væri víðskyggn maður, nokkuð hneigður til þunglyndis, innrætið vafasamt og væri hann í aðra röndina Dylan Thomas en í hina Cornelis Yreeswijk. Eftir LARS LÖNNROTH þá var nýkomin út. Ritdómurinn birtist svo enn í ritgerðasafninu Silversköldarna árið eftir. Bengtsson hélt því fram að Wieselgren hefði gert sig sekan um ofbeldisverk. Hann hefði snúið Eglu, einu snilldarverki íslenskra fornbókmennta, á alltof hversdagslegt mál. Bengtsson og aðrir bókmenntamenn af sömu kynslóð töldu nefnilega sjálfsagt að ættar- sögu þessa frá þrettándu öld, sem heitin var eftir höfuðskáldi víkinga, ætti að þýða forn- lega. Annars fengi hið mikilfenglega efni ekki að njóta sín. í augum Bengtssons var Egill Skalla- grímsson ,jötunn, sonur jarðar", „vitur, þö- gull og ævagamall eins og fjöllin og hafið; það er sem hann eigi ennþá innangengt í Niflheim, eigi ennþá afturkvæmt til strand- arinnar þar sem Askur og Embla fæddust upp, í heiminn eins og hann var áður en guðirnir fæddust.“ Málinu á kvæðum Egils, sem sagan geymir, lýsir Bengtsson þannig: „Orðin þung og mettuð, svo þrungin merk- ingu að við munum aldrei eftir leika ... sveipuð þögn aftan úr öldum.“ Stílinn kveð- ur hann „karlmannlegan, stillilegan og Ijós- an“. Wieselgren geri hins vegar úr honum „óðamála þynnku, hrærigraut, og ekki snef- ill eftir af eiginleikum frumtextans." Gagnrýni Bengtssons var reyndar æði óréttlát. En hann gaf tóninn og eftir þessu fóru menn áratugum saman. Menntaður al- menningur á þessum árum tók það í sig að Wieselgren væri kjáni og klaufabárður, en það var hann fráleitt. Hann var kannski ekki jafnnæmnur á ljóðstíl og Frans G. Bengtsson. En hann var klárlega mun betur að sér um stíl og mál íslendingasagna. Meðal annars var honum ljóst, að upp- runalega málið á sögunum var komið úr munnlegri frásögn og samtímalesendum hafði alls ekki þótt það fomlegt, öllu heldur hversdagslegt. Knappt og hlutlaust, en hátíð- legt aðeins á stöku stað; víða kaldhæðnis- legt, stundum mergjað, og gat orðið fárán- legt. Söguhetjan sjálf, Egill Skallagrímsson, var að vísu frægur af skáldskap, en menn hentu líka gaman að honum. Þetta var víga- maður og vandræðamaður úr heiðnum sið og heiðinn siður var sem betur fór liðinn undir lok. Söguritarinn hefur tæpast haft fyrir sér þann jötuneflda jarðarson, sem Bengtsson gerir sér í hugarlund. En vert kann að vera að minna á þetta nú þegar Egils saga er að koma út í enn nýrri þýð- ingu. Sú er eftir Karl G. Johansson í Gauta- borg, en þar áður höfðu Hjalmar Alving og Áke Ohlmarks þýtt söguna. Allar þessar þýðingar eru reyndar sama marki brenndar og þýðing Wieselgrens, eru sem sagt hvers- dagslegar. En að vísu hafa síðari þýðendurn- ir farið varlegar í sakirnar. Lesendur nú á dögum eiga líklega bágt með að koma auga á það mikilfenglega forn- tröll sem Egill er. Öllu heldur mætti segja um Egil að hann væri víðskyggn maður, nokkuð hneigður -til þunglyndis, innrætið vafasamt, og væri hann í aðra röndina Dyl- an Thomas en í hina Cornelis Vreeswijk. Samkvæmt sögunni fylgir skáldgáfunni heiftarleg ofbeldishneigð sem komin er úr föðurættinni og bitnar miskunnarlaust á nærstöddum, einkum þegar skáldið er drukk- ið. Reyndar fjallar sagan mjög um það er vandamenn hans, sem flestir eru stilltari en hann þótt ekki séu þeir jafn hæfileikamiklir, reyna að fá hann til að taka sönsum og láta af ofbeldisverkum. Og tekst þetta sjaldnast. Sagnaritarinn er heillaður af Agli og virðist stundum dá hann sér þvert um geð, en ósjald- an er hann samt háðskur. Sagan er rakin allt frá því Egill var lítið vandræðabarn og þar til hann er orðinn úrillur ættarhöfðingi og deyr svo í hárri elli og mikið gengur á þau ár sem líða þar á milli. Frans G. Bengts- son sýndi Agli næstum trúarlega lotningu. En hennar verður ekki vart í sögunni og hún á ekki heldur að menga þýðingarnar. Egils saga er raunar aðeins að hluta ævisaga þess torræða skálds sem léð henni nafnið. Hún fjallar um heila ætt manna sem flytjast frá Noregi til íslands um upphaf víkingaaldar, upp úr eijum við norska kon- ungsvaldið, og hefjast til einhverra mestu forráða á sínum nýju slóðum. Nokkrir þeirra eru gæddir skáldgáfu eins og Egill, enda eru þeir ófrýnilegir, ofbeldishneigðir og illir viðskiptis svo af ber. Þeir ættmenn sem ekki geta hnoðað saman vísu eru hins vegar öllum mönnum fríðari, göfuglyndari og skap- stilltari. Sáttfúsir og samningaliprir og eru jafnan búnir til að bæta fyrir brot skálda og vandræðamanna. Stöðug átök standa milli þessara tveggja manntegunda í ætt- inni. Úr þeim átökum sprettur spennan í sögunni og af þeim hljótast margar undar- legar og ósjaldan spaugilegar málaflækjur. Ýmsir fræðimenn hafa reynt að færa sönnur á það að Egla sé verk sjálfs Snorra Sturlusonar, sem víst var mikill höfðingi og samdi sannanlega Snorra-Eddu og Heims- kringlu. Illt er að neita því að þessi tilgáta á við ýmislegt að styðjast. Til dæmis má nefna háðskan stíl og líka lýsingarnar á við- skiptum skáldanna við norska konungsvald- ið. Þær eru mjög svipaðar í Eglu og Heims- kringlu. Þar að auki er kunnugt, að Snorri var skyldur Agli í móðurætt og þaðan hefur hann trúlega haft skáldgáfuna (enda þótt hún jafnaðist ekki á við gáfu Egils). Ég er þó á sama máli og Wieselgren um þetta efni og tel að ýmissa hluta vegna sé best að fara varlega í ályktunum. Hvað sem öðru líður má rekja Islendingasögur til einn- ar og sömu munnlegu frásagnárhefðar, sem á þrettándu öld varð fyrir áhrifum erlendrar söguritunar og tók þá ýmsum breytingum. Sá gagnrýni og „hlutlægi" sögumaður sem rekur okkur Egils sögu er næsta líkur þeim er segja hinar Islendingasögurnar. Persónur höfunda gera hreinlega aldrei vart við sig í lausamálstextunum. Hins vegar eru þær mjög á kreiki í kvæðunum. Það lærða torf sem liggur eftir Snorra á lítið skylt við hljómmikinn skáldskap Egils, sem flóir af svipmiklum myndum úr goðsagnaheimi ása- trúarmanna. Wiselgren leitaðist við að snúa Egils sögu á nútímamál, alþýðlegt tuttugustu aldar mál, og forða henni við rómantísku fomyrða- hröngli (göticism* *) frá nítjándu öld. Af þeirri viðleitni verður ljóst að hann var á undan sínum tíma. Víst var stílnæmi hans ekki óskeikult. Stöku sinnum sló út í fyrir honum og hversdagsmálið varð að flatneskju. Til dæmis lætur Wieselgren Egil einu sinni kom- ast þannig að orði um keppinaut sinn í skáld- skap, mann sem hann helst vildi mega drepa: „Jo, det var mig en rackare" („Ja, þetta er nú meiri þorparinn"). En þetta ætti tvímæla- laust betur heima í strákabók frá því fyrir stríð. Hefur tilsvarið farið í taugarnar á Bengtsson, því hann nefnir það í ritdómi sínum. Þó hefði mátt gera enn verr og þýða það á fyrnsku, til að mynda: „Armast mánde han vara bland man“. „Den elándige usling- en“ segir Hjálmar Alving, þegar hann kem- ur að þessu, en Áke Ohlmarks „den uslaste av karlar". Karl G. Johansson lætur Egil hins vegar hrópa upp yfir sig: „Den arme mannen“! („Aumingja maðurinn!“), og kannski á að lesa úr því hæðnislega með- aumkun, en þetta er gersamlega villandi. Það sem Egill á við heitir á nútímamáli „Den förbannade fáhunden!" („Bölvuð skepnan!“) eða eitthvað nálægt þvi. Mér er óskiijanlegt, að mönnum skuli enn finnast svona erfitt að sýna skáldið í réttu ljósi. í sögunni er hann ruddamenni, um það er ekkert að villast. Lifir enn í glæðum virðing- ar fyrir hinni rómantísku hefð? í meginatriðum er verk Johanssons þó vel heppnað (annað mál er að þær tvær bækur Heimskringlu, sem hann hafði áður lok'ið að þýða, eru ennþá betri). Hann hvarflar sjald- an langt frá frumtextanum, skilar honum á góðu, alþýðlegu nútímamáli, lausu við útfl- úr. Fróðlegar neðanmálsgreinar fylgja öllu sem kynni að standa í byijendum. Kveðskap- inn, sem felldur er inn í söguna, birtir Jo- hansson bæði á sænsku og íslensku. Les- andinn getur þá skoðað hina flóknu brag- króka á frummálinu og þýðandinn kemst hjá því að snúa þeim á sænsku. (En það hefur verið reynt og leitt til hræðilegra örk- umla, einkum í þýðingum Ohlmarks.) Sá vandi sem hér er við að glíma felst einkum í því að Egill Skallagrímsson er af- skaplega sérstakt skáld. Hann nýtur sín best í óbrotnum, taktföstum bragarháttum. Þar fær hið kröftuga myndmál, sem hann vinnur úr goðsögunum, að spretta án þess að því séu takmörk sett. Þýðingarmáti Jo- hanssons hentar prýðilega kveðskap Snorra og annarra miðlungsskálda. En hann dugir því miður ekki til að gera bestu kvæðum Egils skil. Tii dæmis má taka það stórbrotna erindi sem endar Sonatorrek, kvæðið fræga sem Egill orti eftir syni sína. Svona lítur fyrriparturinn út í þýðingu Johanssons: Nuár de hárt: (Nú er mér torvelt. Odensováns Tveggja bága systerstár njörva nift pá det smala náset. á nesi stendur.) Þetta kann að vera rétt mál, en orðin fara ekki beinlínis á flug, og mér er til efs að lesendur skilji myndina, jafnvel þótt þeir séu fræddir á því neðanmáls að „Odens ován“ sé Femisúlfur og systir hans banagyðjan Hel. Þá tókst Hjalmar Alving hönduglegar að útmála hrollvekjuna. Hann þýddi frjáls- legar en hélt þó bragarhættinum: Mitt slut ár nára. Ute pá náset stár Ulvens bleka syster. Lausamálinu skilar Johansson hins vegar að mestu prýðilega og skýringamar eru ágætar. Mér finnst sjálfsagt að hvetja hann til að þýða fleiri sögur. Slíkar nýþýðingar eru nauðsynlegar, því eldri þýðingarnar em orðnar erfiðar aflestrar. Þar stendur bæði mál og menning í veginum. Og höfuðástæð- an er sú, að íslenskar fornbókmenntir em ekki lengur kenndar í skólum. Þrátt lyrir þetta ætti hinn félagslega vanþroska snill- ingur Egill Skallagrímsson enn að geta unn- ið hugi nýrra lesenda, ekkert síður en hann heillaði Frans G. Bengtsson forðum, að ónefndum miðaldamönnum á íslandi. ÁsgeirÁsgeirsson þýddi úr Svenska Dagbladet. * „GBticism11 cr haft um hrcyfingar scm risið liafa endrum og eins gegnum tíðina en allar vísa til fom- aldarmenningar Norðurlanda eða kannski ætti held- ur að scgja norrænnar fornfrægðar. Því rómantísk söguskoðun einkennir þær allar. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.