Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Síða 9
Rasmus Rask og Ebenezer Henderson áranum 1813-15 dvöldust tveir erlendir menn á Islandi, sem báðir, hvor á sinn hátt, höfðu mikla þýðingu fyrir íslenskt menningarlíf. Á ég þar við skoska prestinn Ebenezer Hender- son og danska málfræðinginn Rasmus Kristján Þeir Henderson og Rask kvöddu ísland og fóru þaðan alfamir hvor með sínu skipinu í september 1815. Þá hafði Rask lagt drög að stjórnarmyndun Hins íslenska bókmenntafélags, sem stofnað var árið eftir, en Henderson hafði tekið þátt í stofnfundi Hins íslenska Biblíufélags sumarið 1815. Eftir FELIX ÓLAFSSON Rask, tungumálasnillinginn, sem lærði ís- lensku á stúdentsárum sínum og samdi rit um íslenska málfræði án þess að hafa nokkru sinni komið til íslands. Hann náði að kynna sér ein 50 tungumál á stuttri ævi, en hann lést í Kaupmannahöfn 14. nóvember 1832 aðeins 45 ára gamall. Þeir munu hafa kynnst nokkuð snemma, Henderson og Rask, en um nána vináttu var aldrei að ræða. Til þess voru þeir of ólíkir, annar bam upplýsingastefnunnar og fq'álslyndur í trúarskoðunum, en hinn ein- lægur kristinn maður. Engu að síður höfðu þeir sameiginleg áhugamál, og báðir notuðu gáfur sínar óspart í þágu íslensku þjóðarinn- ar á þeim árum, er þess var einna mest þörf. Þeir voru á svipuðum aldri, Henderson þó þremur árum eldri. Hann fæddist 17. nóvember 1784 en hinn 22. nóvember 1787. Rask hóf nám við háskólann í Kaupmanna- höfn haustið 1807, en það haust gerðu Bret- ar árás á borgina, og það var einmitt sá atburður, sem olli því, að Henderson hvarf þaðan og settist að í Svíþjóð ásamt starfs- bróður sínum. Þannig fóru þeir á mis þá, Rask og Henderson. Það átti eftir að koma oftar fyrir, en oft lágu leiðir þeirra líka saman. Þegar Rask innritaðist í háskólann tvítug- ur að aldri, var hann orðinn ótrúlega vel að sér^ í íslenskri málfræði og fornaldar- sögu. í menntaskóla hlaut hann til dæmis gamalt eintak af Heimskringlu í verðlaun fyrir frammistöðu sína og sjálfstæðar rann- sóknir á þessu sviði. Við háskólann urðu ungir íslendingar bestu vinir hans, og má þar fremsta telja þá Áma Helgason, Bjama Þorsteinsson, Grím Jónsson, Bjama Thorar- ensen, Hallgrím Scheving og — nokkm síð- ar — Finn Magnússon. Ami Helgason var sá fyrsti meðal stúdentanna, sem Rask tengdist raunverulegum vináttuböndum, en einmitt þá var Árni að gagnrýna af miklum eldmóði útgáfu íslenska Nýja testamentisins 1807. Rask var honum innilega sammála. Kartöflur Til Að Gera SérDagamun Haft er fyrir satt, að Rask hafi átt mjög erfitt uppdráttar við háskólann vegna fá- tæktar, og hafa íslensku stúdentarnir þá væntanlega átt létt með að skilja aðstöðu hans. Ástandið í borginni var líka í aum- asta lagi eftir aðgerðir Breta. Sagt er, að Rask hafí sjaldan haft efni á að kaupa sér heitan mat, en stundum fór hann út eftir myrkur og keypti sér máltíð í kjallara fyrir 5 skildinga. Þegar vinir hans komu til hans, Rasmus Kristján Rask (1787-1832), að- alhvatamaður að stofnun Hins íslenzka bókmenntafélags og fyrsti forseti hafn- ardeildar þess. Víðkunnur málfræðing- ur og prófessor í þeirri grein við Há- skólann í Kaupmannahöfn. Hafði af- burða hæfileika til tungumálanáms og m.a. lærði hann og hafði fullkomið vald á íslenzkri tungu. Ebenezer Henderson. Ferðabók hans frá árunum 1814 og 1815 er með merk- ustu heimildum um íslenzkt þjóðlíf á fyrriparti 19. aldar. og hann vildi bjóða þeim eitthvað að borða, fór hann út og sótti heitar kartöflur, sem hann bar á borð fyrir vini sína með dálitlu salti. En hann kryddaði þessa einföldu mál- tíð með fjörugri og skemmtilegri samræðu. Hann var iðinn, sat við allan daginn og mikið af nóttunni, vanalega til klukkan þrjú. Þegar Rask hélt til íslands sumarið 1813, var Henderson kominn aftur til Hafnar, og var hann þá önnum kafinn við að ganga frá íslensku biblíuútgáfunni. Ekki er ólíklegt, að þeir Rask hafi einmitt kynnst frostavetur- inn 1812-13. En Rask hafði mestu ótrú á biblíuútgáfunni, vegna þess að sama manni hafði aftur verið falið að endurskoða is- lenska textann. Það gerðist að vísu á meðan Henderson var enn í Svíþjóð. 19. mars 1812, fimm mánuðum áður en Henderson fékk konungsleyfí til þess að hverfa aftur til Danmerkur, skrifaði Rask eftirfarandi orð í bréfi til velgjörðarmanns síns, Jóhanns von Búlows: „... Thorkelin, som sig selv og den islandske literatur til evig spot og skændsel og Island til ubodelig skade, har besörget det islandske Nytestamente udgivet pá andres bekostning, hvorom Deres Eksell- ence máske har hort noget af Lærde Tid- ende, han skal nu ogsá udgive Det gamle Testamente. Arendt sagde om ham, at han rettede det ny imedens han spiste til mid- dag.“ Að Íslenskan Bráðum Muni ÚtAfDeyja...“ Rask kom til íslands í byijun ágústmán- aðar 1813. Hann fór þá fljótlega til fundar við vin sinn, sr. Árna á Reynivöllum. Er fræg sagan um það, hvernig hann kom að garði prests og lék á sr. Árna, sem ekki þekkti komumann, enda var hann klæddur eins og íslenskur og talaði sem slíkur. Rask ferðaðist nokkuð um Suðurland þetta haust, en dvaldi að öðru leyti í Reykjavík til ára- móta og átti þar fremur daufa daga. ís- lensku talaði hann svo vel, að fæstir gátu heyrt, að þama var erlendur maður á ferð. En hann hafði sjálfur áhyggjur af framtíð íslenskunnar. Mánuði eftir að hann kom til landsins, skrifaði hann Bjarna Þorsteinssyni á þessa leið: „Þér einlæglega að segja, held ég, að íslenskan bráðum muni út af deyja; reikna ég, að varla muni nokkur skilja hana í Reykjavík að 100 árum liðnum, en varla nokkur f landinu að öðrum 200 árum þar uppfrá, ef allt fer eins og hingað til og ekki verða rammar skorður við reistar. Jafn- vel hjá bestu mönnum er annaðhvort orð á dönsku; hjá almúganum mun hún haldast við lengst." Þennan vetur, skömmu fyrir jól, lék Rask magister Stygotius í Jacob von Thybo eftir Holberg. En um áramótin hafði hann feng- ið nóg af lífinu í Reykjavík og fór hann þá að Reynivöllum, þar sem hann dvaldi það sem eftir var vetrar og fram á sumar 1814. „Mér þótti vænt um, að hann undi sér vel hjá mér, og mátti hann þó sakna margra hluta, er hann var áður vanur, nema ástúð- legrar umgengni. Hann létti af mér nokkrum kennsiuönnum, og einu sinni prédikaði hann fyrir mig um þá sáluhjálplegu trú, sem hann gerði rétt vel,“ skrifaði sr. Árni til Bjama Þorsteinssonar 20. ágúst 1814. Það var á hvítasunnudag 1814, sem Rask steig í stól- inn í Reynivallakirkju. Hann var með öðrum orðum búinn að vera heilt ár á íslandi, þegar Henderson kom þangað í júlí 1814 með biblíur sínar. En þá var Rask farinn norður og austur á land. Henderson fór einnig norður eins fljótt og hann fékk því við komið, en engar sögur fara af því, að leiðir þeirra hafí legið saman það sumar. Er langsennilegast, að Rask hafí farið fljótar yfír. Báðir komu til dæmis að Bægisá þetta sumar, en Rask mun hafa verið farinn þaðan, er Henderson bar þar að garði. En ljóðagerð sr. Jóns Þorlákssonar dáðu þeir báðir, og einkanlega hið mikla verk hans, þýðingu Paradísarmissis eftir enska skáldið Milton. Til er bréf frá Rask til sr. Jóns, sem er skrifað í Reykjavík vetur- inn eftir, en þar skrifar Rask fyrir hönd þeirra beggja. Rasmus Kristján Rask og Ebenezer Hend- erson dvöldust báðir í Reykjavík veturinn 1814-15. Þá var Rask að velta fyrir sér hugmyndinni um íslenskt bókmenntafélag, en Henderson vann að því, að stofnað yrði íslenskt biblíufélag áður en dvöl hans á ís- landi lyki. Þann vetur buðust þeim næg tækifæri til nánari kynna. Ekki skorti við- ræðuefnin. Báðir voru frábærir tungumála- menn, og báðir unnu íslensku þjóðinni af heilum hug. En sá var munurinn, að Rask hafði áhuga á tungumálum þeirra sjálfra vegna, en í augum Hendersons voru tungu- málin tæki, sem hann reyndi að komast yfír og ná sem bestum tökum á, til þess að geta notað þau í þágu biblíustarfsins og SJÁNÆSTU SÍÐU Herðubreið séð frá Möðrudal. Koparstunga úr Ferðabók Ebenezers Hendersons. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. MAl 1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.