Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 5
Áætlaður fjöldi hrygna í miUjónum 1955-1991 og samsvar- andi fjöldi 3 ára nýliða á hrygnu miðað við heildarstofn og heildamýliðun. Túlkist með varúð sbr. texta. Ástand þorskstofns á íslandsmiðum 1955-1991/92 - fjöldi við 3 ára aldur í milljónum; stærð hrygn- ingar- og veiðistofns (4 ára og eldri) í þúsundum tonna; og afli í þúsundum tonna. Hrygningargöng- ur frá Grænlandi - árgangar - eru einnig auðkenndar. Athygli vekur að 3 ára nýliðar 1986 og 1987 (árgangar 1983 og 1984) skiluðu sér ekki sem skyldi í hrygningar- og veiðistofni og síðan afla nokkrum árum síðar, heldur nær strax í afla 1986-1988. Bendir það til þess að fiskurinn hafi ekki vaxið og dafnað fram að hrygningu í sama mæli og áður. Yfirlitsmynd af veiðistofni þorsks, góðri nýliðun miðað við árgang (+), og árferði á íslandsmiðum 1960-1992. Hámörk hrygningarstofns eru einnig sýnd ( ). Fjöldi þorska við 3 ára aldur (nýliðun) sem fall af fjölda hrygna á klakárinu í milljónum (eða stærð hrygningarstofns) og samsvarandi fjölda nýliða á hrygnu miðað við heildarstofn og heildarnýliðun. A) Nauðsyn á mörgum nýliðum á hrygnu til að fá mikla heildarnýliðun eykst hratt með minnkandi stofni ; eða með minnkandi stofni þarf stöðugt fleiri og fleiri nýliða á hrygnu til að ná góðum árangri. B) Eitt hólf eða takmarkaður fjöldi hrygna getur skilað af sér góðri nýliðun og mörg hólf eða hópar (og þá stór stofn) þá hver um sig einnig sem eykur möguleika á góðri nýliðun (match/ mismatch). Tafla 1 sýnir að 20-22 örugg góðæri í sjó fyrir Norðurlandi árin 1952-1991 gáfu góða nýliðun eða sterkan árgang í 9 skipti (50%), en 14 örugg harðæri gáfu vonda nýliðun eða veikan árgang í 13 skipti (nær alltaf). Eina undantekningin er árið 1983 en þá varð mjög góð nýliðun þrátt fyrir „vont“ árferði, sem reyndar lauk um haustið og varð „gott“ allan næsta vetur, árferði sem hélst meira eða minna út árið 1987. Árferðið á norðurmiðum fyrsta veturinn og næsta vor í lífi fiskseið- anna kann e.t.v. að skipta sköpum í þessu efni. „Vond“ ár en þó betri en næsta ár á undan á tímabilinu 1965-1991 eru 4 og gáfu 3 góða nýliðun (sterka árganga 1966, 1970, 1976). Árið 1991 kemur á óvart í þessu við- horfi, því að eftir lélega nýliðun margra ára (árgangar 1985-1990) hefði góðærið 1991 að loknu 3 ára harðæri væntanlega átt að skila sér í góðri nýliðun þorsks, þess sjást þó engin merki. Er hér að fmna merki þess að hrygningin sjálf hafí misfarist hvort sem litlum hrygningarstofni eða einhverju öðru verði um kennt? í góðu árferði virðist þannig oft að nýliðun verði einnig góð (yfir meðallagi) a.m.k. fram- anaf, en ekki nauðsynlega alltaf, og veiði- stofninn vex ár frá ári næstu ár á eftir (2. mynd). í vondu árferði reynist nýliðun al- mennt léleg (undir meðallagi) og stofninn fer minnkandi, það eyðist sem af er tekið þegar lítið kemur í staðinn. Að loknu tímabili með vondu árferði er stofninn í lágmarki en í upphafi góðs árferðis fær nýliðun á nýjan leik tækifæri til aukningar. Lífið er dulið - latent - og grípur tækifærið þegar gefur. í þessu samhengi er e.t.v. að leita skýringa á því áliti að lítill stofn gefí af sér góða nýliðun og öfugt. Það er árferðið og breytileiki þess og samspil við stærð og samsetningu stofns- ins sem ræður ferðinni. í töflunni hér að framan var árferði metið eftir vorgögnum, en einnig liggja fyrir athug- anir á ástandi sjávar á miðunum við ísland frá öðrum árstímum - ágúst, október-nóvemb- er, febrúar. Nánari könnun á öllum þessum gögnum frá 1974-1991 liggurfyrir. Felst hún í mati á hlutfallslegum styrk hlýsjávar (hiti hærri en 3°, selta hærri en 34.90) á norðurm- iðum niður á 300 m dýpi (Svend-Aage Malm- berg og Stefán S. Kristmannsson 1992). Þetta mat hefur síðar verið sameinað fyrir allar athuganir frá vori hvert árið fyrir sig til vetr- ar hið næsta (Stefán S. Kristmannsson). Nið- urstöður sýna hlutfallslegan styrk Atlants- sjávar yfir meðaltali fyrir eftirfarandi ár (rað- að eftir minnkandi styrk hlýsjávar): 1985, 1984, 1980, 1974, 1990, 1986, 1983, 1987, 1991 (',heitu tímabilin" 1972-1974, 1980, 1983/84-1987, 1990/91) og undir meðaltali árin (aftur raðað eftir minnkandi styrk hlýsjávar) 1989, 1988, 1978, 1979, 1976, 1981, 1975, 1982, 1977 ( „köldu tímabilin" 1975-1979, 1981-1982/83, 1988-1989/90). Allt er þetta í nokkuð góðu samræmi við matið frá vorleiðangri einum með sömu at- hugasemdum varðandi nýliðun og áður um mörg „góð“ ár í röð (1972-1974 og 1983/84- 1987) og einstök „betri" eða „góð“ ár innan um „vond“ ár (1976, 1980). Nýliðun 3 ára þorsks (miðað við árgang) á þessu tímabili (1974-1991) var eins og áður sagði aðeins mjög góð 1983 og 1984, í meðal- lagi eða rétt ofan við meðallag 1975, 1976 og 1980, en öll önnur ár undir meðallagi bæði í vondu og góðu árferði. Hrygningastofn hafði á tímabilinu sigið úr 300-400 þúsund tonnum í 200-300 þúsund tonn, en í góðærinu fyrir 1960 var hann yfir ein milljón tonn. Er léleg nýliðun árganganna 1985-1991 í bæði mjög góðu árferði og vondu fólgin í litlum hrygn- ingastofni? Það er ekki nema von að spurt sé í mikilli alvöru. Fjöldi nýliða á hrygnu Lítum nú á fjölda 3 ára nýliða á hveija einstaka hrygnu á klakárinu í stað þess að líta á heildina. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum virðist við fyrstu sýn sem nýliðum á hrygnu fjölgi yfirleitt eftir því sem hrygnurn- ar eru færri (3. mynd). í raun er ekkert vitað um hve margar hi-ygnur skili árangri hveiju sinni svo flöldi nýliða á hrygnu er villandi stærð. Væntanlega skilar aðeins hluti þeirra árangri og þá því fleiri nýliðum hvort sem þær eru færri eða hlutinn minni. Fjöldi hrygna endurspeglar að sjálfsögðu stærð hrygningar- stofnsins, sem var tæp 1400 þúsund tonn 1955 en er á síðustu missirum 200-300 þús- und tonn. Ef meðalþyngd hverrar hrygnu er áætluð 5 kg, sem er reyndar mjög gróft mat, en talið gilt í þessu einfalda dæmi, þá samsvarar það u.þ.b. 140 og 20 milljón hrygn- um. Árleg heildarnýliðun íslenska þorsk- stofnsins er á bilinu 100 til 400 milljón 3 ára fiskar eða 1 til 20 nýliðar á hrygnu í heild eftir atvikum. Að öllu jöfnu er talan þó í kringum 5. Frekari íhugun getur svo e.t.v. leitt hug- ann að kenningum um ágæti stórra stofna sem hrygna vítt og breytt í lengri tíma (match/mismatch) og einnig hvort gamlar hrygnur skili betri afkomu en ungar. Verð- ur að því vikið hér á eftir. í öllu þessu sambandi skal tekið fram að í engu er hér frekar en í öðru enn fullyrt um stóran og lítinn hrygningarstofn í heild sem gefur af sér mikla og/eða litla heildarnýliðun. Víðátta miðanna Stór hrygningarstofn sem hrygnir á stóru svæði í langan tíma tryggir þannig e.t.v. að einhver hluti hrygningar hitti vel á ytri skilyrði án þess að öll hrygningin þurfí að gera svo. Þessi ákveðni hluti skil- ar sér svo i öruggri nýliðun en annað fer jafnvel forgörðum. íslandsmið hafa sýnt sig að fóstra 100 til 400 milljónir nýliða árlega sem þannig geta verið árangur af hrygningu tiltölulega fárra hrygna í stórum stofni alveg eins og lítill hrygningarstofn með þá fáum hrygnum getur gefið af sér þessa sömu nýliðun (4. mynd). Hagstæð skilyrði á miðum ráða þannig úrslitum um fjölda nýliða og ekki fjöldi hrygna nema þá, svo að það sé endurtekið, aukinn möguleiki fyrir góðri nýliðun með stórum stofni sem hrygnir vítt og breytt í tíma og rúmi. Eftir sem áður er það væntanlega aðeins hluti hrygningastofns sem hittir á hagstæð skilyrði. Nýliðun þorsks á mun víðáttumeiri miðum en íslandsmiðum eins og við Noreg, Græn- land og Nýfundnaland gaf þegar best lét með ytri aðstæður í sjónum einnig mun meiri nýlið- un en þorskur við ísland eða allt að 1500 milljónir 3 ára físka. Þessar tölur hafa svo, í stöðugri ofveiði miðað við ástand stofna og versnandi árferði H miðunum og með minnk- andi lendum, hrapað niður í 100-200 millj. nýliða. Sveiflur í árgangastærð - gamlar hrygnur eða árferði? Þegar horft er sérstaklega til ástands ís- lenska þorskstofnsins 1960-1990 virðist mega lesa úr stofnstærð hans u.þ.b. 8-12 ára sveiflu (1. og 2. mynd). Góð nýliðun árganganna 1960-1964, 1970-1973 og 1983-1984 og einnig göngur frá Grænlandi stuðlaði að há- marki í veiðistofni, að vísu minnkandi há- marki, árin 1968, 1980 og 1988, en lágmark veiðistofns, lágmark sem einnig fór minnk- andi, var 1964, 1973 og 1983. Er í þessu fólgin einhver vísbending um að u.þ.b. 10 ára gamlar hrygnur úr sterkum árgöngum skili aftur bestum árangri í nýliðun, eða felst í þessu vísbending um áhrif frá sveiflum í ár- ferði - gott 1960-1964, batnandi 1970-1973 eftir hafísár 1965-1970, og batnandi 1980 og 1983-1984 eftir köld ár 1975-1979 og 1981-1983. Sólblettir hafa einnig verið nefnd- ir í þessu sambandi (Gunnar Böðvarsson og Jón Jónsson 1961). Ef dæmið gengur eftir, hvort sem ræður 10 ára fískur eða árferði, ættu 1983/1984 árgangar eða batnandi ár- ferði 1991-1992 eftir vont árferði 1988-1990 að skila sér í bættri nýliðun og vaxandi veiði- stofni á næstu árum. Þess sjást þó enn engin merki hvað varðar 1991/1992 árgangana. Er ef til vill komið að skuldadögum á mið- unum við landið eins og áður með kjarrskóg- ana á landi. Síðari grein birtist í næstu Lesbók. Höfundur er haffræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.MAÍ1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.