Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 10
KRISTJÁN ÁRNASON Að kvöldi dags Hlýtt og bjart er hérna inni, höndum mjúkum um mig farið. Flest er gert svo fara megi, furðu vel um gamla skarið. Eitt það man ég alla daga, öðru fljótt þó vilji gleyma. Það var ei með glöðu geði, að gekk ég út úr hænum heima. Þess ég óskað hafði heitast, að hýrast þar af gömlum vana. En það er víst á vorum dögum, svo vont að þola gamlingjana. Slíkt á flestra taugar tekur, að tuða um hin fornu gildi. Nauðaleiður nöldurseggur, nútíðina ekkert skildi. Alla tíð ég hafði í huga, heill og framtíð niðja að sinna. Að þræla fyrir þetta býli, það var inntak drauma minna. Nú er búið burtu horfið, býlið sjálfsagt lagt í eyði. Um sama leyti og sunginn verður, sálmur yfír mínu leiði. Ekki trúi ég arfar mínir, auð í rýru góssi finni -kannske gyllta göngustafinn, sem gáfu þau mér einu sinni. Höfundur er fyrrverandi bóndi og smiöur. FJÓLA ÓSK BENDER Lífsleið mín Ég fæddist í þennan heim af ást þessi ást lýsti leið mína gegnum æskuárin ég var sæl, nærð og hamingjusöm og ég spáði í tilveruna ... Ég varð ástfangin og á leið minni voru ævintýri skemmtun gjafir Guðs og sál mín var nærð og ég spáði í tilveruna ... Ég yfírgaf ástina mína og upplifði þjáningu og sorg hryggð og ógæfu og ég varð að spá í tilveruna . .. Ég leitaði og ferðaðist til að fínna svörin og ég spáði ávallt í tilveruna . .. Og nú er lífsleið full undrun sem ég ég deili með þér, og ég spyr þig spáir þú í tilveruna? Höfundur er kennari. M A l\ N L —a i — F ■ S P 1 S T 1 L L Það sem svörtu augun sáu Okkur hættir við að van- meta ástæður hlutanna og að íhuga lítið hvað í annars ranni býr. Hugs- unarlaust kveðum við upp dóma, eða látum afskiptalaust allt það í fari náungans sem ekki er í samhljómi við hugmyndir okkar um það sem teljast má eðlilegt. Og þegar við ákveð- um, meðvitað eða ómeðvitað, — hvað er eðlilegt, þá miðum við auðvitað við þann veruleika sem við blasir: Gerð og eiginleika hins almenna borgara, — einskonar meðal- talsmanneskju. En það lifa bara ekki allir í veruleikanum. Sumir hafa aldrei átt þess kost að lifa hann. Þeir fæddust inn í aðra veröld, — veröld óraunveruleikans, ef svo má segja. Enginn veit með vissu hvað þar er að finna. Enginn hefur hug á að gista þennan heim. Aðrir hafa flúið á náðir hins óraunveru- lega, vegna þess að þessi heimur varð þeim ofviða. Eitthvað það gerðist sem ofbauð andlegu þoli manneskjunnar. Hún bjó í kofaræksni í útgjarði þorpsins í mestu fátækt. Enginn skipti sér af henni, enda var það ekki áhættulaust, því hún var ekki gefin fyrir mannleg samskipti og vís- aði fólki á bug með aðferðum sem varla teljast venjulegar. Jafnvel átti hún til að kasta gijóti í náungann, ef hann hætti sér of nærri. Og þá sjaldan að gest bar að garði, átti hún til að færa honum kaffisopann út fyrir dyr, því henni var meinilla við að nokk- ur manneskja kæmi inn á heimili sitt. En það sem hvað mesta athygli vakti, voru augun, — einkum þegar hún var reið. Augun voru kolsvört, djúp og dulúðug. Þeg- ar hún reiddist, skutu þessi augu gneistum í allar áttir, svo mestu karlmenni lögðu á flótta undan tillitinu. „Hún er kolbijáluð," sagði fólk og vand- ist því smátt og smátt að hafa bijálaða konu í nágrenninu. Þess vegna var ekkert við það að athuga, þgar hún kom til kirkju í eldgömlu peysufötunum sínum og söng með skerandi armæðurómi, alla gömlu sálm- ana sem fólk var vant að syngja við messu. Allir voru löngu hættir að leggja sérstaka merkingu í þessa sálma. Þeir voru bara þuldir af gömlum vana, af því það var sunnu- dagur og allar trillur í landi. Og menn höfðu borið heyið á garðann snemma um morgun- inn. Þess vegna fann enginn hina djúpu hryggð sem fólgin var í háværum söng bijál- uðu konunnar. Sagan af reynslu hennar var löngu tínd í hafsjó minninganna. Vaninn hafði fyrir löngu lagt sinn þögla hjúp yfir allt það sem svörtu augun sáu. Hún var eitt sinn óvenju glæsileg ung stúlka. Hún ólst upp hjá ástkærum foreldr- um og tveimur bræðrum, við brimi sorfna strönd, þar sem Evrópa teygk sig hvað lengst i átt til sólsetursins. Og vinir og vandamenn spáðu henni glæstri framtíð, þar sem allt virtist ganga' henni í hag, bæði andlega og veraldlega séð. Þá var það einn dag, að faðir hennar og bræður reru til fiskjar út frá hinni klettóttu strönd. Voldugt hafið lá við klettana, eins og ægilegt tröll sem sefur værum blundi. Þó var líkt og þessi ógnvaldur rumskaði annað veifið, því af og til heyrðu glögg eyru djúpar stunur og soghljóð, sem barst upp úr þröngum sprungunum í klettaveggn- um. •<- Hún var vön að eiga ástvini sína á sjón- um. Þó var einhver óhugnaður í henni þenn- an dag, — beygur innst inni í sálinni. Þess vegna gekk hún oft niður að lítilli lending- unni og gáði til veðurs. Einnig hugði hún að öldufarinu við flösina, því lending gat orðið varasöm á þessum stað með stuttum fyrirvara. Er líða tók á daginn fór að hvessa. Tröll- ið ægilega opnaði augun og teygði úr ferleg- um skönkum. Það fór að bijóta við klett- ana. Þarinn safnaðist í straumiðuköstin í þröngum skorum, í bland við hvíta saltfroðu úr sjónum. Það var komið rok, þegar hún sá bátinn nálgast. Líkur bamagulli í höndum trölls- ins, sem nú var alvaknað, barst hann nær og nær landi. Stormurinn reif í pils hennar og svipti hárinu til og frá. Svörtu augun skimuðu af öldu til öldu og heit bæn steig til himins. Bæn til hins alvalda sem lægir vind og sjó. En það kom að litlu haldi þenn- an dag. Úti fyrir lendingunni var nú orðið ófært að kalla, utan fáein augnablik að lag myndaðist milli ólaganna. Hún sá þá taka lagið. Bræðurnir ungu og hraustu reru lífróður sem aldrei fyrr. Og svörtu augun sáu líka ólagið sem reis að baki þeim. Stutta stund gnæfði það yfir bátskelina, - lyfti henni síðan upp að aftan. Skuturinn reis hærra og hærra og báturinn snerist á bakborða. Þeir stukku frá borði með hendurnar teygðar til himins, líkt og þeir vildu grípa í grá óveðursskýin á himnin- um. Það voru einmitt þessar hendur sem hún sá síðast alls þess sem hún sá með „eðlilegum" augum í þessum heimi. Hendur drukknandi manna í hvítu sælöðri við kol- svarta strönd. Eftir þetta voru svörtu augun önnur. Nú var þeim ekki lengur spáð velgengni og hamingju, heldur vöktu þau vorkunn í bland við afneitun. Og skræk rödd bijáluðu konun- ar lét undarlega í eyrum þar sem hún alla tíð síðan hljómaði í kirkjunni: Af hverju Guð? GRÍMUR S. NORÐDAHL Farfuglar / litlum fuglaheila logar eins og glóð, minningin um vordaga og vornæturslóð. Minningin þessi er meira en spaug. Himneskt land í hafinu við heimskautsbaug. Fórna vilja öllu að finna þetta land, ógnavíddir úthafsins óttast ei grand. Leggja Atlantshafið undir lítinn fuglavæng. í hljóðum draumi um hamingju og hreiðursæng. Fagna unnum sigri, því ferðin var ströng. Fylla loft með ástar og fagnaðarsöng. Astarkórinn ómar yfir þetta land. Úr fögrum fjalladölum, um fjörur og sand. Að hugsa sér í alvöru hvað hann er stór. Frá Homströndum til Hornafjarðar hljómar þessi kór. Arangur af öllu þessu alls staðar hlýst. I haganum má heyra víða hlýlegt ungatíst. Þeir vaxa fljótt af reynslu, þeir vaxa fljótt af dug. Um hásumarleytið hugum stórir hefja sig á fíug. Islendingar þakka ætíð þeirra rausn, og kveðja með söknuði þá komið er haust. Höfundur er bóndi á Úlfarsfelli t Mos- fellssveit. GEIR G. GUNNLAUGS- SON Að fagna vori Égfagna dagsins fagra árdags- boða sem fóðrarskýin gylltum morg- unroða ogþerrar dögg á landsins blóma- breiðum á beitilyngi ogmosavöxnum heiðum. Ég fagna því er ís af landi leysir og Ijóssins faðir sólarhallir reisir. Égfagna þvíer bjartar vonir vakna í veröld þar sem margirgráta ogsakna. Égfagna vorsins björtu ogblíðu dögum og beitinni í grænum sumar- högum ogfagna bjarma af aftanroðans eldi á ævi minnar hinsta vinnukveldi. Höfundur er bóndi í Lundi í Fossvogi. ÓSKAR ÞÓR ÓSKARSSON I verinu Það er bræla. Mennirnir í verinu þeir bíða. Sjóföt úr skinni hanga til þerris á bita í loftinu Rúnum rist andlit, lífsreyndra manna með samanbitnar varir, vekja hina ungu úr dvala. Fátt er sagt en róið í gráðið og raulað. Fiskur er rifinn úr roði og hann barinn í klessu með steyttum hnefa. Fyrir utan verið, á sjávarkambin um stendur gamall maður og segir: „Það er ládautt. “ Höfundur er ungur maður á Neskaupstað. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.