Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.05.1993, Blaðsíða 7
inhugmyndir Stéttarinnar miklu. Þessa 'óríu Njálu. Geómetrisk form Stéttar- innar miklu árið 1268. Öll þessi form höfðu í sér fólgnar leynd- ar merkingar. Stéttin sem heild er ein allsherjar launsögn — allegóría — sem felur í sér höfuðskepn- ur, áttavísan, samsvörun manns og heims, tíma og rúm, líf og dauða, upphaf og endi ver- aldar. og Njálu er einmitt sú sem búast hefði mátt við — ef íslendingar þekktu ríkjandi hug- myndir 13. aldar á Bretlandseyjum. Mætti raunar orða þetta svo, að Baksvið Njálu 1969 hafi sagt fyrir hvað Bretar myndu finna í Westminster Abbey 1991. HOF OGTEMPLUM Til að skýra það sem hann finnur í West- minster Abbey greinir Foster frá upphaflegri merkingu latneska orðsins templum (hof). Merkir orðið í öndverðu það svæði himins sem prestar notuðu til spásagna. Síðar fær orðið merkingu hins jarðneska helgistaðar sem helgaður var guðum og merkti jarðneska endurspeglun helgra staða á himni (s. 151). Ekki hefði verið unnt að fá heppilegri útskýr- ingu á samsvörun „gólfa“ Rangárhverfís og Westminster Abbey. Það var einmitt þetta, sem fannst að baki Eglu og Njálu: baugar Mýra, Þingvalla og Rangárhverfís 'endur- spegluðu staði á himni samkvæmt ráðning- unni. Án þess að þekkja hinar íslenzku lausn- ir lýsir Foster þarna beinlínis hvernig á því stendur að unnt er að bera saman heims- mynd Eglu, Njálu og Westminster Abbey. Miklar rannsóknir verða væntanlega gerð- ar á öllum þessum samsvörunum þegar fram líða stundir. En einu má slá föstu nú þegar: krýningarkirkja Breta, Westminster Ábbey, verður héðan í frá helgidómur íslendinga eigi síður en Breta. Og Þingvellir verða óhjá- kvæmileg viðmiðun brezkrar sögu. Hug- myndafræðileg forsenda Stéttarinnar miklu er hugtak miðjunnar, sem hér gat að líta að Alþingi hinu forna. Höfundurerfræðimaðurog hefurskrifað Rætur íslenzkra menningar. RANNSOKN I R A I SLANDI Umsjón: Sigurður H. Richter Hofminjar íða á íslandi er að finna fornleifar sem taldar eru frá heiðni. Um 300 heiðin kuml hafa fund- ist og fjölmargar fomar tóftir em sagðar hafa verið hof eða hörgar. Rannsóknir á meint- um hofminjum vom í öndvegi á fyrstu áratug- Rannsóknir á „hoftóftinni“ svonefndu í landi Hofsstaða í Mývatnssveit hafa varpað ljósi á fyrstu aldir íslandssögunnar. Eftir ADOLF FRIÐRIKSSON um fornleifarannsókna hér á landi. Forvígis- menn Hins íslenzka fomleifafélags grófu í nokkrar tóftir sem báru þau einkenni er þeir helst töldu vísa til heiðins helgihalds. Með vísun í frásagnir í íslendinga sögum var talið að hof hafi verið aflangt hús með veislusal og afhýsi fyrir goðin á stalli við annan enda hússins. Uppgröfturinn á hofs- STÖÐUM 1908 Merkasta og umfangsmesta rannsókn á hofminjum á íslandi var gerð af Daniel Bruun og Finni Jónssyni á Hofsstöðum í Mývatns- sveit sumarið 1908. Á Hofsstöðum er að fínna afar stóra tóft sem samkvæmt munnmælum hafði til forna verið hof. Bruun og Finnur grófu upp úr allri tóftinni og fundu stóran skála með afhýsi við norðurenda. Sunnan við tóftina kom í ljós hola með hringlaga hlöðnum torfvegg. Holan var full af ösku og brenndum beinum. Töldu þeir hana vera ruslaholu en skálann veislusal og afhýsið goðastúku. Fáir fomgripir komu í ljós við rannsóknina, en það voru einkum brýni, naglar og vaðsteinar. Niðurstaða Bmuns og Finns var að hér væru fundnar vel varðveittar leifar hofs frá tímum heiðni. Árangur rannsóknanna var birtur í ýmsum vísindaritum og á mörgum tungumál- um. Lengi var Hofsstaðatóftin talin vera helsta dæmi um hof frá víkingatíma í umræðu og yfirlitsritum um þau efni. HOF EÐABÆR? Um miðja þessa öld bentu fræðimenn á að meintar hofminjar væru keimlíkar venju- legum híbýlatóftum á norðurslóðum og komu fram efasemdir um gildi munnmæla sem heimilda um eðli fornleifa. Fyrir um 25 árum var gerð ýtarleg rannsókn á rituðum heimild- um um gerð hofa og varð Ijóst að afar fátt er vitað um það efni. Jafnframt var árangur rannsókna á hofminjum dreginn í efa þar sem túlkun á eðli minjanna byggði helst á munn- mælum og örnefnum fremur en fornleifa- fræðilegum gögnum er tóku af tvímæli. Þrátt fyrir vaxandi efasemdir um hinar meintu Þrvívíddarteikning af hoftóftinni. Hún sýnir lögun og ástand tóftarinnar fyrir uppgröftinn 1992. Hlutföll og helstu einkenni tóftarinnar eru í góðu samræmi við mælingar úr fyrri rannsóknum. Ljósmynd frá uppgreftinum 1992. Myndin sýnir afstöðu könnunarskurðarins sem grafinn var þvert yfir tóftina. Skurðurinn var 22 metra langur og 1 metra breið- ur. í baksýn er Hofsstaðabærinn. Myndin sýnir jarðlagaskipan yfir vest- urvegg tóftarinnar. Gjóskulög eru merkt með rauðum skífum. Neðsta skíf- an liggur í þunnu og Ijósu lagi sem er talið vera frá 1104 og/eða 1158. hofminjar hefur Hofsstaðatóftin enn verið talin geta hafa verið leifar af hofi. Því til stuðnings hefur verið bent á að tóftin er afar stór, um 45 metrar að lengd. Jafnframt hefur sú tilgáta komið fram að hola við suðurgafl tóftarinnar kynni að hafa verið stór suðuhola þar sem eldað var fyrir blótgesti. Helstu ann- markar á þessari kenningu eru þeir að aldur tóftarinnar er ekki þekktur og kynni hún því allt eins að hafa verið frá kristni. Þá hafa engir forngripir fundist eða önnur ummerki er benda til helgiathafna. NÝJAR RANNSÓKNIR Sumurin 1991 og 1992 hófst aftur rann- sókn á tóftinni á Hofsstöðum. Markmið henn- ar var að kanna aldur tóftarinnar og leita vísbéndinga um til hverra hluta húsið hafði verið notað. Grafinn var 22 metra langur og 1 metra breiður skurður þversum yfír nyrðri hluta tóftarinnar. Náði skurðurinn niður í óhreyfðan jarðveg. Við rannsóknina komu greinilega fram ummerki eftir uppgröftinn 1908. Fáir fom- gripir fundust og voru það einkum brýni, hnífar og skeifa sem komu úr hreyfðum jarð- lögum frá fyrri uppgrefti. Þessir gripir benda ekki til heiðinna helgiathafna en eru algengir fundir í venjulegum híbýlum manna frá öllum tímum. Rannsóknir á aldri tóftarinnar skiluðu góðum árangri. Við athugun á gjóskulögum komu í ljós vel varðveitt Iög yfir tóftinni, í veggjum og undir mannvistarlögum. Er nú talið að tóftin sé af húsi sem hafi verið í notkun á 10.-11. öld. Hin svonefnda landn- ámssgjóska er í vegghleðslurh en yfir tóftinni hafa fundist slitrur af gjóskulagi sem talið er vera frá 1104/1158. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hin meinta hoftóft kunni allt eins að hafa verið af óvenjustórum bæ sem var í byggð a.m.k. á 10. og 11. öld. ÓVÆNT UPPGÖTVUN Að lokum skal getið óvæntrar uppgötvunar á síðustu dögum rannsóknarinnar sumarið 1992. Könnunarskurðurinn sem grafínn hafði verið var látinn ná vel út fyrir tóftina til að kanna afstöðu hennar við óhreyfð jarðlög utan hennar. Vestast í könnunarskurðinum, um 6 metrum vestan og utan við tóftina, komu í ljós áður óþekktar mannvistarleifar. Við uppgröft var komið niður á fornan torf- vegg og lágu þykk mannvistarlög að honum. Við athugun á jarðlagaskipan kom í ljós að þessar minjar eru eldri en stóra tóftin. Hér má ætla að sé fundin önnur bygging en ekk- ert verður sagt um hlutverk hennar án um- fangsmeiri rannsókna. Auk Adolfs Friðrikssonar störfuðu við rannsóknina: Christopher Pine fornleifafræðingur, Garðar Guð- mundsson fornvistfræðingur, Gavin Lucas fornleifa- fræðingur, Guðmundur Jónsson fomleifafræðinemi, Dr. Ken Thomas fornvistfræðingur, Magnús Sigur- geirsson jarðfræðingur, Mjöll Snæsdóttir fornleifa- fræðingur og Orri Vésteinsson fornleifafræðingur. Rannsóknin var styrkt af Vísindasjóði, Fornleifafræði- stofnun Lundúnaháskóla, British Council, V. Gordon Childe and Margary Bequest Fund, Náttúruvemdar- ráði, Verkefnasjóði námsmanna. Höfundur er fornleifafræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. MAI1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.