Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Blaðsíða 3
11 @ E jg E jm Jt L. A Æ JL x’it S Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1, Sími691100. Ijósm.Lesbók/RAX Sr. Friörik Friðriksson var landskunnur æskulýðsleiðtxigi og nú minnist Þórarinn Björnsson hans vegna þess að 125 ár eru liðin á þessu ári frá fæðingu sr. Friðriks. í greininni er fyrst og fremst fjallað um þátttöku sr. Friðriks í ýmisskonar félagsstarfsemi eftir að hann kom heim frá Danmörku. Kristján Rask og Ebenezer Henderson dvöldu sam- tímis á íslandi 1813-15 og báðir höfðu mikla þýð- ingu fyrir íslenzkt menningarlíf. Þeir kynntust en um nána vináttu var aldrei að ræða og hvor sinnti sínu. Gáfur sínar og áhugamál notuðu þeir báðir óspart í þágu íslendinga. Greinina skrifar Felix ólafs- son, prestur í Danmörku. Forsíöan í nútíma skúlptúr er náttúran sjálf, eða brot af henni, notuð sem efniviður ef því er að skipta. Það hefur Grímur Marinó Steindórsson, myndhöggvari, gert í verki sem nýlega var á sýningu í Perlunni og heitir Veðrun. Úr náttúrunnar ríki hefur Grímur Marinó flutt holóttan og veðraðan sandstein vestan úr ísafjarðardjúpi og hér er hann notaður í skúlptúr ásamt með spegilgljáandi stáli. Fyrr í þessm mán- uði var afhjúpað verk eftir Grím Marinó norður í Hrútafirði til minningar um landpóstana. Falliö er heiti á grein eftir Ólaf Sigurðsson lækni á Akur- eyri og fjallar um harmsögulegt efni, fallið, sem lengi hefur orðið skáldum yrkisefni. Hinir sígildu harmleikir bókmenntanna snúast um fallið og orsak- ir þess. JÓN ARASON Ljúflingsdilla - brot - Sofi, sofi sonur minn. Sefur selur í sjó, svanur á báru, már í hólmi, manngi þig svæfir, þorskur í djúpi. Sofðu, eg ann þér. - Nú hef eg svæfðan son þinn, kona, Ijúfling okkar í litlu bragði, alinn til elli, allan í hvílu. HeiII hann veri, en hálfan á eg. Kýr á bási, kálfur I garða, hjörtur á heiði, en í hafi fiskur, mús undir steini, maðkur í jörðu ormur í urðu. Sofðu, eg ann þér. HeiII hann vakni og horskur í mörgu, ör og auðugur, almannavinur gjarn góðra verka, guðs fulltrúi, hóglyndur við hvern og hollur veslingum. Bjór hjá vötnum, í björgum skarfur, refur í hreysi, reyr í tjörnum, álft á ísi, önd í bökkum, otur í gljúfrum. Sofðu, eg ann þér. Skurðhagur við skip og skjóti manna bezt, upp fari að eikum, þar er aldin glymur, tafls fulltrúi, tamur. hörpusláttur, vakur á velli, vinur höfðingja. Selur á flúðum, en í sundi murta, björn í híði með breiða hramma, vargur í viði, en í vatni gedda, áll í iðu. Sofðu, eg ann þér. Ljúfur, heill, leiður illmennum, svinnur um saktal, sýn bókamál, réttur í skyldum, ríkmennum þekktur. Ger gagn, ef þú mátt, grönnum þínum. Jón Arason (1484-1550) var síðasti kaþólski biskupinn á Hólum og höggvinn í Skálholti ásamt sonufn sínum eins og flestir íslendingar vita, enda er sagt að allir nútíma islendingar séu af honum komnir. Jón þótti harðdrægur maður, en hefur líklega verið Ijúfur maður und- ir brynjunni eins og þessi barnagæla gefur hugmynd um. Hvers vegna er heim- urinn svona vondur? Heilög kirkja kennir okk- ur að maðurinn sé skapaður góður en erfðasyndin hafi spillt honum. Hann hafi í árdaga brotið gegn vilja Guðs og valið að gera það sem honum var bannað. Þar með hafi hann rofíð vináttu- sambandið við Guð og leitt þannig yfír sig og afkomendur sína þau öriög að glata þegn- rétti í Guðsríki. Ekki eru honum þó öll sund lokuð þótt svo illa færi. Kaþólska kirkjan kennir að hann geti iðrast og fengið fyrir- gefningu og þann veg komið á sambandinu við Guð á ný. Samkvæmt lútherskri kenn- ingu getur maðurinn ekkert aðhafst sér til bjargar, það er Guð einn sem getur miskunn- að sig yfir hann og reist hann upp til lífs í Guðsríki. Ég vona að mér, leikmanninum, hafi ekki mistekist um of að gera grein fyrir þessum kenningum. Menn kunna að spyrja hvað komi höf- undi þessara orða til að skrifa um annað eins og þetta, í heimshluta þar sem kristnar kenningar séu á hröðu undanhaldi. Því er til að svara að heimurinn með allri sinni villimennsku, grimmd og glæpum gefur til- efni til þess. Það er ekki nóg að segja að heimurinn sé nú einu sinni svona, það hlýt- ur að vera til einhver skýring á því hvers vegna hann er svona. Er skýringin kannske sú að heimurinn þróist svona, hið sterka sigrist á hinu veika og sá eigi að sigra sem sterkari er? Að miskunnsemi sé aðeins veikleiki og hindri eðlilega þróun, að hið veika og ófullkomna eigi að troðast undir og hverfa? Hinn grimmi heimur sem nú blasir hvar- vetna við okkur styður sannarlega þær hug- myndir að miskunnsemi og kærieika sé of- aukið í mannlífínu. Fólk sem þykist vera kristið fremur slíka glæpi að þá sem frétta af þeim hryllir við. Hvað slíkt fólk snertir getum við ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að kenningar Krists hafí aldrei náð inn úr hornhúðinni á því. Kristur varði sig ekki einu sinni sjálfur þegar hann var dreg- inn út í dauðann og sagði kærleiksboðorðið vera æðst allra boðorða en þeir sem kalla sig fylgjendur hans láta sem þeir hafí ekk- ert af því heyrt og myrða og pynda með- bræður sína eins og það sé æðsta köllun þeirra í lífinu. Og þetta gerist í heimi sem sparar ekkert til þess að viðhalda lífi sem í rauninni er lokið, treina líftóruna í gamal- mennum sem ekkert þrá heitar en losna frá þjáningum sínum og væru löngu dáin ef vísindalegar tilfæringar nútímans hefðu ekki komið til. Fyrir vísindamann er senni- lega fróðlegt að sjá, hversu lengi er hægt að viðhalda lífsneistanum, en mannúðlegt er það ekki. Grimmdin og miskunnarleysið er auðvitað það sem verður að vera í augum þess sem lítur á yfírdrottnun hins sterka sem hið æskilega, þar er stefnt að hinni mestu full- komnun hins efnislega og hið veika gerir ekki annað en flækjast fyrir og vera til óþæginda. Og fyrir þessu standa á okkar dögum menn sem lásu í æsku sögumar um miskunnsama Samveijann og bersyndugu konuna. Við hljótum að álykta sem svo að þannig menn séu ekki kristnir, hvað sem þeir segja um það sjálfír. Því miður hafa dæmi um þennan hugsunarhátt alltaf verið að gerast í mannkynssögunni, ekki síður meðal svokallaðra kristinna manna en ann- arra. En hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna drepa menn og pynda hver annan? Hvers vegna stendur mönnum alveg á sama, eða þar um bil, þótt menn svelti til bana úti um allan heim ef þeir bara geta látið það eftir sjálfum sér sem þá langar til? Móðir Teresa segir að við eigum að gefa þangað til okkur svíður undan, en hver gerir það? Hver vill liðsinna og líkna þjáðum manni sem er að veslast upp, ef hann að- eins er nógu langt í burtu frá okkur? Lík- lega ekki margir, að Móður Theresu undan- skilinni og fáeinum eftirbreytendum Krists sem enginn veit um. ' Og margt af þessu fólki sem er svo grimmt og miskunnarlaust er í rauninni besta fólk ef þessar gerðir þess eru undan- skildar. Við þekkjum margt fólk, kannske vini okkar, sem hikar ekki við að pretta og svíkja ef það snertir ekki einstaklinga held- ur aðeins stofnanir. Hver svíkur t.d. ekki undan skatti ef hann hefur einhver tök á því, þótt hann eigi að vita að það kemur niður á öðru fólki? Ég sé ekki nema tvær skýringar á því hvers vegna menn hegða sér eins og þeir gera. Önnur er sú að maðurinn hafí þróast frá villidýri og þegar skynsemi hans og út- sjónarsemi bætist við villta og tillitslausa hvöt dýrsins til að sjá sem best fyrir sér og hyski sínu, verði útkoman þessi. Sá maður sýnir hvorki vægð né miskunn og á ekki heldur heimtingu á slíku. Hin skýringin er sú að kenningin um erfðasyndina sér rétt. Maðurinn sé skapaður góður en hafí leiðst út í að bijóta gegn vilja Skapara síns og það brot bletti allt líf hans og niðja hans upp frá því. Hann vill vel en mistekst að lifa samkvæmt því sem hann veit réttast og best. Úrræði hans verða því iðrun og yfirbót. Hann ber, ásamt öllum öðrum, ábyrgð á velferð bræðra sinna og systra og allt þetta fólk á að hjálpast að við að beijast gegn syndinni og illskunni og styðja hinn veika og brotlega, enda þótt því mistakist þúsund sinnum. Hið eina sem sá er hrasar má ekki er að liggja áfram og rísa ekki upp. TORFl ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. MAÍ1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.