Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1993, Síða 10
 Hólar í Hjaltadal. Koparstunga úr Ferðabók Ebenezers Hendersons. kristniboðsins. Báðir höfðu fullan skilning á þjóðfræðilegu gildi tungumálarannsókna, og báðir urðu þeir mikilsmetnir sérfræðing- ar, hvor á sínu sviði, með ótrúlega vítt þekk- ingarsvið. Þejm hefur því tæplega þurft að leiðast í návist hvor annars, enda ber bréf þeirra þess merki, að þeir virtu hvor annan mikils, þótt ólíkir væru. Langur Vetur í Reykjavík Samt sem áður hafa þeir varla hist nema endrum og eins veturinn langa í Reykjavík. Henderson leiddist. Rask var mikið með sín- um gömlu vinum frá háskólaárunum í Kaup- mannahöfn, eins og gefur að skilja. Sr. Árni var kominn að dómkirkjunni og bjó í Breiðholti, en Bjami Thorarensen í sjálfum kaupstaðnum eins og Henderson. Hann þekkti báða, en sá kunningsskapur var ann- ars eðlis. Þeir Rask hafa þó haft tækifæri til þess að ræða félagsmálefnin, stofnun bók- menntafélags og biblíufélags á íslandi. Þeg- ar Henderson barst bréf frá sr. Jóni Jóns- syni á Möðrufelli snemma árs 1815 um stofnun Smáritafélagsins fyrir norðan, fór Henderson strax með bréfið til Rasks. í boðsbréfí því, sem Rask gaf út um væntan- legt bókmenntafélag, en það er dagsett 27. febrúar 1815, skrifar hann meðal annars: „Þó í fyrstunni væri ástofnað að láta þá grein af bókaskriftinni, sem horfír til að efla guðrækni og upplýsing í trúarbrögðum vera þann fyrsta höfuðpóst í augnamiði þessa félags; svo virðist þess nú síður þörf, þar sá lærði og velgáfaði kennimaður, séra Jón Jónsson á Möðrufelli, hefur nýlega stift- að sérlegt félag fyrir norðan, sem hefur þetta eina augnamið, og sem hefur haft svo góðan framgang." Af þessu má einnig sjá, að engin keppni hefur verið á milli þeirra vegna hinna vænt- anlegu félagssamtaka. Bókmenntaunnandi og biblíuútgefandi gátu auðveldlega skilið viðhorf og áhuga hvor annars. Þennan vetur kom fyrir lítið atvik, sem mun hafa komið illa við Henderson og vald- ið honum nokkrum sársauka (sjá Ferðabók, ísl. þýð. bls. 231). Honum leiðist vetrarlífíð í Reykjavík, eins og fyrr segir. Hann kann því illa, hvernig menn drepa tímann með auðnuleysi, og hann hefur orð á því, að haldnir séu tveir til þrír dansleikir á hverjum vetri í Reykjavík og jafnvel leiknir sjónleik- ir. „Til þess leggja þeir undir sig yfírdóms- húsið og flytja purkunarlaust bekkina út úr dómkirkjunni, til þess að hafa eitthvað að sitja á. Þess er jafnvel dæmi, að sami maðurinn og leikið hafði langt fram á laug- ardagsnótt, sýni sig í prédikunarstólnum næsta morgun, til þess að boða almenningi trúna.“ Nú þarf engan að furða það, þótt dans- leikir og sjónleikir væru óviðeigandi í augum þessa strangtrúaða skoska prests. En það er gremja hans út í prédikarann í dómkirkj- unni, sem ég vildi vekja athygli á. Einhvern veginn hefí ég alltaf haldið, að Henderson væri þarna að sneiða að séra Árna, og get ég þess í bók minni. Verður þá að ganga út frá því, að sr. Árni hafí leikið eitt hlut- verkið í sjónleik kaupstaðarbúa á laugar- dagskvöldi, en flutt síðan messu næsta dag. Myndi slíkt líklega þykja einum mánni of- viða jafnvel á okkar tímum! En nú hefur lausn gátunnar lokist upp fyrir mér. Hér er ekki átt við sr. Áma held- ur Rasmus Rask. Rask hafði leikið hlutverk í sjónleik veturinn áður. Þennan vetur munu hafa verið sýndir tveir sjónleikir í Reykjavík eftir Sigurð Pétursson sýslumann. Hét ann- að stykkið Hrólfur eða Auðunn lögréttumað- ur, en hitt Narfí: Bjöm Magnússon Olsen telur að Rask hafi þá leikið eitt hlutverk, og hafi Páll Melsteð haft það eftir tengda- móður sinni, Sigríði Gísladóttur, að hann hafi leikið Dalsted í sjónleiknum Narfa. Vitað er, að Rask prédikaði eitt sinn í dómkirkjunni þennan vetur, eins og hann hafði gert í Reynivallakirkju á hvítasunn- unni. En geta má nærri, hvemig Henderson hefur liðið þennan sunnudag, og ekki hefur þetta uppátæki verið vandhugsað af hálfu sr. Árna. Rask var e.t.v. ekki guðleysingi, eins og danskur sérfræðingur hefur haldið fram, en hann var a.m.k. fijálslyndur mjög í trúarskoðunum. Henderson Aldrei Boðið Að StígaÍ Stólinn Henderson, sem kominn var til Islands eingöngu í þeim tilgangi að efla trúarlíf og kirkjulíf í Iandinu, var hins vegar aldrei boðið að stíga í stólinn, jafnvel ekki í aum- ustu torfkirkju landsins. Fyrir því var þó gild ástæða. Það var ekkert trúfrelsi í lönd- um Danakonungs þá. Engir aðrir en lúters- trúarmenn máttu því prédika í kirkjum land- anna, og Henderson var kalvínstrúar. Þess skal þó að lokum getið, að góður rómur var gerður að ræðumennsku Rasks. Hefðu menn ekki vitað, að hann var útlend- ingur, myndi enginn hafa getið sér þess til, segir sagan. Og eftir messu á Bjarni Thorar- ensen að hafa vikið sér að Rask og sagt: „Hvort á ég nú að kalla þig monsjer Rask eða sr. Rask?“ Og hinn svaraði um hæl: „0, sjálfsagt sr. Rask!“ Eftir dvölina á íslandi höfðu þeir báðir, Rask og Henderson, mikinn áhuga á því, að þýðing sr. Jóns Þorlákssonar á Paradísar- missi Miltons yrði gefin út. það dróst þó í mörg ár, vafalaust vegna fjárskorts og vegna þess, að báðir vom ámm saman á ferðalögum. En í bók minni hefí ég sagt frá því, hvemig þýðing sr. Jóns var loks gefín út árið 1828, fjórum áram fyrir andlát Rasks. Því miður átti Rask þá í deilum við nokkra unga íslendinga, aðallega þá Þor- geir Guðmundsson, en hann var annar þeirra, sem sáu um útgáfuna, og Baldvin Einarsson. Varð það til þess, að Rask tók útgáfunni fálega og gagnrýndi hana, _en það hefði hann tæpast gert annars. Hinn íslend- ingurinn, sem annaðist útgáfu Paradísar- missis ásamt Þorgeiri, var ungur stúdent, Þorsteinn Helgason að nafni. Vil ég nota þetta tækifæri, til þess að skjóta hér inn Ieiðréttingu í smávægilegri villu, sem slæðst hefur inn í frásögn mína í bókinni um Hend- erson (sjá bls. 125 og bls. 208). Á fyrri hluta 19. aldar vora tveir ungir Islendingar við guðfræðinám í Kaupmanna- höfn án þess þó að ljúka þar prófi. Báðir hétu Þorsteinn og báðir fengust við fræði- störf og ritstörf jafnframt námipu. Annar var Hjálmarsson en hinn Helgason. Þorsteinn Hjálmarsson var eldri, en hann var fæddur árið 1794. Hann var við guð- fræðideildina í Kaupmannahöfn ásamt þeim Þorgeiri og Gunnlaugi Oddssyni, þegar bibl- íuhreyfingin var að ryðja sér til rúms meðal stúdentanna. Þýddu þeir félagar þá rit eitt fyrir biblíulesendur eftir Rasmus Möller biskup, sem hét „Leiðarvísir“. Þorsteinn hélt heim til íslands árið 1822 og gerðist prestur nokkram áram síðar, fyrst í Þingeyj- arprófastsdæmi en síðar í Hítardal í Mýrar- prófastsdæmi. Árið eftir að hann fór frá Kaupmannahöfn kom þangað 17 ára piltur, sem einnig hét Þorsteinn en var Helgason. Hann innritaðist í guðfræðideild, en fékkst jafnframt við fomritastörf og útgáfu íslend- ingasagna ásamt Þorgeiri. 0g saman önnuð- ust þeir útgáfu Paradísarmissis árið 1828. Árið 1833 varð hann prestur í Reykholti í Borgarfírði, en hann lést sex árum síðar aðeins 33 ára gamall. Þykir mér leitt, að ég skyldi við gerð bókarinnar rugla þessum tveimur nöfnum saman. KVÖDDU ÍSLAND 1815 En hverfum nú aftur til þeirra Hender- sons og Rasks. Þeir kvöddu ísland og fóra þaðan alfarnir hvor með sínu skipinu í sept- ember 1815. Áður en Rask kvaddi vini sína á íslandi hafði hann ásamt Árna Helgasyni lagt drög að stjórnarmyndun Hins íslenska bókmenntafélags. Það félag var síðan form- lega stofnað með Kaupmannahafnardeild- inni 30. mars 1816 og var Rask fyrsti for- seti hennar. Síðar sama ár vora lög félags- ins einnig samþykkt í Reykjavík. Henderson tók hins vegar þátt í stofnfundi Hins ís- lenska Biblíufélags í sambandi við presta- stefnuna í Reykjavík sumarið 1815, og hef- ur það félag lifað lengst. Rasmus Rask fékk lengi vel fréttir af biblíufélaginu frá vinum sínum á íslandi, einkum þeim sr. Áma og Bjarna Þorsteinssyni. Og Henderson var á sínum tíma gerður að heiðursfélaga Hins íslenska bókmenntafélags. Svo skyld vora störf þeirra fyrir ísland. Haustið 1816 hélt Rask til Sviþjóðar, en Henderson til Rússlands. Ári síðar hittust þeir í Stokkhólmi, er Henderson var á heim- leið til Englands, en Rask var farinn að undirbúa ferð sína til Pétursborgar og það- an austur yfír Kákasusfjöll til Persíu og Indlands. Þeir ræddust við, og Rask hvatti Henderson til þess að reyna að útvega bibl- íufélaginu bókapressu frá Englandi, og tók hann því máli vel. Ekki er þó vitað til þess, að það mál kæmist í framkvæmd. Verður að hafa það hugfast í því sambandi, að þeir dvöldu báðir árum saman fjarri ættjörð sinni. Henderson greiddi hins vegar götu Rasks í Rússlandi og mælti með honum við vini sína þar. Rask lét senda sér bréf og annan póst til Biblíufélagsins í Pétursborg á meðan hann dvaldist þar í borg. í Astrak- an bjó hann í íbúð, sem var Henderson ætluð, og var bókasafn Hendersons þar fyr- ir. Einnig sendi Henderson þangað bók, sem hann hafði keypt í Englandi fyrir Rask. Þannig skildu leiðir þeirra. Þeir sáust aldrei framar. En störf þeirra fyrir ísland era gott dæmi þess, hvemig kristin trú og þjóð- leg menntun hljóta að haldast í hendur, til þess að úr verði sá menningargrandvöllur, sem hverri þjóð er þarfastur. Höfundur er prestur í Danmörku. GÍSLI GÍSLASON í hjarta mínu Þú sefur en vakir í hjarta mínu í hjarta mínu þar sem athvarf þitt er heyri ég rödd þína í hjarta mínu þar sem hús þitt er erum við saman í hjarta mínu vakir þú Ljóðið er til minningar um ungan mann sem lézt í bílslysi sl. haust. Höfundurinn býr í Reykjavík. ÓSKAR ÞÓRÐARSON frá Haga Að vita Þú veist ekki hversvegna vegurinn Iiggur í hring að upphaf er sama og endir og ótryggt hvert fótmál hvort sem vannstu í öskunni eða varst kosinn á þing þá veistu þó hvar þú lendir. Hugsun Mig undrar það stundum hvernig öll þessi Veröld varð í upphafi til ég glími án afláts við allt sem ég ekki skil ég held svo kannski ég hafi lausnina hér um hil svo tel ég mín skref hve tæpt er á fossbrún og tapað spil Eins og eld- hnatta brun . .. Eins og eldhnatta brun um auðan geim fara andar þeirra sem aldrei fundu þann óskaheim er þeir undu og lífið gaf þeim þann lausa taum er lítt þá við skorður bundu en enginn skilur sinn óræða draum á úrslitastundu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.