Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 8
Lífíð sjálft er fallegra en allt annað Franski listamaðurinn Martial Raysse er mörgum listunnendum og fræðingum algjör ráðgáta, hann ögrar, kemur á óvart og vekur umtal. Líkt og De Chirico og Jean Helion sneri hann baki við framúrstefnulistinni — þeirri list sem Um franska myndlistarmanninn Martial Raysse, sem bæði hefur verið kallaður undrabarn og afturhaldsgaur. Hann hefur ætíð gert sér ljósa grein fyrir því sem er að gerast í samtímanum og verið forspár. Þess vegna endurspegla nýju verkin hans tíðarandann í dag á svipaðan hátt og popplistaverkin gerðu á 7. áratugnum. Eftir LAUFEYJU HELGADÓTTUR Martial Raysse hélt nafni hans á lofti á sjöunda áratugnum og helgar sig nú „la granda peinture" eða klassískri list eins og hann orðar það sjálfur, þó að sumir vilji meina að sú list sé akade- mísk og beinlínis afturhaldssöm. Martial Raysse var mikið í sviðsljósinu í Frakklandi og Bandaríkjunum á sjöunda ára- tugnum og var oft talað um „l’enfant prod- ige“ eða undrabarnið. Upp úr 1970 dró hann sig algjörlega út úr listalífi Parísarborgar, sneri sér að íhugun og settist að í sveit og fór að mála. Það þykir þess vegna stórviðburð- ur hér í Signuborg að Jeu de Paume-sýningar- salurinn hafi efnt til yfirlitssýningar á verkum listamannsins og ekki síður vegna þess að, sjálfur hefur hann verið mjög tregur til að samþykkja slíka sýningu. En eins og við mátti búast hefur sýningin vakið mikla at- hygli og eru skoðanir um hana mjög skiptar. Sýningin í Jeu de Paume var unnin í sam- vinnu við nýja nútímalistasafnið í Nimes, en þar mun sýningin verða sett upp í september eftir að hafa farið til Vínarborgar (febr.- apríl) og Valensía á Spáni (júní-ágúst). ÁRIN 1960 NISSA OG NÝJU Realistarnir Martial Raysse fæddist 12. febrúar 1936 í Golfe-Juan í Suður-Frakklandi í fjölskyldu þar sem foreldrarnir unnu bæði við leirkera- gerð. Hann byrjaði snemma að mála vatnslita- myndir og yrkja ljóð og um tíma var hann á báðum áttum hvort hann ætti að verða rithöf- undur eða myndlistarmaður. Hann fann, þó brátt að hann vildi tjá eitthvað meira en það sem orðin náðu yfir og valdi þess vegna myndmálið. Fyrstu verkin hans eru málaðar grímur og „ljóð-objectar“ sem hann sýnir á fyrstu einkasýningunni í sýningarsal í Beuli- eu-sur-Mer- í september 1958, þá aðeins 22 ára að aldri. Fljótlega kynnist hann listamönnunum Ben Vautier og Arman og hrífst af rithöfundinum J.M.G. Le Clezio, en þeir eru allir þrír frá Nissa. Litlu síðar hittir hann Yves Klein í gegnum Arman og um 1960 eru vináttu- tengsl Raysse, Arman og Klein orðin það náin að þeir taka ákvörðun saman um að undirstrika sérstöðu sína þarna í suðrinu miðað við Parísar- og New York-skólana sem réðu þá algjörlega listalífinu vestan hafs og austan og ímynduðu sér nýjan listamöndul, Nissa/Los Angeles/Tókýó. Eftir þetta var alltaf talað um Ecole de Nice eða Nissa-skólann og er það gert enn þann dag í dag þegar þessir iistamenn berast í tal. Þeir voru sannfærðir um nauðsyn þess að bera veruleikan nýjum augum og kenning þeirra var sú „að lífið sjálft væri fallegra en allt annað“. Skúffuspegillinn, 1962. 40x60x10 sm. Einfalt og blítt málverk, 1965. 195xl30sm. En þó að þeir vildu gera Nissa að nafla heimsins fluttu þeir allir þrír til Parísar og ekki leið á löngu áður en þeir voru komnir í hóp „ný-raunsæis“ eða nýju realistanna. Nýju realistarnir byggðu flestir myndmál sitt á tilhneigingu raunveruleikans og söfnuðu hlutum úr hinu iðnvæddu umhverfi og skeyttu saman í „assambiages“-samsetningar. En þó að grunnhugmyndir myndmáls Raysses hafi að mörgu leyti verið svipaðar og hjá hinum meðlimum hópsins þá þróaðist hann á sjálf- stæðan hátt og hafði strax mjög persónuieg- ar og heimspekilegar skoðanir. Eins og allir fylgjendur stefnunnar fékk hann innblástur úr borgarlandslaginu, en í staðinn fyrir að nýta úrgang og rusl neyslusamfélagsins lagði hann frekar áherslu á að endurspegla hvers- dagslegan veruleika borganna. „Fegurðin er ljót, lifi smekk!eysan,“ sagði hann og lýsti því yfir „að Prisunic-búðimar (Hagkaup) væru nútímalistasöfn samtímans". Hann ýmist lofsöng neysluþjóðfélagið eða afneitaði því og hefur þessi tvíræðni kannski valdið því að oft er talað um „kitch" (glingurlist) í sambandi við verk hans. Gyðjan, 1980. 39x32x25 sm. Hrein Sýn Og Raysse Beach Á sjöunda áratugnum gerir Raysse mynda- seríu sem hann kaliar „Hygiene de la vision" eða hreinlæti sjónarinnar, þar sem kemur fram hjá honum sterk löngun til að sýna samfélagið í nýju „hreinu ljósi. „Ég rnyndi vilja að verkin mín væru eins hrein og aug- ljós og iðnhannaðir ísskápar: splunkuný, geril- sneydd og óbigðul.“ Og hann kallar sjálfan sig „ingenieur de la vision" eða verkfræðing sjónarinnar. „Aðalatriðið er ekki fólgið í tækninni held- ur í því hvemig hún er notuð,“ sagði Raysse, sem rokkaði á milli viðfangsefna og fór úr einum efnivið í annan. „Menn verða umfram allt að hafa nýja heimssýn eða nýtt myndmál — skipuleggja flötinn á nýjan hátt, þá kemur notkun nýs efnivðiar af sjálfu sér, til móts við innri lógík.“ Á þessum árum gerir Raysse mörg verk þar sem hann notar ljósmyndir og þá sérstak- lega auglýsingaljósmyndir af kvenfólki, stórar andlitsmyndir eða „stereótýpur" í alls konar stellingum. í verkinu Reysse Beach sem hann sýnir á samsýningunni Dylaby (Dynamisch Labyrith), sem Pontus Hulten og Willem Sandberg skipulögðu í Stedelijk-safninu í Amsterdam árið 1961, endurskapar hann sumarleyfís- og baðstrandarandrúmsloft frönsku Riverunnar með því að stilla upp ljós- myndum af stúlkum í eðlilegri stærð kringum sundlaug þar sem uppblásnar endur og alls konar plastleikföng og kútar flutu á vatninu. Á sundlaugarbakkanum lágu ýmsir munir eins og'td. sólgleraugu, baðolía, auglýsinga- spjöld o.s.frv. og stutt frá var ,juke-box“ þar sem hægt var ða spila vinsældalista sumars- ins. „Ég vildi lofsyngja bjartsýnina og sól- ina,“ sagði Raysse, og það er áberandi að viðfangsefnin á þessum árum eru oft sótt í æskuminningarnar suðurstrandarinnar og hafa verkin yfír sér birtu og léttleika sem minnir á áhyggjulausa sumarleyfisdaga eins og td. í Manstu eftir Tahiti (1963). Þetta lífs- glaða andrúmsloft er undirstrikað með notkun skærra lita og stundum sjálfslýsandi litasam- setningum sem Raysse nær m.a. fram með því að nota liti úr „spray“-brúsum. Hann notar einnig oft „neon“-ljós til að undirstrika smáatriði eða gefa verkinu „lifandi lit“, eins og td. í Háspennumálverki (1965) og auglýs- ingaskiltinu í Raysse Beach sem trónaði við inngang verksins. Tilbreytingar Yið Geómetríu Á sýningunni „Mirrors and Portraits", sem var í Dwan Gallery í Los Angeles árið 1962, sýndi Raysse alls konar tilbrigði við kvenand- lit þar sem hann veltir fyrir sér staðlaðri feg- urð og persónuleika þessara óþekktu kven-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.