Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 9
/ bakgrunni frá vinstri: Málverk með breytilegri geómetríu og Núna ertu Mart- ial Raysse. Fremst: Hjartagarðurinn, 1966. Grænt Frakkland (á veggnum) og Enn eitt hamingjuaugnablik, 1965. vera sem tískublöðin sýna okkur og hampa og sem við sjáum eins og hillingar — fullkomn- ar og óhöndlanlegar. En það er ekki laust við að örvæntingar gæti á bak við alla lita- gleðina, fullkomnu andlitsdrættina og glans- andi yfirborðið. Þó að Raysse sé oft með ólík verk í vinnslu samtímis vann hann mjög lengi með kven- mannsandlitin. Hann fór að leggja meiri áherslu á útlínumar, bijóta upp, endurskipu- leggja flötinn og hreinsa burtu öll aukaatriði þannig að upphaflega andlitið varð bara ein- falt form án „karakters". Hann kallaði þessi verk „Tableaux a geometrie variable" eða málverk með breytilegri geómetríu. Núna ertu Martial Raysse (1967) er einfalt kven- andlitsform, þar sem ekkert annað er á fletin- um en sjónvarp sem endurkastar á skerminn mynd af baksviði áhorfendans. Smá saman yfirgefur andlitsformið grunn- flötinn og verður bara til í gegnum ljósvarpa eins og kom fram á sýningunni „Une forme en liberté“ (Fijálst form) í Galeri Alexandre Iolas í París í september 1969. Á sýningunni voru tvær skyggnumyndavélar sem sýndu á vegg og í lofti einfaldað andlitsform sem breyttist eftir því hvemig myndavélamar vom staðsettar. Raysse gerir þetta verk á þeim tíma sem „concept“-listin og „minimalisminn" em allsráðandi tjáningarmáti og hefur það eflaust haft áhrif á myndsköpun hans. MadeIn Japan Samhliða þessum andlitsverkum vinnur Raysse Made in Japan — verk sem em í bein- um tengslum við listasöguna. Hann vitnar í málverk gömlu meistaranna, Ingres, Cranach, Tintoret, FranQois Gérard, Ghirlandaio, Mic- hel Ange, Boticelli og fleiri og kemur með nýjar útgáfur af þekktum verkum eftir þá, m.a. með því að mála þau sterkum, sjálflýs- andi litum, breyta formunum eða setja nýja óvænta hluti inn í „kompósisjónina". í Einfalt og blítt málverk (1965) tekur Raysse „neó-klassískt“ verk eftir FranQois Gérard (1770-1837) þar sem Amour er að kyssa Psyché í fyrsta sinn. Hann klippir par- ið út úr ljósmynd af málverkinu sem hann málar síðan á stálflöt í mjög áberandi litum og staðsetur í iðjagrænni sveitasælu. Síðan setur hann lítið „neon“-hjarta í hönd Amours og afhjúpar þannig algjörlega hátíðleik frum- myndarinnar. í Suzanna, Suzanna (1964) blandar hann kvikmyndatækninni saman við málverkið hreinlega með því að sýna kvikmynd af Ar- man á ómáluðum hluta verksins. Hann vill meina að Arman sér hér í hlutverki gamla mannsins og vitnar þá auðvitað í verk Tintor- ets: Suzanne og gömlu mennirnir. Kvikmyndir Og Kaflaskipti Eftir að hafa unnið við leikhústjöld og búninga fyrir ballettflokk Rolands Petits fór hann að snúa sér meir og meir að kvikmynda- gerð. Sumarið 1966 gerði hann fyrstu kvik- mynd sína Jesus Cola, harða ádeilu á neýslu- þjóðfélagið og árið 1969 gerir hann myndina Camenbert Martial Extra Doux sem segir frá bóndafjölskyldu sem borðar Camenbert-ost og uppgötvar sér til mikillar gleði að osturinn býr yfir vímu- og ofskynjunareiginleikum. Um 30 manns léku í myndinni og þar á með- al voru Erró og franski listmaðurinn Otto Hahn. Árið 1970 gerir Raysse svo fyrstu kvik- mynd sína í fullri lengd Le Grand Départ, Brottförin mikla. Myndin var tekin í Mar- okko, úthverfi Parísar og í kvikmyndaveri. Raysse hefur sjálfur talað um nauðsyn þess að snúa á vit eyðimerkurinnar á þann hátt að menn eigi að endurskoða kenningar sínar og hugsanir. Upp frá þessu verða algjör kaflaskipti á listferli Raysses og þrátt fyrir Suzanna, Suzanna, 1964. 192x141 sm. alþjóðlega viðurkenningu og mikla frægð rift- ir hann nú öllu sambandi við listaheiminn og listaverkamarkaðinn og fer að þróa myndmál sem fljótt á litið er gjörólíkt öllu sem hann gerði áður. Margir vilja meina að þessi breyt- ing á listferli hans stafi að hluta til af þeim umbyltingum sem áttu sér stað í þjóðfélaginu þá. Eftir hinar frægu stúdentaóeirðir í maí 1968 urðu algjör umskipti í hinum vestræna menningarheimi eins og allir vita. Fólk fór að veita umhverfismálum aukna athygli og það var mikið rætt um afturhvarf til náttúr- unnar. Áhríf þessa tímabils eru greinileg í verkum Raysses sem hefur nú dregið sig út úr listalíf- inu, fjarlægst neysluþjóðfélagið og leitar inn- blásturs hjá frumstæðum þjóðum og í ind- verskri heimspeki. Coco MATO í maí 1971 gerir Raysse umhverfisverk í Nútímalistasafninu í Munchen sem hann skírði Oued Laou, nefnt eftir litlu þorpi í Norður-Marokkó. Hann notaði aðeins fimm form í þessu verki, stjörnu, kross, x, y og z. Eftir þetta fer hann að gera alls konar hluti úr ólíklegustu efnum; pappa, snæri, íjöðrum, þurrkuðum fuglshausum, kertum, klemmum, sígarettupökkum, plastpokum, sveppum, nið- ursuðudósum, laufblöðum, skeljum o.s.frv. Þó að þessir hlutir minntu meira á föndur frumstæðra þjóðflokka heldur en fullbúin listaverk þá voru þau um margt lík sumum verkum sem Raysse gerði í kringum 1960. Hann kallaði þessa hiuti Coco Mato, en nafn- ið fékk hann að láni úr ítölsku, þar sem Coco Mato er nafn á sveppi með rauðan hatt og hvítar doppur og er sveppurinn m.a. notaður í Síberíu sem meðal gegn kulda. Það var síðan bróðir Martials Raysses, Gilles, sem ákvað að sýna þessi „frumstæðu" verk sem voru unnin á árunum 1970-73. Hann tekur sýningarsal á leigu í Rue Dragon og kallar sýnguna einfaldlega Coco Mato. En þó að sýningin hafi farið fram hjá flestum listunnendum er sagt að hún hafi haft mikil áhrif á þá fáu sem að sáu hana. Raysse sest nú að úti í sveit í Ussy sur Marne og eyðir tíma sínum ýmist í ferðalög til annarra landa eða í garðinum heima hjá sér á bökkum Mame-fljótsins. Hann segist núna vera tilbúinn til að takast á við málara- og höggmyndalistina og byijar að festa á blað landslagið og hvunndagshlutina sem hann sá í kringum sig eins og kemur fram í myndaseríunum Litla húsið og Loco Bello þar sem blandast saman jurta-, dýra- og mannheimur í tímalausa heild. Raysse gefur sig nú algjörlega á vald málarlistarinni, fikrar sig hægt og gætilega áfram eins og hann sé að skóla sjálfan sig og notar nær eingöngu mjög forna og göfuga tækniaðferð, „détrempe" eða „egg-tempera“. Hann vinnur oftast í seríum, breytir títt um viðfangsefni og er óragur að blanda saman fortíð og nútíð. Árið 1981 efndi Pompidou-safnið til sýn- ingar á nýjustu verkum Raysses og urðu þeir sem þekktu hann vel og höfðu fylgst með honum furðu losnir þegar þeir sáu mynd- aseríumar Loco Bello og Spelunca, þar sem sjá mátti gríska guði spóka sig innan um nútímalega traktora í „arkadísku" landslagi. Frábært Samhengi Á sýningunni í Jeu de Paume eru nokkur ný verk sem hafa aldrei verið sýnd áður, Barnæska Bakkusar, (305x445 cm) 1991 og Kjötkveðjuhátíðin í Pergueux, (300x800 cm) 1992 og eru það sérstaklega þessi nýjustu verk sem hafa valdið umtali og deilum sem minna reyndar dálítið á það sem sagt er um De Chirico, m.a. að nú sé hann búinn að glata allri andagift. Aðrir vilja meina að hér sé Raysse að setja sjálfan sig á stall með meist- urum sögunnar og því hefur jafnvel verið fleygt að með Kjötkveðjuhátíðinni í Perigueux sé hann að keppa við Jarðarförina í Omans eftir Courbet sem olli miklum deilum á Salon- sýningunni árið 1850. Nútímalistin eða réttara sagt framúr- stefnulistin hefur orðið fyrir mjög miklu aðk- asti í fjölmiðlum hér upp á síðkastið og tala margir um nauðsyn einhvers konar „retour a l’ordre" (enda stutt í aldamót). Raysse hefur einstaka sinnum verið nefndur í þessu sam- bandi, eflaust vegna þess hve óspar og ófeim- inn hann er við að lýsa yfir hrifningu sinni á list gömlu meistaranna og að hann skuli taka upp tækniaðferðir þeirra eins og t.d. „egg-temperuna“. En þá er spurningin sú hvort Raysse hafi nokkuð breyst svo mikið í raun og veru frá því að hann hóf listferil sinn tæplega tvítugur í Suður-Frakklandi? Þrátt fyrir öll þessi rof og mismunandi tímabil á listferlinum liefur innihaldið ekki breyst svo mikið þó að umbúð- irnar hafi stöðugt verið að breytast og þegar sýningin er skoðuð sem heild kemur í ljós frábært samhengi. Í verkunum frá 7. áratugn- um leitaði hann t.d. jafnmikið á vit gömlu meistaranna og í nýjustu verkunum og þó að það sé gert á mismunandi hátt skín að- dáun hans á verkum meistaranna alltaf í gegn. Raysse hefur ætíð gert sér ljósa grein fyr- ir því sem er að gerast í samtímanum og verið forspár. Þess vegna endurspegla nýju verkin hans tíðaranda í dag á svipaðan hátt og popplistaverkin gerðu á 7. áratugnum. Þó tæknin sé hefðbundin þýðir það alls ekki að aðferðin og efniviðurinn geti ekki verið nútí- maleg og að þessi verk eigi ekki erindi til okkar dag. Ferskleikinn sem einkenndi eldri verkin er kannski ekki sá sami en ögrunar- neistinn er ennþá til staðar og þó að um „reto- ur a l’ordre" í tæknilegum skilningi sé að ræða þá hefur honum tekist að rugla reiti og fá áhorfendur til að endurskoða afstöðu sína til málverksins og þá er ekki til lítils unnið. Höfundur er listfræðingur í París. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. MAÍ1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.