Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 4
Kjarrskógar og fiskur Fiskur o g árferði Margt og mikið var rætt og ritað um ástand íslenska þorskstofnsins á liðnum misserum. Skynsamleg umræða er af hinu góða, en í hita leiksins ættu menn að reyna að vera málefnalegir og varast óþarfa hnútukast. Töluvert hefur verið rætt um hvort lítill eða stór veiðistofn eða hrygningarstofn gefl góða eða lélega nýliðun. Strax skal ítrekað að ekkert hefur a.m.k. enn sem komið er sannast í því efni. Sérstaklega hafa sumir sem gagnrýna ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar haldið því fram að lítill stofn gefl góða nýliðun. Samkvæmt því á að halda stofninum litlum með veiðum til að tryggja mikla nýliðun! „í þann tíð var ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru og fiskastöð öllum missirum. Allt var þá kyrrt í veiðistöð er það var óvant manni.“ (Landnáma o.fl.) Eftir SVEND-AAGE MALMBERG Árangur hrygningar eða nýliðun þorsks er að vonum ofarlega á baugi í umræðunni og eru ýmis sjónarmið á lofti. Sumir nefna stærð hrygningarstofns eða grisjun ungviðis, aðrir ástand sjávar og fæðuframboð eða jafnvel göngur á Noregsmið, mismunandi veiðarfæri og stjórnun veiða, og enn aðrir vinda og jafn- vel jökulhlaup. Allt er þetta góðra gjalda vert en oft væri gott að ráðfæra sig örlítið innbyrðis til að forðast mistök og villur áður en birt er. Höfundur telur einnig augljóst að á Hafrannsóknastofnuninni hefur sem skylt er mest verið hugsað um þessi mál og þá frá ýmsum sjónarhornum. í þessu sambandi öllu ber að taka á málum með stillingu og reyna að halda uppi málefnalegri umræðu. Fiski-, haf- og tölfræði í ágætri grein eftir stofnvistfræðing Lands- samband íslenskra útvegsmanna, Kristján Þórarinsson, (Útvegurinn 2.1.1992) segir m.a. að breski ráðgjafinn Pope, og félagar hans, hafi „lítið rætt um áhrif almennra umhverfísskil- yrða og fæðuframboðs á nýliðun og náttúru- lega dánartölu. Þetta væri skiljanlegt því að lítið sé um upplýsingar um þessa hluti. Bretamir virtust ekki telja með góðu móti unnt að nota umhverfismælingar haffræð- inga til skýringar á mismunandi afkomu þorskstofnsins og við framreikninga var ekki tekið tillit til hugsanlega batnandi eða versnandi umhverfisskilyrða á næstu árum.“ Þetta sjónarmið er í sjálfu sér gott og gilt. Skort hefur á að unnt væri að negla þessi sambönd tölulega þannig að þau t.d. nýtist fyrir fískispár. Tölfræði Popes er hér heldur ekki véfengd né staðfesting hans á bágu ástandi íslenska þorskstofnsins eins og kemur fram síðar í þessum pistli. En ofangreind til- vitnun er væntanlega brýning til okkar allra að gera betur í samskiptum físki-, haf- og tölfræðinga, því að af miklu er að taka hvað varðar gagnabrunninn. Umhverfismælingar haffræðinga eru þar engin undantekning. Reyndar skal tekið fram strax að markmið þessarar greinar er að reyna að efla skilning á eðli mála, en jafnframt skal ekki leggja dul á að umhverfísathuganir haffræðinga munu e.t.v. seint nýtast fyrir nákvæmar spár um fiskistofna hveiju sinni. Þar kemur að sjálf- sögðu til kasta beinna fiskirannsókna. Úpp- lýsingar um breytilegt umhverfi geta þó veitt nánari innsýn í þróun mála og varpað ljósi á samspil umhverfisbreytinga og ástands físki- stofna og hvar skuli leita að líklegu orsaka- sambandi, án þess þó, svo það sé ítrekað, að það leiði til spár um hvað verður nema e.t.v. í stórum dráttum. Þekking á umhverfísháttum leiðir þó vonandi til aukins skilnings á tak- mörkum, væntingum og viðbrögðum varðandi lifandi auðlindir sjávar og nýtingu þeirra. Hrygningarstofn, nýliðun óg umhverfi Mikið hefur verið fjallað um hugsanlegt samband milli hrygningarstofns eða veiði- stofns og þeirrar nýliðunar (3 ára fískur) sem hrygningarstofninn gefur af sér, og sýnist sitt hveijum. I raun virðist a.m.k. enn sem komið er ekkert hafa beint sannast í því efni og svo aftur sé vitnað í Kristján Þórarinsson er e.t.v. „best að fá aidrei að vita hvað myndi gerast ef hrygningarstofn minnkaði enn frek- ar en orðið er“. í þessu sambandi má benda á aðra leið til skilnings en þá sem nefnd var að ofan (hrygn- ingarstofn —► nýliðun). Hún er könnun á hugsanlegum áhrifum umhverfis á bæði nýlið- un og hrygningarstofn eða veiðistofn (4 ára fiskur og eldri) en ekki aðeins innbyrðis sam- band hrygningarstofns og nýliðunar. Þessi leið hefur að sjálfsögðu verið reynd og er stöðugt til athugunar, en skýr tölfræðileg svör hafa verið torfundin. Ljóst er að ferlin eru flókin og margslungin, en telja verður einnig að m.a. stafí þetta af því að beinar tölur túlka ekki nærri alltaf eðli mála. Það þarf að taka á tölunum með djúpum skilningi á eðli bæði umhverfis og sjávarlífs. Reyndar verður að telja fullvíst að um- hverfi hafí áhrif á nýliðun og einnig á veiði- stofn sem og hrygningarstofn. Spurningin er ekki hvort heldur hvernig og hve mikið. Þetta er að vonum flókið mál þar sem fyrst er að huga að hrygningu ogklaki síðvetrar í „heita“ sjónum fyrir Suður- og Vesturlandi og svo að afkomu og reki seiða inn á uppeldisslóð í „kalda“ sjónum fyrir Norðurlandi, sem tekur 3-4 mánuði, og að lokum fæðuframboði og vexti þar næstu árin. Nýliðun hefur síðan áhrif á veiðistofn og hrygningarstofn eftir á og þá einnig afla- brögð (1. mynd). Góð nýliðun skilar sér í vaxandi veiðistofni nokkrum árum síðar og hrygningarstofni og aflabrögðum að lokum. Við lélega nýliðun er þessu að vonum öfugt farið. Þessi ferli eru svo væntanlega í tímans rás meira eða minna gagnvirk og að sjálf- sögðu háð sókn eða aflabrögðum, sókn sem hefur reyndar yfirleitt verið of mikil og skilað sífellt minnkandi hlutdeild eldri fisks í þorsk- stofninum. Arferði, nýliðun og hrygningarstofn Töluvert hefur verið rætt um hvort lítill eða stór veiðistofn eða hrygningarstofn gefí góða eða Iélega nýliðun. Strax skal ítrekað að ekkert hefur a.m.k. enn sem komið er sannast í því efni. Sérstaklega hafa sumir sem gagnrýna ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar- innar haldið því fram að lítill stofn gefi góða nýliðun. Samkvæmt því á að halda stofninum litlum með veiðum til að tryggja mikla nýliðun! Reynsla frá árunum 1985-1992 sýnir hins- vegar að hrygningarstofninn var þá með lægsta móti sem og nýliðunin (1. mynd), metin 3 árum síðar. Verður hér á eftir reynt að varpa ein- hveiju ljósi á hugsanlegan þátt árferðis í sjón- um í sveiflum stofns og nýliðunar. í sjónum við ísland skiptast á „gott“ og „vont“ árferði á uppeldisslóð fisks fyrir norð- an land. Þetta mat á árferðinu felst í því hvort hlýsjór (hiti hærri en 39, selta hærri en 34.9) streymi inn á norðurmið eða ekki. Ef ekki þá ríkir þar kaldur sjór (hiti lægri en 2°, selta lægri en 34.8), jafnvel hafís, sem hefur áhrif á veðráttu í landinu öllu og þá einnig jafnvel í strandsjónum _ sunnanlands (ferskvatnsmagn o.fl.). Það eru Islandslægðin með suðlægum áttum og Grænlandshæðin með norðlægum áttum sem takast á yfir land- inu og nálægum hafsvæðum. Skal skýrt tek- ið fram að það er ekki hitinn einn sem ræður ferðinni, heldur túlkar hann sjógerð eða eðlis- ástand sjávar og lífskilyrði. Höfundur hefur stundum líkt sviptingunum í sjónum fyrir Norðurlandi og mismuni góðær- is og hallæris þar við mismuninn á möguleik- um landbúnaðar í Færeyjum og á Jan Mayen. Taflan hér á eftir sýnir í stórum dráttum „gott“ og „vont“ árferði á Norðurmiðum að vori og samsvarandi nýliðun þorsks við ísland á árunum 1960-1992 (+ er gott og - er vont; ++ fyrir nýliðun þegar hún telst vera mjög góð, eða yfir 250 millj. 3 ára fiskar). Tafla 1. Flokkun ára í „gott“ og „vont“ ástand sjáv- ar að vori á norðurmiðum og „góða“ og „vonda“ 3 ára nýliðun þorsks miðað við ár- gang á íslandsmiðum 1952-1991. Gott árferði eða vont er skilgreint eftir því hvort Atlantssjór ríkir á norðurmiðum eða ekki og góð eða vond nýliðun miðast við nýlið- un yfír eða undir meðallagi (220 millj. 3 ára fískar). Ástand Nýlið- Athugasemdir sjávar un 1952 + - 1953 + _ 1954 + - 1955 + ++ Ástand sjávar gott 1956 + Atl.sjór ++ 1957 + - 1958+- - 1959 + _ 1960 + - 1961 + ++ 1962 + ++ Óvenju mörggóð ár í 1963+- ++ röð, ástand sjávargott 1964 + ++ 1965- _ 1966-+ ++ Ástand sjávar mun 1967- Pólsjór - betraen 1965 1968- - 1969- - Ástand sjávar betra 1970-+ ++ 1971- - en 1967-1969 1972 + ++ Ástand sjávar gott 1973 + Atl.sjór ++ 1974 + - 1975- (+) Nýliðun í meðallagi 1976-+ Pól-/ + Ástand sjávar mun 1977- Svalsjór - betraen 1975 1978-+ - 1979- - 1980 + Atl.sjór + Ástand sjávargott, 1981- - nýliðun aðeins yfir 1982- Svalsjór - meðaliagi 1983- ++ Ástand sjávar gott í árslok að loknu 1984 + ++ svalsjávarskeiði 1985 + Atl.sjór - Léleg nýliðun þrátt fyrir 1986 + ' - gott ástand sjávar 1987 + - eftir 2 góð nýliðunarár. 1988- Pól-/ _ 1989- Svalsjór 1990- - 1991 + Atl.sjór _ Léleg nýliðun þrátt fyrir gott ástand sjáv- ar að loknu 1992 + ? 3 ára vondu ástandi sjávar og mörg léleg nýliðunarár Hryggningarþorskur. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.